Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÆTLI það hafi ekki verið haustið
1985 þegar undirritaður átti, einu
sinni sem oftar, spjall við sómamann-
inn og þáverandi gatnamálastjóra,
Inga Ú. Magnússon. Hann sagði mér
frá áhuga sínum um að reyna að
fækka nagladekkjum í vetr-
arumferðinni í ljósi þeirra skemmda
á götum borgarinnar, sem þau valda.
Ég man að fyrstu viðbrögð mín voru
blendin, þetta hljómaði í mínum eyr-
um eins og að taka kútinn af ósyndu
barni, … bara af því. Röksemda-
færslur fyrrverandi gatnamála-
stjóra, sem m.a. innihéldu þær full-
yrðingar að ónegld vetrardekk væru
öruggari kostur en árs- eða tveggja
ára gömul nagladekk, voru á undan
sinni samtíð. Það hefur síðan komið
rækilega í ljós, og nú síðast í mjög
nýlegum rannsóknum og prófunum,
að fyrrverandi gatnamálastjóri hafði
rétt fyrir sér. Ársgamalt nagladekk
getur verið stórhættulegt. Falska ör-
yggið liggur í því að þegar naglarnir
fara að detta af, einn af öðrum, hefur
grip dekksins breyst með þeim
hætti, að við hemlun í glerhálku, leit-
ar bíllinn til hliðar og getur snúist.
Og eins og ég met málið er það ör-
yggið við hemlun, sem er ástæða
þess að flestir kjósa nagladekk.
Þróun í dekkjaframleiðslu síðan
1985 hefur verið gríðarleg og þeir
sem fylgjast eitthvað með Formúlu 1
vita um mikilvægi dekkjanna, sem er
eini snertiflötur bílsins við götuna.
Þar hafa dekkjaframleiðendur oft
haft úrslitaáhrif á gengi kappanna í
keppnum. Bridgestone-menn sem
hafa þjónustað heimsmeistarann
óumdeilda hófu framleiðslu á svo-
kölluðum loftbóludekkjum (Blizzak)
fyrir fáum árum og eru enn að þróa
þau. Árangur þessara dekkja í próf-
unum setur menn hljóða og sú varð
raunin í íslenskri rannsókn (RB o.fl.)
sem gerð var. Loftbóludekkin eru
með sambærilega hemlunarvega-
lengd og nýnegld nagladekk. Það er
eitt að skoða niðurstöður rannsókna í
súluritum og línuritum og annað að
prófa þessi loftbóludekk.
Mín reynsla var með þeim hætti,
að síðasta vetur ég ákvað að setja
þau á „konubílinn“ til reynslu, en
sjálfur hélt ég mér við gömlu nagla-
dekkin, öryggið, frá því í hitteðfyrra.
Þrátt fyrir allar gefnar upplýsingar
um loftbóludekkin lét ég þau koma
mér á óvart. Þvílík undradekk!
Hvort sem var um hemlun að ræða
eða að spyrna af stað í hálku eða
kafsnjó leið mér strax vel og öryggis-
tilfinningin var raunveruleg. Ég var
sannfærður. Þessi ákvörðun mín
kostaði að sjálfsögðu baráttu um
„konubílinn“ og greip ég öll tækifæri
sem mér buðust til þess að nota
hann, frekar en að hlusta á nagla-
sönglið í mínum. Ánægjan með dekk-
in gerði það að verkum, að það var
ekki fyrr en nokkrum vikum seinna
sem ég áttaði mig á því að ég var ekki
einungis að bæta öryggi fjölskyld-
unnar og gera aksturinn ánægju-
legri. Ég var að spara bensínkostn-
aðinn, ég var að spara malbikið og
það sem meira er, ég lagði mitt af
mörkum til þess að halda andrúms-
loftinu hreinu. Já – þvílík undradekk!
RAGNAR ÓSKARSSON,
Álfaskeiði 92,
Hafnarfirði.
Undradekkið
Frá Ragnari Óskarssyni:
ÞAÐ er reglulega gaman að mótmæla
svona bara sér til dægrastyttingar.
Ég er nefnilega einn af þessum „sjálf-
skipuðu hobby-mótmælendum“ sem
maður að nafni Jóhann Þór Hopkins
ræðst á í grein sinni hinn 13.11. í
Morgunblaðinu.
Ég er kennari í meira en fullri
stöðu og vinn í fríum mínum sem leið-
sögumaður svo kaupið dugi til að hafa
í sig og á. Ég á þar af leiðandi ekki
mikinn afgangstíma til að „ausa
óhróðri“ daginn inn og daginn út yfir
þetta „góða og umhverfisvæna“ fyr-
irtæki að nafni Landsvirkjun. Samt
langar mig að svara þessu lesenda-
bréfi.
Ég ætla að taka fram að ég hef
komið á alla þessa staði sem deilan
snýst um og veit um hvað ég er að
tala. Ég forðast að ferðast til meng-
aðra stórborga, spara rafmagn þar
sem ég get og fer mínar ferðir á hjóli.
Hvar tekur Jóhann annars alhæfing-
arnar sem birtist í bréfi hans?
En snúum okkar að Landsvirkjun.
Ég er mjög sammála þessum ágæta
manni um að þetta ríkisfyrirtæki eigi
að sjá landsmönnum fyrir yl og birtu.
Mjög þarft og gott mál! Mín ósk er
ekki að hverfa aftur inn í moldarkofa-
tíðina. Ef Landsvirkjun myndi nú
halda sig við að framleiða rafmagn
handa landsmönnum á hagstæðu
verði! En þetta fyrirtæki er fyrst og
fremst að búa til ódýrt rafmagn
handa erlendum stórfyrirtækjum á
gjafaverði. Það er að vaða inn á hvaða
landsvæði sem er til að útvega verk-
efni handa stórum verktökum, til
dæmis Íslenskum aðalverktökum.
Slík fyrirtæki fitna eins og púkinn á
fjósbitanum undir því yfirskini að
bjarga landsbyggðinni. Á að skuld-
setja íslenska þjóðina upp fyrir haus
með framkvæmdum sem er ekki vitað
um hvort borgi sig nokkurn tíma?
(Ekki má gefa upp rafmagnsverð sem
Alcoa ætlar að borga, hvers vegna
skyldi það vera?)
Aldrei get ég skilið af hverju rík-
isfyrirtækið Landsvirkjun á að sinna
verkefnum eins og að leggja vegi um
hálendið, styðja umhverfismál eins og
Landgræðslu, rétta framlög til menn-
ingarmála, varla er hægt að opna
nokkurn bækling án þess að sjá
styrktarlínu frá Landsvirkjun. Þetta
eru mál sem ríkinu ber að fjármagna
beint. Ekki þarf Landsvirkjun að gefa
þarna styrk á fölskum forsendum!
Þetta er ríkisfyrirtæki, fyrirtæki
landsmanna, ekki fyrirtæki erlendra
auðhringja sem þarf að bæta sína
ímynd á kostnað ríkisins.
Gætum við fengið rafmagn frá
Landsvirkjun fyrir okkar eigin þarfir
hér á landi á sanngjörnu verði? Ekki
nenni ég að borga hæsta rafmagns-
verð í heimi til að styðja erlend stór-
fyrirtæki. Vilt þú þetta, Jóhann?
ÚRSÚLA JÜNEMANN,
leiðsögumaður og kennari.
Tómstundamótmæl-
endur og Landsvirkjun
Frá Úrsúlu Jünemann: