Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 57 Á SAMA tíma og gengið er til góðs og íslenskt fé er sent til erlendra fátæk- linga þeim til hjálpar, sem er í sjálfu sér gott mál, þá líða Íslendingar sjálf- ir fyrir fátækt á Íslandi án teljandi hjálpar. Því datt mér í hug hvort þess- ar frábæru hjálparstofnanir gætu ekki gengið til góðs fyrir þessi jól fyr- ir nauðstadda á Íslandi, og milljarð- arnir sem munu safnast yrðu notaðir til að borga húsaleiguna næsta árið fyrir þá sem neyðast til að leigja hjá borginni, þ.e. Félagsbústöðum. Það kæmi sér mjög vel, því jólagjöf borg- arinnar (Félagsbústaða) er hækkun á húsaleigu 1. desember, sem mér skilst að sé um 6%, eða kringum 1.900 kr., sem kallast jöfnunargjald. Og eft- ir 1. mars hækkar húsaleigan um 12% ofan á hækkunina 1. desember. Þar sem enginn hefur talað um jöfnunargjald eða hækkun á þeim lágu launum eða bótum sem fólkið lif- ir á í dag er útséð með að það verða ekki margir sem geta staðið í skilum með húsaleiguna þegar fram í sækir. Því standa flestir frammi fyrir þessari spurningu: Á ég að borga reikninginn eða á ég að fá að borða? Er einhver í vafa um hvort yrði gert? Og þá eiga þeir sem lenda í skuld von á að hið harðsvíraða innheimtu- fyrirtæki sem sér um innheimtu fyrir borgina með bréfum og símhringing- um, og kannski heimsóknum, láti til skarar skríða og hjálpi fátæklingum út fyrir dyrnar. Það má vera að fólk geti borið hækkunina 1. desember í stað þess að halda jól eða reyni að komast inn til foreldra eða barna sinna eða annarra ættingja í jólamatinn, því vitað er að fáir eiga til fyrir mat til næstu mán- aðamóta og líða því hungur góðan part af mánuðinum þar sem laun eða bætur duga engan veginn og hafa ekki dugað hingað til. Talað er um að fátæktarmörk séu um hundrað þús- und krónur á mánuði, en þeir verst settu tóra á 60–70 þúsund krónum á mánuði. Eins og allir vita er það lenska að koma með hækkanir og erfiðar rukk- anir í jólamánuðinum. En eftir 1. mars er óvíst að margir standi í skil- um og þar af leiðandi lendi í skuld við borgina (Félagsbústaði) sem ég hélt að væri skyldug samkvæmt stjórnar- skrá til að hjálpa fátækum. Það er víst ekki lengur í gildi, eða hvað? Og svo er það hitt að fátækt er ekki viður- kennd á landinu. En hvað verður um fólkið sem verður sett út fyrir dyrnar eftir 1. mars, því vitaskuld verður að rýma húsnæðið og hætta að safna húsa- leiguskuldum því peningarnir vaxa ekki á trjánum hjá okkur hvað mikið sem hækkað er. En hvert á fólk að fara? Við þeirri spurningu er ekki hægt að fá svar í dag. Ekki heldur að sjá hvaða tilgangi hækkunin þjónar, öðrum en þeim að koma sem flestum í meiri vandræði en þeir eru í fyrir. Tekið er fram í bréfinu sem við fengum að verið sé að jafna leiguna svo allir borgi sömu leigu og búa þannig til réttlætismál handa okkur að gleypa við, en hvað með hækk- unina 1. mars, er hún líka réttlætis- mál? Kannski er ætlast til að Íslending- ar taki upp alla erlenda siði og þar á meðal að búa á tilteknum svæðum í pappakössum og tjöldum og ganga um göturnar betlandi. Er það ekki að sýna hagvöxt og vera fjölþjóðlegur? Gleðileg jól. HULDA HELGADÓTTIR, Fannarfelli 4. Hvar stöndum við? Frá Huldu Helgadóttur: FRÉTTIR Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá flug- félaginu Atlanta í tilefni af um- ræðu að undanförnu um ramma- samning utanríkisráðuneytisins við Atlanta og Flugleiðir: „Vegna misvísandi umræðna undanfarna daga um rammasamn- ing utanríkisráðuneytis og flug- félaganna Atlanta og Flugleiða þykir forsvarsmönnum Atlanta rétt að taka eftirfarandi fram: Flugfélagið Atlanta hefur aldrei flogið inn á átakasvæði eða með vopnabúnað til beinna hernaðarað- gerða og um það hefur engin stefnubreyting orðið. Ekki undir neinum kringumstæðum væri flugi fyrir hernaðar- eða varnarbanda- lag og borgaralegu flugi Air Atl- anta blandað saman. Sérstakar reglur gilda um flutn- ing vopna og skotfæra til hernaðar. Samræmdar reglur flugmála- stjórna í Evrópu segja til um hvernig skuli staðið að slíkum flutningum: „JAR-OPS 1.065 Flutningur vopna og skotfæra til hernaðar. a) Flugrekandi skal ekki flytja vopn eða skotfæri til hernaðar flugleiðis nema fyrir liggi sam- þykki allra hlutaðeigandi ríkja. b) Flugrekandi skal sjá til þess að vopn eða skotfæri til hernaðar: séu sett í flugvélina á stað sem farþegar hafa ekki aðgang að með- an á flugi stendur; og 2) séu óhlað- in, ef um skotvopn er að ræða, nema öll hlutaðeigandi ríki hafi samþykkt, áður en lagt er í flug, að flytja megi slík vopn og skotfæri til hernaðar við aðstæður sem eru að einhverju eða öllu leyti frábrugðn- ar því sem um getur í þessum lið. c) Flugrekandi skal sjá til þess að áður en lagt er í flug fái flug- stjóri nákvæma vitneskju um vopn eða skotfæri til hernaðar sem fyr- irhugað er að flytja og hvar þau verða geymd um borð.“ (Stjórn- artíðindi B109 – Nr. 780–782, 2001) Eins og sjá má á ofanskráðum reglum þá er ekki hægt að taka einhliða ákvörðun um svona flutn- inga. Öll hlutaðeigandi ríki verða að samþykkja aðgerðina, þ.e.a.s. landið sem farið er frá, land eða lönd sem flogið er yfir og loks land það sem ákvörðunarstaðurinn er á. Atlanta hefur í áranna rás stundað flutninga á margs konar hjálpargögnum eins og t.d. fyrir Rauða krossinn svo og flutninga á friðargæsluliðum fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Friðargæsluliðum fylgir gjarnan léttur vopnabúnaður og þá er í einu og öllu farið eftir of- anskráðum samræmdum Evrópu- reglum. Flutningur hermanna til æfingabúða víða um heim er al- gengur og Atlanta hefur flogið fyr- ir breska varnarmálaráðuneytið undanfarin ár til Oman, Kanada og Bandaríkjanna. Loks hefur Atlanta flogið með hjálpargögn til Taskjent og Islamabad fyrir Rauðakross- deildir t.d. í Danmörku og til Kab- úl með hjálpargögn. Atlanta hefur aldrei flogið til átakasvæða. Hinn margræddi rammasamn- ingur er eins og nafnið gefur til kynna aðeins „rammi“ eða upptaln- ing á atriðum sem hafa skal í huga komi til þess að ríksstjórnin leigi flugvél af Flugfélaginu Atlanta. Samingurinn er „opinn“ eins og sagt er. Hann fjallar um greiðslu- fyrirkomulag, hvernig fara skuli með farþegaskatta, virðisauka- skatt, þjónustugjöld, hótel, máltíð- ir og flutninga á farþegum í flugi og á jörðu niðri. Almenni kaflinn er um skjöl svo sem vegabréf, bólusetningarvott- orð og önnur ferðagögn. Sömuleið- is um tafir vegna veðurs, náttúru- hamfara, borgarastyrjalda o.s.frv. Samningurinn vísar til Varsjár- samkomulags frá 1929 um farþega- flutninga og Haag-viðaukans frá 1955 um ábyrgðir. Þá er fjallað um meðferð farangurs og flutnings- skilmála. Samningurinn segir til um valdsvið flugstjórans og ákvarðanir hans um framkvæmd flugsins, hleðslu flugvélarinnar, fjölda farþega og magn farangurs. Viðauki A – er skrá fyrir vænt- anlega flugvél. Viðauki B – er um flugáætlun og flugnúmer. Viðauki C – er um þjónustuþætti og skuldbindingar. Í þessum samningi er hvergi fjallað um flutning vopna eða skot- færa til hernaðar. Komi slík ósk frá íslenskum stjórnvöldum á síð- ari stigum vísast til áðurnefndra samræmdra Evrópureglna um slíka flutninga og sjálfstæðs ákvörðunarmats forráðamanna Air Atlanta.“ Tilkynning frá flugfélaginu Atlanta Ekki hefur verið flogið inn á átakasvæði flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Bjóðum fallegan fatnað á konur í stærðum 34-46 DKNY Gerard Darel Virmani BZR Thelin Seller Vent Couvert Í tilefni dagsins Privat Label peysur áður 8.900 nú 5.900 eva Laugavegi 91, 2. hæð, sími 562 0625 LANGUR LAUGARDAGUR OPIÐ 11.00-18.00 Járnasett Betra ver› Ozone járnasett, 3-pw 14.000 MacGregor DX, 3-pw 17.900 MacGregor MT 3-pw 29.900 MacGregor VIP 3-pw 54.900 Trékylfur PING driver 29.900 Titleist 975J driver 42.500 Ozone 7-tré /grafít 4.000 Pútterar PING pútter, standard 8.900 PING pútter, Isophur 13.900 Ozone pútter 1.500 Pokar og kerrur Fer›apoki 3.990 Fer›apoki á hjólum 4.990 Kerrupoki 9" 5.000 Bur›arpoki-lítill 3.000 Unglingapokar 1.500 Ál-kerra 4.900 Anna› FootJoy kvennaskór 9.900 Púttbraut 6.5 fet 3.900 Unglingasett m.poka 12.900 Unglingakylfur 1.500 Flís-vindvesti 7.990 Golf boltar/ 15 stk 1.500 Vei›arar 15´ 2.500 Langar flig a› prufa! • D‡rasta (75.000) driverinn? • D‡rasta (33.000) pútterinn? • Stærsta (500cc) kylfuhausinn? MIKIÐ ÚRVAL JÓLAGJAFA Öllum f rjáls þá tttaka í golfle ik Golfb úðarin nar Spenna ndi ver ðlaun Sími: 565 1402 / Gsm: 898 6324 Netfang: golfbudin@golfbudin.is S T R A N D G Ö T U , H A F N A R F I R ‹ I OP I Ð : 1 1 - 1 9 Jó lal eiku r G ra fí sk a vi n n u st o fa n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.