Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 58

Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Ludvig Andersen og Cielo di Biscaglia og út fara Mánafoss og Skógafoss. Mannamót Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fóta- aðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laug- ard.: kl. 10–12 bókband, línudans kl. 11. Miðasala hafin á jólahlaðborð 12. des. Uppl. í síma 586 8014 e.h. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 op- in verslunin. Bingó. Félagsstarfið Furugerði 1. Í dag kl. 14 er jóla- bingó. Allir velkomnir. Aðventuskemmtunin verður haldin 5. des nk. kl. 20. Allir velkomnir. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göng- unni, allir velkomnir, kl. 14 brids og spila- mennska, hárgreiðslu- stofan opin 9–14. Jóla- bingó í dag kl. 13. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag: Tréútskurður kl. 13, brids kl. 13.30, pútt í Hraunseli kl. 13.30. Námskeið í leirmótun fyrir byrjendur kl. 13, laus pláss. Dansleikur í kvöld kl. 20.30. Caprí tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Föstudagur: Félagsvist kl. 13.30 síðasta skipti fyrir jól. Áður auglýstum fundi nk. laugardag með al- þingismönnum Reykja- víkur verður frestað þar til eftir áramót. Jólafagnaður í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikudaginn 4. desember nk. og hefst kl. 20. Hugvekju flytur Guðrún Ásmundsdóttir. Karla- kórinn Kátir karlar syng- ur. Létt jólalög verða sungin undir stjórn Sig- urbjargar Hólmgríms- dóttur. Danshópur Sig- valda sýnir línudans og dansað á eftir. Ljósaskreytingar á Akranesi stutt dagsferð 15. desember Byggða- safnið í Görðum o.fl. Kaffihlaðborð. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sími. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi spila- salur opinn. Myndlist- arsýning Árna Sighvats- sonar stendur yfir. Föstudaginn 6. des. dansleikur. Hljómsveit Hjördísar Geirs. Húsið opnað kl. 19.30. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9. 15 ramma- vefnaður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistarhópur, kl. 14–15 Gleðigjafarnir syngja. Jóla- og aðventu- skreytingar. Jón Björg- vinsson, fyrrum eigandi Blómahallarinnar í Kópavogi, verður með sýnikennslu og sölu á jóla- og aðventuskreyt- ingum í Félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, föstudaginn 29. nóv. kl. 13., föst. 6. des. kl. 13, og föst. 20. des. kl. 13. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Jólafagnaður. Föstudaginn 6. desember jólahlaðborð. Húsið opn- að kl. 18 með fordrykk. Ræðumaður: Dagur B. Eggertsson læknir og borgarfulltrúi. Nem- endur úr Ártúnsskóla syngja nokkur lög. Sig- ríður Skarphéðinsdóttir les jólasögu. Hugvekja: séra Sigrún Ósk- arsdóttir. Gradualekór Árbæjarsóknar syngur. Verð: 2.700. Skráning á skrifstofu fyrir 4. des. Takið með ykkur gesti. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Fimmtud. Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hár- greiðsla kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrídans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Aðventu- og jólakvöld 5. des. kl. 17.45. Uppl. og skráning í síma 561 0300. Hallgrímskirkja. Opið hús 4. des. kl. 14. Sr. Sig- urður Pálsson sér um stundina. Karl Kristian- sen leikur jólalög á harm- onikku. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugardögum. Félag einhleypra. Fund- ur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna Minningarkort eru af- greidd í síma 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu fé- lagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. h., s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.– fim. kl.10–15. Sími 568- 8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfe- lag.is. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæjarapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Kefla- víkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdóttur, Ísafirði. Í dag er föstudagur 29. nóvember, 333. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni. (Jóh. 20,31). K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 hrakninga, 4 ávöxtur, 7 úrskurður, 8 formæður, 9 mergð, 11 leðju, 13 at, 14 málminum, 15 haf, 17 södd, 20 lamdi, 22 ber, 23 snúa upp á, 24 þurrkuð út, 25 hafa fyrir sið. LÓÐRÉTT: 1 víntegund, 2 ber, 3 harmur, 4 líf, 5 lestrar- merki, 6 hinar, 10 gesta- gangur, 12 und, 13 nokk- ur, 15 gefa gaum að, 16 árnum, 18 líkamshlutinn, 19 fugl, 20 lögun, 21 dá. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rekkjuvoð, 8 eljan, 9 dáður, 10 nýr, 11 dorma, 13 aumur, 15 stáls, 18 slæða, 21 vol, 22 fræða, 23 ásinn, 24 villingur. Lóðrétt: 2 erjur, 3 kenna, 4 undra, 5 orðum, 6 held, 7 þrír, 12 mál, 14 uml, 15 saft, 16 áræði, 17 svall, 18 sláin, 19 æðinu, 20 asni. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er hæstánægður meðnýju norrænu skýrsluna, þar sem lagt er til að settar verði Evr- ópureglur um réttindi flugfarþega, komi til þess að flugvélum í áætlun- arflugi seinki eða flugi sé aflýst. Vík- verja er málefnið ofarlega í huga eft- ir að hafa hangið í tíu klukkustundir á Frankfurt-flugvelli í Þýzkalandi sl. sunnudag ásamt tugum annarra van- sælla viðskiptavina Flugleiða hf., en fluginu frá Frankfurt til Keflavíkur seinkaði þá um átta klukkutíma. Hjá fulltrúum Flugleiða á flugvell- inum var fullkominn skortur á grein- argóðum upplýsingum um hvað or- sakaði seinkunina, auk þess sem hún var tilkynnt í fjórum skömmtum – fyrst tveir og hálfur tími, svo rúmir þrír enn, svo klukkutími og loks enn klukkutími. Hefði Víkverji vitað það á hádegi að hann kæmist ekki til Ís- lands fyrr en tíu tímum síðar, hefði hann nú skellt sér niður í bæ, setzt niður á Römer og fengið sér bjór eða skoðað sig um. Þess í stað hékk hann á flugvellinum allan daginn, en Frankfurt-flugvöllur hlýtur að vera hér um bil leiðinlegasti staður í Mið- Evrópu. FLUGLEIÐIR voru ekki beinlín-is rausnarlegar við farþegana. Víkverji og ferðafélagar hans fengu matarávísun að fjárhæð 20 evrur, þ.e. rúmlega 1.700 krónur, sem dugði fyrir aðalrétti í ódýrari kantinum og bjórglasi á veitingastað á flugvellin- um. Þegar komið var út í hlið eftir dúk og disk var þar boðið upp á pyls- ur, bjór og gos. Um borð í flugvélinni sjálfri gerðist hins vegar fátt til að létta lund afar þreyttra ferðalanga, nema hvað flugfélagið baðst afsök- unar – enn án þess að útskýra al- mennilega fyrir farþegunum hvað hefði farið úrskeiðis. x x x EF TILLÖGUR norrænu nefnd-arinnar hefðu verið komnar til framkvæmda, hefði Víkverji áreið- anlega fengið ríflegri matarpeninga, því að í skýrslunni er rætt um „mat og drykk í sanngjörnum mæli“. Hann hefði líka fengið símtöl og fax- sendingar meðan á biðinni stóð greiddar (þar á meðal tíu mínútna millilandasímtal við sjálfvirkan sím- svara Flugleiða, sem tjáði honum a.m.k. 20 sinnum að allar línur væru uppteknar áður en Víkverji gafst upp og lagði á). Þar að auki hefðu Flugleiðir borgað honum 225 evrur, tæplega 20.000 krónur. Með þetta hefði Víkverji gert sig nokkuð ánægðan og ekki þótt það nema hæfilegt endurgjald fyrir að tími, sem samsvarar heilum vinnudegi, fór í súginn hjá honum, börnin fengu engan sunnudagsbíltúr til að sækja pabba á flugvöllinn eins og þeim hafði verið lofað, heldur voru þau löngu sofnuð þegar gamli maðurinn kom heim og Víkverji fékk ekki nema fimm tíma svefn áður en hann þurfti að vakna í vinnuna. x x x VÍKVERJI fékk skrýtið bréf frátryggingafélaginu sínu á dög- unum. Það var fullt af torkennilegum táknum og stóð m.a. undir því eitt- hvað á þessa leið: „Me# kærri kve#ju, Vátryggingafélag #slands hf., einstaklingstryggingasvi#.“ Vík- verji skildi að bréfið er frá Vátrygg- ingafélaginu, en er ekki alveg viss hvort það er frá einstaklingstrygg- ingasviði eða einstaklingstrygginga- svikum. Lágkúrulegt orðalag ÉG fékk „sparibauk“ frá Hjálparstofnun kirkjunnar þar sem er mynd af ungum dreng og á honum stendur: „hann er alveg að drepast úr þorsta.“ Finnst mér þetta lágkúrulegt orðalag og finnst það kirkjunnar mönnum til háborinnar skammar. Er íslenska þjóðin orðin þannig að hún skilji ekkert nema svona orðalag? Móðir. Sóðaskapur MIG langar að benda fólki á eitt dæmi um sóðaskap á matsölustað. Þannig er að við fjölskyldan komum við í Víkurskála í Vík til að fá okkur að borða: Ég fer strax að afgreiðsluborðinu og kíki á matseðilinn og á meðan ég er að því þá horfi ég á afgreiðslustúlkuna borða franskar kartöflur uppúr pottinum sem kúnn- arnir síðan fá. Ég bið hana um að steikja nýjar fransk- ar því ég kærði mig ekki um að borða þessar sem hún var búin að vera að narta í. Þegar ég er búin að panta matinn, þá fer hún að kreista bólu í andlitinu á sér og fer svo strax í að setja salat á diskana, með berum höndum. Og ekki þvoði hún sér um hendurnar áður en hún meðhöndlaði matinn sem við fengum síðan. Svo fæ ég frönsku kart- öflurnar, en þær voru ekki nýsteiktar eins og ég bað um í upphafi, svo það er far- ið með diskana til baka og beðið um nýjar franskar. Þá tekur þessi afgreiðslustúlka franskar af disknum hjá okkur og stingur uppí sig og segir „jújú þetta eru nýjar franskar og allt í lagi með þær“. Við kvörtum við yfirmann staðarins sem var þar staddur og þvílíkum rudda- og dónaskap hef ég aldrei kynnst áður. Hann tók eng- an veginn á málunum eins og hann ætti að gera sem yf- irmaður, heldur gerði hann lítið úr okkur og gerði grín að því að hún hefði verið að kreista bólu í andlitinu á sér og farið svo með lúkurnar beint í matinn okkar. Þetta finnst mér vera sóðaskapur á háu stigi og ef einhver þarf að kvarta yfir þjónustunni eða matnum þarna þá er yfirmaðurinn ekki hæfur í að taka á þeim málum. Eitt er víst að ég mun aldrei framar stoppa við í Víkurskála á leið minni í gegnum Vík og vara ég fólk við þessum stað ef það íhug- ar að koma þar við til þess að borða. Það er ekki þess virði! Alda Karlsdóttir. Tapað/fundið Svartur jakki týndist SVARTUR karlmanns- utanyfirjakki týndist úr poka líklega leiðinni frá Red Green versluninni á Lauga- vegi og upp á Barónsstíg. Stoppað var á nokkrum stöðum á leiðinni. Skilvís finnandi hafi samband í síma 564 4825 eða 694 4825. Blár farsími týndist BLÁR og smágerður Erics- son-farsími tapaðist mið- vikudaginn 20. nóvember sl., hugsanlega í strætó á leið frá Hlemmtorgi að Gull- inbrú, í Háskólabíói eða í nágrenni Háskóla Íslands. Sá sem kann að vita um sím- ann vinsamlega hringi í síma 581 1081 eftir kl. 19 eða sendi tölvupóst á asgei- ri@hi.is. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is SAMRÆMDUM prófum lýkur mánudaginn 12. maí í vor. Síðasta prófið er í náttúrufræði sem er mjög óheppilegt því það próf taka ekki allir nemendur. Síðasta prófið sem allir taka er á föstudeginum á undan. Undanfarin ár hafa for- eldrar og skólar verið hvattir til að gera eitthvað sniðugt með unglingunum t.d. að fara í óvissuferðir sem eru orðnar að hefð í mörgum skólum. Það er augljóst að foreldrum/ skólum er ekki gert auð- velt að halda upp á prófa- lok þar sem hluti nemenda (kannski helmingur) lýkur prófum á föstudegi og hinn hlutinn á mánudegi. Við skorum á stjórnir foreldrafélaga í grunn- skólum að fara fram á það við yfirvöld menntamála að víxla prófum þannig að síðasta prófið verði ann- aðhvort íslenska eða stærðfræði en þau próf taka allir nemendur. Foreldrar eru öflugasti þrýstihópurinn. Stöndum saman barnanna okkar vegna. Við eigum örugg- lega vísan stuðning Heim- ilis og skóla, Vímulausrar æsku og fleiri samtaka sem láta sig velferð barna og unglinga varða. Kosn- ingar eru framundan og getur það líka hjálpað til að frekar verði hlustað á okkur. Baráttukveðjur. Foreldrar nemanda í 10. bekk. Lok samræmdu prófanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.