Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 59
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 59 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert listelskur og gæddur næmu fegurðarskyni. Orka þín er mikil. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú kemur auga á betri leiðir til að leyfa öðrum að taka þátt í þínu lífi, án þess að þú glatir einstaklingseinkenn- um þínum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að læra að gera þér mat úr þeim tækifærum, sem þér bjóðast. Sýndu sveigjanleika og þá mun þér farnast vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hikaðu ekki við að grípa gæsina, þegar hún gefst. Þú gætir komið í mark sem sig- urvegari ef þú tekur áhætt- una. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Loksins lýsist upp fyrir þér leyndardómur, sem þú hefur velt vöngum lengi yfir. Þá er ekki um annað að ræða en setjast niður og skipuleggja hlutina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Oft er skammt á milli hláturs og gráturs. Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum málin og skipuleggja fram- gang þeirra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eitthvað í fari félaga þíns vekur með þér ugg enda á ýmislegt eftir að koma á dag- inn. Margir fordómar eiga rætur sínar í þekkingarleysi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú vilt gera þér dagamun og þá er alltaf skemmtilegra að hafa fleiri með í för. Góður vinur er gulli betri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn hentar vel til að vinna þig í álit í vinnunni. Þér verða falin mannaforráð og þá skiptir öllu að vera sanngjarn og láta eitt yfir alla ganga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft ekki að vera með neina eftirsjá yfir því að þér hafi tekist betur upp en sam- starfsmönnum þínum. Horfðu til framtíðar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hláturinn lengir lífið svo blessaður taktu sjálfan þig ekki svona hátíðlega. Kvöld- inu er best varið heimavið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er gaman að njóta augnabliksins þegar allar að- stæður eru réttar. Leyfðu einhverjum að njóta þess með þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki eins og þú þurfir að klára alla skapaða hluti á einu bretti. Það kemur dag- ur eftir þennan dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Öll hefir ætt til hylli Óðins skipað ljóðum, algildar man eg – aldar – iðjur vorra niðja; en trauðr, því að vel Viðris vald hugnaðist skaldi, legg eg á frumver Friggjar fjón, því að Kristi þjónum. Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld SPIL dagsins gefur tilefni til að rifja upp gömul sannindi. En allt í réttri röð. Fyrst er að velja leið í fjórum hjörtum: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 1094 ♥ G85 ♦ ÁKD73 ♣62 Suður ♠ K7 ♥ ÁD642 ♦ G95 ♣KD10 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil vesturs er hjarta- þristur. Hvernig er best að spila? Útspilið er þægilegt, en það er full snemmt að hrósa sigri. Ef austur á kónginn þriðja í trompinu gæti hann komist þar inn til að spila spaða í gegnum kónginn. Það er ekkert í málinu að gera ef austur á K109, en hann gæti verið með K107 eða K97. Og þá skiptir höfuðmáli hvað sett er úr blindum í upphafi: Norður ♠ 1094 ♥ G85 ♦ ÁKD73 ♣62 Vestur Austur ♠ ÁDG83 ♠ 652 ♥ 93 ♥ K107 ♦ 1084 ♦ 62 ♣ÁG9 ♣87543 Suður ♠ K7 ♥ ÁD642 ♦ G95 ♣KD10 Áttan er rétta spilið. Austur lætur tíuna og suð- ur tekur með drottningu. Fer svo inn í borð á tígul og spilar litlu trompi og dúkkar þegar sjöan kem- ur. Vestur þarf að taka slaginn og þar með fær vörnin aðeins einn slag á spaða. Ef sagnhafi lætur lítið tromp úr borðinu í fyrsta slag, setur austur sjöuna og kemst þá fyrr eða síðar inn á tromp. Dustum nú rykið af hin- um gömlu sannindum: Rétti tíminn til að hugsa er í fyrsta slag – áður en sett er úr blindum. E.S. Vörnin er engu bet- ur sett þótt vestur komi út með hjartaníuna, því sagn- hafi gefur honum einfald- lega þann slag! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. 1. des-ember verður átt- ræður Guðmundur Arnald- ur Guðnason, Aðalgötu 22, Suðureyri við Súganda- fjörð. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu laug- ardaginn 30. nóvember. Af- mælisfagnaðurinn hefst kl. 18 í verðlaunagarðinum á Aðalgötu 22, hvernig sem viðrar. 80 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 1. desember verður áttræð frú Sigríður Benediktsdóttir, Eyjaholti 10a, Garði. Á afmælisdag- inn tekur hún á móti ætt- ingjum og vinum eftir kl. 15 að Giljaseli 6, Reykjavík. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. c3 Bg7 12. exf5 Bxf5 13. Rc2 Be6 14. a4 O-O 15. axb5 axb5 16. Hxa8 Dxa8 17. Rce3 Db7 18. g4 Re7 19. Bg2 Rxd5 20. Bxd5 De7 21. h4 Df6 22. Dd3 Df4 23. Dxb5 Bxg4 24. h5 Kh8 25. Dc6 e4 26. Bxe4 Hc8 27. Db7 He8 28. Hh4 f5 29. h6 Bxh6 Staðan kom upp á Ólympískák- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled í Slóven- íu. Sergei Az- arov (2520) hafði hvítt gegn Luke McShane (2546). 30. Hxg4! De5 31. Rxf5 Dxf5 32. Kf1 Hxe4 33. Dxe4 og svartur gafst upp. Unglinga- meistaramót Íslands hefst kl. 19.30 í kvöld, 29. nóvem- ber í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 8. Keppninni verður framhald- ið laugardag og sunnudag en í fyrstu þrem umferðunum eru atskákir tefldar en kapp- skákir í hinum fjórum. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. 15. nóvember sl. varð fimmtugur Jó-hann Geirdal, kennari og bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ. Hulda Bjarnadóttir ljósmóðir verður fimmtug 15. desember nk. Þau ætla að mætast á miðri leið og taka á móti vinum og vandamönnum í Félagsheimilinu Stapa, föstudags- kvöldið 29. nóvember, milli kl. 19–23. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bikarkeppni Brids- sambands Austurlands Úrslitaleikurinn í Bikarkeppni BSA var spilaður um helgina (sunnud. 24.11.) í golfskálanum á Ekkjufelli. Þar leiddu saman „hross“ sín sveitir Bjarna Sveinssonar og Óttars Ármannssonar. Þrír fyrstu fjórðungarnir voru hnífjafnir og leiddi sveit Óttars með 4 impum fyrir síðasta 10 spila leikhlutann. Lokalot- una vann sveit Bjarna hins vegar 63-9 og leikinn með 50 impa mun 122-72. Í sveit Bjarna spiluðu, auk hans, Bjarni Ágúst Sveinsson, Stef- án Kristmannsson og Magnús Ás- grímsson. (Í sveit Óttars, Jón Þór Kristmannsson, B. Hafþór Guð- mundsson og Magnús Valgeirsson.) Þá má og geta þess að í frétt um landstvímenninginn um daginn mátti lesa að Bjarni Sveinsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson væru í Bridsfélagi Fjarðarbyggðar en þeir eru báðir í Bridsfélagi Borgarfjarðar eystri. Sviptingar í Borgarfirði Það ríkir mikil spenna fyrir síð- asta kvöldið í aðaltvímenningi Brids- félags Borgarfjarðar. Flemming og Guðmundur hafa endurheimt foryst- una en telja of snemmt að fagna enda urðu miklar sviptingar á fjórða og næstsíðasta kvöldinu. Gamlir höfð- ingjar eins og Örn og Kristján og Jón og Baldur, sem að mestu hafa legið í hýði sínu í haust, tóku mikinn sprett og þegar sá gállinn er á þeim er eins gott að vera var um sig. Úrslit fjórða kvöldsins urðu sem hér segir. Jón Eyjólfsson - Baldur Björnsson 76 Örn Einarsson - Kristján Axelsson 63 Eyjólfur Sigurjónsson - Jóhann Oddsson 54 Flemming Jessen - Guðm. Þorsteinsson 41 Og staðan fyrir síðasta kvöldið: Flemming Jessen - Guðm. Þorsteinss. 165 Kristján - Alda - Guðjón 152 Sveinbjörn - Lárus - Þorvaldur 126 Örn Einarsson - Kristján Axelsson 89 Jón Eyjólfsson - Baldur Björnsson 87 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar er eftir að spila eitt kvöld í hraðsveitakeppni 2002 er röð efstu sveita eftirfarandi:. Sveit Jóns Stefánssonar 1858 Sveit Birkis Jónssonar 1825 Sveit Séra Hermanns 1803 Sveit Önnu G. Nielsen 1790 Bestu skor hinn 25. nóv. sl. Sveit Séra Hermanns 645 Sveit Birkis Jónssonar 614 Sveit Jóns Stefánssonar 605 Sveit Önnu G. Nielsen 587 Sveit Daníels Halldórssonar vann sveitakeppni Hreyfils Aðalsveitakeppni Bridsfélags Hreyfils lauk sl. mánudagskvöld og urðu úrslit þessi: Sv. Daníels Halldórssonar 175 Sv. Rúnars Gunnarssonar 169 Sv. Vinir 162 Sv. Sigurðar Ólafssonar 140 Sv. Jóns Egilssonar 134 Sv. Björns Inga Stefánss. 119 Með Daníel spiluðu þeir Ragnar Björnsson, Sigurður Steingrímsson, Gunnlaugur Óskarsson, Guðlaugur Sveinsson og Þórður Björnsson. Aukaumferð á milli sveita eftir hefðbundnar keppnisumferðir er ekki talin með skv. úrskurði. Nk. mánudagskvöld hefst aðaltví- menningur félagsins. Spilað er í Hreyfilshúsinu og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Nýliðabrids á fimmtudögum Fimmtudaginn 21. nóv. mættu 10 pör til leiks. Lokastaðan var þessi: N-S-riðill Kristján Þ. Kristjánsson-Dóra Halldórsd. 69 Ingólfur Sigurjónsson-Jónas Ágústsson 67 Þórir Jóhannsson-Eiríkur Eiðsson 64 A-V-riðill Bryndís Guðm.-Hrafnh. Ýr Matthíasd. 70 Bjarni Jónatanss.-Sigrún Þorvarðard. 65 Ólöf Ingvarsdóttir-Björn Hrafnkelsson 63 Næsta spilakvöld er fimmtudag- inn 28. nóv. í Síðumúla 37, 3. hæð. Sigurbjörn tekur vel á móti öllum og aðstoðar við að finna meðspilara. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 18. nóv. lauk 2 kvölda minningarmóti. Spilað var á 11 borð- um. Í efstu sætunum urðu eftirfar- andi: N-S Helgi Ketilsson – Sigþór Haraldsson 507 Jón Jóhannsson – Jón Bergþórsson 498 Sigurður Marelss. – Sveinn Sigurjónss. 454 A-V Ólafur Ingvarsson – Zarioh 523 Sigurður R. Steingr. – Viðar Guðm. 513 Halldór Aðalst. – Kristján Albertss. 513 Hraðsveitakeppni hjá Bridsfélagi Akureyrar Nú er hafin hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga, með þátt- töku 8 sveita. Eftir fyrstu umferð, af þremur er staðan þannig: Sveit Gylfa Pálssonar 287 Sveit Páls Pálssonar 269 Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 265 Önnur umferð verður spiluð þriðjudaginn 3. desember og hefst spilamennska stundvíslega kl. 19.30. Bridsfélag Hafnarfjarðar Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson sigruðu í þriggja kvölda Michell–tvímenningi seem lauk sl. mánudagskvöld. Lokastaða efstu para varð annars þessi: Guðbrandur Sigurb. – Friðþjófur Ein. 61,96 Högni Friðþjófss. – Björn Eysteinss. 60,50 Jón Páll Sigurjónss. – Trausti Valss. 57,73 Lokastaða síðasta spilakvöldið var eftirfarandi: Norður/Suður Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 371 Soffia Daníelsd. – Óli Björn Gunnarss. 358 Eðvarð Hallgrímss. – Þórður Sigfúss. 349 Austur–Vestur Guðbrandur Sigurb. – Friðþjófur Ein. 384 Jón Páll Sigurjónsson – Trausti Valss. 383 Hlöðver Tómasson – Þórarinn Ólafss. 376 Mánudaginn 2. desember nk. hefst aðalsveitakeppni félagsins. Spilað verður tvö kvöld fyrir jól og svo áfram eftir áramót. Spilað er að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði og hefst spilamennska kl. 19.30. Sjáumst. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Glæsilegur sparifatnaður Peysur og pils Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.