Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 63 STUÐROKKSVEITIN The Apes frá Washington D.C. álpaðist inn á Airwaves-hátíðina í fyrra og lék þar á þrusutónleikum á Gauknum. Vel líkaði þeim við land og þjóð og slógu því til er Örlygur Örlygsson, einn af skipuleggjendum tónleika- raðanna Rokk á Grand Rokk, spurði hvort þeir vildu ekki spila aftur hérna í haust. The Apes eru nú á leiðinni til Bretlands til hljóm- leikahalds og ætla að stoppa hér á leiðinni austur. Blaðamaður hafði samband við Eric, bassaleikara sveitarinnar, og spurði hvernig stæði eiginlega á þessum Íslandsáhuga. „Ja ... þetta hljómaði bara spenn- andi þegar okkur bauðst að spila síðasta haust,“ segir Eric. „Ný reynsla að fara til Íslands og svona.“ Og Apes vöktu verðskuldaða at- hygli fyrir þessa fyrstu tónleika sína, fóru hreint út sagt hamförum. „Við vissum þó ekkert hvað var að gerast,“ viðurkennir Eric. „Okkur fannst við allt í einu svo lufsulegir við hliðina á hinum böndunum sem voru að spila. Þau voru eitthvað svo eitilhörð!“ Um þetta leyti var fyrsta skífa sveitarinnar, The Fugue in the Fog, að koma út. Hún hefur al- mennt fengið góða dóma og nafn ofurtöffarans Jon Spencer m.a. nefnt í einhverjum þeirra, sem er ekki leiðum að líkjast hvað rokk- fræðin varðar. Í þetta skiptið koma The Apes með glóðvolga, sex laga tíutommu með sér sem kallast Street Warz. „Það var nú bara þannig að Ör- lygur bauð okkur þetta,“ segir Er- ic, spurður um ástæðu þessarar heimsóknar. „Við vorum á leiðinni til Bretlands að spila og fannst þetta fínasta leið til að byrja túr- inn.“ Hann segir þau ekkert endilega vera að fylgja tíutommunni nýju eftir. „Ja ... við erum ekkert að kynna hana neitt frekar. Við erum bara að fara að spila og hafa gaman.“ Þegar Eric er inntur eftir því hvort þau lifi af bandinu hlær hann hátt. „Ekki sjens, Jens! Við erum öll á hvínandi kúpunni. Amanda (hljóm- borðsleikarinn) er nærri því gjald- þrota.“ En Eric virðist lífsglaður náungi og hann hefur eðlilega vonir og væntingar hvað hljómsveitina sína varðar. „Það sem drífur okkur áfram er auðvitað gamanið við þetta. Það er líka yndislegt að fást við eitthvað skapandi. Þetta er líka skemmti- legur hópur og svo gefast líka tækifæri til að ferðast. Nú, draum- urinn er svo auðvitað að geta lifað af þessu.“ Eric segir að sveitin sé að taka örugg skref fram á við, hún sé að þróast, hún sé að verða betri. „Vonandi rennur svo einhvern tíma upp sá tími að maður eigi al- mennilega til hnífs og skeiðar. En það mikilvægasta af öllu er auðvit- að að njóta þess sem maður er að gera. Um leið og skugga dregur fyrir það þarf maður að hugsa sinn gang.“ The Apes spila í kvöld og á morgun og fara tónleikarnir fram á Grand Rokk á Smiðjustíg. Hvorir tveggja hefjast kl. 23.59 og kostar 1200 kr. á hvora um sig . Fidel hita upp fyrra kvöldið en Mínus hið seinna. The Apes spila á Grand Rokk um helgina Svo lengi sem það er gaman Paul, söngvari The Apes, sýnir hér réttu rokktaktana. arnart@mbl.is örugg stýring viðskiptakrafna www.regnboginn. is Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8.30, 10.30 og 0.07. Sýnd kl. 6 og 8. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I I I Í Í I I I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com 700 kr. miðinn fyrir korthafa VISA kl. 0.07. Sýnd kl. 4, 7, 10 og POWERSÝNING 12.30 eftir miðnætti. Sýnd kl. 6 og 8. www.laugarasbio.is BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER  Kvikmyndir.com  HK DV  SV Mbl Sýnd kl. 10. B. i. 16. . 1/2 Kvikmyndir.is  SK RadíóX  ÓHT Rás 2 “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.comPO WERS ÝNIN G kl. 1 2.30. Á STÆ RSTA THX tJALD I LAN DSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.