Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
BIRGITTA Haukdal
söngkona hljómsveit-
arinnar Írafárs söng af
innlifun lög af fyrstu
breiðskífu sveitarinnar,
Allt sem ég sé, á útgáfu-
tónleikum í Borgarleik-
húsinu í gærkvöldi. Fullt
var út úr dyrum og
stemmningin góð meðal
unglinganna sem voru í
meirihluta þeirra sem
sóttu tónleikana.
Írafár er ein af allra
vinsælustu hljómsveitum
landsins um þessar
mundir og inniheldur
breiðskífan mörg þekkt
lög, t.d. „Hringir“ og
„Eldur í mér“.
Birgitta er mikill
áhrifavaldur í tísku
unga fólksins og víst að
margir hafa tekið vel
eftir klæðaburði hennar
á tónleikunum í gær. Morgunblaðið/Jim Smart
Eldfim
Birgitta
HRAÐAMÆLIR flugstjórans í Flugleiðaþotu
sem lækkaði skyndilega flugið yfir austurströnd
Bandaríkjanna 19. október sl., sýndi af og til
rangar upplýsingar um hraða þotunnar allt frá
flugtaki og upp í 30.000 feta hæð. Seinna kom í
ljós að aðskotahlutur hafði truflað hraðamælis-
búnað vélarinnar.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í bráða-
birgðaupplýsingum bandarísku rannsóknarnefnd-
arinnar um flugatvikið. Þar segir að þegar þotan
hækkaði flugið í 37.000 fet hafi viðvörunarljós
kviknað í stjórnklefanum. Á þeirri stundu sýndi
hraðamælir flugstjórans að þotunni væri flogið á
320–350 hnúta hraða en hraðamælir flugmanns
sýndi um 220 hnúta hraða. Flugstjórinn tók þá við
stjórn þotunnar og slökkti á sjálfstýringu hennar.
Vart var því lokið er stýrisstöngin tók að hristast
til marks um ofris. Flugstjórinn náði síðan fullri
stjórn á þotunni eftir um 90 sekúndur en þá hafði
hún lækkað flugið í um 30.000 feta hæð eða um
7.000 fet. Flugmaðurinn tók síðan við stjórn vél-
arinnar og lenti henni í Baltimore. Við skoðun á
þotunni kom í ljós aðskotahlutur í svonefndu
stemmuröri sem er hluti af hraðamælabúnaði
flugvélarinnar og var rörið hálfstíflað.
Eins og áður segir er um bráðabirgðaupplýs-
ingar að ræða. Í þeim felast ekki endanlegar nið-
urstöður og þær geta breyst við frekari rannsókn
málsins. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi
Flugleiða, sagðist ekki vilja tjá sig um málið með-
an það væri í rannsókn.
Í upplýsingunum frá bandarísku rannsóknar-
nefndinni kemur einnig fram að þegar rannsaka
átti hljóðritann eftir lendingu þotunnar í Balti-
more, hafi verið búið að taka yfir samtöl áhafn-
arinnar meðan á atvikinu stóð og því hafi hljóðrit-
inn verið gagnslaus við rannsókn málsins.
Fyrirmæli voru ekki fullnægjandi
Ástæðan var sú að ekki var rofinn straumur til
hljóðritans við lendingu og því hélt hann áfram að
taka upp. Af þessum sökum hefur rannsóknar-
nefnd flugslysa (RNF) lagt fyrir Flugmálastjórn
að yfirfara leiðbeiningar í flugrekstrarbók Flug-
leiða um vinnureglur við hljóðrita í flugvélum
flugfélagsins þegar slys eða flugatvik eiga sér
stað og hvernig þjálfun er háttað varðandi þessi
atriði.
Þormóður Þormóðsson, rannsóknarstjóri RNF,
segir að flugmenn þotunnar hafi gripið til aðgerða
til að varðveita upptökur á hljóðritanum. Þeir hafi
fylgt þeim upplýsingum og fyrirmælum sem þeir
höfðu þar að lútandi en þær reyndust á hinn bóg-
inn ekki fullnægjandi.
RNF vill að Flugmála-
stjórn yfirfari flug-
rekstrarbækur Flugleiða
Rangar upplýsingar á
hraðamæli frá flugtaki
ÞAÐ er enn gert dálítið af því að svíða kindafæt-
ur og eimir kannski eftir af þeim tíma þegar allt
var nýtt af sauðkindinni. Mörgum þykja sviða-
lappir sérlega bragðgóðar og sumir súrsa þær
svo sem jafnan var gert áður en frysting mat-
væla kom til. Hér er Ari Jónsson í Auðsholti í
Hrunamannahreppi að svíða lappir og nokkuð
af heyforða Auðsholtsbúsins er í bakgrunni.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Súrsaðar
sviðalappir?
„KRISTJÁN Pálsson málaði
sig út í horn,“ segir Ellert Ei-
ríksson formaður kjörnefndar
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi. Talið er að í tillögu
nefndarinnar, sem kynnt verður
á kjördæmisþingi á laugardag-
inn, verði Árni Ragnar Árnason
í fyrsta sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í kjördæm-
inu en Kristjáni ekki boðið sæti
á listanum. Kjörnefndin hélt
fund í gær og mætti Kristján
þar og kynnti sjónarmið sín.
„Kristján hélt því fram við
mig, formann nefndarinnar, og
ritarann, Sigurð Jónsson frá
Selfossi, strax í upphafi að hann
mundi ekki taka sæti neðar en
annað og þá því aðeins að Drífa
Hjartardóttir yrði í fyrsta sæti.
Þetta er búið að liggja fyrir hjá
nefndinni og nefndarmenn hafa
einnig fengið símtöl frá honum
um að þetta hafi verið hans
skilningur þá.“
Ellert segist hafa verið stuðn-
ingsmaður Kristjáns Pálssonar
og af hans hálfu hafi ekki verið
reynt að bregða fæti við Krist-
jáni hvorki fyrr né nú.
„Nú þegar fjölskylda mín,
sem ber enga ábyrgð á fram-
boðsmálum Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðurkjördæmi, er farin að
verða fyrir áreiti og hótunum af
hálfu stuðningsmanna Krist-
jáns vegna þessa máls get ég
ekki orða bundist lengur. Ég
persónulega þoli allt en sit ekki
undir því að Kristján Pálsson
telji mig bera sök á því að hann
nái ekki sæti.“
Á fundi stuðningsmanna
Kristjáns í Stapa í fyrrakvöld
kom fram hörð gagnrýni á
starfshætti nefndarinnar. Ellert
sagði aðspurður um það að ann-
arri gagnrýni á störf nefndar-
innar yrði svarað á laugardag.
Kristján Pálsson sagði í gær
að hann hefði sagt við kjör-
nefndina á sínum tíma að hann
teldi sig hafa sterka stöðu til að
fá fyrsta eða annað sætið. Kæmi
önnur staða upp teldi hann ekki
eðlilegt að annar þingmaður
færðist fram fyrir án þess að
skýringar yrðu gefnar á því.
Kristján Pálsson
setti skilyrði
Ellert Eiríks-
son segir
fjölskyldu sína
sæta hótunum
Átök/11
MENNTASKÓLINN í Kópavogi og
Verkmenntaskólinn á Akureyri und-
irbúa tillögur um niðurskurð í starf-
semi sinni. Báðir skólarnir hafa verið
reknir með tapi undanfarin ár og sjá
fram á hallarekstur á næsta ári.
Hjalti Jón Sveinsson, skólameist-
ari VMA, segir að skólinn hafi boðið
upp á mjög fjölbreytt verknám, en
ekki verði komist hjá því að draga úr
námsframboði á næsta skólaári.
„Nú er komið að því að skera burt
þær deildir sem eru okkur dýrastar,
óháð því hvað atvinnulífið á svæðinu
segir. Þar vil ég nefna sjúkraliða-
braut, sem við höfum rekið í góðri
samvinnu við Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri, en hún er dýr í rekstri.
Ég vil einnig nefna vélstjórnarbraut-
ina. Sú deild er ágætlega myndug
hvað varðar fjölda nemenda, en er
dýr í rekstri,“ segir Hjalti.
Margrét Friðriksdóttir, skóla-
meistari MK, segir að skólanefnd sé
með til skoðunar tillögur sem geri
ráð fyrir breytingum á starfsemi
skólans. Þær miði að því að ná fram
sparnaði í rekstri, en tillögurnar geri
ráð fyrir samdrætti í námsframboði.
Skólameistarar ætla að hittast á
fundi í dag til að ræða fjárhagsstöðu
framhaldsskólanna
Tap hjá
framhalds-
skólum
Óttast að/34
Áforma að draga
úr námsframboði
DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið
gaf út samtals 152 leyfi til nafn-
breytinga á síðasta ári og er það
talsverð fjölgun frá árinu áður en
þá voru útgefin nafnbreyting-
arleyfi 117. Algengustu óskir um
nafnbreytingar eru þær er fólk ósk-
ar eftir því að bæta eiginnafni við
upprunalegt eiginnafn, en útgefin
leyfi fyrir breyttu eiginnafni á síð-
asta ári voru 100 talsins.
Dæmi eru um að fólk hafi óskað
eftir leyfi til að breyta eiginnafni
sínu vegna óþæginda sem það telur
sig hafa orðið fyrir vegna þess.
Útgefnum leyfum fyrir kenni-
nöfnum fjölgaði um tæpan helming
á milli áranna 2000 og 2001, úr 21 í
40. Óskir um að taka upp ættarnafn
hafa færst í vöxt. Ennfremur fer
þeim fjölgandi sem óska eftir að
kenna sig við móður í stað föður.
Nafnbreyt-
ingum fjölgar
Undir nýjum nöfnum/B6
♦ ♦ ♦
MILT og hlýtt veður var á
landinu í gær og fór hiti víða yf-
ir tíu stig, t.d. á höfuðborgar-
svæðinu. Á Suðaustur- og Aust-
urlandi var þó rigning en víðast
annars staðar þurrt. Óhætt er
að segja að veðrið sé óvenjulegt
miðað við árstíma, en aðventan
fer senn í hönd.
Í dag spáir Veðurstofan því
að áfram verði rigning eða súld
á Suðaustur- og Austurlandi, að
það hvessi við suðurströndina
en að hiti verði áfram á bilinu
4–10 stig.
Víða mjög
hlýtt í gær