Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 2
                 ÁRAKRAR ehf., sem er félag sex byggingarfyrirtækja, og Bygging- arfélagið Arnarnes, sem er í eigu Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns Norðurljósa, hafa undirritað samn- ing um kaup byggingarfyrirtækj- anna á eignarlóðum undir 275 íbúðir í landi Arnarness í Garða- bæ. Kaupverð lóðanna er 455 millj- ónir króna. Kaupendurnir hafa stofnað hlutafélagið Árakra ehf. um kaupin en þeir verktakar sem standa á bak við kaupin eru Sigurður og Júlíus ehf., Kristjánssynir ehf., Byggingafélagið Óskar og Árni ehf., Sérverk ehf., Markholt ehf. og Harri ehf. Að sögn Gísla R. Rafnssonar, framkvæmdastjóra Árakra, er reiknað með að framkvæmdir hefj- ist næsta sumar en viðræður um uppbyggingu á landinu standa yfir um þessar mundir við bæjaryfir- völd í Garðabæ. Kaupsamningurinn felur í sér kaup á öllum þeim lóðum á Arn- arneslandi sem skipulagðar hafa verið undir rað-, par- og fjölbýlis- hús eða samtals um 275 íbúðir. Allar einbýlishúsalóðir á svæð- inu, eða samtals 141 eignarlóð, og norðurhluti Arnarneslands, sem er óskipulagt land um 7,3 hektarar, verða hins vegar áfram í eigu Byggingarfélagsins Arnarness. Jón Ólafsson keypti Arnarnesland- ið í ársbyrjun 1999 fyrir tæpar 700 milljónir króna. Hann seldi fljót- lega hluta landsins fyrir 200 millj- ónir króna. Samkvæmt upplýsing- um sem fengust í gær verða einbýlishúsalóðirnar boðnar til sölu til einstaklinga í framhaldi af þessum samningi. Vænlegt byggingarland Að mati forsvarsmanna Árakra eru eignarlóðir í Arnarneslandi eitt vænlegasta byggingarland sem völ er á á höfuðborgarsvæðinu í dag og benda þeir á að áætlað er að um 1.500 Garðbæingar muni eiga þar heima í framtíðinni. Arn- arneslandið var skipulagt af Ingi- mundi Sveinssyni arkitekt árið 1997 og er gert ráð fyrir a.m.k. 416 heimilum í skipulaginu í suður- hluta Arnarneslands. Árakrar ehf. kaupa hluta af Arnarneslandi af fyrirtæki Jóns Ólafssonar Kaupverðið 455 milljónir fyrir lóðir undir 275 íbúðir FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG UM FASTEIGNIR Íslandsbanki hefur haft frum- kvæði að viðræðum við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðila um stofnun nýs fasteignafélags um eignir sveitarfélaganna. Krafa um fjárfestingar Percy Westerlund, fulltrúi Evr- ópusambandsins, segir að heimildir borgara frá ríkjum sambandsins til að fjárfesta í einhverjum mæli í ís- lenskum sjávarútvegi séu ófrávíkj- anlegt skilyrði fyrir því að Íslend- ingar fái aukna fríverslun með fisk í aðildarlöndunum. Samið verði við N-Kóreu Forsetar Rússlands og Kína, Vladímír Pútín og Jiang Zemin, hvetja til þess að deilur um gereyð- ingarvopn N-Kóreumanna verði leystar með viðræðum. Pútín og Jiang ákváðu að berjast í samein- ingu gegn aðskilnaðarsinnum úr röðum múslíma í ríkjunum tveimur. Á móti árás að fyrrabragði Grannþjóðir Ástrala gagnrýndu harkalega í gær þau ummæli Johns Howards forsætisráðherra að hann myndi ef þörf krefði gera árás að fyrrabragði á hryðjuverkamenn ef þeir ráðgerðu árás á Ástralíu. Göng undir Vesturlandsveg Íbúar við Helgafell í Mosfellsbæ hafa gengist fyrir undirskriftasöfn- un þar sem þess er krafist að gerð verði göng undir Vesturlandsveg til að draga úr slysahættu. Hafa alls 1.238 manns ritað undir skjalið. Deilt um dreifistöðvar Sjónvarpsstöðvarnar og fleiri hagsmunaaðilar deila sín í milli um dreifistöðvar fyrir stafrænt sjón- varp. Talið er að kosta myndi um 1,5 milljarða króna að koma slíku kerfi á fót. Loka leikskólum í mánuð Leikskólar Reykjavíkur vilja fá að loka stofnunum í einn mánuð í sum- ar til að spara fé þar sem reksturinn sé mjög erfiður. Talsmenn atvinnu- rekenda vilja að sveigjanleiki verði meiri í sumarleyfum leikskólanna. 2002 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ATLI SAKNAR Á STUNDUM SPARISJÓÐSINS / B2 ÓMAR Valdimarsson knatt- spyrnumaður, sem leikið með Fylkismönnum undanfarin ár, hefur gert munnlegt samkomulag við sitt gamla félag, Selfoss, um að ganga til liðs við félagið og jafnframt því að leika með liðinu mun hann verða aðstoðarmaður Kristins Björnssonar þjálfara. Ómar er 32 ára gamall traust- ur varnarmaður sem á að baki 53 leiki með Fylkismönnum í efstu deild en hann gekk í raðir Árbæj- arliðsins frá Selfyssingum fyrir nokkrum árum. Ómar verður Selfyssingum góður liðsstyrkur í 2. deildinni á komandi sumri en mikill hugur er í Selfyssingum sem urðu í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Ómar til Selfoss Það er mikill hugur í okkar her-búðum eftir afleitt tímabil síð- astliðið sumar. Ég ber mikla virð- ingu fyrir leikmönnum liðsins og þeirri vinnu sem þeir hafa lagt á sig síðastliðin þrjú ár. Þar af leið- andi gat ég ekki skorast undan þegar leitað var til mín og ég beð- inn að taka við liðinu á nýjan leik,“ sagði Heimir, en hann þjálfaði kvennalið ÍBV á árunum 1999– 2001. Olga Færseth, sem er 27 ára, lét fyrst að sér kveða með Keflavík 16 ára gömul árið 1991, skoraði 54 mörk í 12 leikjum í næstefstu deild. Þaðan lá leið hennar til Breiðabliks, þar sem hún skoraði 45 mörk í 37 leikjum í efstu deild og Olga varð Íslandsmeistari með Blikum 1992 og 1994. Olga hefur leikið með KR frá árinu 1995 – hefur skorað 144 mörk í 101 leik í efstu deild. Var Íslandsmeistari með KR 1997, 1998, 1999 og 2002. Hún varð markahæst í efstu deild 1994, 1997, 1998, 2000, 2001, og 2002 en hún er eina knattspyrnukonan sem hefur skorað 20 mörk í deildinni þrjú ár í röð, 2000–2002. Olga er marka- hæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 189 mörk í 138 leikj- um. Olga Færseth semur við ÍBV OLGA Færseth, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika með liði ÍBV á næstu leiktíð, en Olga hefur leikið með liði KR frá árinu 1995 og varð m.a. Íslands- og bikarmeistari með liðinu á sl. leiktíð. Heimir Hallgrímsson verður þjálfari Eyjaliðsins og segir hann að Pálína Bragadóttir muni einnig leika með ÍBV á næstu leiktíð, en Pálína er 28 ára varnarmaður og hefur leikið 48 leiki með KR í efstu deild. Morgunblaðið/Golli Valsmenn fögnuðu auðveldum sigri á ÍR-ingum í toppbaráttu 1. deildar í handknattleik í Austurbergi á laugardaginn, 31:19. Myndin hér að ofan var tekin í leik FH og Stjörnunnar í Kaplakrika, þar sem liðin skildu jöfn á sunnudagskvöld, 25:25. FH-ingar undirbúa sig undir að taka aukakast fyrir framan varnarmúr Stjörnunnar. Allt um leiki helgarinnar á B6, B7, B8, B9 og B10. BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Þriðjudagur 3. desember 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C Kaupþing býður þér persónulega ráðgjöf um skipulag lífeyrissparnaðar. Bankinn hefur í vörslu sinni fjölbreytt úrval lífeyris- og séreignarsjóða. Kaupþing er því sann- kallaður stórmarkaður í lífeyrismálum. Þar færð þú allt á einum stað: viðbótarlífeyrissparnað, fjölbreyttar fjár- festingarleiðir, sérfræðiráðgjöf og persónulega þjónustu. Hafðu samband í síma 515 1500 eða komdu við í Ármúla 13 og kynntu þér víðtæka þjónustu okkar á sviði lífeyris- mála. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar. Stórmarkaður í lífeyrismálum – fyrir þína hönd Mengun fyrritíma Reykspúandi katlar 6 Áberandihúsvið Hverfisgötu VellirviðÁstjörn Hús gasstöðvar- stjórans 10 Mikil uppbygging hafin 26            !      ! " # $ %    "     &' ( #) * !" # $ % & " ' ( ' " ! # ' ' " " $$ & " % (  ! #& ' ' " " $ &" % ( )   * '   *   +,- .  +,- .  " % ' ( ' " " ! # $ & / /  ! ( + ,  --. -/. , -00- 01*2 * # 2  ' 3 456 - 27 8 3 , 9 #  :* ; '  :* ; (* 1  :* ; '  :* ;    1 " # $  % -. % * = 2 . >>>       = 2? @<< A       !/ !/ "#  23  2? @ A   40/ 4 5 -- 45 6 0 457 -.404 489: / 7:96 ;98 << ,( " <  , . " -5.44. 4.4-. -00- 8  * + %  !$ %!!   #$% ##       . . NÚ benda flestar upplýs- ingar til þess að sú breyting að fara úr fullu geislunarrófi sólarljóssins utanhúss í slæma gervilýsingu innan- húss sé skaðleg heilsu okkar. Þetta kemur fram í grein eftir Guðjón L. Sigurðsson, rafmagnsiðnfræðing hér í blaðinu í dag. Hann segir, að vísbendingar hlaðist upp og séu sannfærandi. Í ljósi laga og reglugerða um hollustu og heilbrigði á vinnustöðum er ekki líklegt, að við kom- umst upp með að sniðganga þessar vísbendingar öllu lengur. Við verðum að virkja þau áhrif, sem góð lýsing hefur á okkur, og knýja fram breyt- ingar á því umhverfi, sem við lifum og hrærumst í, til að bæta heilsu okkar og vel- líðan. / 42 Lýsing og heilsa „NÝ lög um fasteignakaup tóku gildi 1. júní sl. og þá breyttust ýmis atriði varðandi kaup og sölu fast- eigna. Nýuppkveðinn dómur hæsta- réttar varðar hins vegar viðskipti sem áttu sér stað fyrir gildistöku nýju laganna og enn hefur enginn dómur fallið mér vitanlega, sem byggist á þeim. Þess vegna er ekk- ert hægt að segja að svo stöddu, hvernig tekið verður á svona mál- um í framtíðinni.“ Þannig komst Guðrún Árnadótt- ir, formaður Félags fasteignasala, að orði, þegar hún var spurð, hvaða áhrif það myndi hafa á starfsemi fasteignasala almennt, að nýverið var kveðinn upp dómur í hæstarétti þar sem fasteignasala og seljandi eignar voru bæði gerð bótaskyld vegna galla á íbúð. „Eftir þennan dóm hæstaréttar vona ég, að sá tími færist nær, að ástandsskýrslur verði innleiddar. Sjálf tel ég það heppilegast við sölu á fasteignum, að fyrir liggi ástands- skýrsla unnin af byggingarfróðum mönnum. Það yrði án efa til bóta í fasteignaviðskiptum,“ sagði Guðrún ennfremur. „Félag fasteignasala lagði á það áherzlu, að ástandsskýrslur yrðu lögbundnar, þegar frumvarp til nýrra laga um fasteignakaup voru til meðferðar hjá Alþingi í fyrravet- ur. Ákvæði þar að lútandi voru í lagafrumvarpinu en náðu því miður ekki fram að ganga.“ Jafnvægi á markaðnum Guðrún kvað þetta ár hafa verið mjög gott í fasteignasölu. „Það er töluvert framboð en eftirspurn er líka góð,“ sagði hún. „Það má segja, að það sé jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.“ Guðrún kvaðst álíta, að verð á íbúðarhúsnæði hefði lítið breytzt og sagði að lokum: „Verðlag á fast- eignum var í hámarki í árslok 2000 og hefur haldið í við verðlag síðan nema að það hefur aðeins gefið eftir í stærri eignum.“ Ástandsskýrslur þyrftu að vera lögbundnar Morgunblaðið/Golli Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 13/14 Hestar 37 Erlent 15/17 Minningar 32/35 Höfuðborgin 18 Bréf 40/41 Akureyri 19 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Kvikmyndir 52 Landið 21 Fólk 44/49 Umræðan 25/31 Bíó 46/49 Listir 22/24 Ljósvakar 50/51 Forystugrein 26 Veður 51 * * * HÚN Embla Eir Kristinsdóttir, eins árs, fór í jólaklippinguna í gær og fylgdist grannt með starfi hárgreiðslukonunnar í speglinum. Ekki var verra að fá sleikjó í leið- inni og líklega hefur bara verið gaman að skreppa í klippingu og vera innan um fullorðnu kon- urnar sem fengu engan sleikjó eins og Embla Eir. Morgunblaðið/RAX Í jólaklipp- ingunni HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir sakborn- ingi, sem handtekinn var 26. nóv- ember vegna umfangsmikils fíkniefnamáls. Var sakborningurinn úrskurð- aður í gæslu til 17. desember. Tveir menn til viðbótar sæta gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu, sem varðar smygl á 900 grömmum af amfetamíni og 1 kg af hassi til landsins. Gæsluvarðhald staðfest Norskt fyr- irtæki í stað Skanska AS LANDSVIRKJUN hefur sam- þykkt að norska jarðflutningsfyr- irtækið AS Gruppen komi inn í verktakahóp Ístaks, Phil & Søn og fleiri aðila í stað sænska fyrirtæk- isins Skanska AS sem hætti við þátttöku í útboði vegna virkjunar- framkvæmda á Austurlandi í byrj- un nóvember. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjun- ar, var bjóðendum í stíflugerð Kárahnjúkavirkjunar tilkynnt í gær að AS Gruppen uppfyllti kröf- ur Landsvirkjunar og hefði verið samþykkt inn í verktakahópinn. Um lokað útboð er að ræða. Þorsteinn segir ekki liggja fyrir hvort AS Gruppen komi einnig í stað Skanska AS í gangagerðartil- boði verktakahópsins. „En tilboð verða opnuð á föstudag svo verk- takarnir verða að fara að flýta sér.“ ♦ ♦ ♦ ÞRIGGJA ára drengur varð fyrir bifreið í gærkvöld þegar hann hljóp yfir götu á Sauðárkróki. Slysið varð laust eftir klukkan 19 og lenti drengurinn framan á horni bifreiðarinnar með þeim af- leiðingum að hann fékk skrámu á höfuðið. Þess ber að geta að bif- reiðin var á mjög lítilli ferð. Drengurinn var fluttur á sjúkra- hús á Sauðárkróki og stóð til að flytja hann á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri til frekari skoð- unar. Drengur varð fyrir bifreið Sauðárkrókur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.