Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 39 FREKAR fámennt var í miðborginni aðfaranótt laugardags og sunnudags, líklega um 400 þegar flest var hvort kvöldið. Fjórar líkams- árásir voru kærðar og jafnmargir fluttir á slysadeild. Meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Í einu til- vikinu beit maður annan í lærið. Sá fékk óblíð viðbrögð og var barinn ítrekað í andlitið. Tilkynnt var um 41 umferðar- óhapp um helgina. Alvarlegt um- ferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Hólmsá síðdegis á föstudag og um kvöldið varð umferðarslys á brúnni yfir Vesturlandsveg við Vík- urveg. Þarna rákust tvær bifreiðir saman og var annar ökumaðurinn fluttur í sjúkrabifreið á slysadeild með höfuðmeiðsl en hinn ætlaði sjálfur að leita sér aðstoðar á slysa- deild. Umferðardeildin gekkst fyrir umferðarátaki bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Alls voru hátt í 1.200 ökumenn stöðvaðir. Lögreglu- menn ræddu við ökumenn og af- hentu þeim blað með upplýsingum um viðurlög við ölvunarakstri. Um helgina voru tilkynnt 22 innbrot. Í einu þeirra var farið inn í bifreið og stolið fartölvu að verðmæti um 350.000 kr. Brotist var inn í í kirkju og stolið fartölvu prestsins og peningum úr samskotabauk. Þá var tilkynnt um 13 þjófnaði, 9 skemmdarverk og þjófnað á átta ökutækjum. Hótuðu stúlku lífláti Á föstudagskvöld réðust tveir hettuklæddir menn með hníf á stúlku í austurborginni. Annar mun hafa slegið stúlkuna í kviðinn en hinn hafa tekið hnífinn og strokið honum við kinn stúlkunnar. Þá hót- uðu þeir henni og kærasta hennar lífláti. Við svo búið hlupu þeir í burtu. Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um sofandi mann upp á þaki veitingahúss í miðborginni. Í ljós kom að maðurinn var mjög ölv- aður. Fenginn var körfubíl frá slökkviliðinu til að ná manninum niður. Kvaðst hann hafa leitað þarna vars, þar sem hann hafi verið að flýja menn sem ætluðu að skaða hann. Ók á lögreglubíl og bakkaði burtu Aðfaranótt laugardags veittu lög- reglumenn, sem eftirlit hafa með myndavélunum í miðborginni, at- hygli fjórum mönnum en einn þeirra var með stóran hníf sem stóð út undan peysu hans. Fylgdu þeir mönnunum eftir í myndavélunum þar til lögregla kom að þeim þar sem þeir voru að fara inn á veit- ingastað. Hald var lagt á hnífinn. Í hádeginu á sunnudag var til- kynnt um eld í verkstæði við Sæv- arhöfða 2. Þarna hafði orðið laus eldur í bílaþvottavél og náði eld- urinn að læsa sig í þakklæðningu og þurfti að rjúfa gat á þakið til að komast að eldinum. Á sunnudaginn þegar lögreglumenn voru að að- stoða ökumann í miðborginni við að koma bílnum af götunni var bifreið ekið á lögreglubifreiðina. Bifreiðinni var síðan bakkað og ekið á brott. Eftir skamma eftirför tókst lög- reglumönnunum að þvinga öku- manninn til að stöðva bifreið sína en ökumaðurinn reyndist mjög ölvað- ur. Úr dagbók lögreglu 29. nóv.–2. des. Peningum stolið úr samskotabauk DREGNIR hafa verið út vinnings- hafar í spurningaleik sem Marg- miðlun stóð fyrir í október. Leik- urinn fór fram á meðal gesta Agora-fagsýningarinnar, laug- ardaginn 12. október sl., og var gest- um boðið að svara nokkrum lauflétt- um spurningum og skila svarblöðum á sýningarbás Margmiðlunar. Verðlaunin voru þrjár ADSL- gulláskriftir frá Margmiðlun, auk ADSL-mótalds. Verðmæti hvers vinnings eru tæplega 40 þúsund krónur. Þrír þátttakendur voru dregnir úr pottinum, þau eru: Hlédís Guðmundsdóttir, Reykjavík, Gunnar J. Gunnarsson, Reykjavík og Jón Víkingur, Reykjavík. Vinningshafar í Agora-leik Hörður Harðarson, þjónustustjóri Margmiðlunar, Hlédís Guðmundsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson, Jón Víkingur og Halldór Másson markaðsstjóri. SPURNINGASPILIÐ Ísland er komið út. Þetta er íslenskt spil þar sem leikmenn ferðast um landið. Í splinu erum 2.100 spurningar, leik- ir, ferða- og lottóvinningar. Spurn- ingaflokkarnir eru sex, náttúru- fræði, atvinnuhættir, íþróttir, listir, landafræði og saga. Í spilinu eru ekki skrifuð niður stig heldur er greitt í peningum og þannig er hægt að nota stigin sín (peningana) áfram í leiknum því ef leikmaður lendir á landvættum má versla. Hægt er að kaupa eignir, t.d. Kárahnjúka, og síðan inn- heimta leigugjald ef leikmenn lenda á eigninni. Hönnun á spilinu annaðist Stef- án Sturla Sigurjónsson. Útlits- hönnun peninga og umbúða sá Vignir Jóhannsson um. Ljósmynd- ir eru teknar af Ragnari Th. Sig- urðssyni og Mats Wibe Lund. Grafík var í höndum Ólafs Th. Ólafssonar. Spurningar sömdu ýmsir sérfræðingar og kort eru frá Landmælingum ríkisins. Fjöl- skylduspilið Ísland hefur verið í vinnslu síðastliðin þrjú ár, segir í fréttatilkynningu. Spurningaspilið Ísland komið út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.