Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 25 NÝLEGA birtu Náttúruverndar- samtök Íslands niðurstöður um arð- semi Kárahnjúkavirkjunar og koma þær ekki á óvart. Samtökin fengu Þorstein Siglaugsson til skrifa nýja skýrslu og er niðurstaðan sem fyrr að mikið tap verði af verkefninu m.v. forsendur skýrsluhöfundar. Grein- argerðin ber þess nokkur merki að vera skrifuð fyrir Náttúruverndar- samtökin og er hún nú eitt helsta vopnið í viðamikilli herferð þeirra gegn Kárahnjúkavirkjun. Græðir Landsvirkjun nóg? Landsvirkjun á nú í viðræðum við Alcoa sem er einn stærsti, virtasti og elsti álframleiðandi í heimi. Skýrsluhöfundur gerir lítið úr þess- ari breyttu forsendu og lætur hjá líða að geta þess að orkusala til Al- coa Inc. er að sjálfsögðu öruggari en hún hefði verið til Reyðaráls hf. Þess í stað fýsir hann greinilega mjög að koma við ávöxtunarkröfu sem hæfir áhætturekstri sem á eng- an veginn við í þessu tilfelli. Það er vert að vekja sérstaka at- hygli á því að hið stórfellda tap sem fram kemur í skýrslunni stafar ekki hvað síst af forsendum höfundar um ávöxtunarkröfu. Í ávöxtunarkröf- unni er tekið tillit til vaxta af lánsfé og þeirrar kröfu sem eigendur gera um arðsemi eigin fjár. Lánsvextir Landsvirkjunar eru vel þekktir enda hefur fyrirtækið sérlega góða láns- hæfiseinkunn. Þá reiknar Lands- virkjun með að raunávöxtun af eigin fé í Kárahnjúkavirkjun verði um 14% sem telja verður afar gott. Skýrsluhöfundur telur að ávöxtun- arkrafan eigi að vera enn hærri og notar það ásamt fleiru til að halda fram að tap verði á virkjuninni. Þetta er villandi framsetning. Í stað þess að ætla að tap verði á fram- kvæmdinni er hann að segja að Landvirkjun hagnist ekki nóg. Þar er Landsvirkjun á öndverðum meiði. Áliðnaður er nú hluti af hinu þróaða og þekkta atvinnulífi. Álver Alcan í Straumsvík hefur t.d. starfað í yfir 30 ár. Það var stækkað árið 1997 og væntingar eru um enn frek- ari stækkun á komandi árum. Bæði Búrfellsvirkjun og álverið eru nú að mestu afskrifuð en munu engu að síður skila eigendum sínum ríkuleg- um arði um ókomin ár. Skýrsluhöfundur gerir tilraun til að skelfa lesendur með því að gera ráð fyrir að lánshæfi íslenska rík- isins muni lækka vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Staðreyndin er hins vegar sú að lánshæfi íslenska ríkisins var nýlega hækkað í Aaa sem er besta einkunn sem Moody’s gefur. Þessa einkunn fékk ríkið þrátt fyrir að Moody’s hefði allar upplýsingar um fyrirhugðar fram- kvæmdir. Þá kaus Moody’s einnig að gefa Landsvirkjun sömu einkunn. Það er greinilegt að lánshæfisfyr- irtækin eru á annarri skoðun en Náttúruverndarsamtök Íslands þeg- ar kemur að arðsemi verkefnisins og mikilvægi þess fyrir íslenskt efna- hagslíf. Breyttar forsendur Í skýrslunni er fullyrt að „orku- sala nú sé 20% lægri en fjárfesting- arkostnaður aðeins 6% lægri“. Þetta er alrangt. Staðreyndin er sú að fjárfestingarkostnaður lækkar um allt að 20% á meðan orkusala lækkar minna. Verkefnið er því betra en ekki verra eins og fullyrt er. Höf- undur skýrslunnar ber saman fjár- festingakostnað á mismunandi verð- lagi og fær því ranga mynd af breytingu frá fyrri áætlunum. Landsvirkjun stendur við fyrri yf- irlýsingar um að ekkert bendi til annars en að Kárahnjúkavirkjun sé mjög arðbært verkefni. Enn betri vísbendingar munu fást þar um á næstu dögum þegar tilboð verða opnuð í stóra verkhluta. Reynsla Landsvirkjunar Hingað til hafa ákvarðanir um virkjanaframkvæmdir verið teknar á grundvelli vandaðs og faglegs und- irbúnings Landsvirkjunar og ráð- gjafa hennar. Vinna við undirbúning Kárahnjúkavirkjunar er með sama hætti. Ef fyrirtækið ætlaði að tap yrði af virkjuninni yrði ekki af fram- kvæmdum. Á síðustu 6 árum hefur Landsvirkjun fjárfest fyrir um 50 milljarða króna og orkusala aukist um 60%. Íslendingar eiga nú eitt yngsta, fullkomnasta, umhverfis- vænsta og öruggasta raforkukerfi í heimi og búa jafnframt við eitt lægsta raforkuverðið. Fjárhagsleg staða Landsvirkunar er góð og gæti fyrirtækið greitt niður allar skuldir á næstu 15 árum ef ekkert yrði virkjað. Þetta segir meira en mörg orð um arðsemi virkjanafram- kvæmda. Hætt er við að lítið hefði orðið úr framkvæmdum á undan- förnum árum og áratugum hefðu forsendur og aðferðafræði Náttúru- verndarsamtaka Íslands verið höfð að leiðarljósi. Helgar tilgangurinn meðalið? Í ljósi umræðunnar og dýrrar auglýsingarherferðar hljóta að vakna nokkrar spurningar um stefnu Náttúruverndarsamtaka Ís- lands. Það má t.d. spyrja hvort sam- tökin hefðu lagt jafnmikla áherslu á að kynna umrædda arðsemisskýrslu ef niðurstaðan hefði verið jákvæð? Er hugsanlegt að samtökin hafi ákveðið niðurstöðuna fyrst og reikn- að svo? Nú er það svo að allir eru sammála um augljósa arðsemi Norð- lingaölduveitu. Ef arðsemin er sam- tökunum svo mikilvæg sjá þau sér fært að styðja þær framkvæmdir? Hvaða sjónarmið ráða ferðinni hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands? Er það náttúruvernd eða arðsemi eða helgar tilgangurinn bara með- alið? Arðsemi orkusölu til Alcoa Inc. Eftir Stefán Pétursson og Kristján Gunnarsson „Landsvirkjun stendur við að Kárahnjúkavirkj- un sé mjög arðbært verkefni.“ Stefán er framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Kristján deildarstjóri fjármáladeildar. KristjánStefán ÚTGERÐARMAÐUR á Akur- eyri, Sverrir Leósson, fer mikinn í grein í Morgunblaðinu 30. nóbember sl. sem ber yfirskriftina: „Konur í pólitík eiga að berjast á eigin verð- leikum.“ Grein hans hefst í frásagnarstíl Ís- lendingasagna, svona eins og til þess að undirstrika karlmennsku höfund- ar. Hann talar um vígaferli, hernað- aráætlanir, að margir liggi sárir í valnum og fleira um það góða fólk sem hefur nennu og áræði til að bjóða sig fram til þings. En megintil- gangur greinar hans var ekki sá að velta vöngum yfir hinum mismun- andi leiðum sem flokkar velja til að raða fólki á lista fyrir komandi kosn- ingar, heldur sá að lítilsvirða þing- konuna Katrínu Fjeldsted, sem hafnaði í 11. sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hvaða hvatir liggja þar að baki er mér ekki skiljanlegt en mikið hlýtur að hafa legið við. Sverrir skrifar að Katrín hafi ver- ið „hin fúlasta í viðtölum þegar talið var upp úr kjörkössunum“. Ég und- irrituð sá og heyrði öll hennar við- brögð, bæði í sjónvarpi og útvarpi og fullyrði að hún var afar yfirveguð, ró- leg og raunsæ. Þá líkir hann henni við bakara sem heldur að „brauðin verði til án þess að hnoða þurfi deig- ið“. Þar á Sverrir væntanlega við að hún hafi ekki, þrátt fyrir menntun sína, fjölbreytta starfsreynslu, bæði sem farsæll læknir í 20 ár og borg- arfulltrúi í ábyrgðarstöðum í 12 ár, skapað sér þá ímynd hjá almenningi að hún hafi undirstöðu til að bjóða sig fram til þings. Þetta er auðvitað ekki svaravert. En ef allir þingmenn hefðu gáfur, reynslu og menntun Katrínar Fjeld- sted þá mættum við vel við una. Ég nenni ekki að telja upp áframhald- andi ávirðingar sem Sverrir ryður út úr sér um Katrínu og kynsystur hennar í umræddri grein, en staldra við það að hann heldur því fram að Katrín álíti það sjálfsagt mál að hún fái brautargengi í kosningum af því að hún er kona. Þetta er bæði óvirð- ing og kjaftæði. Og það er ömurlegt að við konur skulum þurfa enn þann dag í dag að sitja undir þeim söng – sama hvað frambærileg konan er – að karlar þurfi ævinlega að eigna þeim að þær ætlist til að komast áfram á kynferðinu en ekki eigin verðleikum. Að minnsta kosti er Katrín Fjeldsted óralangt frá þess- ari hugmyndafræði. En hvernig skyldi standa á því að Sverrir Leósson finnur ekki þörf hjá sér til að ræða viðbrögð karlfram- bjóðendanna sem féllu út af fram- boðslistum? Tökum viðbrögð Vilhjálms Egils- sonar. Hann bar upp á Skagamenn að þeir hefðu haft rangt við og með brögðum haft af sér 1. sætið og sagði í sjónvarpi að „hann gæti bara rifið kjaft“. Norðan-sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi héldu fjölsótt- an fund og fóru fram á ógildingu prófkjörs eða endurtekið prófkjör og vísuðu málinu til miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins til úrlausnar. Kristján Pálsson undi illa hag sín- um eftir að hafa verið úthýst af list- anum og stuðningsmenn hans stofn- uðu til fundar hjá Suðurnesja- mönnum sem höfðu hátt og sögðu að vitlaust væri gefið. Eftir mótmæli og viðtöl við kjör- nefndarmenn var haldinn fundur, spilin stokkuð upp á nýtt og þau reyndust ekki hafa verið vitlaust gef- in. Páll Pétursson féll af lista hjá sín- um mönnum fyrir norðan og bar sig vel, en viðbrögð hans voru að fyrrum aðstoðarmaður hans hefði fellt hann. Á Vestfjörðum sætti klerkur sig ekki við að eiga ekki sæti á lista og þurfti að kjósa þar aftur, aðallega um það hvor væri meiri Vestfirðingur Karl V. Matthíasson eða Gísli S. Ein- arsson. Að mínu mati er mikill missir að þeim þingmönnum sem urðu úti í prófkjörunum, en það breytir ekki því að þessi voru viðbrögð þeirra, eins og alþjóð veit. Því spyr ég Sverri Leósson: Voru þessir menn ekkert fúlir? Eða ertu slík karlremba að álíta það í lagi að karlkyns þingmenn valdi uppnámi í fjölmiðlum og kjör- dæmum en kvenkyns þingmaður megi ekki segja nokkur yfirveguð málefnaleg orð án þess að þú teljir ástæðu til að ata hana auri? Eða býr hér kannski eitthvað annað að baki? Eftir Þuríði Pálsdóttur „Hvaða hvatir liggja þar að baki er mér ekki skiljanlegt en mikið hlýtur að hafa legið við.“ Höfundur er óperusöngkona. Karlremba að norðan DAGANA 22. og 23. nóvember fór fram prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík vegna fram- boðs í alþingiskosningum á næsta ári. Þátttaka flokksbundinna sjálf- stæðismanna í Reykjavík var góð, eða u.þ.b. 7.500 manns. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru níu og ákváðu allir þingmenn flokksins að gefa kost á sér í próf- kjörinu. Ekki hefur verið viðhaft prófkjör í átta ár til þess að velja á framboðslistann í Reykjavík og því var óljóst um fylgi einstakra þing- manna utan forystumanna flokks- ins þegar til prófkjörs var gengið. Til viðbótar núverandi þing- mönnum gáfu kost á sér átta ein- staklingar, þar af nokkrir sem hafa um árabil tekið mikinn þátt í störf- um flokksins, gegnt þar ábyrgð- arstörfum og getið sér gott orð. Af núverandi þingmönnum var árang- ur Péturs Blöndal eftirtektarverð- astur. Að þeim frátöldum var ár- angur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar borgarfulltrúa bestur. Þar næst kemur mjög góður árangur Sig- urðar Kára Kristjánssonar og síð- an Birgis Ármannssonar. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi nýliði í prófkjöri vegna alþingiskosninga náð jafnglæsilegum árangri og Guðlaugur Þór. Það sýnir einfald- lega að kjósendur kunna að meta störf hans og treysta honum til frekari ábyrgðarstarfa. Það er ekki sjálfgefið að einhver nái árangri í prófkjöri þótt hann hafi tekið þátt í stjórnmálastörfum á vettvangi borgarstjórnar eða Al- þingis í lengri eða skemmri tíma. Það sýnir t.d. útkoman hjá Katrínu Fjeldsted og Láru Margréti Ragn- arsdóttur, sem um langan tíma hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýmist á vett- vangi borgarmálanna og/eða á Al- þingi. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík staðfestir að forysta flokksins nýtur einskoraðs trausts og að oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, Björn Bjarnason, hefur trygga stöðu í forystusveit flokksins. Þegar kem- ur að vali ráðherra skiptir meg- inmáli hæfni viðkomandi einstak- lings til að takast á við ákveðinn málaflokk, hvaða efstu sætum á framboðslistanum einstaka fram- bjóðendur í prófkjöri hafa náð á ekki að ráða eingöngu. Glæsilegt prófkjör Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson „Prófkjör sjálfstæð- ismanna í Reykjavík staðfestir að forysta flokksins nýt- ur einskoraðs trausts.“ Höfundur er borgarfulltrúi. Hl‡ og gó› - um jólin 6.990 kr. Ver›: Dömuúlpur: Litir: svart, gyllt og vínrautt. Stær›ir: 36 - 46 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18, Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.