Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 31 FRÁ apríl 1990 hafa hámarks- greiðslur lyfja fyrir elli- og örorku- þega, börn og atvinnulausa hækkað úr 5.000 kr í 18.000 kr. Hækkunin vegna röntgenþjónustu hefur á sama tíma hækkað um 13,3% og hámarkið er 18.000. Heildarafsláttur lyfjabúða hefur minnkað í allflestum búðum. B-merktu lyfin, eins og t.d. asma-, exem- og hjartalyf, hækkuðu um 55% frá jan. ’98 til jan. ’02. Raunhækkun hefur þrátt fyrir lágmarksgreiðslur orðið um 64% frá janúar 2002. Áður greiddu lífeyrisþegar ákveðið lág- marksgjald að viðbættum 15% af heildarverði lyfja, þó ekki meira en rúmar 600 kr. á verðlagi 2002. Þetta hlutfall hefur nú hækkað úr 15% í 50%. Það þýðir að hámarksgreiðsla þeirra hækkaði um 72% frá 1. jan ’98 og er nú 1.050 kr. á hvert lyf í þessum flokki. Raunhækkun á E-merktum lyfjum, t.d. giktar-, maga-, hormóna- lyfjum og ýmsum verkjalyfjum, er um 53% frá 1. jan 1998 en hámark um 22% og getur hlutur sjúklings orðið 4.950 kr. Lágmarksgreiðslur elli- og örorkuþega hafa á þessum fjórum ár- um hækkað um 65% á sambærilegu verðlagi en hámarksgreiðslur hafa hækkað um 25% og eru nú 1.375 kr. á hvert lyf. Ráðamenn virðast ekki gera sér ljóst að hlutfallslega lang- stærsti neytendahópur lyfja eru elli- og örorkuþegar. Þess skal getið að hið opinbera niðurgreiðir lyf einna minnst til sjúklinga utan sjúkrahúsa á Norðurlöndunum. Niðurgreiðsla hins opinbera á lyfjum sjúklinga utan spítala á Norðurlöndunum: 1990 1999 2001 Finnland 64% 62% Svíþjóð 59% 64% Noregur 49% 55% Ísland 57% 50% 48% 1 Danmörk 46% 1 Upplýsingar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Health Statistics in the Nordic co- untries 1999. Lyfjakostnaður hefur stóraukist Eftir Ólaf Ólafsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara. „Ráðamenn virðast ekki gera sér ljóst að hlut- fallslega langstærsti neytenda- hópur lyfja eru elli- og örorkuþegar.“ ÁR hvert frá 1995 hefur Sjálfs- björg haldið upp á Alþjóðadag fatl- aðra 3. desember, með því að vekja athygli á þeim fyrirtækjum og stofnunum sem meðvitað hafa unn- ið að því að byggja aðgengileg mannvirki eða bæta aðgengi í eldri húsum. Á þessu tímabili hefur ver- ið veitt 41 viðurkenning og með þessum sem afhentar verða í dag hafa 49 fyrirtæki og stofnanir í landinu hlotið viðurkenningu Sjálfsbjargar. Í dag heldur Sjálfs- björg upp á Alþjóðadag fatlaðra á tveimur stöðum. Kl. 17.00 verður athöfn í félags- heimili Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra á höfuðborgarsvæðinu, Há- túni 12, þar sem Bókasafni Hafnfirðinga og Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu, verða veittar viðurkenningar fyrir gott aðgengi. Kl. 18.00 verður svo önnur at- höfn á Hótel Eldhestar, Völlum í Ölfusi þar sem sex viðurkenningar verða veittar. Fjögur fyrirtæki á Selfossi fá viðurkenningar en það eru Árvirkinn ehf., Eyrarvegi 32, Húsasmiðjan, Eyrarvegi 42, Mið- garður, Austurvegi 4, og Kjarninn, Austurvegi 3–5. Í Hveragerði fær Hjúkrunarheimilið Ás, Hverahlíð 20, viðurkenningu og Hótel Eld- hestar í Ölfusi. Flutt verða ávörp, tónlist leikin og kaffiveitingar. Allir félagsmenn og velunnarar eru velkomnir. Sjálfsbjörg vinnur markvisst að bættu aðgengi með fræðslu og upplýsingagjöf. Sl. haust var hald- in námsstefnan „Hönnun fyrir alla“ í samvinnu við Endurmennt- unarstofnun. Námstefnuna sóttu arkitektar, byggingafulltrúar og aðrir sem að hönnun koma og ráð- gera sömu aðilar að halda þrjú hagnýt námskeið um hönnun að- gengilegs umhverfis á næsta ári. Þá var „Aðgengi fyrir alla“, hand- bók um umhverfi og byggingar, endurútgefin hjá Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins en hún hafði selst upp sl. sumar. Þessi bók inniheldur nákvæmar lýsingar og teikningar og er ómissandi öllum þeim sem vinna við skipulag og hönnun mannvirkja. Á heimasíðu Sjálfsbjargar er að finna upplýs- ingar um aðgengilega staði á Ís- landi. Margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hafa gert frábæra hluti eins og sjá má þegar upplýs- ingarnar eru skoðaðar. Þessi síða er ný og eiga vonandi margir aðrir aðgengilegir staðir eftir að finna leið inn í gagnagrunninn. Í dag verður forsýnd jólamynd Disney, Santa Claus 2 með Tim Allen. Forsýningin hefst klukkan 19:00 í Kringlubíói. Almennt miða- verð gildir á sýninguna og rennur allur ágóði sýningarinnar til styrktar Sjálfsbjörg, lsf. og verður fénu varið til endurnýjunar á íbúð- um Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Einnig gefur Sjálfsbjörg út geisladiskinn „Ástin og lífið“ en hann inniheldur 14 áður útgefin lög. Fjöldi hljómlistarmanna hefur lagt Sjálfsbjörg lið með útgáfu disksins, sem ætlað er að safna fé til breytinga og stækkunar á íbúð- um fyrir hreyfihamlaða í Sjálfs- bjargarhúsinu. Næsta ár hefur Evrópuráðið til- einkað málefnum fatlaðra og ber þar hæst á góma blöndun, baráttu og fræðslu gegn mismunun og bættum lífskjörum. Markmiðið er að fatlað fólk taki sem virkastan þátt í samfélaginu. Fyrir hreyfi- hamlaða fjallar þetta fyrst og fremst um aðgengi, að fólk finni bústað sem er aðgengilegur, kom- ist inn í skólann, á vinnustaðinn og aðra þá staði sem aðrir borgarar sækja. Ár fatlaðra 2003 er ár tæki- færanna, nýtum það sem best í þágu hreyfihamlaðra og gerum Ís- land aðgengilegt. Aðgengi er til alls fyrst Eftir Ragnheiði Kristiansen „Næsta ár hefur Evr- ópuráðið til- einkað mál- efnum fatlaðra og ber þar hæst á góma blöndun, bar- áttu og fræðslu gegn mismunun og bættum lífskjörum.“ Höfundur er kynningar- og félags- málafulltrúi Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra. EITT merkasta framfaramál nú- verandi ríkisstjórnar var samþykkt nýrra laga um fæðingar- og for- eldraorlof nr. 95/2000. Raunar má fullyrða að lögin um fæðingarorlof hafi markað tímamót í jafnréttis- og fjölskyldumálum hér á landi. Fyrir gildistöku núverandi laga um fæðingar- og foreldraorlof höfðu feður ekki sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Sú staðreynd leiddi af sér ýmsa mismunun á stöðu kynjanna, bæði innan fjöl- skyldunnar og á hinum almenna vinnumarkaði. Þannig áttu feður þess ekki kost að njóta samvista við börn sín á fyrstu ævimánuðun- um og þá er jöfn ábyrgð foreldra á uppeldi barna sinna forsenda þess að kynin geti staðið jafnfætis á vinnumarkaði. Sjálfstæður réttur karla til fæð- ingarorlofs var því mikið réttlæt- ismál fyrir bæði kynin. Það er oft erfitt að meta í krónum og aurum ávinning samfélagsins af auknu jafnrétti og traustari fjölskyldu- böndum. Íslensk stjórnvöldu ákváðu eigi að síður að sýna mik- inn rausnarskap við lögfestingu nýju fæðingarorlofslaganna. Mæltu þau fyrir að feður skyldu hafa jafn- an rétt til fæðingarorlofs á við mæður. Það er í sjálfu sér ástæðu- laust að leyna þeirri staðreynd að hér var um kostnaðarsama aðgerð að ræða. Þannig eru gjöld ríkis- sjóðs vegna fæðingarorlofs áætluð rúmir 5 milljarðar króna í frum- varpi að fjárlögum fyrir árið 2003. Er því full ástæða til að hrósa rík- isstjórninni fyrir þá framsýni sem fæðingarorlofslögin bera með sér. Eins og gerist og gengur voru þó menn misjafnlega framsýnir innan ríkisstjórnarinnar. Þannig töldu ýmsir að tilvalið væri að brýna hinn alræmda niðurskurðarhníf á þeim lið í fjárlögunum sem mælti fyrir um gildistöku annars áfanga feðraorlofsins við gerð fjárlaga fyr- ir árið 2002, en við samþykkt lag- anna hafði verið ákveðið að feðra- orlofið skyldi taka gildi í þremur áföngum. Það er hins vegar ljóst að hefði öðrum áfanganum verið frestað hefði málið allt verið sett í uppnám og hefði þá allt eins mátt búast við því að frestunin yrði til eilífðarnóns. Til allrar hamingju mótmæltu fjölmargir þessum ráðagerðum. Á engan er hallað þótt hér verði sér- staklega minnst á hlut ungra fram- sóknarmanna í þeirri baráttu. Hinn 27. nóvember er einmitt ár liðið frá því að framkvæmdastjórn Sam- bands ungra framsóknarmanna sendi frá sér ályktun þar sem þess- um sparnaðaráformum var mót- mælt og þess krafist að í engu yrði hvikað frá þeirri stefnu ríkisstjórn- arinnar að feður skyldu njóta jafns réttar til fæðingarorlofs. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og í kjölfarið fundu menn aðra fjárlagaliði til að brýna nið- urskurðarhnífinn. Um næstu ára- mót mun síðan lokaáfanganum verða náð. Þann dag verður brotið blað í sögu jafnréttismála á Ís- landi. Jafn réttur feðra í höfn Eftir Finn Þór Birgisson Höfundur er lögfræðingur og fyrrverandi varaformaður Sam- bands ungra framsóknarmanna. „Um næstu áramót mun síðan loka- áfanganum verða náð. Þann dag verður brotið blað í sögu jafnréttis- mála á Íslandi.“ B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til og með 10. desember Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 11. desember kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. N Ý T T H Ú S Kristnibraut 61-63, Reykjavík Tvær 3ja herb (89/91m2)eftir Búsetur.: 1.764.732/1.800.303 Búsetugjald: 76.592/78.136 Sex 4ra herb. (99-109m2)eftir Búseturéttur frá kr. 1.960.374 til 2.154.040 Búsetugjald frá 85.082 til 93.488 Almenn lán Afhending 16. maí 2003 3ja herb.2ja herb. Miðholt 3, Hafnarfirði 90m2 íbúð 202 Leiguíb.lán Búseturéttur frá kr. 1.082.369 til 1.126.691 Búsetugjald kr. 45.434 Laus 1.6.03 eða skv samkomulagi Kristnibraut 67 , Reykjavík 92m2 íbúð 206 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.865.268 til 1.880.398 Búsetugjald kr. 79.361 Laus strax að ósk seljanda Garðhús 2 , Reykjavík 80m2 íbúð 201 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.821.698 Búsetugjald kr. 38.591 Laus í mars 2003 að óskseljanda Miðholt 13, Mosfellsbæ 82m2 íbúð 101 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.553.457 til 1.568.886 Búsetugjald kr. 59.847 Laus 15.feb. 2003 að ósk seljanda Berjarimi 7, Reykjavík 67m2 íbúð 201 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.255.375 Búsetugjald kr. 44.203 Laus strax að ósk seljanda Arnarsmári 4, Kópavogi 54m2 íbúð 203 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 745.876 Búsetugjald kr. 29.046 Laus strax að ósk seljanda Skólatún 1, Bessastaðahreppi 69m2 íbúð 102 Leiguíb.lán Búseturéttur frá kr. 739.128 til 745.460 Búsetugjald kr. 30.095 Afhent skv. samkomulagi Eiðismýri 22, Seltjarnarnesi 59m2 íbúð 102 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.169.425 Búsetugjald kr. 35.491 Laus fljótlega að ósk seljanda Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. Íbúð með leiguíbúðalánum veitir rétt til húsaleigubóta. 4ra herb. Lerkigrund 7, Akranesi 94m2 íbúð 301 Alm.lán Búseturéttur frá kr. 1.338.467 til 3.878.478 Búsetugjald frá kr. 62.061til 77.085 Laus skv. samkomulagi í des. Suðurhvammur 13, Hafnarf. 102m2 íbúð 301 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 2.036.196 Búsetugjald kr. 56.118 Laus fljótlega að ósk seljanda Blikaás 19, Hafnarfirði 1142 íbúð 102 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.587.421 Búsetugjald kr. 82.916 Laus strax N Ý T T H Ú S Þverholt 13-15, Mosfellsbæ Sjö 2ja herb. 54-83m2, átta 3ja herb. 82-90,3m2 og þrjár 4ra herb. 100 -119m2. Almenn lán. Afhending 4. apríl 2003 Búseturéttur kr. 1.141.794-1.574.294, 1.567.060-1.751.331 og 1.845.535-2.119.618 Búsetugjald kr. 57.203-78.154, 77.804-86.731 og 91.293-104.571

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.