Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ DICK Ringler, prófessor emeritus viðWisconsin-háskóla í Madison íBandaríkjunum flytur fyrirlestur íHátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag kl. 12, í tilefni af útgáfu bókar sinnar um ævi og störf Jónasar Hallgríms- sonar. Bókin er tímamótaverk í kynningu og rannsóknum á verkum Jónasar Hallgríms- sonar á erlendri grund en hún er gefin út af háskólaútgáfunni í Wisconsin-Madison. Dick Ringler er prófessor í enskum mið- aldabókmenntum og norrænum fræðum og mikill Íslandsvinur. Bók Ringlers um Jónas Hallgrímsson nefnist Bard of Iceland: Jónas Hallgrímsson, Poet and Scientist. Þar er fjallað um ævi og störf Jónasar, bæði á skáld- skaparsviðinu og í vísindum, jafnframt því sem Ringler hefur þýtt 68 ljóð, prósaverk og rit- gerðir eftir skáldið á ensku. „Þýðingarnar eru flestar á fagurskáldskap Jónasar en einnig er að finna í bókinni þýðingar á fræðilegum skrif- um hans. Þó svo að nálgunin sé fyrst og fremst við Jónas sem skáld, er einnig leitast við að gefa innsýn í störf hans á náttúruvísindasvið- inu í bókinni. Það er t.d. ekki ólíklegt að sjálfur hafi Jónas litið á sig fyrst og fremst sem vís- indamann sem fékkst við skáldskap meðfram þeim störfum,“ segir Ringler um verk sitt Bard of Iceland. Með útgáfu bókarinnar má segja að tekið sé frumskref í þá átt að kynna skáldskap Jónasar Hallgrímssonar á erlend- um vettvangi. „Það má segja að með bókinni sé Jónas ekki eingöngu kynntur inn í enskan bók- menntaheim, heldur á heimsvísu. Jónas er í raun óþekktur utan Íslands, þó svo að hér sé um að ræða eitt helsta skáld þjóðarinnar. Af íslenskum stórskáldum þekkja menn einungis Snorra Sturluson og Halldór Laxness, og ætti Jónas Hallgrímsson tvímælalaust að tilheyra þessum hópi.“ Ringler segir ástæðu þess hversu lítt þekktur Jónas er í alþjóðlegum bókmenntaheimi að leita í því hversu vanda- samt það er að þýða skáldskap hans. „Jónas orti ljóð sín í bundnu máli og er formið mjög mikilvægur þáttur í skáldskap hans. Ef ljóðin eru þýdd yfir í prósaform eða í óbundnu máli tapast í raun allt það sem máli skiptir. Ég hef því leitast við að þýða skáldskap Jónasar yfir á tungumál sem varðveitir og miðlar forminu ekki síður en hugmyndunum og hinu ljóðræna tungumáli. Þessir bragarhættir fyrirfinnast margir hverjir ekki í nútímaensku, s.s. forn- yrðislag og ljóðaháttur,“ segir Ringler. Í fyrirlestrinum í Hátíðarsal Háskólans í dag mun Ringler beina sjónum að formrænum þáttum í skáldskap Jónasar Hallgrímssonar. „Jónas var mikill meistari formsins, bæði hvað varðar uppbyggingu einstakra ljóða og fjöl- breytilega notkun hans á ljóðaformum úr ólík- um áttum. Þar sækir hann til mjög ríkulegrar hefðar, bæði í íslenskum skáldskap og erlend- um. Þannig vinnur Jónas mjög markvisst með forna íslenska bragarhætti, líkt og þá er ég nefndi áðan og ólíkustu tilbrigði ferskeytl- unnar. Þá kynnir hann bragarhætti úr evr- ópskri bókmenntahefð inn í íslenskar bók- menntir, s.s. stakhenduna (blank verse) og sonnettuformið. Þannig mun ég leitast við að varpa ljósi á það hvernig Jónas vinnur skáld- skap sinn á markvissan hátt, hvernig hann byggir upp ljóð sín og kemur hugsunum þar í form. Þetta verður einkar skýrt þegar rýnt er í nokkrar af ljóðaþýðingum Jónasar, þar sem formið er stokkað upp og verkin á margan hátt endurskrifuð í þýðingunni. Í gegnum sam- anburð á frumtextum og þýðingum Jónasar má þannig sjá skýrt hvernig hann vinnur og hver viðhorf hans til skáldskaparins eru,“ seg- ir Ringler. Ringler segist hafa kynnst skáldskapi Jón- asar Hallgrímssonar fyrir um fjörutíu árum og hafi hann unnið markvisst að bókinni Bard of Iceland síðastliðin tólf ár. Nokkuð af efni bók- arinnar hefur þegar birst á vefsíðu tileinkaðri Jónasi Hallgrímssyni sem hleypt var af stokk- unum fyrir fjórum árum og Ringler vann í tengslum við Wisconsin-háskóla. „Vefsíðuna má ef til vill skoða í samspili við bókina, því hún býður upp á annars konar framsetningu en bókarformið. Þar er að finna ljóðaþýðingar og æviágrip en einnig mikið af myndefni, sam- anburð frumtexta og þýðinga auk þess sem hægt er að hlusta á ljóðin í upplestri.“ Ringler tekur undir þau orð blaðamanns að forvitnilegt verði að fylgjast með viðbrögðum erlendra les- enda og gagnrýnenda við bókinni. „Í kynning- arstafi útgefendanna hjá Wisconsin University Press verður einkum litið til Bandaríkjanna, Bretlands og Norðurlanda,“ segir Ringler. Sjálfur mun hann fylgja bókinni eftir með fyr- irlestrum, jafnframt því sem hann hyggst vinna að frekari þýðingum á ljóðum Jónasar. Dick Ringler er hættur kennslu við Wis- consin-háskóla og helgar sig þar rannsókn- arstörfum. Á næstunni hyggst hann einbeita sér að þýðingarstörfum á Bjólfskviðu, auk þess sem hann stýrir af hálfu Wisconsin- háskóla uppbyggingu fjarnáms í íslensku í samvinnu við Háskóla Íslands. „Það er langt síðan ég kynntist Jónasi og heillaðist af skáld- skap hans. Það er því ánægjulegur áfangi fyrir mig að hafa gefið út þessa bók en stuðningur frá íslenska menntamálaráðuneytinu, menn- ingarsjóði Íslandsbanka og Wisconsin-háskóla gerðu það mögulegt að vanda mjög til útgáf- unnar,“ segir Ringler en hann mun afhenda Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra ein- tak af bókinni í tengslum við fyrirlesturinn í Háskólanum í dag. Með riti sínu um ævi og skáld- skap Jónasar Hallgrímssonar leitast Dick Ringler prófessor við að kynna þetta öndvegis- skáld Íslendinga á erlendri grund. Ringler flytur fyrir- lestur um skáldskap Jónasar í Hátíðarsal Háskólans í dag og ræddi Heiða Jóhannsdóttir við hann af því tilefni. Innsýn í skáld- skap Jónasar Morgunblaðið/Sverrir Dick Ringler er staddur hér á landi í tengslum við útgáfu bókar sinnar um Jónas Hallgrímsson. heida@mbl.is Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Sýningu Hildar Ásgeirsdóttur, Landslagsbrot, lýkur á fimmtudag. Sýningu lýkur Norðurlandaþjóðirnar hafa nú allar tilnefnt fulltrúa sína til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, árið 2003. Danir til- nefna skáldsöguna Auricula Per Højholt og ljóðabókina Vinci, senere eftir Morten Søndergaard. Finnar tilnefna tvær skáldsögur; Mansikoita marraskuussa (Jarðarber í nóvember) eftir Pirjo Hassinen og Lang eftir Kjell Westö. Norðmenn tilnefna skáldsög- urnar Det avbrutte bildet eftir Liv Køltzow og Ingen er så trygg i fare, eftir Jørgen Nor- heim. Svíar tilnefna skáldsög- una Rönndruvan glöder eftir Stewe Claeson og ljóðabókina Revbensstäderna eftir Evu Ström. Færeyingar tilnefna eitt verk, Pílagríma eftir Hanus Kamban, en tilnefningar Ís- lendinga eru Yfir Ebrofljótið eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og ljóðabókin Hljóðleikar eftir Jóhann Hjálmarsson. Tilkynnt í febrúar Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin á fundi dómnefndar í Stokkhólmi 21. febrúar 2003. Verðlaunaféð er 350.000 dansk- ar krónur. Verðlaunin verða svo veitt formlega í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Ósló í lok október á næsta ári. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Skáldsögur í meirihluta TVÆR hljómsveitir stíga á svið í Iðnó í kvöld kl. 20. Það eru hljóm- sveitirnar Jörð Bifast og Call him mr. Kid. Jörð Bifast skipa gítarleik- arinn Egill Jóhannsson, Steve Hub- back, sem leikur á eigin slagverks- skúlptúra, og Sigurður Hrellir sem sér um umhverfishljóð. Tónlist þeirra mun vera persónu- leg og óhefðbundin og tekur breyt- ingum í hvert sinn sem hún er flutt. Call him mr. Kid er hugarfóstur gítarleikarans Kristins H. Árnason- ar. Á tónleikunum verður flutt efni af nýjum geisladiski hans sem er í þann veginn að koma út á vegum Thule út- gáfunnar. Diskurinn ber heitið Biz- arre sofa people og inniheldur nýja raftónlist eftir Call him mr. Kid. Honum til aðstoðar verða nokkrir vel kunnir tónlistarmenn, s.s. Jón Skuggi, Jarþrúður Karlsdóttir, Sig- urður Hrellir og fleiri. Hljómsveitin Jörð bifast. Raf- og um- hverfishljóð óma í Iðnó SAMTÖK um leikminjasafn stóðu fyrir dagskrá í Iðnó sunnudaginn 1. desember til að minnast þess að þann dag voru 100 ár liðin frá fæð- ingu Indriða Waage leikstjóra og leikara. Við þetta tækifæri afhenti Kristín Waage fyrir hönd fjölskyldu Indriða samtökunum að gjöf frum- rit nótna Emils Thoroddsen að sönglögum úr Pilti og stúlku en þeir Indriði voru samstarfsmenn um árabil og unnu saman að fjöl- mörgum leiksýningum, Indriði sem leikstjóri og leikari og Emil sem tónskáld og þýðandi. Í lok dag- skrárinnar afhjúpuðu Kristín og Hákon Waage veggspjald sem Sam- tök um leikminjasafn hafa látið út- búa með myndum og texta um feril Indriða Waage. Veggspjaldinu verður síðan fundinn staður í Þjóð- leikhúsinu. Þetta er í þriðja sinn sem Samtök um leikminjasafn minnast genginna leikhúsmanna. Í ársbyrjun var Vals Gíslasonar minnst á 100 ára afmæli hans, haldin var sýning í Iðnó, Lax- ness og leiklistin, í fyrravor í tilefni af 100 ára afmæli Halldórs Laxness. Ólafur Engilbertsson formaður stjórnar samtakanna bauð gesti vel- komna og minntist Indriða og rakti tilurð samtakanna. Í máli Ólafs kom fram að fyrirhuguð er formleg stofnun leikminjasafns á fæðing- ardegi Sigurðar Guðmundssonar málara í mars næstkomandi. Sveinn Einarsson rithöfundur og leikstjóri minntist Indriða Waage og rifjaði upp feril hans. Sveinn sagði Indriða hafa verið einn at- kvæðamesta leikhúsmann sinnar kynslóðar en ferill hans hófst hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1923 og var hann aðalleikstjóri LR og einn aðal- leikara þar óslitið til þess er Þjóð- leikhúsið var opnað 1950. Indriði var fastráðinn leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið 1950 og leikstýrði m.a. vígslusýningunni Nýársnóttinni eftir Indriða Ein- arsson og Sölumaður deyr ári síðar þar sem hann vann mikinn leiksig- ur í hlutverki Willy Lomans. Indriði lést árið 1963. „Indriði Waage var einn helsti áhrifamaður í íslenskri leiklist um sína daga. Samtökum um leik- minjasafn er það ljúft kappsmál að heiðra minningu hans á þessum tímamótum og þó í litlu sé, láta í ljós þakklæti fyrir lífsstarf hans í þágu íslenskrar leiklistar.“ Kristín Waage afhenti síðan Sam- tökunum frumrit Emils Thorodd- sen að nótum nokkurra sönglaga úr Pilti og stúlku en sagði þá föður sinn og Emil hafa átt það sammerkt að halda litlu til haga af skissum og frumritum af vinnu sinni. „Þetta er þó það sem hefur varðveist í fjöl- skyldunni og er okkur það mikil ánægja að afhenda þetta til varð- veislu,“ sagði Kristín. Jón Þórarinsson tónskáld minnt- ist síðan Emils Thoroddsen í nokkr- um orðum og sagði hann hafa verið einstaklega fjölhæfan listamann. Egill Ólafsson og Ragnheiður Stein- dórsdóttir fluttu síðan nokkur sönglaga Emils úr Pilti og stúlku og einnig úr revíunni Allt í lagi lagsi, en Indriði og Emil voru meðal stofnenda Bláu stjörnunnar og Fjalakattarins þar sem frumsamdar revíur og gamanleikir voru stöðugt á fjölunum. „Afköst Indriða í leikhúsinu voru ótrúleg,“ sagði Sveinn Einarsson. „Ég held að það met sé enn óslegið á Íslandi að setja upp nærfellt 90 leiksýningar, jafnframt því að skila á annað hundrað hlutverkum.“ Samtök um leikminjasafn standa fyrir dagskrá Indriða Waage minnst í Iðnó Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kristín og Hákon Waage afhjúpa veggspjald til minningar um föður sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.