Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í BLAÐINU Skarpi, þingeyskum fréttamiðli, föstudaginn 8. nóv. sl. stendur þessi frétt: „Þingeyjarsveit fékk kr. 33.304.027 sem er tekjujöfn- unarframlag úr Jöfnunarsjóði að sögn Jóhanns Guðna Einarssonar sveitarstjóra. Þýðir þetta að samein- ing hreppanna fjögurra skilar 22 miljónum umfram það sem hrepp- arnir hefðu annars fengið samanlagt. Sú upphæð hefði að óbreyttu verið kr. 11.385.540 sem skipt hefði verið milli hreppanna samkvæmt reglum.“ Þetta er svo sem ekki ný sannindi að öðru leyti en því að þarna koma fram skýrar tölur. En upphaf þess- ara greiðslna er að finna í breytingu á sveitarstjórnarlögum frá árinu 1988 þar sem kveðið er á um að sér- stökum framlögum Jöfnunarsjóðs sé varið „til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.“ Ég fæ ekki séð að þessi lagagrein standist landslög því með samþykkt hennar er Jöfnunar- sjóði gefið grænt ljós að bera fé í sveitarfélögin til þess að leggja þau niður. Þetta er ekkert annað en mút- ur og það liggur fyrir að framhald verði á þessum greiðslum næstu árin. FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON, Sandi, Aðaldal. Ekki er ein báran stök Frá Friðjóni Guðmundssyni: VEGNA ummæla landlæknisemb- ættisins um fæðubótarefni hinn 26.10. og 2.11. ber mér skylda til að leiðrétta rangmæli þeirra sem hlut eiga að máli. Þær greinar eiga við lítil rök að styðjast og er illskiljanlegt að land- læknisembættið skuli láta slík orð falla. Óvönduð vinnubrögð með sára- lítinn rökstuðning og til einskis nema að færa landsmönnum rangar upplýs- ingar. Hvað eru fæðubótarefni? Orðið fæðubótarefni er nokkuð stórt hugtak og á við um mjög fjölbreytta línu efna sem þjóna margvíslegum og mismun- andi tilgangi. Í þessu tilfelli er verið að ræða um þær vörur sem eiga að tryggja fólki helstu næringarefni og koma í stað einstakra máltíða. Í dag er nánast öll fæða meira og minna unnin hvort sem hún kallast fæðubót- arefni eða ekki. Brauðið er samansafn ýmissa efna og mjög unnin vara, morgunkornið vex ekki á trjánum og er vítamínbætt eins og fæðubótarefn- in, mjólkin kemur ekki beint úr spen- anum og er einnig unnin og vítamín- bætt. Á að skilgreina þessar vörur sem fæðubótarefni? Um áratugaskeið hafa læknar og næringarfræðingar talið notkun fæðubótarefna góða leið til að verja líkamann gegn næringarskorti. Vegna mikillar gagnsemi er nú svo komið að neysla fæðubótarefna eykst hröðum skrefum á heimsvísu og ekki að ástæðulausu því þau virka. Kannski landlæknir telji allar þær milljónir sem nota fæðubótarefni daglega sér til heilsubótar skorta greind til að gera greinarmun á því hvort þau virka eða ekki. Nú hef ég staðið í innflutningi á fæðubótarefnum frá einum virtasta bætiefnaframleiðanda heims í fimm ár og á þeim tíma aðstoðað hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga við að byggja upp heilbrigðari og hraustari líkama. Barist gegn óholla skyndibit- anum og komið fólki á rétta braut með hreyfingu, hollu mataræði og fæðubótarefnum með gagnsemi sem styðst við ótal rannsóknir, sjálfsagt sparað ríkinu tugi milljóna í útgjöld vegna þeirra kvilla sem fylgja slæm- um matarvenjum. Eins og landlæknir álítum við bestu leið til betri heilsu vera reglu- lega hreyfingu og hollt mataræði. Hver er ástæðan fyrir því að þjóðin hefur þyngst um yfir 10% á aðeins þrjátíu árum þrátt fyrir aukna aðsókn í heilsuræktina og meiri meðvitund um nauðsyn hreyfingarinnar? Vanda- málið er að finna í mataræðinu. Sér- fræðingar eru sammála um að reglu- legar smærri máltíðir séu besti kosturinn til að auka efnaskipti og stuðla að stöðugri orku. Best væri ef fólk borðaði a.m.k. fimm sinnum á dag næringarríka máltíð. Tímaþröng- in hrjáir okkur flest, sem verður til þess að fólk sleppir úr máltíðum, gríp- ur óhollan skyndibita í flýti og borðar of stóran skammt í senn. Þessi tíma- þröng og þekkingarleysi landsmanna á næringarefnum leiða til vandamála á borð við sykursýki, hjartasjúkdóma, offitu o.fl. Hver hefur tíma til að útbúa og neyta fimm hollra máltíða á dag? Hér koma fæðubótarefnin til sögunnar. Sérþróað gæðafæði sem færir fólki öll mikilvægustu næringarefnin án þess slæma sem fylgir oft almennri fæðu (kólesteról, mjólkursykur, hvítur syk- ur, mettuð fita). Vörurnar eru með lágan blóðsykurvísi og henta gegn ýmsu óþoli, m.a. mjólkuróþoli og glútenónæmi. Þykir mér merkilegt hvernig land- læknisembættið og þá sérstaklega Sigurður Guðmundsson landlæknir beitir sér fyrir neyslu landsmanna á mjólkurafurðum og gegn fæðubótar- efnum. Lengi má deila um nauðsyn og gagnsemi sykurbættra mjólkurvara, sem virðast þó undanfarið hafa tekið fæðubótarefnin sér til fyrirmyndar. Skyr.is – próteinríkt og án viðbætts sykurs, Primus-próteindrykkur, Létt kakó – 99% fitulaust. Mjólkursamlag- ið þróar líklega nýjar vörur til að koma til móts við auknar kröfur um betri og hollari vörur. Stundum reglulega hreyfingu til heilsubótar, borðum hollan mat og notum fæðubótarefni til stuðnings við mataræðið þegar tímaþröngin steðjar að eða einfaldlega til þess að tryggja líkamanum öll þau næringarefni sem hann þarfnast. BJARNI VESTMAR BJÖRNSSON, framkvæmdastjóri B. Magnússon hf., dreifingaraðila EAS á Íslandi. Fæðubótarefni – rétta leiðin Frá Bjarna Vestmar Björnssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.