Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 45 Varaáætlunin (Plan B) Gamanmynd Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. 101 mín. Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Greg Yaitanes. Aðalhlutverk: Diane Keaton, Paul Sorvino, Maury Chaykin og Burt Young. DIANE Keaton er greinilega langt frá því að vera á hátindi ferils síns, eins og reyndar svo margar ágætar leikkonur sem komnar eru yfir fer- og fimmtugt. Til að bæta úr skorti á hlut- verkavali í kvikmyndaleik mun hún hafa ráðist í gerð þessarar mafíósa- gamanmyndar með vini sínum og koll- ega Paul Sorvino. Myndin ber þess dálítil merki að vera einhvers konar einkaflipp vina. Húmorinn er kvik- indislega svartur og söguþráðurinn eins konar spunagrín sem hefur mjög lítið með fagmennsku að gera. Diane Keaton leikur þar óheppna eiginkonu smákrimma sem sendur er yfir móðuna miklu af yf- irmönnum sínum í mafíunni. Eigin- konan, Fran, situr uppi með skuld- irnar og ákveður mafíósaforinginn að láta hana vinna fyrir þeim. Fran er því gerð að handbendi mafíunnar, og fengin ýmis morðverkefni. En hún á frekar erfitt með að drepa fólk og los- ar sig út úr vandanum með skamm- tímalausnum: Í hvert sinn sem hún er send til að þurrka einhvern út, sendir hún viðkomandi til dvalar hjá kunn- ingja sínum í Flórída en þykist síðan hafa drepið hann. Þessi grunnhug- mynd sögunnar er kannski það eina fyndna í allri myndinni, sem er í raun langdregin og klaufalega gerð. Diane Keaton má tvímælalaust muna sinn fífil fegri. Myndbönd Subbulegir mafíósar Heiða Jóhannsdóttir Loforði (The Hard Word) Spennumynd Ástralía 2002. Bergvík VHS. (102 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og hand- rit Scott Roberts. Aðalhlutverk Guy Pierce, Rachel Griffiths og Robert Taylor. FRÁ gömlu fanganýlendinni kem- ur þessi ruddalegi krimmi um þrjá bræður, fanga, sem sleppt er úr fangelsi af spilltum fangelsisstjóra til þess að geta framið hið fullkomna rán. Þeir bræður telja sig heiðarlega menn í óheiðarlegum bransa, forðast m.ö.o. í lengstu lög allar blóðsúthell- ingar. Auðvitað fer allt úrskeiðis sem getur farið úrskeið- is og allir svíkja alla, nema að bræð- urnir standa ætíð saman. Þetta er skilget- ið afkvæmi Tarantino-myndanna. Allt voða svalt, ofbeldisdýrkunin í al- gleymingi og allt að frjósa úr kald- hæðni. Samt er eitthvað sem gerir myndina svo afgerandi ástralska, trúlega húmorinn, sem er einstak- lega sér á báti, eins og þeir vita sem séð hafa þær áströlsku myndir sem náð hafa hylli utan heimalandsins á liðnum árum. Leikurinn er líka fínn enda urmull af góðum áströlskum leikurum til. Pierce stendur fyrir sínu að vanda, er sannfærandi glæpamaður, kulda- legur fauti sem erfitt er að átta sig á. Myndin er því þegar allt kemur til alls hinn þokkalegasti krimmi. Frumleikanum er síður en svo til að dreifa en afþreyingargildið er gott. ½ Bræður munu berjast Skarphéðinn Guðmundsson ÞAÐ er ekki orðum aukið að húsfyllir hafi verið á Míkrófónkvöldi á Sport- kaffi á miðvikudags- kvöldið. Þar létu ýmsir uppistandarar, reyndir og óreyndir, verkin tala. Kynnir og einn gleðigjafa kvöldsins var Sigurjón Kjartansson, en kvöldið var haldið í samvinnu við útvarpsstöðina Radíó X. Orðið gefið laust Morgunblaðið/Jón Svavarsson Greinilegt er að mörgum finnst gott að lyfta sér upp og hlusta á grínsögur í skammdeginu. Snorri Hergill Kristjánsson fór á kostum þetta kvöld á Míkró- fónkvöldinu á Sportkaffi. VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. SPV Þreper góður kostur fyrir þá sem vilja geta gengið að varasjóðnum vísum en njóta um leið hárra vaxta. Vextirnir hækka á sex mánaða fresti af þeirri innstæðu, sem látin er standa óhreyfð, þar til þeir ná hámarki eftir 36 mánuði. Óverðtryggður Alltaf laus Stighækkandi vextir Ekkert úttektargjald Enginn kostnaður eða þóknun Vextirnir hækka stig af stigi Vertu velkomin(n) í Borgartún 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1, hringdu í síma 575 4100 eða kynntu þér möguleikana á www.spv.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PV 1 93 53 11 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.