Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert samstarfsfús, en missir þó ekki sjónar á tak- markinu þótt ágreiningur sé um leiðir að því. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu það ekki koma þér á óvart þótt orsakir deilu þinnar og vinar þíns séu aðr- ar en fram kemur á yfirborð- inu. Vertu því þolinmóð/ur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Skoðanir þínar hafa vakið nokkra andstöðu sem þú þarft að taka tillit til og yf- irvinna með fullri sanngirni. Treystu á sjálfan þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að umbera fólk þótt það geti verið þreytandi á stundum. Einhver ágrein- ingur gæti komið upp varð- andi heimilisþrifin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sýndu varfærni á öllum svið- um, ekki síst í peningamál- unum, því það tekur oft skamma stund að gera af- drifarík mistök á því sviði. Farðu því varlega í einu og öllu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér finnast sumar persónu- legar skoðanir starfsfélaga þinna út í hött. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýs- ingar um líf annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin föstum tökum. Nú er að bretta upp ermarnar og drífa sig í að klára hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um sinn. Njóttu velgengninnar á meðan þú hefur byr í seglin. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gleymdu því ekki að tvær hliðar eru á öllum málum og oft þarf lítið til að skapa mis- skilning. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Segðu hug þinn tæpitungu- laust og þá muntu fá áheyr- endur. Njóttu þessa hæfi- leika þíns. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vinskapur er þér mikilvæg- ur. Þú skalt hugleiða hvern- ig þú hefur reynst þínum nánustu vinum. Gætir þú hugsað þér að eiga vin sem hefur sömu eiginleika og þú? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að hvíla þig og hlaða batteríin fyrir átök sem eru framundan. Farðu þér hægt því tækifærin hlaupa ekkert frá þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú efast um hefðbundin gildi. Efldu trúarlíf þitt og leitaðu svara við spurning- um þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 3. des- ember, verður áttræð Mikkalína Finnbjörnsdóttir frá Efri-Miðvík í Aðalvík, til heimilis á Suðurgötu 17, Sandgerði. Mikkalína verður að heiman á afmælisdaginn. LJÓÐABROT Undrast öglis landa eik, hví vér erum bleikir. Fár verðr fagr af sárum. Fann eg örva drif, svanni. Mig fló málmr inn dökkvi magni keyrðr í gögnum. Hvasst beit hjarta ið næsta hættlegt járn, er vætta eg. Þormóður Bessason Kolbrúnarskáld Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Garðakirkju 10. ágúst sl. af sr. Guðlaugu Helgu Ágústsdóttur þau Fífa Konráðsdóttir og Pét- ur Þór Sigurðsson. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 0-0 6. e3 Rbd7 7. Dc2 c5 8. 0-0-0 cxd4 9. Hxd4 Da5 10. cxd5 exd5 11. h4 Rb6 12. Hf4 Bd6 Staðan kom upp á Ólympíu- skákmótinu í Bled sem lauk fyrir skömmu. Svíinn Tiger Hill- arp Persson (2.493) hafði hvítt gegn Kúbumann- inum Walter SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Arencibia (2.521). 13. Hxf6! gxf6 14. Bxf6 Rd7 15. Df5! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir t.d. 15. … Rxf6 16. Dg5+ Kh8 17. Dxf6+ Kg8 18. Dxd6. SVEITIR Guðmundar Hermannssonar og Ís- lenskra aðalverktaka eru efstar og jafnar í hrað- sveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Tveimur lot- um af fjórum er lokið, en þriðja lotan verður spiluð í kvöld í húsnæði BSÍ í Síðumúla. Lítum á spil frá síðasta þriðjudegi: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ DG4 ♥ KG5 ♦ K65 ♣D653 Suður ♠ Á5 ♥ ÁD842 ♦ 94 ♣Á872 Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar Pass Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Fjögur hjörtu var al- gengur samningur í NS, oft eftir opnun vesturs á veikum tveimur í spaða. Hvernig myndi lesandinn spila með laufníunni út? Útlitið er dökkt. Hvort sem laufnía vesturs er ein á ferð eða hærra frá tví- spili, fær vörnin alltaf tvo slagi á lauf og einn á tíg- ulás. Tígulásinn gæti verið hvorum megin sem er, en spaðakóngurinn er mjög sennilega hjá opnaranum. En í raun er ekki um margt annað að ræða en treysta á draumaleguna, spila tígli á kóng og svína í spaðanum. Og það gerðu flestir og fóru einn niður: Norður ♠ DG4 ♥ KG5 ♦ K65 ♣D653 Vestur Austur ♠ K109632 ♠ 87 ♥ 97 ♥ 1063 ♦ ÁD82 ♦ G1073 ♣9 ♣KG104 Suður ♠ Á5 ♥ ÁD842 ♦ 94 ♣Á872 Steinar Jónsson fann hins vegar betri leið. Hann spilaði spaðafimmunni að blindum í öðrum slag! Vestur íhugaði málið um stund, en lét loks lítinn spaða. Hann óttaðist að suður ætti einspil í spaða og þá myndast möguleiki á trompsvíningu ef tekið er á kónginn. Eftir þessa byrjun var spilið léttunnið: Steinar tók þrisvar tromp, spilaði tígli á kóng og frí- aði slag á lauf. Tíu slagir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson THORSTEN, sem er 34 ára Þjóðverji, óskar eftir ís- lenskum pennavini. Hann skrifar á ensku og þýsku. Torsten Behrens, Reiner-Lange-Str. 1, D-21680 Stade, Germany. torstenbehrens1@aol.com HENRYK leitar að íslensk- um pennavini. Safnar póst- kortum, peningaseðlum og fl. Mr. Henryk Hryniewicz, Skrytka Pocztowa 29, ul. Glogowska 46/1, PL 56-200 Góra Slaska, Dolny Slask, Poland - Polska. JOSÉ óskar eftir íslenskum pennavini. Hann safnar frí- merkjum. José Manuel Cuenca, Francesc Maciá, 198, 4.°, 2.a, 08292 Esparreguera, Barcelona, Espana. Pennavinir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 10. ágúst sl. Anna Sue Rock og Sig- urður Örn Arnarson, flug- rekstrarfræðingur. Heimili þeirra er að: 2878 Cory Creek Rd., Butte Valley, California 95965, USA. Ljósmynd/Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst sl. í Kefla- víkurkirkju af sr. Sigfúsi Baldvini Ingvarssyni þau Sigrún Vilhelmsdóttir og Georg H. Georgsson. Heim- ili þeirra er í Efstaleiti 45, Keflavík. Þetta er maðurinn minn! Vertu nú snöggur að selja mér tryggingu … Með morgunkaffinu Laugavegi 84, sími 551 0756 Kjólar • Dragtir • Jakkar Samkvæmisfatnaður frá Gallafatnaður Bankastræti 11 • sími 551 3930 Fjárfestar / Verktakar Erum með í sölu 275 m² heila húseign á Laugavegi í Rvk. Húsið stendur á rúmlega 500 m² lóð m/byggingarétti. Húsið getur selst fullútleigt með góðum leigutekjum. Í húsinu eru tvær íbúðir og tvær verslanir auk kjallara. Frábært tækfæri sem vert er að skoða. Sími 511 2900 Fundur á Hótel Sögu, Sunnusal, miðvikudaginn 4. desember klukkan 13:00-16:00 Gerð verður grein fyrir aðferðafræði flokkunarlistans, uppbyggingu hans og sýnd verða dæmi um notkun hans. Notendur geta kynnt sér LU-flokkunarlistann í heild sinni að loknum fyrirlestrum. Lögð er áhersla á að fá viðbrögð notenda. Verkefnið er á lokastigi og munu notendur geta prófað LU-flokkunarlista í ákveðinn tíma áður en endanlega verður gengið frá listanum. Fundurinn er haldinn á vegum Landmælinga Íslands og LISU samtakanna. Dagskrá og nánari upplýsingar á heimasíðum: www.lmi.is og www.rvk.is/lisa Skráning: lisa@aknet.is - Verð kr. 2000 1956 - 1996 Kynning á samræmdum flokkunarlista fyrir landupplýsingar Gullsmiðja Hansínu Jens Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg • sími 551 8448 Íslenskt handverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.