Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 35 ✝ Helga Þórarins-dóttir fæddist á Hvoli í Hvolhreppi í Dalasýslu 21. apríl 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði 24. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Steinunn Valdimarsdóttir, f. 7. apríl 1894, d. 5. júlí 1969, og Þórar- inn Jónsson, f. 13. nóvember 1866, d. 4. apríl 1943, lengst á Beinakeldu í A-Hún. Bróðir Helgu er Ragnar A. Þórarinsson á Blönduósi, f. 1. október 1924. Hinn 10. ágúst 1940 giftist Helga Pálma Helga Ágústssyni kennara, f. 12. desember 1911. Foreldrar hans voru Ágúst Pálmason húsvörður í Hafnar- firði og Sigríður Jónsdóttir kona hans. Þau hófu búskap sinn í Viðey, þar sem Pálmi var kenn- ari, og jafnframt sá síðasti sem gegndi störfum kennara þar. Þá fluttu þau til Hafnarfjarðar og bjuggu lengst af á Hringbraut 69 þar í bæ. Börn Helgu og Pálma eru: 1) Árdís Eygló, f. 9. maí 1940, meinatæknir, búsett í Noregi, m. 1. Kaare Mjelde stærðfræðingur, f. 28. desember 1938, látinn, m. 2. Jon Kaare Schultz arki- tekt. 2) Steinunn, f. 13. nóvember 1941, kennari í Hafnar- firði, m. Pétur Trausti Borgarsson, f. 6. desember 1940, vélfræðingur 3) Friðrik Ágúst, f. 13. nóvember 1941, rafeindavirki í Garði, k. Kristjana Þorbjörg Vil- hjálmsdóttir stöðvarstjóri, f. 3. júní 1941. 4) Þórarinn, f. 7. maí 1944, aðalbókari á Höfn í Hornafirði, k. Guðlaug Björg- vinsdóttir starfstúlka við umönnun aldraðra, f. 6. október 1946. 5) Guðlaug J., f. 8. júlí 1954, kennari í Hafnarfirði, m. Magnús Kjartan Bjarkason prentari, f. 14. nóvember 1953. Helga verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Helga ólst upp hjá foreldrum sín- um til tíu ára aldurs í Húnavatns- sýslu, en þá var hún send í fóstur að Víkum á Skaga og var þar til sextán ára aldurs. Um tvítugt fór hún til náms í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi. Eftir vistina þar réð hún sig sem kaupakonu að Steinnesi. Þar var fyrir kaupamaður ungur kennari Pálmi Helgi Ágústsson. Þarna réð- ust örlög þeirra beggja, því að þau felldu hugi saman og giftu sig þar hjá prófastinum séra Þorsteini Gíslasyni. Fyrsta árið bjuggu þau í Viðey, en þá var elsta dóttirin Árdís fædd. Þá flytja þau til Hafnarfjarðar og bjuggu fyrstu árin hjá Aðalbjörgu Jónsdóttur móðursystur Pálma, og þar fæddust tvíburarnir Steinunn og Friðrik Ágúst árið 1941 og Þór- arinn árið 1944. Árið 1949 byggðu þau ásamt systkinum Pálma hús að Hringbraut 69 í Hafnarfirði og flytja inn í það 1952 og þar fæðist Guðlaug 1954. Þarna bjó fjölskyldan saman í ótrúlegu samlyndi í fjörutíu ár. Helga stundaði ýmsa vinnu utan heimilis í mörg ár, og var jafnan hvers manns hugljúfi, því hennar létta lund og sérstaka góðmennska heillaði alla sem henni kynntust. Hún var gædd þeim eiginleika að kunna að gleðja aðra, og þeir sem áttu um sárt að binda fengu að kynnast vináttu hennar og tryggð. Móðir okkar var ljóðelsk og hafði yndi af lestri góðra bóka og las mik- ið meðan sjónin leyfði. Við systkinin minnumst hennar sem góðrar móð- ur og ekki síður sem góðs félaga. Hún var trúhneigð og innprentaði okkur systkinunum í æsku, að taka ætíð svari þeirra sem minna máttu sín. Barnabörnin og barnabarna- börnin nutu ástar og hlýju og minn- ast ástríkrar ömmu sem umvafði þau af sérstakri elsku og natni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Fyrir fjórum árum fór heilsu hennar að hraka, og fór hún þá á Hjúkrunarheimilið Sólvang og naut hún þar hlýju og frábærrar umönn- unnar starfsfólksins. Viljum við færa því góða fólki okkar bestu þakkir. Þórarinn Pálmason og systkini. Ég minnist Helgu, tengdamóður minnar, með þakklæti fyrir allt, hún var einstaklega hlý og létt kona, sem gott var að hafa í návist sinni. Í ferðalagi sem við fórum norður í Húnavatnssýslu með Helgu, keyrð- um þá fyrir Skaga og út að Víkum, en þar dvaldist Helga sem barn og fram á unglingsár, langt frá foreldr- um sínum. Sá ég hana fyrir mér, netta og hláturmilda, létta í spori, og svo viljuga til verka, hún fermd- ist þar frá lítilli kirkju að Ketu. Helga minntist þess að einu sinni þegar hún fór í heimsókn til foreldra sinna, þá að Beinakeldu. Var það tveggja dag gönguferð. Helga talaði hlýlega um fólkið sem hún hafði um- gengist, og þar sem við komum við var henni tekið opnum örmum. Helga og Pálmi bjuggu í Hafn- arfirði, lengst af að Hringbraut 69, þar var komið við í öllum okkar ferðum og voru þau ætíð kát og hress, Pálmi vildi fræða okkur svo- lítið um trjáræktina og Helga lét sér annt um börnin, sem voru mjög hænd að ömmu og afa. Eftir að Pálmi lést, bjó Helga ein meðan heilsan leyfði, en þá naut hún þess að dætur hennar bjuggu nærri henni og létu sér einstaklega annt um hana, einnig eftir að hún var komin á Sólvang, þar sem Helga fékk mjög góða umönnun í erfiðum veikindum. Vertu Guði falin, elsku Helga. Kristjana Vilhjálmsdóttir. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Ég veit að þér er ætlað stórt og mikið hlutverk á himnum. Þú varst verndarengillinn minn í þessu lífi og nú veit ég að ég á góðan bandamann á himnum. Ég man svo vel eftir því þegar ég var yngri og hjá þér alla morgna. Ég lék mér, þú hjálpaðir mér við erfiðustu púslu- spilin og við spiluðum á spilin með myndinni af fossinum. Ég veit núna að þú leyfðir mér alltaf að vinna. Við eldhúsborðið vildi ég alltaf sitja á tunnunni. Þú gafst mér alltaf flat- köku og hnetujógúrt en afi fékk hafragraut, undanrennu og greip. Ég veit að þú saknaðir hans mjög mikið eftir að hann dó, en nú eruð þið saman á ný og það gleður mig. Ég er svo feginn að ég kynntist þér svona vel og svo þakklátur fyrir all- ar yndislegu minningarnar. Þannig lifir þú að eilífu í hjarta mínu. Elsku amma, ég elska þig og sakna þín en ég veit að ég mun hitta þig aftur einn góðan veðurdag, þeg- ar þú tekur á móti mér í himnaríki. Ásgeir Helgi Magnússon. Elsku amma, okkur langaði að segja nokkur orð um þig og hvað þú hefur gert fyrir okkur systurnar. Ég man alltaf eftir því þegar við komum til ömmu og afa með rútunni og hún amma beið í rútuskýlinu og stoppaði rútuna og við tvíburarnir hoppuðum út. Amma leiddi okkur á milli sín upp að Hringbraut 69 og þegar við vorum rétt komnar að húsinu sáu Gunna og Sirrý okkur og komu niður, fengu hana Hildi systur mína lánaða til að gefa henni gos og kökur en ég hins vegar er ekki mik- ið fyrir sykurfæði og það vissi hún amma mín og hún vissi alveg hvað var uppáhaldið mitt, það var nefni- lega egg á brauð og mjólkurglas. Ég settist uppá tunnuna í einu horninu á eldhúsinu og horfði á hana ömmu mína útbúa handa mér uppáhaldið mitt. Ég man hvað mér fannst hún góð og natin við að hugsa um okkur systurnar þegar við vorum í heim- sókn hjá ömmu Helgu á Hring- brautinni. Það var lesið á kvöldin, spilað á spil og svo sönglaði hann afi Pálmi fyrir okkur og alla sem komu til þeirra, það var alveg yndislegt að vera hjá ömmu og afa, svo mikill kærleikur sem umvafði þau. Það var líka voða gott að koma til hennar á Sólvang og sjá hlýja brosið hennar ömmu og Eva Lín, Ágúst Annel og Þórarinn Vagn höfðu mjög gaman af heimsóknunum til hennar lang- ömmu. En elsku amma, nú ertu komin til hans afa og mikið hlýtur að vera glatt á hjalla. Hann tekur svo vel á móti þér, elsku amma. Kannski hann syngi fyrir þig eins og eitt lag. Þú hefur nú örugglega saknað þess að heyra ekki sönglið hans en nú ertu hjá honum. Guð veri með þér, elsku amma. Helga, Hildur og Steinunn Ágústsdætur og börn. HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, HULDU GUÐNADÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Hlíðar góða umönnun. Hjörtur Pálsson, Steinunn Bjarman, Hreinn Pálsson, Margrét Ólafsdóttir og aðrir vandamenn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUNNLAUGUR SIGURBJÖRNSSON, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnu- daginn 24. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey laugardaginn 30. nóv- ember að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Kristbjörg Gunnlaugsdóttir, Halldór Bergsson, Gunnar K. Gunnlaugsson, Hafdís Baldvinsdóttir, Björn Þór Gunnlaugsson, Olga Ingimundardóttir, Þórbjörg Gunnlaugsdóttir, Axel Guðlaugsson, Snjólfur Gunnlaugsson, Rósarío Inga Payla. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HRAFNKELL SVEINSSON flugumferðarstjóri, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Þorbjörg Magnúsdóttir, Sigríður Hrafnkelsdóttir, Richard Korn, Ísak Ríkharðsson. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir og afi, ÍSLEIFUR ÖRN VALTÝSSON, Klukkubergi 12, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut föstudaginn 29. nóvember. Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Halldóra Skúladóttir, Valtýr Sigurður Ísleifsson, Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, Harpa Melsteð, Björgvin Pétursson, systkini og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN BÖÐVARSDÓTTIR frá Bólstað, Mýrdal, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 16. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki Grundar góða ummönnun. Sigurbjörn G. Guðmundsson, Málfríður Ögmundsdóttir, Kolbrún Elín Andersen, Friðjón Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn elskulegur og faðir okkar, PÉTUR Á. THORSTEINSSON, Austurbrún 4, Reykjavík, er látinn. Hrefna J. Thorsteinsson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.