Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 21 HALDIN var söngskemmtun á fé- lagsheimilinu Klifi í Ólafsvík sl. sunnudag þar sem fram komu þær Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem lék undir á píanó. Alls söng Díddú um 23 lög, í blandaðri dagskrá, auk þess sem Anna Guðný spilað einleik á pí- anó. Voru góðar undirtektir hjá tónleikagestum sem voru vel yfir 200 manns. Tónleik- arnir voru í boði lista og menn- ingarnefndar Snæfellsbæjar. Tónleikarnir eru liður í há- tíðarhöldum vegna 100 ára af- mælis gamla félagsheimilisins við Gilið. Morgunblaðið/Alfons Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir á tónleikunum. Haldið upp á 100 ára afmæli Gilsins Ólafsvík ÞAÐ er nóg um að vera fyrir íbúa á Akranesi sem teljast til eldri borgara bæjarins og nú hefur boccia bæst í fjölbreytta flóru fé- lags eldri borgara á Akranesi, FEBAN. Leikið er tvisvar í viku í sal fé- lagsins sem áður tilheyrði Verka- lýðsfélagi Akraness en nú hafa reyndustu íbúar knattspyrnubæj- arins lagt salinn undir sig og stunda þar ýmislega tómstunda- starfsemi. Má þar nefna dans, kórsöng, spilakvöld og nú boccia en verið er að breyta húsnæðinu á þann veg að þar verði hægt að stunda ým- iskonar hannyrðir í samvinnu við Dvalarheimilið á Höfða. Að auki er FEBAN með fasta tíma í keilusal bæjarins í íþrótta- húsinu við Vesturgötu og er Morg- unblaðið leit við á bocciaæfingu fé- lagsins var það mál manna að þeir sem vildu gætu haft nóg fyrir stafni á hverjum virkum degi, en boðið er uppá vatnsleikfimi í Bjarnalaug einu sinni í viku yfir vetrartímann. Þessu til viðbótar er golfið stundað af krafti á sumrin en þá hittist hópurinn á Garðavelli og púttar grimmt á æfingaflötinni við golfskála Leynismanna. Líf og fjör en hörð keppni Morgunblaðið/Sigurður Elvar Það var rafmagnaður keppnisandi sem sveif yfir vötnum þegar eldri borg- arar spreyttu sig og Málfríður Þorvaldsdóttir gaf ekkert eftir í keppni. Akranes ÞEIM brá heldur betur í brún sem leið áttu um Langadal í Austur- Húnavatnssýslu síðastliðinn laug- ardag því eyðibýlið Strjúgsstaðir stóð í björtu báli. Alvaran var þó minni en efni stóðu til því hér var um brunaæfingu hjá slökkviliðs- mönnum í A-Hún. að ræða. Rífa á húsið og þótti tilvalið að nýta það áður til æfinga í brunavörnum og til að kanna tækjakost. Æfingin tókst ágætlega og sannaði fyrir mönnum að afl og eyðingarmáttur eldsins er mikill. Haft var á orði að gott væri að slökkviliðsmenn þyrftu einungis að sinna æfingum og „leika “ sér að eldinum en vanga- veltur sem þessar eru því miður fjarri hinum kalda raunveruleika og mikilvægt að vera ávallt viðbú- inn alvörunni. Morgunblaðið/Jón Sig. Slökkviliðsmenn í A-Húnavatns- sýslu gengu vasklega fram á bruna- æfingu á bænum Strjúgsstöðum. Brunaæfing í Langadal Blönduós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.