Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 27 „Núver- gæti þýtt öfuðborg- rfinu eftir byggingu erfis yrði og fjar- –1,5 millj- endi sem ásum um yrfti til að tnaðurinn er ótalinn svo sem gna mót- innleiðing n á hinum u útsend- Eyjólfur, gt dreifi- ænska rík- eifikerfið. r stöðvar, egna erf- eksturinn rtækið á sú að fyr- ir voru margir tengdir kapli eða voru með gervitunglamóttakara og þurftu því ekki nýja kerfið. Móttak- ararnir voru of dýrir. Kannski breyttist það ef þeir væru gefnir eða boðnir mjög ódýrt, eins og unn- ið er að.“ Hugsanlega yrði sænska leiðin einnig farin á Íslandi, þ.e. að bjóða móttakarana ódýrt eða ókeypis. Síminn dreifir móttökurum til not- enda gegn 3.995 króna gjaldi. Alfreð segir að gervitungl og kapall hafi erlendis náð betri fót- festu en landlæga kerfið og því svarað kostnaði. „Hérna á Íslandi er kapall ekki mjög útbreiddur og það kostar heilmikið að koma slíku kerfi á, það hefur sýnt sig, t.d. hjá Landssímanum, hægt hefur á út- breiðslu breiðbandsins undanfarin ár. En landlæg, stafræn dreifing hefur hvergi viðskiptalega gengið upp.“ Sigurður segir ekki mega gleyma því að á Íslandi séu 102 þúsund heimili með sjónvarp. „Þetta er við- skiptahópurinn. Það er sama hvaða reiknisnilling þú færð, það mun aldrei borga sig að leggja ljósleið- ara inn á öll heimili í Grafarvog- inum.“ Alfreð segir að Norðurljós séu því á því að notast aðallega við gervitungl. „Hins vegar gengur skýrslan [sem vinnuhópur Póst- og fjarskiptastofnunar vann] út á land- læga dreifingu. Við munum auðvit- að koma að því ef af verður, en ætl- um jafnframt að skoða annað.“ Eyjólfur telur ólíklegt að til greina komi að nota eingöngu tunglin. „Það hefur t.d. með lands- lagið og legu landsins að gera. Hvert heimili þyrfti síðan disk. En kostur tunglanna er m.a. sá að sjó- menn geta tekið við útsendingun- um. Svo eru ýmis svæði á landinu sem við náum ekki til með landlæga kerfinu. Við erum líka að reka frek- ar dýrar sendistöðvar á fjöllum og okkur þætti æskilegt að geta leyst þær af hólmi með blöndu af land- lægu kerfi og gervitunglum.“ En er eitthvert vit í landlægu dreifikerfi miðað við reynslu ann- arra landa? „Um svipað leyti og við fengum leyfi til að hefja tilraunasendingar fyrir rúmu ári hóf vinnuhópurinn [á vegum Póst- og fjarskiptastofnun- ar] störf,“ segir Eyjólfur. „Á sama tíma ríkti töluverð bjartsýni, hefja átti tilraunasendingar og allt var nánast komið af stað. Svo fóru erf- iðleikar að segja til sín í Svíþjóð og Bretlandi og í Finnlandi fór þetta hægt af stað. Síðan höfum við verið að vinna heimavinnu okkar með öðrum, það er enginn að rjúka til. Við viljum að stórþjóðirnar leysi vandamálin áður en við förum að byrja á þessu.“ Skjár 1 tekur pælingum með ró Árni Þór Vigfússon, sjónvarps- stjóri Skjás eins, segir að efni stöðvarinnar sé nú þegar dreift stafrænt í gegnum breiðband Landssímans. „Aðalmarkmið okkar er að skemmta áhorfendum og munum við leita allra leiða til að gera það sem best,“ segir Árni Þór. „Þess vegna munum við auka þátt- töku áhorfenda í dagskránni og þróa þætti í að verða gagnvirka. Í augnablikinu tökum við þessum pælingum með ró en við fylgjumst vel með þróun mála og bíðum eftir settar verði leikreglur um hvernig íslenska þjóðin muni skipta yfir í stafrænt sjónvarpsumhverfi. Við reiknum með að vera með stafræn- ar útsendingar í framtíðinni, hlið- rænar útsendingar munu leggjast af innan tíu ára en við höfum ekki sett peninga í tilraunir með að dreifa merki okkar stafrænt þar sem við lítum á okkur fyrst og fremst sem efnisveitu en ekki dreif- ingarfyrirtæki.“ Í skýrslu Póst- og fjarskipta- stofnunar er sérstaklega fjallað um að sjónvarpsstöðvar veiti núna þjónustu alla leið úr myndveri og til áhorfenda í gegnum eigin dreifi- kerfi. „Með tilkomu stafræns sjón- varps gefst kostur á að breyta þessu fyrirkomulagi þannig að nálgunin verði „lárétt“, þ.e. sjón- varpsstöðvar sérhæfi sig í að fram- leiða efni en dreififyrirtæki dreifi efni margra sjónvarpsstöðva til neytandans í gegnum landdreifi- kerfi,“ segir í skýrslunni. Hluti af fjar- skiptageiranum Nefnd samgönguráðherra á að skila niðurstöðum snemma á næsta ári. Sigurður furðar sig á að að- gerðir Landssímans séu ekki stöðv- aðar, en fyrirtækið er þegar farið að dreifa móttökurum. „Hvað ef það verður svo niðurstaða nefnd- arinnar að þetta borgi sig ekki? Við fáum engin svör við þessu. Því mið- ur þá held ég að hvorki Sturla [Böðvarsson samgönguráðherra] né aðrir ráðherrar séu búnir að setja sig neitt inn í það hvað staf- rænt sjónvarp er.“ Alfreð og Sig- urður eru sammála um að ekki sé hægt að taka ákvörðun um val á dreifileið fyrr en kostnaður liggi fyllilega fyrir. Þess vegna finnst þeim undarlegt að ákvörðun eigi að taka strax í febrúar á næsta ári. „Það væri t.d. ekkert óeðlilegt að margir aðilar kæmu að dreifikerf- inu, t.d. bankar, sem gætu notað sér gagnvirknina,“ segir Alfreð. „En þetta á allt eftir að ræða.“ „Það er ekki búið að ræða um hvernig til greina komi t.d. að standa að fjármögnun og eignar- haldi á dreifikerfinu,“ segir Eyjólf- ur um störf nefndarinnar. „Það kom strax upp hjá vinnuhópnum í fyrra að af hálfu Póst- og fjar- skiptastofnunar væri litið á staf- ræna dreifikerfið sem hluta af fjar- skiptageiranum, að verið væri að byggja nýtt fjarskiptanet. Það er svolítið ný hugsun.“ Eyjólfur, Alfreð og Sigurður segja ekki hægt að meta á þessari stundu hver yrði raunverulegur kostnaður af því að skipta úr hlið- ræna kerfinu yfir í stafrænt. „Stafrænar sendingar hafa verið um gervitungl í tæpan áratug,“ bendir Eyjólfur á. „Síminn er ný- lega byrjaður með stafrænar send- ingar á Breiðvarpinu. En ég tel að við munum fylgja í fótspor annarra þjóða og fara landleiðina líka. Hve- nær það yrði og hvað það mun kosta er enn til skoðunar.“ ki spurt hvort heldur hvenær og hvernig munaaðilar m dreifileiðir Teikning/Andrés að koma stafrænum sjónvarpsútsendingum inn á heimilin í landinu. Tilraunaútsend- gengið vel hjá Stöð 2 og Sjónvarpinu en kapalkerfi og landlægt dreifikerfi kemur gast er að blanda af þessum þremur leiðum verði ofan á. sunna@mbl.is s konar afrænu allt frá mögu- texta- m kallað g hefur leika en textavarpið hvað varðar upplýsingar um það dagskrárefni sem er í boði. „Það er notendaviðmót sem opnar nýja möguleika á að velja sér það efni sem áhorfandinn vill sjá.“ Þetta er tækni sem Sky Digital hefur notað með góðum ár- angri. Gagnvirkni getur líka verið eftir símakerfinu, t.d. í formi smáskilaboða, en hug- myndin er að fjarstýringin verði aðaltólið, að sögn Eyjólfs. Hann segir gagnvirkni hins vegar skammt á veg komna, en sé mögu- leiki sem gæti orðið útbreiddur í framtíðinni. „Í stafræna sjónvarpinu munu opnast algerlega nýir þróun- armöguleikar í átt að gagnvirku sjónvarpi og samtvinnun sjón- varps og internets,“ segir Þór Jes Þórisson hjá Breiðbandi Símans. „Fleiri sjónvarpsrásir eru í staf- rænu sjónvarpi. Í fyrsta áfanga munu áskrifendur fljótlega geta nýtt sér mun meiri upplýsingar um dagskrá sjónvarpsstöðvanna á mjög aðgengilegan hátt.“ Þór Jes segir að ekki standi til að bjóða notendum Breiðbandsins upp á gagnvirkt sjónvarp að sinni. „Gagnvirkt sjónvarp hefur gefið misjafna raun erlendis, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem það er lengst á veg komið. Við höfum því ákveðið að fara hægar í sakirnar.“ iri möguleikar Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 1. desember sl. er meðal annars fjallað um þörf á því að jafna fjárhagsstöðu ríkisháskóla og einkarekinna háskóla. Bent er á að einkaháskólar geti innheimt skólagjöld af nemendum sínum, umfram það sem ríkisháskólum er heimilt að gera, þótt þeir fái sömu fjárframlög frá ríkinu og ríkishá- skólarnir. Þetta er í andstöðu við það sem tíðkast á öðrum Norður- löndum þar sem einkaskólar þurfa að velja um það hvort þeir taka skólagjöld eða þiggja ríkisframlög til jafns við ríkisskóla. Höfundur Reykjavíkurbréfsins segir síðan orðrétt: „Þar sem stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um annars konar stefnumótun en … í nágrannalöndunum er ekki nema eðlilegt að ríkisreknum háskólum sé í framhaldi af því gert kleift að innheimta skólagjöld til að afla sér aukinna tekna … Í þessu sambandi vaknar spurningin: Hvaða „stjórn- völd“ hafa tekið ákvörðun um þá stefnu sem hér er vísað til? Ákvæði laga Í lögum um Háskóla Íslands frá 1999 kemur skýrt fram að skólinn hefur ekki heimild til að taka skóla- gjöld af nemendum sínum í hefð- bundnu háskólanámi ef undanskilið er árlegt skrásetningargjald sem nú er 32.500 kr. Samkvæmt ramma- lögum um háskólastigið frá 1997 er menntamálaráðherra „heimilt“ að gera samning við háskóla sem rek- inn er af einkaaðilum … um að ann- ast tiltekna menntun á háskólastigi gegn því að ríkissjóður greiði ákveðna fjárhæð fyrir þjónustuna. Hvorki í frumvarpi til þessara laga né í öðrum lögskýringargögnum kemur fram að einkaháskólar skuli fá sömu fjárframlög frá ríkinu og ríkisháskólar án tillits til þess hvort einkaskólarnir innheimti skólagjöld af nemendum sínum. Í umræðum um frumvarpið lét þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, meðal annars þessi orð falla: „Það hefur aldrei staðið til að þetta frumvarp tæki af skarið um að lögð yrðu á skólagjöld. Frum- varpið er hlutlaust í málinu. Því liggur það ljóst fyrir að Al- þingi hefur ekki tekið ákvörðun um annars konar stefnumótun en tíðk- ast í nágrannalöndunum, heldur hef- ur löggjafinn þvert á móti mótað þá stefnu að ekki skuli tekin skólagjöld í Háskóla Íslands og öðrum ríkishá- skólum, á sama hátt og gert hefur verið á öðrum Norðurlöndum. Ekk- ert bendir heldur til þess að Alþingi eða meirihluti þess hafi mótað þá stefnu að einkaháskólar skuli fá meira fé til kennslu, með ríkisfram- lögum og skólagjöldum, en ríkishá- skólar. Vilji stjórnvalda Í ljósi þessa má spyrja hvort tekin hafi verið ákvörðun af hálfu ís- lenskra yfirvalda um þá stefnumót- un sem vísað er til í Reykjavíkur- bréfinu. Ef samstaða er um það að jafna þurfi fjárhagsstöðu ríkishá- skóla og einkaháskóla til þess að tryggja jafnræði á milli þeirra verð- ur að gera annað af tvennu: Annað- hvort að taka tillit til skólagjalda, sem einkaskólar innheimta af nem- endum sínum, við ákvörðun ríkis- framlaga til þeirra eða að ætla rík- isskólum eins og Háskóla Íslands að innheimta skólagjöld til jafns við einkaskólana. Mögulegt er að velja fyrri leiðina, að óbreyttum lögum, en til þess að síðari leiðin verði fær þarf Alþingi að breyta núgildandi lögum um Háskóla Íslands og aðra ríkishá- skóla. Þegar öllu er á botninn hvolft ræðst valið á milli þessara tveggja leiða af pólitískri stefnumótun í menntamálum, en það er fyrst og fremst hlutverk Alþingis að taka slíka ákvörðun í samræmi við það stjórnskipulag sem við Íslendingar búum við. Með þessu er Háskóli Ís- lands ekki að óska eftir heimild til að taka upp skólagjöld, heldur krefjast ábyrgrar afstöðu Alþingis um fjár- mögnun háskóla hvort sem þeir eru í eigu ríkisins eða annarra aðila. Vill Alþingi skólagjöld? Eftir Pál Skúlason Höfundur er rektor Háskóla Íslands. „Háskóli Íslands er ekki að óska eftir heimild til að taka upp skóla- gjöld …“ FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, hélt í gærmorgun áleiðis til Þýskalands þar sem hann tekur þátt í viðamikilli menningardagskrá í tilefni af hálfrar aldar afmæli stjórnmála- sambands Íslands og Þýskalands. Hann mun flytja fyrirlestur í boði háskólans í Bonn og eiga viðræð- ur við forsætisráð- herra Nordhein- Westfalen og aðra ráðamenn fylkisins. Í gærkvöld sótti forsetinn tón- leika íslenskra og þýskra lista- manna í Bonn þar sem verk Jóns Leifs voru á verkefnaskrá. Íslensku flytjendurnir eru Finnur Bjarna- son, tenórsöngvari, og Örn Magn- ússon, píanóleikari. Í dag mun forseti Íslands heim- sækja höfuðstöðvar stofnana Sam- einuðu þjóðanna sem hafa aðsetur í Bonn og eiga viðræður við forráða- menn þeirra. Þessar stofnanir starfa m.a. a sviði umhverfismála og landverndar, heilbrigðismála og menntamála. Forsetinn mun einnig heimsækja minningarhús Kon- rads Adenauers í Rhöndorf og CAES- AR (Center for Ad- vanced European Studies and Research) miðstöðina í Bonn. Annaðkvöld verður forseti Íslands við- staddur upplestur ís- lenskra rithöfunda á bókmenntavöku til heiðurs Halldóri Lax- ness. Á miðvikudag held- ur forseti til Köln og Düsseldorf. Í Köln mun hann m.a. skoða Íslandsdeild Háskólabókasafnsins í Köln og flytja ávarp við opnun sýn- ingar í Borgarbókasafni Kölnar sem helguð er lífi og starfi Halldórs Laxness. Þá mun forsetinn eiga við- ræður við forráðamenn borganna og fylkis og heiðra Þjóðverja sem lagt hafa málefnum Íslands lið. Síðdegis á miðvikudag flytur for- seti fyrirlestur í boði Háskólans í Bonn og sækir sinfóníutónleika þar sem Guðmundur Emilsson stjórnar flutningi á tónverki eftir Jón Nor- dal. Heimsókn forseta Íslands lýkur á fimmtudag. Forseti Íslands til Þýskalands Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.