Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 41 alltaf á föstudögum Klapparstíg 27, sími 552 2522 Kerrupokar Svefnpokar Bílstólapokar Mikið úrval Afar og ömmur, mömmur og pabbar, synir og dætur! Vinsælu gjafakortin okkar eiga vel við núna. Barnamyndir Fermingarmyndir Stúdentamyndir Fjölskyldumyndir Ömmu- og afamyndir Grensásvegi 11, sími 568 0150. w w w .h m .is Kr. 9.8 50 TÍSKA  GÆÐI  BETRA VERÐ Litir: Kamel Dökkbrún Stærðir: 34-46 Ullarkápur með kashmir Sími 5 88 44 22 Samtökin Litlir englar, samtök fyr- ir fólk sem hefur misst börn í móð- urkviði, í fæðingu og stuttu eftir fæðingu ætla ásamt Braga Skúla- syni sjúkrahúspresti að standa fyrir minningarathöfn á morgun, mið- vikudaginn 4. desember, kl. 16 í bænahúsi Fossvogskirkju. Athöfnin er haldin til að minnast litlu engl- anna okkar. Allir velkomnir. Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands efnir til málstofu mið- vikudaginn 4. desember kl. 16–17.30, í húsnæði Hagfræðistofnunar að Aragötu 14. Þar mun Friðrik Már Baldursson doktor flytja erindið: Grænn raforkumarkaður. Á MORGUN Morgunverðarfundur Jafnrétt- isráðs verður haldinn þriðjudaginn 3. desember í fundarsalnum Dal, Grand Hótel Reykjavík, kl. 8–10. Morgunverðarhlaðborð er á 990 kr. Elín R. Líndal, formaður Jafnrétt- isráðs, ávarpar fundinn og síðan mun Þorgerður Einarsdóttir lektor kynna meginniðurstöður ESB-verkefnisins Towards a Closing of the Gender Pay Gap (Lokum launagjánni) og einkum íslenska hluta þess. Að lokinni kynn- ingu Þorgerðar gefst færi á fyr- irspurnum og umræðum um næstu skref. Heimasíða verkefnisins er, http://www.likestilling.no/gender- paygap/ Allir velkomnir. Jólaskemmtun Krafts, stuðnings- félags fyrir ungt fólk sem greinst hef- ur með krabbamein og aðstand- endur, verður haldin á Kaffi Reykjavík, í dag, þriðjudaginn 3. des- ember kl. 20. Söngur, töfrar, grín og glens er meðal þess sem boðið verður upp á. Skemmtunin er fyrir alla fjöl- skylduna. Fræðslufundur um akrýlamíð Manneldisfélag Íslands boðar til fræðslufundar í Norræna húsinu, þriðjudaginn 3. desember kl. 16.30. Elín Guðmundsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Hollustuverndar rík- isins, mun halda fyrirlestur um hinn nýja vágest í matvælum, akrýlamíð. Síðastliðið vor greindi Livsmedels- verket í Svíþjóð frá því að ýmis al- geng matvæli gætu eftir hita- meðhöndlun innihaldið töluvert magn akrýlamíðs, sem er krabba- meinsvaldandi efni. Fjölmargar rannsóknir hafa síðan verið gerðar og eru nú í gangi víða um heim. Hér á landi fylgist Hollustuvernd ríkisins grannt með stöðu mála, og er byrjuð að skoða magn akrýlamíðs í íslensk- um matvælum. Um þetta og fleira varðandi akrýlamíð mun Elín Guð- mundsdóttir fræða fundargesti í Norræna húsinu þriðjudaginn 3. des- ember kl. 16.30. Allir eru velkomnir. Opið hús hjá Samhjálp kvenna Samhjálp kvenna, hópur til stuðnings konum sem greinast með brjósta- krabbamein, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, húsi Krabbameinsfélagsins, þriðjudaginn 3. desember kl. 20. Gunnar Eyjólfs- son leikari les upp. Unglingakór Digraneskirkju flytur jólalög undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Síðan verður jólaföndur. Boðið verð- ur upp á kaffi, heitt súkkulaði og pip- arkökur. Í DAG Steinsteypufélag Íslands stendur fyrir opinni námstefnu um sprungur í mannvirkjum föstudaginn 6. desem- ber kl. 13–17, í tilefni 30 ára afmælis félagsins. Námstefnan verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum. Á nám- stefnunni verður m.a. komið inn á eftirfarandi þætti: Sprungumyndun í steypu á fyrstu sólarhringum hörðn- unar, Undirstöðuatriði rýrnunar, ytri áhrif s.s. vegna vatns og vinds, áhrif steypuþekju og yfirlagna o.fl. Erindi halda: Bruce Perry frá Grace Construction Products, Torfi Sig- urðsson, verkfræðingur hjá verk- fræðistofunni Hönnun hf., Thor Arne Hammer frá Sintef, rannsókn- arstofnunni í Noregi, og Ólafur Wallevik og Hreinn Jónsson, verk- fræðingar hjá Rb. Skráning fer fram hjá Steinsteypufélaginu í síma eða tölvupósti til steinsteypufelag- @steinsteypufelag.is. Á NÆSTUNNI EINS og undanfarin ár gefa Barnaheill, Save the Children á Ís- landi, út jólakort til styrktar starfi samtakanna í þágu barna. Mark- mið samtakanna er að vera mál- svari allra barna og hafa frum- kvæði að málum er varða réttindi þeirra og velferð. Sex ný kort eru í boði í ár. Öll kortin eru með gyll- ingu eða silfuráferð og þeim fylgja umslög. Hægt er að fá jólakort Barna- heilla á skrifstofu samtakanna á Laugavegi 7, 3. hæð, panta í síma eða með tölvupósti á netfangið barnaheill@barnaheill.is. Auk þess er hægt að skoða kortin og nálgast pöntunarblað á vef samtakanna, www.barnaheill.is. Jólakort Barnaheilla Röng slóð Slóð Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz er www.ecml.at. Slóðin var röng í blaðinu á sunnudag. LEIÐRÉTT Norðurlandameistaramót í sam- kvæmisdansi var haldið í Stavang- er í Noregi laugardaginn 30. nóv- ember. Frá Íslandi tóku þátt tvö danspör: Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir og Björn Ingi Pálsson og Ásta Magn- úsdóttir, bæði frá Dansíþrótta- félaginu Gulltoppi í Reykjavík. Norðurlandakeppnin er haldin ár hvert í desember og er haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Heiðar Ástvaldsson danskennari var einn af dómurum keppninnar í ár. Keppnin er öllum opin. Jónatan Arnar og Hólmfríður sigruðu í aldursflokki unglinga á mótinu og urðu þar með Norður- landameistarar þriðja árið í röð. Þau sigruðu í fyrra, þegar keppnin var haldin hér á Íslandi svo og einnig árið þar áður. Norðmenn urðu í öðru sæti og Danir í því þriðja. Þess má geta að á Norð- urlandameistaramóti er keppt í báðum keppnisgreinunum. Sunndaginn 1. desember var haldin opin alþjóðleg danskeppni á sama stað þar sem keppt var í keppnisgreinunum í sitt hvoru lagi, þ.e. keppt var sérstaklega í suður- amerísku dönsunum og í sígildu dönsunum. Í þeirri keppni tóku bæði pörin einnig þátt. Þar sigruðu þau Jónatan og Hólmfríður í suð- ur-amerísku dönsunum og lentu í 2. sæti í sígildu dönsunum. Norskt par sigraði í sígildu dönsunum. Björn Ingi og Ásta komust þar einnig í úrslit og höfnuðu í 6. sæti. Norðurlanda- meistarar í sam- kvæmisdansi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.