Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PRÓFESSOR Christ- ensen situr í sjö manna sérfræðinga- nefnd á sviði félaga- réttar (High Level Group of Company Law Experts), sem skipuð var af fram- kvæmdastjórn Evr- ópusambandsins til að vinna að nýjum tillög- um um framtíð réttar- samræmingar í félaga- rétti. Nefndin skilaði tillögum í byrjun síð- asta mánaðar og fjöll- uðu þær aðallega um tvennt. Annars vegar yfirtökureglur og hins vegar hvaða aðgerðir væru brýnar til að gera regluverk fyrir- tækja nútímalegt. Fyrirlesturinn í gær fjallaði um síðara at- riðið. Dr. Christensen segir að nefndin hafi reynt að svara spurningunni „Hvernig er best að haga reglu- verki þannig, að evrópsk fyrirtæki eigi sem auðveldast með að verða hagkvæm og samkeppnisfær?“. Hingað til hafi athyglinni verið beint að því, hvernig hægt sé að gæta hags minni hluthafa og lán- ardrottna, e.t.v. á kostnað fyrir- tækjanna. „Við teljum hins vegar að fyrst og fremst ætti að leggja áherslu á að uppfylla þarfir fyrir- tækjanna. Hvernig lagaumhverfi gerir þeim best kleift að skapa verðmæti fyrir skjólstæðinga sína, hvort sem það eru hluthafar eða lánardrottnar? Það hlýtur að vera grundvallarspurning,“ segir hann, „en eftir að hafa svarað henni er auðvitað rétt að huga að því að ekki sé traðkað á rétti hluthafa og lán- ardrottna.“ Samræming nauðsynleg til að auðvelda viðskipti milli landa Prófessor Christensen segir að ef litið sé á lagasetningu síðustu 25 ára sé ljóst að Evrópusambandið hafi reynt að stjórna sem allra mestu. Ef hægt hafi verið að setja reglur um tiltekna starfsemi hafi það verið gert. „Við drögum rétt- mæti þessarar aðferðar í efa og segjum blátt áfram að hún sé röng. Samræming laga- reglna er þó auðvitað nauðsynleg að nokkru marki. Til dæmis eig- um við að reyna að auðvelda viðskipti milli landa. Ef fyrir- tæki í einu landi vill eiga viðskipti við fyr- irtæki í öðru verða að gilda svipaðar reglur í löndunum,“ segir hann. Á sumum sviðum er ekki augljóst, að mati dr. Christensens og nefndarinnar, að lög- þvinguð samræming sé af hinu góða. Eftir því sem efnahagslíf hinna ýmsu þjóða sé skoðað nánar komi betur í ljós að þótt lausnir vandamála geti verið svipaðar séu þær alls ekki þær sömu alls staðar. „Menningarlegur grunnur og saga þjóða valda oft þróun í vissa átt frekar en aðra, auk þess sem aðstæður eru breytilegar. Fyrirtæki verða að hafa svigrúm til að laga sig að þeim,“ segir hann. Hver þjóð með sína löggjöf Í Bandaríkjunum hefur mikið verið rætt um hvort ríkin 50 eigi hvert að vera með eigin félagarétt, eða hvort gilda eigi alríkislög. Dr. Christensen segir að það álitamál sé einnig á dagskrá hjá Evrópusam- bandinu. „Við teljum að gild rök séu fyrir því að hver þjóð hafi sína eigin löggjöf. Rökin fyrir alríkislögum hafa helst gengið út á að vernda þurfi minnihluta hluthafa og lán- ardrottna fyrirtækja. Við sjáum ekki að hætta sé á að ríkin setji lög sem séu þessum hópum í óvil. Hvers vegna ættu þau að gera það? Réttlát lög eru þeim sjálfum í vil,“ segir hann. Sem röksemd gegn miðstýringu nefnir prófessor Christensen að til- skipanir Evrópusambandsins eigi til að verða „steinrunnar“, þ.e. að afar erfitt sé að breyta þeim. Þótt góð og gild rök hafi e.t.v. verið fyrir setn- ingu þeirra á sínum tíma breytist aðstæður á markaðnum mjög fljótt. „Þess vegna er í mörgum tilfellum hentugra að setja fram staðla, sem ekki eru bindandi. Mikilvægt er að regluverkið sé sem sveigjanlegast, svo hægt sé að laga það að að- stæðum hverrar þjóðar fyrir sig,“ segir dr. Christensen. Hann segir að svokölluð Lamfalussy-aðferð sé heppileg við smíði löggjafar um fyr- irtæki og að álit þeirra sé fengið sem málið varðar í samfélaginu. Upplýsingagjöf gott verkfæri Að sögn dr. Christensens er upp- lýsingagjöf mjög gott verkfæri til aðhalds á markaði. Hann leggur þó áherslu á, að ekki sé ætlunin að skylda fyrirtæki til að gefa upplýs- ingar, aðallega veita þeim tækifæri til þess og auðvelda þeim það. „Í grófum dráttum snýst álitamálið um hvort setja eigi strangari reglur eða auka sjálfdæmi og sveigjan- leika. Nefndin var sammála um hið síðarnefnda, markaðnum í vil,“ seg- ir dr. Jan Schans Christensen. Hann segir að skýrslu nefndarinnar hafi almennt verið vel tekið, en ákvörðunarvaldið sé nú hjá evr- ópskum stjórnmálamönnum. Dr. Jan Schans Christensen, prófessor í félagarétti við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn, er staddur hér á landi við fyrirlestra- hald. Hann fjallaði um horfur og stöðu félagaréttar í Evrópu á há- degisfundi Lagastofnunar HÍ, Lex-lögmannsstofu, Lögmanna- félagsins og Lögfræðingafélagsins í gær. Dr. Jan Schans Christensen fjallaði um horfur og stöðu fé- lagaréttar á hádegisfundi í gær. Miðstýring er óhagkvæm Morgunblaðið/Golli VILJI til sameiningar hjá þremur stærstu aðildarfélögum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands kom fram á formannaráðstefnu sam- bandsins í lok síðustu viku. Um 1.600 félagar eru innan FFSÍ, en þar af eru um 1.000 í félögunum þremur. Sameiningarferlið tekur um það bil ár, verði það niðurstaðan, en Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, þegar það mikinn styrk fyrir sambandið náist að sameina aðildarfélögin í eitt félag. Til að mynda styrki það kjara- og réttindabaráttu sambandsins veru- lega. Félögin sem lýstu áhuga á sam- einingu eru Aldan, Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga og Skipstjórnarfélag Íslands. Samein- inguna þarf að samþykkja í hverju félagi fyrir sig og í einhverjum til- fellum þarf að koma til lagabreyt- inga, svo hún geti orðið að veruleika. Árni segir það tímaskekkju að vera með fjölmörg félög með aðeins 1.600 félaga í þeirri miklu baráttu sem fel- ist í samningum um kaup og kjör við útvegsmenn. Ákvörðun stjórnvalda hörmuð Margar ályktanir voru samþykkt- ar á ráðstefnunni, meðal annars um kjara- og atvinnumál skipstjórnar- manna. Þar er hörmuð sú ákvörðun stjórnvalda að hafna samvinnu við að hrinda í framkvæmd sameiginlegum tillögum allra hagsmunaaðila sjó- manna og útvegsmanna í ársbyrjun 2002. Þær tillögur fólu meðal annars í sér takmörkun á framsali aflaheim- ilda til að hamla gegn þátttöku sjó- manna í kvótakaupum. „Með síendurteknum afskiptum sínum af kjaradeilum sjómanna og útvegsmanna, bera stjórnvöld ótví- rætt ábyrgð á því meingallaða kerfi sem nú er í gildi, þar sem hluti sjó- manna sem landar ferskum fiski er stórlega hlunnfarinn. Ráðstefnan telur að hvergi annars staðar fyr- irfinnist kerfi þar sem stjórnvöld með beinum aðgerðum aðstoða vinnuveitendur við að hlunnfara launþega sína. Formannaráðstefnan skorar því á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn að endurskoða enn á ný lögin um stjórn fiskveiða með það að megin- markmiði að starfsumhverfi grein- arinnar verði í takt við almennar leikreglur lýðræðisins.“ Innrás erlendra leiguskipa gagnrýnd Um kjaramál farmanna var meðal annars ályktað svo: „Ráðstefnan gagnrýnir harðlega þá innrás er- lendra leiguskipa á íslenskan flutn- ingamarkað sem nú á sér stað. Er- lend skip með erlendum áhöfnum eru komin í fastar ferðir með ís- lenskar afurðir og innflutning á lífs- nauðsynjum þjóðarinnar, auk þess að þjóna strandsiglingum.“ Afleiðing þessa er m.a. að íslenskir skipstjórn- armenn með margra ára verk- og bóknám að baki, ganga atvinnulausir meðan erlendir menn annast þau störf sem þeir áður sinntu. Af þessu leiðir að afrakstur tekna þeirra skil- ar sér ekki inn í íslenskt þjóðfélag. Auk þess mun siglingaþekking Ís- lendinga líða undir lok ef fram fer sem horfir þar sem ungir menn og konur leggja ekki fyrir sig nám í greinum þar sem enga vinnu er að fá. Ábyrgð stjórnvalda er mikil í þessu efni þar sem ekki hefur verið brugðist við í tíma til að bæta sam- keppnisstöðu íslenskra kaupskipaút- gerða með hliðstæðum hætti og gert hefur verið á öðrum Norðurlöndum og víðar í Vestur-Evrópu.“ Hvalveiðar hefjist á næsta ári Formannaráðstefnan hafnaði hug- myndum um tvískráningu fiskiskipa, krafðist þess að hvalveiðar hæfust á næsta ári og vildi að veiðarfæra- rannsóknir yrðu auknar. Þá lýsti ráðstefnan hneykslan sinni á algjöru áhugaleysi stjórnvalda varðandi að- gerðir til að tryggja samræmi í vigt- un uppsjávarfisks og krafðist þess að verðmyndunarkefi yrði komið á fyrir uppsjávarfiskinn. Ráðstefnan telur ekki eftir neinu að bíða með að óska eftir viðræðum við LÍÚ um kjarasamning og lýsir vonbrigðum með óábyrga umfjöllun formanns LÍÚ um hlutaskiptakerfið og óskar eftir því að formaðurinn nefni dæmi til staðfestingar á að skipstjórahlut- ur hafi verið 50 milljónir króna á árs- grundvelli á íslenzku fiskiskipi. Formannaráðstefna FFSÍ Vilji til samein- ingar stærstu félaganna Morgunblaðið/Alfons Fiskinum landað í Ólafsvík. Farmanna- og fiskimannasamband Íslands er óánægt með þá verðmyndun sem nú á sér stað á fiski.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.