Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kári Þórir Kára-son fæddist í Reykjavík 8. október 1971. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi Fossvogi 24. nóvem- ber. Foreldrar hans eru Þórunn Kára- dóttir Hvasshovd, f. 6. desember 1951, og Stein Hvasshovd, f. 20. júlí 1946. Foreldr- ar Þórunnar eru Anna Jakobína Ei- ríksdóttir frá Dröng- um á Ströndum, f. 19. júlí 1924, og Kári Þórir Kárason frá Vestmannaeyjum, f. 9. maí 1924. Foreldrar Stein eru Evelyn Hvasshovd, f. 16 apríl 1923, og Arvid Hvasshovd, f. 18. febrúar 1920, búsett í Kóngsbergi í Nor- egi. Börn Kára með sambýliskonu sinni Ráðhildi Guðrúnu Auðuns- dóttur, f. 20. febrúar 1972, eru Al- exander Máni, f. 27. desember 1990, og Sigursteinn Snær, f. 18. febrúar 1996. Þau slitu samvistir. Barn hans með sambýlis- konu sinni Snædísi Róbertsdóttur f. 14. apríl 1971, er Aþena Sól, f. 30. ágúst 2002. Barn Snædísar og fóstursonur Kára er Alexander, f. 22. júní 1994. Kári fluttist til Noregs árið 1976 og bjó í Kóngsbergi með foreldrum sín- um og lauk þar grunnskólanámi. Ár- ið 1987 flutti fjölskyldan heim til Íslands og settist að í Reykjavík. Eftir heimkomuna stundaði Kári ýmis störf og lauk einnig námi í múrsmíði við Iðnskólann í Reykja- vík og vann við þá iðn sína þar til hann hóf störf hjá Steinsmiðjunni Rein og starfaði hjá því fyrirtæki við steinsmíði til dauðadags. Útför Kára verður gerð frá Garðakirkju á Garðaholti í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Kári minn. Mér þykir svo hræðilegt að þú sért farinn frá okkur svona hræði- lega óvænt, bara 31 árs gamall, og missir af að sjá börnin þín vaxa úr grasi. Litlan okkar bara tæplega þriggja mánaða. Það er svo margt sem þú missir af í lífinu en ég veit þú situr á ein- hverju skýinu og kíkir á okkur þótt þú getir ekki verið við hliðina á okk- ur. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman, og barn- ið okkar, við hlógum svo oft og leið svo oft svo mikið vel saman. Ég ósk- aði þess svo heitt að þú myndir losa þig við Bakkus svo við gætum átt saman þessar góðu stundir þangað til við yrðum bæði gömul og grá, og þú varst að vinna í því þótt það væri ekki auðvelt. Ég veit þér líður betur núna, þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Ég lofa að hugsa vel um barnið okkar og gefa því eins gott líf og ég get. Við þökkum allt sem þú gerðir fyrir okkur. Teppið sem þú prjónaðir heldur yl á okkur þótt líkami þinn sé kaldur og muni ekki halda utan um okkur aftur. Ég á svo margar fallegar minn- ingar og myndir frá þeim tíma sem við áttum saman og þeim skal ég deila með barninu okkar þegar hún stækkar. Okkur þykir endalaust vænt um þig og gleymum þér aldr- ei. Bið að heilsa Guði. Þín vinkona Snædís. Það er alltaf ljúft að hugsa til þeirra gömlu daga sem Kári Þór frændi kom í heimsókn til Íslands frá Noregi, því það var alltaf eins og nýtt ævintýri að fá hann heim til landsins. Sérstaklega þar sem Kári var mjög uppátekta- og uppfinn- ingasamur og sjaldnast nein logn- molla í kringum hann. Man ég eftir því hvað mér þótti gaman að fylgja honum eftir, í hverju sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða kajakróðra, útilegu í Þórs- mörk eða að fara út að skemmta sér með honum. Í minningunni hugsa ég til Kára sem ljúfs og þægilegs drengs sem gott var að umgangast, og er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst hon- um og átt hann að sem frænda. Þess vegna var það mikil harma- frétt að vita af því að Kári skuli hafa verið numinn á brott úr þessum heimi, ekki nema 31 árs gamall. Því bið ég því algóðan Guð að blessa sálu hans með friði í ríkulegum mæli, og vil ég votta Þórunni, Stein, Snædísi, börnum Kára, ásamt öllum nánustu aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Víðir Sigurðsson. Við höfum þekkt Kára frá því hann var barn, 6–7 ára gamall. Hann átti heimili hjá foreldrum sín- um í Noregi en var á Íslandi á sumrin hjá ömmu sinni og afa, tengdaforeldrum elstu dóttur okk- ar, en Kári litli, þessi fallegi ljós- hærði ljúflingur, var þá eina barna- barnið og eftirlæti þeirra. Á þessum tíma kom það stöku sinnum fyrir að unga parið tók drenginn með sér til okkar um helgar og ennþá lifa skemmtilegar minningar um at- burði þessara heimsókna. Kári litli hændist fljótt að Jóni og vildi helst vera með honum á smíða- verkstæðinu. Einhvern daginn datt honum í hug að gaman væri að smíða bát sem hann gæti róið sjálf- ur og lagði engan trúnað á það að slík smíði væri nú ansi mikið verk. Næsta morgun þegar við vöknuðum sat sá litli stilltur og hljóður á gólf- inu fyrir framan rúmstokkinn hjá Jóni og beið þess að hann vaknaði. Um leið og færi gafst sagði hann í barnslegri einlægni: „Getum við ekki núna komið að smíða róurnar Jón?“ og átti þá við árarnar sem hann ætlaði að róa bátnum sínum með. En þessi bátur var nú aldrei smíðaður. Árin liðu og Kári varð fullorðinn maður. Því miður vildi gæfan ekki alltaf vera samstiga honum. Stund- um urðu bárurnar brattar og vind- arnir kaldir svo róður hans gegnum lífið gekk ekki alltaf sem skyldi. Alltaf mættum við sama ljúfa við- mótinu og opnum örmum hvort sem var á förnum vegi eða við önnur tækifæri. Þannig minnumst við þessa góða drengs. Elsku Snædís og börnin ykkar öll, Þórunn og Stein, Anna, Kári og fjölskyldurnar ykkar. Við og okkar fjölskyldur sendum ykkur öllum innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Jón og Hólmfríður. Ég fékk slæma hringingu, mér var sagt að Kári væri dáinn. Mig langar til þess að kveðja vin minn hann Kára í hinsta sinn. Samskipti okkar Kára voru á þá leið að við fórum í nokkur ferðalög saman ásamt vinafólki okkar. Á þessum ferðalögum okkar var mikið brallað og alltaf var Kári með húm- orinn í góðu lagi og stutt í brosið. Mér er minnisstætt þegar við fórum saman á Kántríhátíðina árið 2000. Þá sagði Kári við mig að ég gæti alltaf leitað til sín ef eitthvað væri að. Ég var alltaf á leiðinni, en nú er það orðið of seint. Ég mun sakna þín sárt Kári minn, þó að það hafi verið dálítið síðan ég sá þig síðast þá varstu alltaf vinur minn í hjarta mínu. Minning um frábæran strák mun skína skært. Endurminningar er gott að eiga og gleðja sig við er hann genginn inn á hærra svið, þetta líf er aðeins líðandi stund við lifum í trú á endurfund. (Höf. ók.) Elsku Alexander Máni, Sigur- steinn Snær, Alexander S. og Aþena Sól, við Heiðar Ingi og Mik- ael Máni biðjum Guð að vera með ykkur í þessari miklu sorg. Þín vinkona Tina. Það var mikið áfall þegar við vinnufélagar þínir hjá Rein fréttum af andláti þínu 23. nóvember sl. Við höfðum einmitt verið að taka kaffi- stofuna okkar í gegn tveim dögum áður og höfðum þá að orði að það yrði munur að snæða hádegismat- inn á granítplötum og fínheitum. Þegar þú hófst störf hjá Rein fyr- ir um 8 mánuðum fórstu fljótlega að slípa og fullvinna borðplötur og til- einkaðir þér vinnubrögð sem okkur hinum fannst frekar óhefluð og gróf. Þær gagnrýnisraddir þögnuðu fljótlega því við sáum að þú skilaðir verkunum frá þér hratt, vel og örugglega. Einnig komst þú með ýmsar hugmyndir sem virtust von- lausar en virkuðu vel þegar á hólm- inn var komið. Þú virtist hafa mikinn áhuga á steinsmíði og smíðaðir m.a. taflborð og taflmenn úr steini í Iðnskólanum og sýndi það vel hversu handleikinn þú varst. Þú varst góður drengur og ætíð mikið að gerast í kringum þig. Fráfall þitt hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá okkur og við hörm- um hversu fljótt þú kvaddir okkur úr þessum heimi. Við vottum fjöl- skyldu og vinum samúð okkar og biðjum guð að geyma ykkur. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Kveðja, vinnufélagarnir í Steinsmiðjunni Rein. Okkur barst sú harmafregn 25. nóv. sl. að vinur okkar Kári væri dá- inn. Við kynntumst Kára haustið 1996 þegar Guðmundur og hann hófu nám í múrverki í Iðnskólanum í Reykjavík. Þeir fóru síðan að vinna saman árið 1998 eftir útskrift. Við fórum saman í útilegur og gerð- um margt skemmtilegt. Kári var hress og skemmtilegur og aldrei var langt í brosið hjá honum. Ekki hefði okkur getað grunað að hann færi frá okkur svona fljótt. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur sendum við fjölskyldunni allri, megi guð vera með ykkur. Elsku Kári, takk fyrir tíman sem við átt- um með þér, minningin um góðan dreng lifir í hjarta okkar. Þínir vinir að eilífu. Guðmundur og Guðbjörg. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að skrifa minningargrein um Kára. Ég hitti hann árið 2000 á ferð til Íslands. Þau voru rétt nýbyrjuð í sambúð hún Snædís mín og Kári og fékk ég strax góða tilfinningu fyrir honum. Snædís sagði mér að hann hefði lagt flísarnar í baðinu hjá henni og var það byrjunin á sam- bandi þeirra. Ég upplifði hann sem mjög næma og viðkvæma veru með listamannshæfileika sem ættu eftir að koma enn betur í ljós. Flísalögn- in og aðrir hlutir sem hann hafði skapað töluðu sínu máli um það. En því miður var eitthvað í gangi hið innra hjá honum sem hindraði hann í að njóta lífsins sem var í boði fyrir hann til fulls. Þegar vandinn hið innra verður stærri en einstak- lingurinn veit hvernig á að höndla hann verður vínnotkun oft eina úr- ræðið til að losa sig við vanlíðan, sem þó er engin lausn. Ástæður fyr- ir því eru margar og sumar þeirra koma úr umhverfinu frá viðhorfum til þess hvernig sé best að deila við tilfinningar og önnur öfl sem birtast innra með einstaklingum sem vita ekki alltaf hvernig á að sortera út. Stundum eru það einnig líkamleg einkenni og verkir sem ekki finnast við læknisskoðun sem geta sent fólk á þessa braut. Sambúð Snædísar og Kára stóð yfir í rúm tvö ár og var það mjög erfitt fyrir hana að sjá Kára sinn í því ástandi sem tók meira og meira frá þeim. Hinn 30.8. 2002 fæddist Snædísi og Kára dóttirin Aþena Sól sem bættist í hóp þriggja hálfbræðra, tveggja sona Kára, Alexanders Mána og Sigursteins, svo og Alex- anders sonar Snædísar. Það er mik- ill missir fyrir öll þessi börn að fá ekki að njóta atlætis föður síns og ástar á komandi þroskatímum. Líf Kára hefur verið stutt en tím- inn er ekki alltaf mælanlegur í ár- um, það er svo margt annað sem ræður því hvernig við pökkum hlut- um í lífsreynslupakkann og eru sumir lífsreynslupakkar fullir á ýmsum aldri af ýmsum ástæðum og við fáum ekki skilið hvernig þessu er ráðstafað. Sögnin að þeir sem guðirnir elska deyi ungir á við um Kára. Það var hrikalega sorglegt að heyra um slysið sem leiddi til frá- falls hans. Það gerir að verkum að við fáum ekki að upplifa meira af hans listrænu tjáningu og öðrum fallegum eiginleikum hans æðra sjálfs, sem hann átti svo mikið af, en fékk ekki notið. Sé hann í guðs friði, Matthildur Björnsdóttir, Adelaide, Ástralíu. KÁRI ÞÓRIR KÁRASON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Eiginmaður minn og vinur, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURLINNI SIGURLINNASON, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 6. desember kl. 13.30. Jarðsett verður að Görðum. Ingibjörg Einarsdóttir, Sigurlinni Sigurlinnason, Jóhanna Kondrup, Þórhildur Ólafs, Gunnþór Ingason, Finnur Þ. Gunnþórsson, Þórður Þ. Gunnþórsson, Bergur Þ. Gunnþórsson og aðrir vandamenn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og frændi, BRAGI ÁSGEIRSSON AUSTFJÖRÐ bifvélavirkjameistari, Aðalstræti 21, Akureyri, lést á Landspítalanum föstudaginn 29. nóvember. Ólöf Halblaub, Ásgeir Vilhelm Bragason, Sólveig Bragadóttir, Kristín Ásgeirsdóttir, Kolbeinn Pétursson, tengdabörn, barnabörn og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.