Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 37 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI UMRÆÐAN um undirlag í stíum og sparnað í spónanotkun með hækkandi spónaverði er mjög fjör- leg um þessar mundir og voru við- brögð við grein þar að lútandi í síð- asta hestaþætti mjög mikil. Í netpósti sem barst greinarhöfundi var bent á nýja möguleika hvað varðar safnstíu sem eru hitalagnir í gólf stíanna. Guðmundur Baldvins- son í Faxabóli 3 á Fákssvæðinu lagði lagnir í gólfið hjá sér í fyrra og hleypti heitu vatni á en hestamenn þar fengu hitaveitu á svæðið í fyrra. Sagði hann það hafa gefið afar góða raun því spónanotkunin hefði verið brot af því sem venjulega þarf til að halda stíum þokkalega þurrum. Stí- urnar hjá Guðmundi eru frekar grunnar en þrátt fyrir það getur hann látið safnast í stíunar í tvo og hálfan mánuð og er þó ekki orðið smekkfullt. Algengt er að moka þurfi dýpri stíur mánaðarlega. Það þykir því nokkuð ljóst að spara má verulega í spónanotkun með upphit- un hesthúsa auk þess sem kostnaður við útmokstur lækki sömuleiðis. Guðmundur sagðist ekki hafa gert fjárhagshliðina upp á þessu dæmi enda væri hann með hálfklárað hest- hús en hann myndi taka þetta sam- an þegar allt yrði klárt og skoða kostnaðarliðina. Aukinn áhugi virðist víða fyrir upphitun hesthúsa með hitaveitu- vatni og telja fróðir menn að það eitt að hita hesthúsið sjálft upp minnki spónanotkun um allt að 30%. En ýmsir aðrir kostir fást með upphitun og má þar nefna að mikill loftraki í húsunum muni heyra sögunni til og það fari mun betur með efniviði húsanna. Hið sama eigi við um reið- tygin, upphitað rými fari betur með þau. Þá er að sjálfsögðu kostur að geta baðað hrossin úr volgu vatni og svona mætti áfram telja. Allt er þetta hægt að gera með rafmagni sem er að sjálfsögðu mun dýrari kostur. Kostnaður við að taka inn hita- veitu hefur, eftir því sem næst verð- ur komist, verið algengur í kringum 150 til 250 þúsund krónur á með- alstóra einingu í hesthúslengju og er þá ekki meðtalinn kostnaður við for- hitara en mælt er með slíku þar sem talsverð áhætta er fólgin í að leggja heita vatnið beint í rýmið þar sem hrossin eru. Hross eru mjög við- kvæm fyrir gufu og má lítið út af bera ef ekki á illa að fara. Hefur því verið mælt með lokuðu kerfi í hest- húsin. Guðmundur sagði að hjá sér væru ýmsir öryggisventlar á kerfinu sem nánast útilokuðu að vatn gæti streymt óheft í hestarýmið en hann væri hins vegar ekki með lokað for- hitunarkerfi. Þá sagðist hann ekki hafa orðið var við hitamyndun í safninu, hins vegar kæmi skraufþurrt lag af spón- um og taði í ljós næst gólfinu þegar mokað væri út. Hitaveita minnkar spónanotkun um 30% Morgunblaðið/Vakri Heita vatnið fer í þremur greinum inn í hesthúsið hjá Guðmundi, tvær liggja undir stíurnar og ein í neyslulagnir. Morgunblaðið/Vakri Í forkunnarfögrum stíum leynast hitalagnir hjá Guðmundi Baldvinssyni sem gera það að verkum að stíurnar haldast vel þurrar og verulega dregur úr spónanotkun. Hann skoðar hér útkomuna ásamt Alexander Hrafnkels- syni tamningamanni sem einnig hefur góða reynslu af upphituðu hesthúsi. TALSVERT hefur borið á hnjósk- um í hrossum víða á Suðurlandi og ef til vill víðar þrátt fyrir góða tíð lungann af haustinu. Má þar vafa- laust um kenna mjög mikilli vætutíð í ágúst og september en það er ein- mitt langvarandi bleyta á baki hrossanna sem veldur þessari hrúð- urmyndun. Talið er að hrossum sé misjafnlega hætt við að fá hnjóska og almennt ætlað að þeim sem eru stutt- og eða fínhærð sé hættara við þessum kvilla en þeim sem eru með þéttan felld og grófhærð. Ef um mikla hnjóska er að ræða á baki hrossa opnast feldurinn og vörn þeirra gegn kulda og vosbúð verður til muna verri en annars. Meðan veður eru góð, hitastig hátt og lítill vindur eða kalt og þurrt veður kemur þetta ekki að sök en um leið og tíðarfar versnar er voð- inn vís. Er því full ástæða til að hvetja hestamenn til að kanna ástandið á baki og lend hrossa sinna og taka þau inn ef rammt kveður að þessu. Hross eru mjög fljót að leggja af sé kuldavörnum áfátt auk þess sem miklir holdhnjóskar í baki geta orðið til þess að hrossum sé um tíma illa eða óreitt. Sé farið að bera á hnjóskum á baki hrossa sem eiga að ganga úti allan veturinn verður skilyrðislaust að sjá þeim fyrir góðu skjóli og helst aðgangi að opnu húsi þar sem þau geta leitað inn í þegar ill veður geisa. Algengt var hér áður fyrr að menn jóðluðu parafínolíu í bak hrossa til að fyrirbyggja hnjóska. Þessi ráðstöfun getur verið mjög tvíeggjuð ef ekki er gætt varúðar því öll utanaðkomandi fita í feldinn getur klesst hárin saman og opnað hann og þar með skemmt kulda- varnir hrossa. Ef borin er fita á feldinn skal því rétt strjúka ör- þunnu lagi á ysta byrði feldsins. Gott er að bera fituna á lófann og strjúka létt yfir feldinn. Í bókinni Hestaheilsa eftir Helga Sigurðsson dýralækni er varað við því að skafa eða kroppa hnjóskana of snemma úr felldinum því slíkt geti valdið sárum. Hægt sé að mýkja kögglana upp með parafínolíu, mildri sápu eða vökva sem leysir upp fitu. Best er ef hægt er að leyfa hárunum að vaxa einhvern tíma því þá losna og lyftast hrúðrin frá feldinum og er þá mun hættuminna að losa þau. En best er grípa í taumana áður en í óefni er komið og því full ástæða að hvetja hestamenn til að fylgjast með hrossum sínum og gera ráðstafanir þegar ástæða er til. Talsvert um hnjóska í hrossum Morgunblaðið/Vakri Hnjóskamyndun komin vel á veg; feldurinn farinn að opnast og varnir gegn kulda og vosbúð að bresta. Morgunblaðið/Vakri Gott að vera kominn á hús áður en veður fara að versna þegar hnjóskar eru farnir að plaga mann. Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.