Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Innritun stendur nú yfir í síma 588-3730, eða í skólan- um að Síðumúla 17. Fjölbreytt nám fyrir alla aldurs- flokka er í boði, bæði fyrir byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Innritun er dag- lega kl. 14-17. Sendum vandaðan upplýsingabækling INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3730 HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2500 Á ÖNN www.clix.to/gitarskoli VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hafði betur í kosningu um fyrsta sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Norð- austurkjördæmi en kosningar fóru fram milli hennar og Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra á kjördæmisþingi sem efnt var til á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit á laugardag. Ráðherrarnir sóttust báðir eftir fyrsta sætinu. Valgerður fékk 208 atkvæði í fyrsta sæti eða 57% atkvæða. Alls greiddu 366 manns atkvæði en 8 voru ógild. Valgerður hlaut samtals 345 atkvæði en Jón 342. „Þetta er dagur sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Valgerður að kosn- ingum loknum. Hún kvaðst afar glöð yfir úrslitunum: „Ég er hrærð yfir þessari niðurstöðu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk til að veita listanum forystu í þessu stóra Norðausturkjördæmi,“ sagði hún. Hún sagði mikla ábyrgð fylgja því að vera í forystu framsóknarmanna í kjördæminu og að hún myndi leggja sig alla fram um að standa undir þeirri ábyrgð. „Ég mun leggja allt í sölurnar til að standa undir því trausti sem mér er sýnt.“ Valgerður sagðist hlakka til að takast á við komandi kosningabar- áttu, „og það er engu að kvíða með þennan góða lista sem við höfum nú samþykkt. Þetta var glæsileg sam- koma, um 400 manns á svæðinu frá Siglufirði til Djúpavogs, og hér fóru fram lýðræðislegar kosningar um tíu efstu sætin og mikill einhugur ríkjandi. Það er mikill baráttuvilji í okkar fólki og samstaða um að vinna vel, það er gott veganesti,“ sagði Val- gerður. Alltaf ríkt traust milli okkar Valgerðar Jón Kristjánsson kvaðst einnig ánægður með listann. „Valgerður er ráðherra og þingmaður í stóru og fjölmennu kjördæmi og hefur staðið sig afar vel, þannig að það kom í sjálfu sér ekki á óvart að hún hefði betur í þessum kosningum,“ sagði Jón. Hann sagði engin særindi fylgja því að hafa lent í öðru sæti, „það var allt opið og þetta voru lýðræðislegar kosningar. Við Valgerður höfum æv- inlega átt gott samstarf og milli okk- ar ríkt trúnaður og ég veit að svo verður áfram“. Jón sagði að sér þætti vænt um það traust sem sér hefði verið sýnt í kosningunum og að list- inn í heild væri sterkur. Einkum væri ánægjulegt að framsóknarmenn hefðu þor til að bjóða fram ungt og efnilegt fólk framarlega á sínum lista og þá væri jafnræði með kynjunum. „Við bjóðum fram í bland gamla refi í pólitíkinni og nýtt og ungt fólk.“ Aldrei neitt öruggt fyrirfram Dagný Jónsdóttir, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna, varð í þriðja sæti, hlaut alls 330 atkvæði, en Birkir Jón Jónsson, aðstoðarmað- ur félagsmálaráðherra, hlaut 325 at- kvæði og lenti í fjórða sæti. Í fimmta sæti varð Þórarinn E. Sveinsson, for- stöðumaður Matvælaseturs Háskól- ans á Akureyri, en hann sóttist eftir þriðja sætinu. Þórarinn hlaut 213 at- kvæði alls. „Þessi úrslit komu mér á óvart, maður getur aldrei verið öruggur með neitt fyrirfram og ég var að keppa við mér eldri og reyndari menn í pólitíkinni,“ sagði Dagný, en auk hennar og Þórarins sóttist Dan- íel Árnason framkvæmdastjóri eftir þriðja sætinu. „Ég er mjög þakklát fyrir að framsóknarmenn skuli þora að tefla fram ungu fólki í öruggt sæti, en ég fann það að ég átti góðan hljómgrunn hér á þinginu. Þrátt fyrir að ég fyndi þá góðu strauma var ég langt í frá örugg um að hafa betur,“ sagði Dagný. Valgerður Sverrisdóttir verður í 1. sæti Framsóknar í Norðausturkjördæmi Mun leggja mig fram um að standa undir trausti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vel fór á með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra eftir að ljóst var að Valgerður yrði í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi var formlega samþykktur á kjördæmis- þingi um helgina. Tveir ráðherrar flokksins skipa tvö efstu sætin, en ungt fólk skipar þriðja og fjórða sæti. 1. Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra, Reykjavík. 2. Jón Kristjánsson, ráðherra, Reykjavík. 3. Dagný Jónsdóttir, formaður SUF, Reykjavík. 4. Birkir Jón Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra, Siglufirði. 5. Þórarinn E. Sveinsson, forstöðumaður, Kópavogi. 6. Katrín Ásgrímsdóttir, garðyrkjubóndi, Austur-Héraði. 7. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Fjarðabyggð. 8. Ólafur Níels Eiríksson, vélsmiður, Fáskrúðsfirði. 9. Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, Akureyri. 10. Ingólfur Friðriksson, skrifstofumaður, Egilsstöðum. 11. Friðrika Baldvinsdóttir, húsmóðir, Húsavík. 12. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar/Iðju, Akureyri. 13. Þröstur Aðalbjarnarson, búfræðikandidat, Öxafjarðarhreppi. 14. Borghildur Sverrisdóttir, launafulltrúi, Vopnafirði. 15. Haukur Snorrason, framhalds- skólakennari, Dalvíkurbyggð. 16. Halldóra Hauksdóttir, menntaskólakennari, Svalbarðsstrandarhreppi. 17. Ari Teitsson, bóndi, Reykjadal 18. Valgerður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, Akureyri. 19. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri, Seyðisfirði. 20. Tryggvi Gíslason, skólameistari, Akureyri. Ungt fólk í þriðja og fjórða sæti MAÐUR, sem var grunaður um að hafa ekið á bíl í Kópavogi og síðan farið af vettvangi, ók á lögreglubíl eftir að lögregla hafði afskipti af honum og reyndi að komast undan. Glæfralegum akstri hans lauk þeg- ar hann missti stjórn á bílnum og hafnaði utan vegar. Hann gafst ekki upp heldur reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Skömmu fyrir miðnætti á laug- ardagskvöld var lögreglan í Kópa- vogi að sinna tilkynningu um að ek- ið hefði verið utan í bíl og stungið af, og við Kópavogsbraut sæti mað- ur í bifreið sem væri líklega söku- dólgurinn. Þegar lögregla hugðist hafa af- skipti af manninum ók hann af stað og utan í lögreglubílinn. Hann sinnti í engu merkjum lögreglu um að stansa heldur ók sem leið norður Urðarbraut og vestur Kópavogs- braut. Fór hann m.a. yfir á rauðu ljósi, upp á gangstétt og ók röngum megin við umferðareyju. Tveir lög- reglubílar tóku þátt í eftirförinni og reyndi lögregla m.a. að stöðva för mannsins með því að aka utan í bif- reið hans en án árangurs. Í Vestur- vör missti maðurinn stjórn á bíln- um sem fór út af veginum og niður grasbrekku þar sem hún stöðvað- ist. Hann reyndi þá að flýja á hlaup- um en lögreglumennirnir voru hon- um sneggri og handtóku hann. Að sögn lögreglu virtist maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, vera talsvert ölvaður. Hann var látinn gista fangageymslur um nóttina en sleppt að loknum yfirheyrslum. Að mati varðstjóra lögreglunnar í Kópavogi er mildi að lítil umferð var í bænum meðan eftirförin stóð yfir. Missti stjórn á bílnum á flótta undan lögreglu FIMM frambjóðendur sækjast eftir þriðja sæti á framboðslista Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sækist einn eftir fyrsta sætinu og Hjálmar Árnason alþingismaður eftir öðru sæti. Frestur til að tilkynna framboð í sex efstu sætin rann út í gær. Tíu ein- staklingar tilkynntu framboð sitt. Baldur Kristjánsson, sóknarprest- ur í Þorlákshöfn, Drífa Sigfúsdóttir varaþingmaður og Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður bjóða sig öll fram í þriðja sætið á eftir Guðna og Hjálmari. Eygló Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, og Helga Sigrún Harðardóttir verkefna- stjóri bjóða sig fram í þriðja til fjórða sætið. Auk þeirra sækist Birgir Þór- arinsson guðfræðingur eftir fjórða sætinu og Ólafur Sigurðsson, bæjar- fulltrúi og ferðaþjónustubóndi, eftir fjórða til sjötta sæti. Kosið í sex sæti Að sögn Óskars Þórmundssonar, formanns kjördæmissambands fram- sóknarfélaganna í Suðurkjördæmi, verður kosið í sex efstu sætin á kjör- dæmisþingi, sem haldið verður á Sel- fossi 18. janúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tæplega 400 flokksmenn sitji þingið. Óskar segir að kosið verði sérstak- lega í hvert sæti en ekki allur listinn í heild í einni kosningu. Það þýðir að ef frambjóðandi tapar kosningu um þriðja sætið getur hann boðið sig aft- ur fram í það fjórða. Í gærdag voru frambjóðendur á kosningafundi á Höfn en á Kirkju- bæjarklaustri um kvöldið. Fram á fimmtudagskvöld munu frambjóð- endur kynna stefnumál sín fyrir framsóknarmönnum á Suðurlandi. Í kvöld verður fundur á Hvolsvelli, á morgun í Vestmannaeyjum, Selfossi á miðvikudag og síðast í Reykjanesbæ. Fimm sækj- ast eftir þriðja sæti Framsóknarflokkurinn í Suðurkjördæmi HÓPUR ungmenna um og und- ir tvítugu lét ófriðlega á lög- reglustöðinni í Kópavogi í fyrri- nótt og krafðist þess að félagi þeirra yrði leystur úr haldi en hann hafði verið handtekinn fyrir ólæti í verslun í bænum skömmu áður. Ekki varð þeim að ósk sinni en einum til við- bótar stungið í fangageymslur lögreglu. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi barst tilkynning frá Select við Fífuhvammsveg um klukkan þrjú um að hópur ung- menna væri með ólæti og dóna- skap í versluninni og mun pilt- ur í hópnum m.a. hafa leyst niður um sig buxurnar. Þegar lögregla kom á staðinn vildu þau ekki hlíta tilmælum hennar og fóru leikar þannig að pilt- urinn fyrrnefndi var handtek- inn og færður á lögreglustöð- ina. Stuttu síðar komu félagar hans á staðinn og kröfðust þess með látum að fá hann leystan úr haldi. Þá var aðeins einn lög- reglumaður á stöðinni og þótti honum öruggast að kalla til liðsauka. Þegar hinir lögreglu- mennirnir komu á lögreglu- stöðina hafði einn úr hópnum stolið mottu úr anddyri stöðv- arinnar og var að koma henni fyrir í bíl sem ungmennin voru á. Hann var handtekinn og stungið í klefa en hin ungmenn- in féllust á að hafa sig á brott. Síðar urðu lögreglumenn þess áskynja að búið var að opna póstkassa í anddyri hússins. Piltarnir tveir voru yfirheyrðir um morguninn en síðan sleppt lausum. Ólæti í versl- un og á lög- reglustöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.