Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Vertu nú duglegur í uppvaskinu, Össi minn.
Fjölmenningarvefur fyrir ungt fólk
Markmiðið að
virkja ungt fólk
Fjölmenningarvefur ánokkrum tungu-málum fyrir ungt
fólk verður formlega opn-
aður í Gamla Apótekinu,
kaffi- og menningarmið-
stöð ungs fólks á norðan-
verðum Vestfjörðum í
kvöld en um samstarfs-
verkefni Gamla Apóteks-
ins, Ný-ungar, félagsmið-
stöðvar fyrir ungt fólk, á
Egilsstöðum, og Fjöl-
menningarseturs á Ísafirði
er að ræða. Morgunblaðið
ræddi við Halldór Hlöð-
versson, framkvæmda-
stjóra Gamla Apóteksins,
og spurði um vefinn og til-
urð hans og tilgang.
– Hvenær verður vefur-
inn ræstur?
„Vefurinn verður form-
lega opnaður í Gamla Apó-
tekinu á Ísafirði í kvöld
klukkan 20, að viðstöddum
öllum þeim ungmennum sem
hingað til hafa komið að gerð vefj-
arins. Viðstaddir verða einnig
Þráinn Sigvaldason, forstöðumað-
ur Ný-ungar, félagsmiðstöðvar
fyrir ungt fólk á Egilsstöðum, og
Einar Guðbrandsson, fulltrúi
landsskrifstofu Ungs fólks í Evr-
ópu á Íslandi, ásamt fleirum sem
tengjast verkefninu.“
– Segðu okkur frá innihaldi
vefjarins …
„Á vefnum verða almennar
upplýsingar um íslenskt samfélag,
s.s. ökuleyfi, kosningarétt, sjálf-
ræðisaldur og fleira. Einnig er
ætlunin að hafa á vefnum svæð-
isbundnar upplýsingar um það
íþrótta- og tómstundastarf sem
stendur ungu fólki til boða á
hverjum stað og þá möguleika
sem það hefur á því að koma fram
með nýjar hugmyndir og taka sem
virkastan þátt í samfélaginu.“
– Hver hefur haft veg og vanda
af efnis- og gagnasöfnun?
„Efnis- og gagnasöfnun og út-
litsgerð vefjarins hefur verið í
umsjá ungs sjálfboðaliða frá Hol-
landi, Stefan Van Nierop. Þá hafa
verið honum til aðstoðar ung-
menni frá Póllandi, Íslandi,
Þýskalandi, Serbíu, Króatíu,
Kúbu og Svíþjóð.“
– Hver er tilgangur og mark-
mið þessa vefjar?
„Markmiðið er að virkja ungt
fólk á Íslandi til þátttöku í fjöl-
menningarsamfélaginu og um-
ræðu um það og að miðla upplýs-
ingum um íslenskt samfélag á sem
flestum tungumálum. Í framtíð-
inni er vonast til að vefurinn skapi
umræðugrundvöll fyrir ungt fólk
um fjölmenningarsamfélagið á Ís-
landi.
Einnig gefur það ungu fólki af
erlendum uppruna möguleika á
því að eiga í samskiptum við önn-
ur ungmenni á Íslandi svo og ann-
ars staðar, sem tala sama tungu-
mál.“
– Hvernig er samstarfið við
Egilsstaði tilkomið?
„Gamla Apótekið og Fjölmenn-
ingarsetrið hafa verið í
samstarfi til að aðlaga
starfsemi beggja aðila
betur að ungmennum
af erlendum uppruna
og gefa íslenskum ung-
mennum í leiðinni tækifæri til að
aðlagast fjölmenningarsamfélag-
inu. Fjölmenningarsetrið og Ræt-
ur, félag um menningarlega fjöl-
breytni, hafa verið í samstarfi við
Rauða krossinn vegna þjóðhátíð-
anna fyrir austan sem hafa verið
haldnar undanfarin tvö ár og einn-
ig var ég að vinna áður í Ný-ung
og þekki því vel til fyrir austan.“
– Er vefurinn byggður á fyrir-
myndum eða er þetta sá fyrsti
sinnar tegundar í landinu?
„Vefurinn er ekki byggður á
fyrirmynd og ég veit ekki um sam-
bærilegan vef á nokkrum tungu-
málum fyrir ungt fólk á Íslandi.
Eitt af aðaleinkennum hans og
styrkur er að hann verður á
nokkrum tungumálum.
Vefurinn verður ekki opnaður
fullunninn þar sem hann kemur til
með að verða áfram í mótun og er
stefnan að virkja sem flest ung-
menni til þátttöku við mótunina.“
– Segðu okkur hvers vegna þörf
er á vef sem þessum …
„Það er mikil þörf á því að
skapa sameiginlegan umræðu-
grundvöll fyrir ungt fólk á Íslandi,
hvar sem er úr heiminum og hvar
sem er á landinu. Meiri umræða
þarf að vera um fjölmenningar-
samfélagið og það er nauðsynlegt
að sjónarmið ungs fólks komi
fram. Einnig þurfum við að spá í
hvernig aðlögun okkar allra sem
byggjum þetta land þarf að vera
að breyttu samfélagi svo að allir
fái að njóta sín sem best, óháð lit-
arhætti, þjóðernisuppruna, tungu
eða trúarbrögðum.“
– Sérðu líkindi til að vefurinn
geti teygt arma sína víðar en um
Vestfirði og Egilsstaði?
„Það er ekkert á borðinu í þeim
efnum, en það væri vissulega
ánægjulegt að sjá þennan vef með
tíð og tíma þjóna landinu í heild.
Það er ekkert nema gott um það
að segja ef það tækist að bæta við
efni þannig að ungt fólk gæti sótt
sér upplýsingar á mörgum tungu-
málum, sama hvar í landinu það
væri statt.“
– Finnurðu fyrir eft-
irvæntingu fyrir vestan
vegna vefjarins?
„Það er kannski of-
mælt að tala um al-
menna eftirvæntingu, en það hafa
komið mörg ungmenni að vinnslu
vefjarins og auðvitað er eftirvænt-
ing í þeirra röðum að sjá afrakstur
vinnu sinnar.“
– Hefur þetta verkefni kostað
mikið?
„Það er nú reikningsdæmi sem
ekki hefur verið reiknað enn sem
komið er, þannig að þessu get ég
ekki svarað.“
Halldór Hlöðversson
Halldór Hlöðversson er fædd-
ur í Reykjavík 10. október 1973.
Hann er útskrifaður íþrótta-
kennari og núverandi fram-
kvæmdastjóri Gamla Apóteksins,
sem er kaffi- og menningar-
miðstöð ungs fólks í Hafnar-
stræti 18 á Ísafirði. Halldór á
einn son, Arnór Rúnar Hall-
dórsson, fæddan 1994.
… svo að allir
fái að njóta
sín sem best