Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÚTLÍNUR söngleiksins Sól & Máni mun vera að finna á tveimur plötum hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns míns: „Annar Máni“ (2000) og „Logandi ljós“ (2001). Plöturnar tvær mynda einhvers konar heild þar sem jafnvel má greina söguþráð ef vel er að gáð, eins og segir í leikskrá. Hugmyndin mun vera komin frá Guð- mundi Jónssyni, gítarleikara og aðal- lagasmið Sálarinnar, en textana sömdu þeir Stefán Hilmarsson söngv- ari og Friðrik Sturluson bassaleikari. Að þessum „drögum að söngleik“ var síðan kallaður leikhúsmaðurinn Karl Ágúst Úlfsson og honum gert að fylla upp í útlínurnar, koma efniviðnum í leikrænan búning og er hann skrif- aður fyrir handriti verksins. Það skal strax játað að undirrituð þekkir ekki þessar plötur Sálarinnar en kannast auðvitað við eitthvað af lögunum af öldum ljósvakans. Ég geri mér því ekki grein fyrir því hversu vel sögu- þráður kemst til skila við það eitt að hlusta á plöturnar tvær. Þó virðist mér sem hlutur Karls Ágústs í sögu- sköpuninni hljóti að vera allstór því hann semur allan texta verksins utan söngtexta. Efniviður Sólar & Mána er kunn- uglegur; hér er fjallað um átök góðs og ills, ljóss og myrkurs, um leið og sögð er ástarsaga. Sögufléttan sjálf er fremur losaraleg enda fléttuð saman úr ólíkum þáttum. Blandan er æði kynleg á köflum, þar sem erkitýpísk- ar persónur og hugmyndir mæta klisjum úr vísindaskáldskap og síðan er kryddað með einhverjum trúarleg- um hrærigraut. Segja má að hér komi saman ævintýrið um prinsessuna sem kunni ekki að hlæja, biblíusögur, vís- indaskáldskapur um inngrip manns- ins í hringrás náttúrunnar með tækni og Star-Wars-kvikmyndirnar (bún- ingar og gervi). Það er erfitt að taka þessa sögu mjög alvarlega eða draga af henni einhvern djúpan lærdóm – enda kannski ekki til þess ætlast. Auðvitað er verið öðrum þræði að deila hér á hvers kyns ofurtrú, hvort sem það er á vísindi og tækni eða mannlega leiðtoga, um leið og borin er fram sú trú að ástin sé máttugasta aflið og í henni sé fólginn kraftur um- breytingar og sköpunar. Ástinni tekst það sem engum hefur áður tekist: að laða fram brosið á andliti Sólar. Það er deginum ljósara að það er eðlismunur á texta sem skrifaður er sem dægurlagatexti og texta sem lagður er í munn persónum í leik- verki. Enda kemur fljótt í ljós mikill munur á talmáli og söngtextum þessa söngleiks. Texti Karls Ágúst er víða bæði fallega ljóðrænn (t.d. í tjáningu Sólar á þunglyndi sínu) og bráðfynd- inn (t.d. í tjáningu hins fallna engils Mána á tilfinningum sínum). Söng- textarnir eru hins vegar margir hverjir fyrst og fremst leirburður, eins og glögglega má sjá af þeim dæmum sem prentuð eru í leikskrá („Sálnabúin okkar öll / orkulindirnar um aldabil. / Og við vökum yfir þeim. / Ella væri þetta vísast búið spil…“). En þetta skiptir kannski ekki heldur neinu meginmáli; hér er það tónlistin sem hlýtur að vera í aðalhlutverki, verkið er byggt upp í kringum hana og stendur líklega og fellur með henni. Og það má öruggt telja að aðdáendur Sálarinnar (sem og söng- leikja almennt) fá hér allnokkuð fyrir sinn snúð, enda fögnuðu áhorfendur þeim ákaft í lok sýningar. Íslenskir söngleikir eru ekki á hverju strái og sýningin sætir að sjálf- sögðu tíðindum hvað það snertir. Sjónrænt er sýningin líka oft á tíðum mikil skemmtun, sviðsmynd Finns Arnars er glæsileg, hið mikla rými stóra sviðsins er vel notað og smart lýsing Elfars Bjarnasonar eykur mjög á áhrifamátt umgjörðarinnar. Búningar Þórunnar Maríu Jónsdótt- ur minna einna helst á búninga úr Stars-Wars-myndunum og fer ágæt- lega á því samhengi. Þetta eru flottir búningar og skemmtilegur heildar- svipur á þeim. Þáttur Íslenska dansflokksins er mikill í þessari sýningu og reyndar tel ég að sýningin hefði ekki verið svipur hjá sjón hefði dansatriðanna ekki not- ið við. Peter Anderson danshöfundur og Hilmar Jónsson leikstjóri hafa fléttað dansinn á skemmtilegan hátt inn í atburðarás verksins þannig að dansinn endurspeglar gjarnan það sem fram fer hjá leikurum og er það ítrekað með því að hafa dansara og leikara í eins búningum. Þetta kemur skemmtilega út og gaman er að fylgj- ast með færni og list dansaranna, ekki síst í atriðum þar sem kannski er fremur lítið að gerast hjá leikurunum. Það hlýtur að vera ævintýri fyrir leikara að fá að taka þátt í söngleik, en um leið er það auðvitað áskorun því það er ekki sjálfgefið að góður leikari sé einnig góður söngvari. Flestir leik- aranna stóðu sig mjög vel í söngnum (enda varla valdir miklir söngskussar í sýninguna). Hins vegar var hljóm- urinn oft á tíðum dálítið holur og málmkenndur og má þar örugglega kenna um tæknibúnaði. Að öðrum leikurum ólöstuðum vakti frammi- staða Sveins Þóris Geirssonar (í hlut- verki Lýðs) einna mesta athygli, en söngur hans og leikur var öðru frem- ur kraftmikill og sannfærandi. Sveinn Þórir sýndi síðastliðið haust þegar hann lék og söng hlutverk Sölvars súra og Jósafats mannahrellis í Bene- dikt búálfi hvers hann er megnugur á þessu sviði. Bergur Þór Ingólfsson (Máni) og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir (Sól) hafa bæði fallega rödd og skiluðu sínum söng með sóma. Bergur Þór var frá- bær í hlutverki engilsins Mána, ekki síst eftir að hann fellur af himnum og fer að upplifa mannlegar tilfinningar. Þetta hlutverk er afar vel skrifað hjá Karli Ágústi og fallega túlkað af Bergi Þór. Minna er í hlutverk Sólar lagt og er það miður. Arnbjörg Hlíf sýndi í Nemendaleikhúsinu að hún er hæfileikarík leikkona og sannaði það síðan í túlkun sinni á Ófelíu hjá Leik- félagi Akureyrar síðastliðið haust. En hérna hefur hún úr engu að moða. Henni er gert að vafra svipbrigðalaus um sviðið og afhafast sem minnst og æskilegt hefði verið ef leikstjóri hefði getað gert sér meiri mat úr hæfileik- um þessarar ungu leikkonu. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem fer með hlutverk Söru, móður Sólar, er kunn sem söngkona ekki síður en leikkona en hún hefur oft notið sín betur en á þessari frumsýningu – og á það bæði við söng hennar og leik. Guðmundur Ólafsson var mjög skemmtilegur í frábærlega útfærðu gervi vísindamannsins Ófeigs, föður Sólar. Ellert A. Ingimundarson leikur Frosta, hinn mállausa aðstoðarmann Ófeigs, og af skiljanlegum ástæðum reyndi ekki á sönghæfileika hans hér, heldur líkamstjáningu og svipbrigði, sem hann beitti hvoru tveggja af færni. Björn Ingi Hilmarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Valur Freyr Einarsson voru í hlutverkum erkienglanna Gabríels, Rafaels og Mikaels og mynduðu þau skemmti- legt tríó. Hilmari Jónssyni leikstjóra hefur tekist vel að samræma hina ólíku þætti sýningarinnar: tónlist, söngur, dans og leikur mynda góða heild sem virðist stýrt af öryggi og fagmennsku. Lifandi tónlistarflutningur Sálarinn- ar var einnig snurðulaus, þótt eflaust megi bæta hljómgæðin eitthvað (hljómur var dálítið holur í byrjun og söngraddir óskýrar, en lagaðist þegar á leið). Sýning þessi ætti að vera af- bragðs skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af söngleikjum og tónlist Sál- arinnar hans Jóns míns. Einnig geri ég ráð fyrir að hún geti höfðað til yngri kynslóðanna og því breikkað hóp þeirra sem alla jafna fara í leik- hús. Ástin er sterkasta aflið … LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur, Íslenski dansflokkurinn og Sálin hans Jóns míns Söngleikur eftir Guðmund Jónsson og Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Tónlistarstjórar: Jón Ólafsson og Guðmundur Jónsson. Leikarar: Arn- björg Hlíf Valsdóttir, Bergur Þór Ingólfs- son, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Guðmundur Ólafsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir, Sveinn Þórir Geirsson og Valur Freyr Einarsson. Dansarar: Guð- mundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johnson, Peter Anderson, Steve Lorenz, Tinna Grétarsdóttir, Valgerður Rúnars- dóttir og Yaron Barami. Sálin hans Jóns míns: Friðrik Sturluson, Guðmundur Jóns- son, Jens Hansson, Jóhann Hjörleifsson, Stefán Hilmarsson og Jón Ólafsson. Danshöfundur: Peter Anderson. Leik- mynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikgervi: Eva Sólan og Þórunn María Jónsdóttir. Lýs- ing: Elfar Bjarnason. Hljóð: Gunnar Árna- son. Stóra svið Borgarleikhússins, laug- ardagur 11. janúar. SÓL OG MÁNI Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Kristinn „Afbragðs skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af söngleikjum,“ segir í leikdómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.