Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 19 ss farvegar ka er meðal sem stjórn- ri aflanna í a. dæmi um r rætt um; ers á Reyð- a stoðir at- hagsumsvif, maður ASÍ um. rnvöld ein- uga á neinu öðru. Hvílík firra er það. Er ekki sú umsköpun atvinnu- lífsins sem hér hefur verið lýst gott dæmi um að áhugi stjórnvalda stendur einmitt til þess að stuðla að sem víðtækastri og fjölbreyttastri atvinnusköpun? Er ekki veruleiki nútímaatvinnulífs á Íslandi einmitt vitnisburð- ur um vilja stjórnvalda til sem fjölbreytts atvinnulífs? Atvinnugrein gærdagsins? Oft er hent á lofti að stóriðja sé atvinnugrein gær- dagsins, atvinnugrein sem þróaðar nútímaþjóðir vilji helst ekki sjá í sínum ranni. Þetta er alrangt. Eftirspurn eftir áli er mikil í heiminum og framleiðsluvöxturinn nemur hundruðum þúsunda tonna á ári hverju. Þörfin er því til staðar. Enda er ál að leysa af hólmi aðra málma í hvers konar iðnaðarframleiðslu vegna eigin- leika sinna. Hann er eðlisléttur og hentar því vel, til dæmis til þess að stuðla að minni orkunotkun. Álfram- leiðsla er þess vegna í eðli sínu vistvæn framleiðsla, sem eftirspurn eykst eftir, vegna vaxandi vitundar um mik- ilvægi þess að stuðla að skynsamlegri orkunotkun í heiminum. Álframleiðsla fer að langmestu leyti fram í þróuðum ríkjum, þó vitaskuld reyni þróunarríkin að hasla sér völl á þessum sviðum eins og öðrum til þess að treysta efnahagsgrundvöll sinn. Þau leitast líka við að auka þátttöku sína í hvers konar líftækni, tölvutækni og á fjarskiptasviði. Rétt eins og við Íslendingar og aðrar efnaðar þjóðir heimsins. Einsleitni? Enn má nefna, að oft er því haldið fram að álfram- leiðsla og stóriðja sé dæmi um einsleitni í atvinnulífinu. Athyglisvert var hins vegar í sjónvarpsþættinum fyrr- nefnda, að hlýða á forstjóra ÍSAL lýsa því hversu ál- framleiðsla er í sjálfu sér fjölbreytt starfsemi. Starf- semin á Grundartanga er gjörólík starfseminni í Straumsvík svo dæmi sé tekið. Áliðnaður er í eðli sínu fjölþættur, enda kemur eftirspurnin eftir framleiðsl- unni úr ýmsum áttum og úr margbrotnum atvinnu- greinum. Þetta er líka hátækni atvinnugrein, sem kallar á menntað fólk og mikla þekkingu á fjölþættum sviðum. Sjálfsagður þáttur Allt hnígur þetta að hinu sama. Uppbygging stóriðju er sjálfsagður þáttur í þeirri viðleitni okkar að styrkja stoðir atvinnulífsins hér á landi. Engum dettur í hug að einblína á þann kostinn, enda hefur það hreint ekki ver- ið gert. Þetta er á hinn bóginn veigamikill þáttur í at- vinnusköpuninni, hagvextinum og útflutningstekjunum og því sjálfsagt mál. Nú er búið að sýna fram á arðsemi þeirra virkjana sem hið opinbera ætlar að reisa til þess að skapa stóriðj- unni frekari möguleika. Opinberar stofnanir sem til þess eru bærar, samkvæmt lögum, hafa kveðið upp úr um að umhverfisáhrifin séu viðunandi. Og í stóra verk- efninu fyrir austan hafa orkukaupin verið tryggð með sérstöku ákvæði þar að lútandi. Vonandi sjáum við því sem fyrst rætast væntingarnar sem við höfum um að þessi mikilvæga atvinnugrein geti eflst á næstu árum, með stækkun á Grundartanga, í Straumsvík og með nýju álveri á Reyðarfirði. Þannig verður stóriðjan sem fyrr þáttur í hinni fjölbreyttu flóru atvinnulífs sem við höfum verið að byggja upp hér á landi, með framtaki einstaklinga og skynsamlegum breytingum á lagaumhverfi, atvinnulífinu í hag. fsagður kostur Morgunblaðið/Helgi Garðarsson r stóriðjuframkvæmdir. Hér halda þeir Sigtryggur Hreggviðsson og . Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í slendingar vilja vera sjálfstæð þjóð á meðal þjóða sem mark er á takandi hvar og hvenær sem er. Þjóðin hreykir sér af því að búa í einu elsta lýðræðisríki veraldar þar sem mannréttindi og frelsi eru í há- vegum höfð. Okkur þykir ekki síður gott að vera ofarlega á listum sem mæla þjóðarhag og velmegun. Og hlutverk stjórnvalda í öllum þessum gæðum er nokkuð óum- deilt nú á tímum. Það er að gera allt þetta kleift, standa vörð um lýðræði og réttarfar og skapa hagstæðan ramma frjálsrar atvinnustarfsemi sem eykur hagsæld allra. En við hreykjum okkur líka af menn- ingu og menntun, þegar því verður við komið, en hlutverk ríkisins á þessu sviði er enn í mótun. Bakhjarlar og höfuðvígi lýð- ræðis og réttarfars eru Alþingi og Hæstiréttur. Á sama hatt ætti þjóðin að gera þá kröfu til Háskóla Íslands að vera bak- hjarl menntakerfisins sem æðsta menntastofnun Íslend- inga. Mikilvægi rannsóknafrelsis Með þessu er ekki sagt að Háskólinn eigi að vera bestur í öllum mögulegum greinum á háskólastigi, aðrir háskólar geta hæglega skarað fram úr á ákveðnum sviðum og gera það vafalaust innan tíðar. Hins veg- ar verður Háskóli Íslands að vera til staðar, öflugur og traustur, bakhjarl annarra há- skóla og í reynd forsenda þess að þeir geti einbeitt sér að nokkrum viðfangsefnum en sleppt öðrum. Það eru ekki ein- göngu aðrir háskólar og op- inberar rannsóknastofnanir sem þurfa að geta reitt sig á öflugan íslenskan háskóla sem sinnir rannsóknum á flestum sviðum, sem fámenn þjóð hefur efni á. Atvinnulífið í heild sinni verður að geta gengið að uppsprettu þekkingar og þjálfunar sem það hefur ekki áhuga á eða bolmagn til að kosta. Þetta er meginhlut- verk rannsóknaháskóla í eigu þjóðarinnar. Háskóli Íslands þarf að vera fjölmenn og sterk rannsóknastofnun, en það er meginforsenda frjálsra rann- sókna. Fámennar og smáar rannsóknastofnanir eru líklegri til að stýra verkefnavali starfs- manna sinna en öflugur, frjáls rannsóknaháskóli. Því er dreif- ing rannsókna sem ríkið kostar á margar og smáar stofnanir ógnun við sjálft rannsóknafrels- ið, sem er metnaður allra góðra rannsóknaháskóla. Smáir rannsóknahópar Þeir sem þekkja til rann- sókna á Íslandi vita að smæð hópa sem vinna að rannsóknum og einangrun þeirra er íslensku rannsóknaumhverfi fjötur um fót. Þau eru til að mynda ekki mörg rannsóknasviðin sem lík- leg eru til að standast nýjar áherslur Evrópusambandsins á sterka rannsóknahópa og fram- úrskarandi rannsóknir. Þetta hefur Rannsóknarráð Íslands ítrekað bent á. Helsta von Ís- lendinga gæti falist í samvinnu norrænna þjóða um að sækja saman í sjóði Evrópusambands- ins í hópum sem skilgreina verkefnin fyrirfram, fylkja liði og leggja saman færni og krafta þannig að sterk liðsheild mynd- ist. Sennilega mun samstarfið kristallast í eins konar norræn- um öndvegissetrum sem keppt geta við rannsóknastofnanir og háskóla stærri þjóða um al- þjóðlega rannsóknastyrki. En smæð íslenskra rannsóknahópa í norrænu samstarfi gæti jafn- vel reynst þeim hindun sem ekki snúa saman bökum á heimaslóð áður en sótt/róið er á fjarlægari mið. Vaxandi rannsóknaháskóli Háskóli Íslands hefur hægt og sígandi þróast sem rann- sóknaháskóli undanfarinn ára- tug eða svo. Enn skortir hann þó á mörgum sviðum þá fjöl- breytni skyldra greina og návígi stúdenta í rannsóknanámi við öflugt og virkt rannsóknaum- hverfi sem þykir sjálfsagt við rótgróna erlenda háskóla. Reyndar þarf enn að sækja námskeið um lengri eða skemmri tíma við erlenda há- skóla til að öðlast framhalds- gráðu í greinum á borð við eðl- isfræði og margar aðrar greinar á sviði raunvísinda. Sú skoðun var lengi landlæg að ekki ætti að bjóða upp á rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi, það væri allra hagur að sækja slíkt nám til útlanda. Vissulega á sú skoðun rétt á sér að því leyti sem raunverulegt og frjótt rannsóknaumhverfi skortir, enda var þetta ein meginástæða þess að Háskóli Íslands hóf ekki að bjóða skipulagt rann- sóknanám í raunvísindum fyrr en á síðasta áratug. Rannsóknahugtakið Hugtakið rannsóknir, í nú- tímaskilningi orðsins, er ungt hér á landi. Undanfarin ár hefur það orð- ið hálfgert tískuhugtak án þess að inntakið sé ávallt ljóst. Þann- ig er rannsóknaþjálfun stúdenta í grunnnámi jafnvel ruglað sam- an við vísindarannsóknir og tal- ið sjálfsagt að verðlauna skjót- fengnar niðurstöður sumarvinnu sem vísindaafrek. Sjaldan er minnst á umhverfið sem gerir vinnu af þessu tagi mögulega. Einnig hefur tíðkast að stúd- entar í framhaldsnámi geti sótt um styrki í rannsóknasjóði sem fullfærir vísindamenn, stundum eru kennarar þeirra eða leið- beinendur ekki einu sinni nefndir í umsókn. Því skyldi engan undra að nú á tímum telji skólar á háskólastigi sig þurfa að bjóða kennslu á fram- haldsstigi um leið og þeir eru stofnaðir og kalla slíkt nám rannsóknanám. Það er að mínu viti löngu tímabært að takmarka hugtakið rannsóknanám við doktorsnám og meistaranám sem að mestu felst í rannsóknaverkefni og freista þess að sameina rann- sóknahópa í háskólum, rann- sóknastofnunum og öðru at- vinnulífi í rannsóknaklasa sem standa undir því að skapa frjótt rannsóknaumhverfi. Þetta hefur gerst víða um lönd, meðal ann- ars á Norðurlöndum. Þá taka einingar, sem ekki ráða sjálfar við raunverulega rann- sóknaþjálfun, höndum saman við þá sem reynsluna hafa, og mynda net sem stenst alþjóð- legar kröfur. Á þessu sviði hef- ur Háskóli Íslands forystuhlut- verki að gegna í krafti sögu, reynslu og stærðar. Honum ber því að fagna auknum áherslum á hvers kyns rannsóknir í land- inu og fjölgun þeirra sem stunda vilja rannsóknir í há- skólum og annars staðar í at- vinnulífinu. Háskóli Íslands á að leiða þessa þróun. Nauðsyn rannsókna Eftir Hafliða Pétur Gíslason Höfundur er prófessor í tilrauna- eðlisfræði við Háskóla Íslands. t áherslu á öfl- það forsenda ings. Það er ð menntakerfið r fjármunir séu ð, að lækka beri sar álögur. Það ki framkvæmt ss séu tryggðar. ndra fjárfesta r sem íslensku skapaðar hafa fjárfesta til di Norðuráls í rú sína á að- ri fjárfest- ndi líkur eru á a rísi í Helgu- rkefni til skoð- r fjárfestar asla sér völl í ís- ð er ljóst að coa um bygg- rði hleypir kt atvinnulíf. mun skapa um óbein. Upp- við neikvæðri ndi og í lok nu búa á Aust- manns en 7 anna mun ekki urlandi. Fram- ila auknum vöxtur skilar na og auknar möguleika á ðfélagi. Þess eim áfanga sem ga rmaður iðnaðar- a og stjórnar- gastofu. Á meðan landsmenn keppast við að með- taka nýjustu tölur skoðanakannana um fylgi stjórnmálaflokk- anna ber lítið á almennri umræðu um málefni og þau verkefni sem blasa við í landsmálunum. Menn dunda sér frekar við að raða í ráð- herrastóla eftir kúnstarinnar reglum. Gamlir hundar í pólitík stinga saman nefjum, setja saman draumaríkisstjórnina. Og kannski er ekki nema von. Tvær kannanir sem sýndu að Samfylkingin nýtur mests fylgis kjósenda um þessar mundir birtust í síðustu viku. Fréttablaðið reið á vaðið á þrett- ándanum og birti niðurstöður könnunar þar sem Samfylkingin var með 39% fylgi og Sjálfstæð- isflokkurinn 37%. Munurinn er töl- fræðilega ómarktækur en það eru engu að síður stórtíðindi í íslenskri pólitík að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki stærstur. Tveim dög- um síðar var svo staðfest að miklar breytingar eru mögulegar í lands- málunum en þá sýndi niðurstaða DV-könnunar sömu niðurstöðu, þ.e.a.s., S-listi 39% og D-listi 37% á landsvísu. Þessar kannanir gefa samfylk- ingarfólki um allt land byr undir báða vængi í kosningabaráttunni sem fram undan er. Þegar síðasta atkvæðið hefur verið talið í vor mun koma í ljós hvort þær breyt- ingar sem skoðanakannanir nú í upphafi árs gefa fyrirheit um verða mögulegar eða ekki. Sjálf hef ég leyft mér að hugsa með tilhlökkun til alls þess sem ný ríkisstjórn, sem nyti forustu Sam- fylkingarinnar, þyrfti að koma í verk á sínu fyrsta kjörtímabili. Listinn er langur enda langt síðan að sjónarmið jafnaðarstefnunnar hafa verið í forgrunni við stjórn landsins. Hvað þá að jafnréttis- og kvenfrelsismálum hafi verið sinnt sem skyldi. Við fundarborðið í stjórnarráðinu hafa ekki kviknað nýjar hugmyndir svo árum skiptir. Samstarf Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks einkennist ekki af stöðugleika eins og oft er haldið fram, heldur stöðnun og kyrrstöðu. Ríkisstjórnin er að flestu leyti frosin í tíma og rúmi. Orka hennar hefur að stærstum hluta farið í að verja sérhagsmuni, t.d. kvóta- eigendur, auðmenn og alls kyns flokksgæðinga, og í það að viðhalda forneskjulegum vinnubrögðum í stjórnkerfinu. Nýsköpun í atvinnu- málum felst í einu orði: stóriðja. Samskipti hennar við útlönd ein- kennast af nærsýni og þekking- arleysi á breyttri heimsmynd. Frá þessu eru að sjálfsögðu heiðarlegar undantekningar en niðurstaðan er ein og hin sama: kyrrstaða. En hver gætu verið fyrstu verk- efni nýrrar ríkisstjórnar? Ég ætla að leyfa mér að nefna nokkur af handahófi, þótt listinn sé æði lang- ur þegar grannt er skoðað: Stjórn- arskrárbreyting sem tryggir að fiskurinn í sjónum í landhelgi Ís- lands sé sameiginleg auðlind þjóð- arinnar er efst á mínu blaði. Henni tengist að sjálfsögðu auðlinda- stefna sem felst í því að greiða þurfi hóflega rentu fyrir aðgang að og nýtingu sameiginlegra og takmark- aðra auðlinda okkar, s.s. fiski- stofna, hálendisins og lífrænna auð- linda í jörðu, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Viðamesta verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrði vænt- anlega að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu og leggja aðild- arsamninginn í dóm þjóðarinnar. Gera þarf landið að einu kjördæmi. Launamun kynjanna verður að út- rýma með opinberum aðgerðum og í samningum á vinnumarkaði. Koma þarf á sérsköttun kynjanna. Mótun nýrrar utanríkisstefnu í stað kalda-stríðs-stefnunnar sem enn ríkir er löngu tímabær. Ný rík- isstjórn þarf að styrkja Samkeppn- isstofnun og binda enda á gervi- samkeppni á markaði og styrkja stöðu hins almenna neytanda. Hér hef ég einungis nefnt nokk- ur dæmi af mýmörgum. Nýtt reiknilíkan fyrir framhaldsskólana, nýsköpun í atvinnulífinu að er- lendri fyrirmynd, virkjanastefna til langs tíma, afkomutrygging til höf- uðs vaxandi fátækt hér á landi, eru líka brýn verkefni á borði nýrrar ríkisstjórnar. Að lokum þetta. Skoðanakann- anir gefa fyrirheit um að nýir tímar séu í nánd. En gleymum því ekki að eina skoðanakönnunin sem ræður er sú sem fer fram 10. maí og heitir alþingiskosningar. Ríkisstjórn alþýðunnar vorið 2003? Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur Höfundur er alþingiskona. ’ Viðamesta verkefninýrrar ríkisstjórnar yrði væntanlega að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu og leggja aðildarsamninginn í dóm þjóðarinnar. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.