Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í einum af þeim fjölmörgu rabbþáttum ljósvaka- miðlanna um nýliðnar hátíðir var enn verið að ræða um stóriðjumálin. Þar gat eins og svo oft fyrr og síðar að líta setninguna frægu um að „eitthvað annað“ yrði nú að koma í staðinn fyrir álverksmiðju á Reyðarfirði. Og síðan hófst hinn sígildi söngur sem allir eru farnir að þekkja, til að andmæla þessari sjálfsögðu framkvæmd. Þessi gamla klisja um „eitthvað annað pólitíkina“ kom upp í huga minn þegar ég hlýddi á umræður í Kryddsíld Stöðvar 2, þar sem fólk úr viðskiptalífinu skiptist á skoðunum. Það var athyglisvert að virða fyrir sér úr hvaða geirum atvinnulífsins þetta fólk kom. Þarna var til staðar fólk sem endurspeglaði þá gríð- arlegu gerjun, breytingu og þróun sem hefur orðið í at- vinnulífi okkar á fáeinum síðustu árum. Þarna voru for- svarsmenn fyrirtækja í nýjum atvinnugreinum sem tæplega voru til staðar í atvinnulífi okkar fyrir fáeinum árum. Fyrirtæki hafa sprottið upp og eru nú farin að velta milljörðum á innlendum markaði, hafa sótt út til nýrra verkefna og haslað sér völl á áður óþekktum veiðilend- um viðskiptalífsins úti um lönd og álfur. Fyrirtæki á sviði líftækni, lyfjaiðnaðar, fjarskipta og fjármálaþjón- ustu. En einnig ferðaþjónustu, veiðarfæragerðar, sjáv- arútvegsins svo dæmi séu nefnd af rótgrónari fyrir- tækjum og mætti þó enn bæta við upptalninguna. Stakkaskiptin Þetta lýsir ekki beinlínis fábreyttu atvinnulífi. Þetta er vitnisburður um þrótt og framsækni. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að taka miklum stakkaskiptum undanfarin ár. Bein íhlutun í atvinnulífið hefur minnkað. Leikreglurnar gerðar almennar og um leið vinsamlegri atvinnulífinu. Skattalagabreytingar og aðrar breytingar hafa skapað atvinnufyrirtækjunum svigrúm. Það hefur sýnilega verið algjört grundvall- aratriði á þeim breytingatímum sem eru að ríða yfir heiminn og hafa opnað nýrri atvinnustarfsemi leið. Það var lífsspursmál fyrir okkur að vera þátttakendur í því. Ný tækifæri Þannig er það okkur mikilvægt að vera vakandi fyrir nýjum tækifærum. Við sækjum erlent fjármagn til þess að stuðla að uppbyggingu atvinnureksturs innanlands. Fyrirtæki í eigu samlanda okkar sækja út í heim, þegar það hentar, til þess að treysta forsendur rekstrar hér á landi. Með þessu móti leitar atvinnulífið þes sem hentugastur er hverju sinni. Þessi grósk annars afleiðing af þeirri breyttu umgjörð s völd hafa stuðlað að, í harðri andstöðu vinstr landinu, stjórnarandstöðunni meira og minna Uppbygging stóriðju hér á landi er líka þetta, svo sem eins og þau áform sem nú er stækkun á Grundartanga og uppbygging álve arfirði. Hvoru tveggja er liður í því að styrkj vinnulífs okkar. Skapar hér gríðarleg efnah eykur hagvöxt og bætir lífskjör, eins og talsm vakti réttilega athygli á í fjölmiðlum á dögunu Er einblínt á stóriðjuna? Því hefur verið haldið fram að íslensk stjó blíni á stóriðjuuppbyggingu og hafi ekki áhu Stóriðja er sjálf Austfirðingar eru ánægðir með væntanlegar Þorvaldur Einarsson á fána Alcoa á milli sín. Eftir Einar Kr. Guðfinnsson Á kvörðun stjórnar Alcoa um byggingu álvers í Reyðarfirði lýsir miklu trausti til íslensks efna- hagslífs og rekstrar- umhverfis fyrirtækja hér á landi. Við Íslendingar eigum í mjög harðri samkeppni um erlenda fjárfestingu við allar nágrannaþjóðir okkar. Víða eru í boði miklir styrkir t.d. á Írlandi og Skotlandi. Það er hverju efna- hagskerfi mikilvægt að afla erlends fjármagns og nýfjárfestingar í iðnaði auka hagvöxt. Sú staðreynd, að frá fyrsta fundi Alcoa með fulltrúum ís- lenskra stjórnvalda og Landsvirkj- unar um byggingu álvers hafi það tekið Alcoa um 9 mánuði að taka ákvörðun um bygginguna er til marks um góðar aðstæður fyrir fjár- festa á Íslandi. Úttekt sem gerð var að beiðni Fjárfestingarstofunnar á síðasta ári, og var unnin af KPMG á Íslandi og í Kanada, sýndi svo ekki var um villst að rekstraraðstæður hér á landi standast allan samanburð við Kanada, Bandaríkin, Japan og nokkur lönd Evrópusambandsins. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt ríka áherslu á það í sínum störfum að bæta samkeppnishæfni íslensks at- vinnulífs með almennum aðgerðum, og það starf skilar nú árangri. Upphaf viðræðna Þegar ljóst var að Norsk Hydro gat ekki staðið við tímasetningar um ákvörðun álversbyggingar gafst Landsvirkjun og íslenskum stjórn- völdum tækifæri til að leita að nýjum samstarfsaðila. Um líkt leyti kom fram ósk frá Alcoa að kynna sér að- stæður á Íslandi. Fyrsti fundur var haldinn á skrifstofum Alcoa í New York í byrjun apríl á síðasta ári. Þar var farið yfir aðstæður á Íslandi, þá vinnu sem fram hafði farið í tengslum við Reyðarálsverkefnið og einnig kynnti Alcoa þá stefnubreyt- ingu að leggja áherslu á innri vöxt, m.a. með því að reisa ný álver. Alcoa hefur stækkað mjög undanfarna tvo áratugi, en gert það með kaupum á öðrum álfyrirtækjum og samrunum. Samkeppnislög komu hins vegar í veg fyrir frekari stækkun með þeim hætti. Að auki rekur Alcoa nokkur álver sem byggja á gamalli tækni, eru með lélega framlegð og búa við hækkandi raforkuverð. Því hyggur Alcoa nú á að byggja upp ný álver. Á þessum fyrsta fundi kom strax fram einlægur áhugi Alcoa að skoða bygg- ingu álvers í Reyðarfirði af mikilli al- vöru. Fáir höfðu þó trú á því að tímasetningar riðluðust ekki meir en nú liggur fyrir að verði. Álverið mun taka til starfa árið 2007. Stefnufesta stjórnvalda Það er óhætt að segja að stefnu- festa íslenskra stjórnvalda í málinu hafi haft veruleg áhrif á að það skuli nú vera komið á það stig að stjórn Alcoa hafi tekið ákvörðun um bygg- ingu álversins. Ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks skilar erfiðum verkefnum í höfn. Áhersla var lögð á þau í upphafi kjörtímabils- ins og þótt á móti hafi blásið hefur verið unnið áfram að lausn þeirra. Gríðarmikil vinna liggur að baki. Áhrif framkvæmdanna hafa verið þaulkönnuð, m.a. áhrif á efnahagslíf, samfélag, náttúru og byggðaþróun. Afstaða stjórnarandstöðuflokkanna hefur verið með þeim hætti að ekki er líklegt að þátttaka þeirra í rík- isstjórn hefði skilað farsælu starfi í þessum efnum. Ríkisstjórnin hefur allt frá árinu 1995 lagt ugt atvinnulíf enda er betri lífskjara almenni auðvelt að leggja til að verði styrkt, að auknir settir í velferðarkerfið skatta og afnema ýms verður hins vegar ekk nema að tekjur til þes Aukinn áhugi erlen Þær góðu aðstæður atvinnulífi hafa verið s aukið áhuga erlendra þátttöku í því. Eigand Hvalfirði hefur sýnt tr stæður hér með frekar ingum á Íslandi. Vaxa að stálpípuverksmiðja vík. Þá eru nokkur ver unar, þar sem erlendir hafa sýnt áhuga að ha lensku atvinnulífi. Það ákvörðun stjórnar Alc ingu álvers í Reyðarfir auknum krafti í íslens Álver á Austurlandi m 450 bein störf og 300 ó byggingin mun snúa v íbúaþróun á Austurlan framkvæmdatíma mun urlandi um 10 þúsund þúsund annars. Áhrifa einungis gæta á Austu kvæmdirnar munu ski hagvexti. Aukinn hagv sér til allra landsmann tekjur ríkissjóðs veita sterkara velferðarþjóð vegna ber að fagna þe nú virðist í höfn. Góð rekstrarskilyrði eru forsenda fjárfestin Eftir Pál Magnússon Höfundur er aðstoðar og viðskiptaráðherra formaður Fjárfesting FORYSTUMÁL SAMFYLKINGAR Össur Skarphéðinsson, formaðurSamfylkingarinnar, skýrði fráþví á blaðamannafundi í gær, sem raunar hefur legið opinberlega fyr- ir frá því um miðja síðustu viku, að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi borgarstjóri, yrði í 5. sæti á framboðs- lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjör- dæmi norður í alþingiskosningunum, sem fram fara í maímánuði nk., og jafn- framt að hún yrði forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar í stjórnarmyndun að kosningum loknum. Það er flókið mál fyrir formann Sam- fylkingarinnar að útskýra þessar ákvarðanir eins og raunar kom skýrt í ljós í umræðuþætti á Stöð 2 að loknum fréttum í gærkvöldi. Þar áttu formaður Samfylkingarinnar og forsætisráð- herraefni flokksins í vök að verjast gagnvart spurningum Róberts Mar- shalls fréttamanns og benti frammi- staða þeirra til þess að þau eigi erfiða daga framundan, þegar til frekari um- ræðna kemur um forystumál Samfylk- ingarinnar. Auðvitað getur stjórnmálaflokkur tekið ákvörðun um að tefla fram öðru forsætisráðherraefni en formanni sín- um. Það gerði Framsóknarflokkurinn 1934, þegar Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var formaður Framsóknar- flokksins, varð að sætta sig við að Her- manni Jónassyni var falið forsætisráð- herraembættið í samstjórn Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks. Ástæð- an var sú, að nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins báðu þingmenn Alþýðuflokksins að setja það skilyrði fyrir samstarfi um ríkisstjórn, að Jónas frá Hriflu yrði ekki forsætisráðherra. Þegar samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð í marz 1950 varð Steingrímur Steinþórs- son úr Framsóknarflokki forsætisráð- herra en formenn beggja stjórnar- flokkanna sátu í þeirri ríkisstjórn. Það sem hins vegar vekur athygli við ákvörðun Samfylkingarinnar nú er að svo virðist sem engin formleg og lýð- ræðisleg ákvörðun hafi verið tekin af þar til bærum aðilum innan flokksins um það hlutverk fráfarandi borgar- stjóra, að verða forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar í komandi kosning- um. Á blaðamannafundinum í gær út- skýrði Össur Skarphéðinsson þetta með eftirfarandi hætti: „Ég hef lýðræð- islegt umboð til þess að tefla fram því liði, sem ég tel bezt til þess fallið að afla fylgis við flokkinn. Það er mitt hlut- verk. Ég gekk hins vegar úr skugga um það, að þeir, sem muni þurfa að sam- þykkja þetta, eru fylgjandi þessu fyr- irkomulagi.“ Er það svo að formaður Samfylking- arinnar hafi svo víðtækt „lýðræðislegt umboð“? Það má vel vera, en það er þá mun víðtækara en umboð formanna annarra stjórnmálaflokka á Íslandi eða að minnsta kosti hafa þeir ekki túlkað sitt umboð á þennan veg. Nú er ljóst að efstu sætin á framboðslistum Samfylk- ingarinnar í Reykjavíkurkjördæmun- um tveimur eru ákveðin á grundvelli prófkjörs svo að ekki nær umboð for- manns Samfylkingarinnar til þess að raða í þau sæti. Hingað til hefur verið talið, að þingflokkar verði að sam- þykkja ráðherraefni flokkanna. Það hefði óneitanlega verið sterkara fyrir Samfylkinguna, að fyrir lægi formlegt samþykki þingflokks hennar fyrir þeirri ákvörðun að útnefna sérstakt forsætisráðherraefni og má raunar furðu gegna, að slíks samþykkis hafi ekki verið aflað, þannig að enginn vafi leiki á því að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hafi lýðræðislegt umboð rétt kjörinna aðila til þess að takast á hend- ur þetta hlutverk í kosningabaráttunni. Hreinlegast hefði auðvitað verið fyr- ir Samfylkinguna að kalla saman lands- fund snemma vetrar og kjósa þar nýja forystu vegna breyttra aðstæðna. Þá hefði komið í ljós, hvert fylgi fráfarandi borgarstjóri hefði meðal helztu trúnað- armanna flokksins til þess að takast á hendur leiðtogahlutverk á vegum flokksins. Reynslan af samvirkri forystu tveggja einstaklinga fyrir stjórnmála- flokki hefur hvergi verið góð. Slíkt fyr- irkomulag leiðir fyrr eða síðar til ágreinings á milli þeirra tveggja ein- staklinga, sem um er að ræða, og sund- urlyndis og klofnings meðal almennra flokksmanna, sem hafa tilhneigingu til að skiptast í fylkingar á milli tveggja stríðandi forystumanna. Það er svo önnur saga, hvort það sé yfirleitt skynsamlegt af hálfu Samfylk- ingarinnar að tilkynna með þessum hætti, að flokkurinn ætli sér forsætis- ráðherraembættið að kosningum lokn- um. Í samstarfi við hvern? Forsætis- ráðherraefni Samfylkingarinnar hefur nánast útilokað stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þótt Ingibjörg Sól- rún sé að vísu byrjuð að draga í land með fyrri yfirlýsingar sínar í þeim efn- um. Ætlar Samfylkingin sér þennan hlut í samstarfi við Framsóknarflokk- inn? Draga verður í efa, að einn reynd- asti stjórnmálamaður landsins, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, telji það sjálfsagt mál að forsætisráðherraemb- ættið kæmi í hlut Samfylkingarinnar í hugsanlegu samstarfi þessara tveggja flokka. Stærð flokka skiptir ekki máli í þessu sambandi eins og reynslan sýnir. Það er auðvitað hugsanlegt að forystu- sveit Samfylkingarinnar telji sig eiga svo stóran kosningasigur í vændum, að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn með vinstri-grænum einum. En það verður kannski ekki ýkja auðvelt, þegar kemur að því að ræða Kárahnjúkavirkjun og Evrópumál á milli þeirra flokka tveggja. Markmið formanns Samfylkingar- innar með því að velja fráfarandi borg- arstjóra sem forsætisráðherraefni er áreiðanlega að styrkja vígstöðu flokks- ins í kosningunum. En ýmislegt bendir til þess að sú ákvörðun geti orðið Sam- fylkingunni erfið að kosningum lokn- um. Í hinum athyglisverðu rökræðum við Róbert Marshall á Stöð 2 í gærkvöldi, þar sem fréttamaðurinn virtist bera sigurorð af hinni nýju forystu Samfylk- ingarinnar, lýsti Ingibjörg Sólrún því yfir, að Samfylkingin ætlaði að hverfa frá pólitík gömlu flokkanna frá síðustu öld og boða ný vinnubrögð, samræðu- stjórnmál í stað átakastjórnmála. Í kjölfar þeirra orða lýsti Össur Skarp- héðinsson þeim vinnubrögðum með því að eigna Morgunblaðinu ummæli í Reykjavíkurbréfi í gær, sem þar er hvergi að finna. Þá tegund af samræðu- stjórnmálum stunduðu menn af kappi fram eftir 20. öldinni og ekki sízt meðan kalda stríðið stóð sem hæst en það er ánægjulegt að umræður um stjórnmál hafa þróazt í uppbyggilegri og málefna- legri farveg í seinni tíð. Þess vegna kom á óvart að formaður Samfylkingarinnar skyldi grípa til svo gamaldags og lummulegs málflutnings, jafnvel þótt hann væri að fara halloka í rökræðum við ungan fréttamann á Stöð 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.