Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. UNDANFARIÐ hefur selur haldið til í höfninni á Vopnafirði og verið að betla síld og loðnu af starfsmönnum Tanga hf. Þetta mun vera hringanóri, að sögn kunnugra, og er hann einstaklega gæf- ur. Starfsmenn fyrirtækisins Bíla og véla, sem hafa verið að vinna við tog- ara í höfninni, hafa viljað kalla selinn „Jón Pétur“ vegna þess að þeir segja að hann minni dálítið á Jón Pétur, starfsmann fyrirtækisins. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Vinalegur hringanóri POPPLANDSLIÐ Íslands hélt uppi fjörinu í Há- skólabíói í gær þegar árlegir stórtónleikar til styrkt- ar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna voru haldnir. Um tvær milljónir króna söfnuðust á tónleik- unum og á fjórða hundrað þúsund í símasöfnun. Aldr- ei hefur jafnmikið fé safnast á þessum styrktartón- leikum en þeir voru nú haldnir í fimmta sinn. Poppararnir sem fylltu stóra sal Háskólabíós kraft- miklum tónum í gær voru Írafár, Bubbi Morthens, Stuðmenn, Papar, Daysleeper, Sálin hans Jóns míns, Í svörtum fötum, KK, Land og synir, Papar, Á móti sól, Eyjólfur Kristjánsson og Páll Rósinkranz ásamt Jet Black Joe. Allir gáfu vinnu sína. Þeir sem ekki áttu tök á að mæta á tónleikana geta enn lagt málefninu lið með því að hringja í styrktar- símann, 908-2000. Metsöluhljómsveitin Írafár fékk góðar viðtökur. Söngkona hljómsveitarinnar, Birg- itta Haukdal, er hér í hópi ungra aðdáenda. Á þriðju milljón safnaðist Morgunblaðið/Árni Torfason BAUGUR Ísland leggur æ meira upp úr verslun í stóru verslunarmiðstöðv- unum í Kringlunni og Smáralind og má áfram gera ráð fyrir auknum til- færslum í þá átt á kostnað verslana í miðbæ Reykjavíkur og á smærri stöð- um, að sögn Jóns Björnssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Baugi Ísland. Jón Björnsson segir að verið sé að skoða húsnæðiskostnað félagsins og hvernig nýta megi fasteignirnar bet- ur, en það leigi 72 fasteignir víðs veg- ar um landið. Eins og fram hafi komið í smásöluvísitölunni september til nóvember hafi verið samdráttur þrjá mánuði í röð og við því sé verið að bregðast. Hann segir að reynt hafi verið að svara kalli markaðarins um fleiri verslanir með lægra vöruverð og bendir á að búið sé að breyta 10–11- verslunum á Egilsstöðum og í Borg- arnesi í Bónusverslanir. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að loka tveimur óarð- bærum verslunum, Hagkaupum í Njarðvík og Top Shop við Lækjar- götu í Reykjavík. Aðspurður hvort til standi að opna Bónusverslun í Njarð- vík segir Jón að ekkert hafi verið ákveðið í því efni en það verði skoðað. Samdráttur hafi orðið í verslun í miðbæ Reykjavíkur og við því þurfi að bregðast með því að nýta fasteign- ir þar betur, annaðhvort með því að hætta þar rekstri, skipta um starf- semi eða framleigja húsnæðið. Tap Baugs Ísland eftir skatta var 297 milljónir króna frá 1. mars til 30. nóvember 2002 og segir Jón að fram- legð rekstrarins sé óviðunandi. Tilfærslur á kostnað mið- bæjar og smáverslana Baugur Ísland leggur meiri áherslu á verslun í Smáralind og Kringlunni FRAMKVÆMDIR við tvöföldun Reykjanesbrautar hefjast af fullum krafti síðar í vikunni og hafa verktak- arnir sett sér það markmið að ljúka fyrsta áfanganum á rúmu ári, en það er skemmri tími en upphafleg verkáætlun gerir ráð fyrir. Samtök áhugafólks um öryggi á Reykjanesbraut hafa lagt áherslu á að mögulegt sé að ljúka verk- inu í tveimur áföngum í stað þriggja. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra tók fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga tvöföldunarinnar um helgina en honum á að vera lokið 1. nóv- ember 2004. Steinþór Jónsson, talsmað- ur Samtaka áhugafólks um öryggi á Reykjanesbraut, segir að yrði nokkrum kílómetrum bætt við þá átta sem samið hafi verið um yrði hægt að tvöfalda Reykjanesbrautina í tveimur áföngum. Hann mælir með að framkvæmdunum verði flýtt þannig að brautinni verði lok- ið áður en meginþungi framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðar- firði ríður yfir. Vegagerðin sé reiðubúin til að skoða málið. Tvöföldun Reykjanesbrautar Klára 1. áfanga á rúmu ári  Verktakar/6 HÚSASORP jókst ekkert á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta ári, þrátt fyrir nokkra fjölgun íbúa. Heildarmagn sorps sem barst Sorpu árið 2002 var 9.800 tonn, sam- kvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Árið 2001 bárust um 8.800 tonn, en þá ber að hafa í huga að nokkurt magn sorps var flutt til urðunar fyrir austan fjall það árið. Ef aðeins er litið til húsasorps benda bráðabirgðatölur Sorpu til að magn þess sé nánast nákvæmlega hið sama milli áranna. Íbúum höf- uðborgarsvæðisins hefur þó fjölgað nokkuð, eða úr 178.000 manns 1. des- ember 2001 í 179.781 1. desember sl. Miðað við sorpmagnið hefur neysla því ekki aukist á höfuðborg- arsvæðinu og í raun dregist lítillega saman. Það er í samræmi við minni innflutning vöru á nýliðnu ári en árið á undan, en innflutningur neyslu- varnings dróst saman um tæp 3% á síðasta ári. Sveitarfélögin, sem eiga byggða- samlagið Sorpu, eru Reykjavík, Garðabær, Kópavogur, Hafnarfjörð- ur, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Bessastaðahreppur. Fleira fólk en jafn- mikið sorp Í VIÐRÆÐUM við Evrópusambandið um bætur fyrir missi frjáls markaðsaðgangs fyrir sjávaraf- urðir í ríkjum Austur-Evrópu sem senn ganga í ESB er mikilvægast að ná fram tollfríðindum fyrir fersk og fryst síldarflök, að mati samtaka í sjávarútvegi. Þar næst koma heilfryst síld, syk- ur-, krydd- og ediksíld og svo heilfrystur fiskur. Samtök atvinnulífsins, Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslu- stöðva hafa sent utanríkisráðuneytinu svokall- aðan forgangslista vegna viðræðna við Evrópusambandið. Þar er forgangsraðað þeim tollnúmerum, sem æskilegt er að fá bætur fyrir. Fyrir liggur að við ESB-aðild tíu ríkja í Austur- og Suðaustur-Evrópu falla niður fríverzlunar- samningar þeirra við EFTA-ríkin en í staðinn taka gildi ákvæði bókunar 9 við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, þar sem tollar eru á ýms- um sjávarafurðum, allt að 15%. Hæstu tollarnir eru á síldarafurðum, 10–15%. Útflutningur Íslend- inga til ríkjanna tíu, sem um ræðir, nam um þrem- ur milljörðum króna árið 2001 og var meginhlutinn sjávarafurðir. Mest var flutt út til Póllands, eða fyrir um milljarð króna, og voru 72% þess útflutnings fryst síld. Fyrir sumar síldarafurðir er tollfrjáls innflutn- ingskvóti í ESB, en samtökin telja hann ýmist of lítinn eða hafa nýtzt illa. Fersk eða fryst síldarsamflök (samföst flök eða „fiðrildi“) bera 15% toll samkvæmt bókun 9 við EES. Sami tollur er á heilfrystri síld. Sykur-, krydd- og ediksíld ber 10% toll og heilfrystur fiskur, þ.e. karfi, loðna og gulllax, 2,2–4,5% toll. Samtökin hafa jafnframt sent utanríkisráðu- neytinu forgangslista vegna umleitana við ESB um aukna fríverzlun með fisk yfirleitt, þ.e. burt- séð frá missi tollfríðinda í umsóknarlöndunum. Menn eru þó samkvæmt upplýsingum blaðsins vondaufir um að slíkar kröfur náist fram. Á þeim lista eru fersk karfa- og steinbítsflök efst, en þau bera 5,4% toll. Næst koma áður- nefndar síldarafurðir, sem bera 10–15% toll, þá humar, sem ber 12% toll, heilfrystur fiskur með 2,2–4,5% tolli og saltaður, þurrkaður þorskur sem ber 3,9% toll. Reynt að semja um bætur fyrir missi tollfríðinda við stækkun ESB Mikilvægast að fá 10– 15% toll á síld lækkaðan *&0*!5/&- &')&5?0 KM  2*,5/&-&') KMJ /0#"N0/))" 1+*),0&') IM  2*,5/&-# 5,&0# JNJ"LNKM L 8  9! # :; ) < ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ JÓHANNA Pálmadóttir, bóndi á Akri í Húnavatnssýslu, segir að fólki finnist ólýðræðislegt að Adolfi Berndsen skuli stillt upp í 5. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvest- urkjördæmi. Jóhanna hafnaði í 6. sæti í prókjörinu en Adolf Berndsen tók ekki þátt í því. Kjörnefnd Sjálf- stæðisflokksins ákvað á fundi sínum á laugardag að gera tillögu um að Adolf tæki 5. sætið, en Vilhjálmur Egilsson lenti í því í prófkjörinu. Jóhanna hlaut 52% atkvæða í 5. sætið í prófkjörinu. Fimm karlmenn skipa efstu sæti á lista flokksins í kjördæminu. Jóhanna bendir jafn- framt á að þeir séu allir frá sjávar- þorpi, en hún er forystumaður í hópi sauðfjárbænda. NV-kjördæmi Gagnrýni á kjörnefnd  Adolf Berndsen/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.