Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞÓTT ég sé aðeins 13 ára gömul stúlka í Laugalækjaskóla höfum ég og tvö bekkjarsystkini mín, Ingi- björg og Ægir, verið í hörkuviðræð- um um Kárahnjúkavirkjun. Okkur þykir afar leitt að sumir vilja eyða svona fallegu landslagi sem allir ættu vera stoltir af og ánægðir með, ég held að peningar séu þeim sem framkvæma efst í huga. Fyrir nokkrum vikum fór ég á mótmælafund gegn Kárahnjúka- virkjun sem haldinn var í Austur- bæjarbíóinu sáluga og var salurinn pakkfullur af fólki sem vildi greini- lega halda þessu landslagi óspilltu, eða þar voru kannski einhverjir sem vildu bara kynna sér tvær hliðar á málinu. Mér finnst algjör óþarfi að byggja nýtt álver á Austurlandi af því við höfum nú þegar eitt sem ég held nú að hafi aldrei brugðist okkur. Svona álver eru svo rosalega orkufrek. Það er líka hægt að spara orku. Ef fólk heldur að atvinnulausir geti fengið vinnu í þessu álveri, þá finnst mér fólk ekki hugsa hlutina til hlítar. Eru það ekki aðallega karlmenn sem sækjast eftir þessum störfum? Hlýtur ekki atvinnuleysi kvenna að verða meira en meðal karla á Austurlandi? Annars er ég nokkuð viss um að þetta mál eigi eftir að enda með því að Alcoa geti ekki styrkt virkjunina eins og búist er við. Íslenskri nátt- úrufegurð hefur þá verið sökkt til einskis og við sitjum uppi með skattana. Skemmtileg tilhugsun, finnst ykkur það ekki? Þess vegna mundi ég segja að ódýrasta og fegursta aðferðin í þessu máli væri að nýta þessa frá- bæru orku sem við höfum og dást að þessari ótrúlegu náttúru sem býr örugglega yfir dularfullum og spennandi leyndardómum. Kæru, yndisfögru landsmenn: verið stolt af Íslandi og leyndar- dómum þess, þeir munu alltaf verða hluti af okkur, ekki láta sökkva hluta af okkur! Við skulum nýta það sem við eigum! Hugsið málið til enda. Ég óska börnum náttúrunnar gleðilegrar hátíðar. GUÐRÚN HEIÐUR ÍSAKSDÓTTIR, Kleppsvegi 36, 105 Reykjavík. Athugasemd við Kárahnjúkavirkjun Frá Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur HINN 7.1.03 sendi Linda Samsonar Gísladóttir bréf til blaðsins og sagði okkur frá Aminu Lawal 31 árs konu sem dæmd var til þess að verða grýtt til dauða af héraðsdóminum Katsina í Nigeríu fyrir það eitt að eignast barn utan hjónabands. Við eigum flest að vera farin að þekkja þetta mál. Linda benti okkur á leið til þess að leggja lóð okkar á vogarskálina með því að fara inn á oprah.com og senda bréf sem þar er tilbúið til undirritunar (fljótleg- ast er að fara beint í leitarvélina á þessari síðu og skrifa Amina Law- al). Ég vil sérstaklega hvetja ykkur strákar til þess að skella ykkur á oprah.com og styðja við bakið á Aminu, við eigum jú flestir eigin- konu, dætur og systur. Það er ótrú- legt hvað maðurinn getur sýnt mikla grimmd og hugmyndaflug þegar kemur að því að aflífa aðra manneskju. Mér finnst það alveg með ólíkindum að á sjálfri 21. öld- inni sé enn verið að grýta konur til dauða. Fyrir stuttu var mér sýnt skelfilegt myndbrot á netinu. Þetta var brot úr fréttaþætti þar sem sýnd var aftaka fjögurra músl- imskra kvenna. Fréttaþulurinn var- aði við óhugnanlegum myndum og svo byrjaði sýningin. Fjöldi manna var samankomin á stórum malar- velli og í miðri þvögunni lágu tvær konur. Báðar höfðu þær verið vafð- ar inn í hvít lök sem huldu þær frá toppi til táa. Því næst voru þær bundnar, hendur niður með síðum og svo fæturnir saman. Búið var að moka holur og var þeim stillt í þær miðjar og mokað ofaní. Þarna stóðu þær álútar og hálfar upp úr jörð á meðan múgurinn (aðeins skipaður körlum) tíndi saman grjót í hrúgur og hóf að mynda hálfhring um kon- urnar. Síðan gall við rödd í hátal- arakerfinu og þá varð fjandinn laus. Það sem gerðist næst er næstum því ólýsanlegt, manni datt helst í hug bein útsending frá helvíti því lýðurinn gjörsamlega trylltist. Mennirnir görguðu og næstum froðufelldu, féllu hver um annan og kepptu um hvern stein sem þeir létu síðan dynja á vesalings kon- unum sem vögguðu sér í allar áttir frávita af ótta og sársauka. Smátt og smátt urðu hvít lökin rauðari og rauðari uns þau tóku að rifna undan oddhvössu grjótinu og afmynduð andlit þeirra komu í ljós og tóku að síga hægt til móts við rykuga jörð- ina.Við gátum ekki meira og slökkt- um á þessum viðbjóði, þó var tals- vert eftir af myndinni enda tvær konur eftir og ekki beint skjótur dauðdagi. Þvílíka mannvonsku og viðbjóð hef ég aldrei áður séð og þvílík blessun að búa á Íslandi en Amina Lawal er ekki svo heppin. Ég vona að þessi lýsing mín hafi sjokkerað þig aðeins, kæri lesandi, og hún verði til þess að þú skellir þér á oprah.com því þú eins og ég ert partur af þessum heimi. Linda sagði í grein sinni orðrétt: Takist okkur í sameiningu að bjarga Am- inu frá grýtingu gæti það orðið for- dæmi. Fordæmi sem yrði öðrum konum til bjargar. GUÐJÓN INGI VIÐARSSON, Hjallahlíð 25, 220 Mosfellsbæ. Um Aminu Lawal Frá Guðjóni Inga Viðarssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.