Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 11
H
INN 29. desember
1989 náði Nikkei
hlutabréfavísitalan í
Japan hámarki, 38.916
stigum. Þrettán árum
síðar, 29. desember síðastliðinn, var
hún komin niður í 8.579 stig og hafði
því lækkað um 78%. Það sem af er
þessu ári hefur hún haldið áfram að
lækka. Um svipað leyti og japanska
hlutabréfavísitalan hóf hina löngu
ferð sína niður á við féllu fasteignir í
verði og hefur verð þeirra lækkað
um 80%. Japanskt efnahagslíf hefur
ekki borið sitt barr eftir hrunið 1990.
Minnkandi hagvöxtur
Þetta má meðal annars sjá þegar
hagvöxtur mismunandi tímabila er
skoðaður. Á árunum 1956–1973 var
afar mikill hagvöxtur í Japan, 9,2% á
ári að meðaltali. Næstu ár á eftir,
1974–1991, var hagvöxtur vel viðun-
andi, eða 3,8% á ári að meðaltali. Síð-
asta áratuginn hefur hagvöxtur hins
vegar verið sáralítill, eða um 1,1% á
ári að meðaltali. Í nýlegri skýrslu
Efnahags- og framfarastofnunarinn-
ar, OECD, um Japan kemur fram að
til að auka hagvöxt þurfi að gera
grundvallarbreytingar á efnahags-
lífinu. Síðustu tvo áratugi hafi efna-
hagslífið einkennst af æ meiri inn-
spýtingu fjármagns sem hafi átt að
þjóna þeim tilgangi að halda uppi
framleiðni vinnuafls. Ekki sé hægt
að halda áfram á þessari braut því
arðsemi fjárfestingar sé orðin lítil.
Afleiðingin sé orðin sú að framleiðni
sé orðin mjög lítil og hver fram-
leiðslueining taki nú til sín meira
fjármagn og vinnuafl en þekkist í
öðrum helstu hagkerfum heimsins.
Tap fjármálageirans gífurlegt
OECD segir að japanskt hagkerfi
einkennist ekki eingöngu af lágri
framleiðni, því þar séu líka öflug út-
flutningsfyrirtæki með framleiðni
sem sé í fremstu röð í heiminum.
Hagkerfið sé því tvískipt, annars
vegar öflug útflutningsfyrirtæki
með háa framleiðni og hins vegar
fyrirtæki sem starfa á innanlands-
markaði sem séu eftirbátar annarra
landa í framleiðni.
Vegna þeirra miklu lána sem veitt
hafa verið fyrirtækjum á innan-
landsmarkaði í Japan er verulegur
vandi ríkjandi í fjármálageiranum.
Þeir sem fjallað hafa um þennan
vanda eru ekki á einu máli um hvert
umfang hans er, en tölurnar eru í öll-
um tilvikum háar.
Bandaríska rannsóknastofnunin
National Bureau of Economic Re-
search gaf í síðasta mánuði út
skýrslu eftir Anil K. Kashyap þar
sem fram kemur að hann telur að
skattgreiðendur muni að minnsta
kosti þurfa að bera byrðar sem nema
24% af landsframleiðslu Japans
vegna útlána sem aldrei verði
greidd. Mun hærri tölur hafa verið
nefndar, þannig kom til að mynda
fram í grein í The Asian Wall Street
Journal að útlán sem aldrei munu
innheimtast eða eru í sérstakri tap-
hættu nemi á bilinu 75%–100% af
landsframleiðslunni. Til samanburð-
ar segir The Wall Street Journal að
þegar vandi sparisjóðanna í Banda-
ríkjunum kom upp, S&L-vandinn,
hafi upphæðirnar einungis numið
5% af landsframleiðslu Bandaríkj-
anna. Það sem geri vandann í Japan
alvarlegri, fyrir utan að tölurnar séu
hærri, sé sú staðreynd að þar í landi
sé ekki tekið á honum en honum sé
þess í stað leyft að hlaðast upp.
Seðlabankinn kaupir hlutabréf
Kashyap nefnir sem dæmi um
vandann í efnahagsreikningum jap-
anskra banka að þeir séu kunnir fyr-
ir að setja of lítið í afskriftareikning
útlána og að þeim sé leyft að færa til
eignar skattalega inneign vegna tap-
rekstrar fyrri ára. Þá eigi bankarnir
mikið af hlutabréfum í öðrum fyr-
irtækjum og séu því viðkvæmir
gagnvart verðlækkun hlutabréfa.
The Japan Times segir að til að létta
á þessum vanda hafi Seðlabankinn í
Japan í lok nóvember á síðasta ári
farið að kaupa hlutabréf af bönkun-
um og gert sé ráð fyrir að hann haldi
því áfram fram á næsta haust. Upp-
hæðin muni nema 2.000 milljörðum
jena, sem jafngildir nær 1.400 millj-
örðum króna. Kaup seðlabanka á
hlutabréfum eru bæði óalgeng og
umdeild og óhætt er að segja að litið
sé á þau sem neyðarúrræði.
Fjármálageiranum er skipt í
þrennt í umfjöllun Kashyap, í banka,
líftryggingafélög og opinberar lána-
stofnanir. Ef söluhagnaður vegna
hlutabréfa og húseigna er undanskil-
inn hafa japanskir bankar verið
reknir með tapi allt frá árinu 1993 og
frá 1995 hefur oftar verið tap en
hagnaður þótt eignasala sé talin
með.
Ýmsar skýringar eru á þessum
slæma árangri japanskra banka.
Eitt af því sem bent hefur verið á er
að sú verðhjöðnun sem ríkir í Japan
hafi neikvæð áhrif á afkomu þeirra
vegna þess að vextir geti ekki farið
niður fyrir núll og þar sé því lág-
mark fjármagnskostnaðar þeirra og
svigrúmið til að hafa viðunandi mun
á inn- og útlánum sé minna en þegar
verðbólga sé fyrir hendi. Þessir lágu
vextir auki líka á vandann vegna
þess að þegar vextir séu við núllið
geti svo að segja allir lántakendur
greitt af lánum sínum. Þess vegna
komi raunverulegur greiðsluvandi
lántakenda ekki í ljós fyrr en þegar
greiða á höfuðstólinn og tapið verði
því meira en ella.
Opinberar björgunaraðgerðir
Þetta er ef til vill hluti skýring-
arinnar á því að bankar og opinberir
aðilar í Japan þykja gjarnir á að
veita lán til ótraustra fyrirtækja.
Mörg fyrirtæki á innanlandsmarkaði
eru í raun talin vera gjaldþrota og
meðal annars haldið gangandi til að
fela atvinnuleysi. Eitt nýlegt dæmi
er matvælakeðjan Daiei sem hefur
farið tvisvar í gegnum fjárhagslega
endurskipulagningu. Í seinna skiptið
kom opinber lánastofnun til bjargar
við fögnuð ríkisstjórnarinnar vegna
96.000 starfsmanna sem héldu
vinnunni. Við slíkar björgunarað-
gerðir gleymist hins vegar að þegar
veikum fyrirtækjum er ekki leyft að
verða gjaldþrota til að skapa svig-
rúm fyrir ný og lífvænlegri fyrirtæki
dregur smám saman úr þrótti efna-
hagslífsins.
Annar vandi sem japanskir bank-
ar eiga við að etja er hár launakostn-
aður, þó að nokkur árangur hafi
náðst á því sviði. Laun sem hlutfall
rekstrarkostnaðar lækkuðu úr 52% í
46% síðasta áratuginn, en eru þó enn
mun hærra hlutfall en í Bandaríkj-
unum þar sem þau nema 42% af
rekstrarkostnaði. Þá kann að koma á
óvart að japanskir bankar hafa fjár-
fest of lítið í upplýsingatækni á
seinni hluta síðasta áratugar sem
meðal annars hefur valdið erfiðleik-
um við sameiningar í bankakerfinu
og orðið til þess að þeir hafa misst
kortaviðskipti.
Þótt japanskir bankar séu meðal
stærstu banka í heimi mælt í eign-
um, eru þeir ekki leiðandi á neinu
sviði, eða að minnsta kosti afar fáum
sviðum. Afleiðingin af þessu hefur til
að mynda verið sú að þóknunar-
tekjur japanskra banka héldust
sambærilegar sem hlutfall af heild-
artekjum á árunum 1976 til 1996, en
hjá bandarískum bönkum jókst hlut-
fall þeirra um 150%.
Samkeppni við opinberar
lánastofnanir
Loks hefur samkeppni við niður-
greiddar opinberar lánastofnanir
haft neikvæð áhrif á bankana. Op-
inberar lánastofnanir eru einmitt
einn vandi fjármálakerfisins, eins og
getið var um hér að framan, og
margar þeirra munu þurfa á skattfé
að halda til að koma í veg fyrir þrot.
Ein hinna opinberu lánastofnana er
japanski pósturinn sem er með hefð-
bundna innlánsreikninga í sam-
keppni við bankana. Húsnæðislána-
stofnunin er önnur og hún veitir
niðurgreidd veðlán og dregur þann-
ig úr möguleikum bankanna til að
hagnast á síkum lánum til einstak-
linga. Þá eru ótaldar lánastofnanir
sem veita lán til ýmissa verkefna,
meðal annars á vegum sveitarfélaga.
Þær hafa meðal annars verið not-
aðar í viðleitni ríkisins til að halda
uppi eftirspurn í hagkerfinu, en ríkið
hefur eytt verulegum fjármunum í
þessu skyni.
Kashyap segir að þessar niður-
greiddu lánastofnanir ríkisins verði
að víkja eigi afkoma bankanna að
verða viðunandi og í skýrslum frá
Bank for International Settlements
og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa
komið fram sömu sjónarmið.
Líftryggingafélögin eru annar
stærsti hluti japanska fjármálakerf-
isins og vandi þeirra er á margan
hátt sambærilegur vanda bankanna.
Þau hafa veitt lán til ótraustra lán-
takenda, vegna eignasamsetningar
þeirra eru þau viðkvæm fyrir verð-
sveiflum á hlutabréfamarkaðnum og
þau keppa við opinberar líftrygging-
ar japanska póstsins sem er með um
þriðjung allra líftrygginga í Japan.
Umbætur ganga hægt
Í Japan hefur ekki verið ríkur vilji
til að taka á þeim kerfislæga vanda
sem uppi er í fjármálageiranum og
efnahagslífinu. Stjórnmálamenn
hafa ekki gert nauðsynlegar breyt-
ingar, sem að flestra mati felast í því
að draga úr þátttöku hins opinbera í
fjármálakerfinu og þrýsta á um upp-
gjör skulda og endurskipulagningu.
Þetta kann þó að breytast með nú-
verandi forsætisráðherra, Junichiro
Koizumi, en hann hefur sýnt vilja til
að ganga lengra í umbótaátt en flest-
ir aðrir. Aðgerðir til að taka á vand-
anum eru hafnar, en Koizumi hefur
engu að síður verið gagnrýndur fyrir
að breytingar gangi of hægt fyrir
sig. Hann hefur hafnað þessu og seg-
ir að skilningur sé að aukast á því að
gera verði breytingar, en þær geti
ekki gerst of hratt.
Engu að síður virðast flestir sam-
mála um að grípa verði sem fyrst til
róttækra aðgerða. Atvinnuleysi í
Japan er nú hærra en það hefur áður
verið frá stríðslokum, verðhjöðnun
hefur ríkt í þrjú ár og hlutabréfaverð
hefur ekki verið lægra í tvo áratugi.
Samkvæmt nýjustu ársfjórðungs-
könnun japanska seðlabankans á
viðhorfi viðskiptalífsins til efnahags-
ástandsins, svokallaðri tankan könn-
un, ríkir heldur minni svartsýni nú
en fyrir þremur mánuðum. Engu að
síður er viðhorfið neikvætt og gert
er ráð fyrir að það versni heldur í
könnun í mars næstkomandi.
Tvískipt
hagkerfi
Reuters
Þróun hlutabréfaverðs í Japan hefur í 13 ár gert miðlurum lífið leitt.
Japan hefur gengið í gegnum efnahags-
erfiðleika í meira en áratug og útlitið er
dökkt. Haraldur Johannessen fjallar
um umfang vandans, ástæður hans og
tilraunir til umbóta.
SALA dróst saman um 2,8% síð-
ustu vikurnar fyrir jól hjá breska
verslunarfyrirtækinu Big Food
Group, sem Baugur á 19,35% hlut
í. Big Food er eigandi verslunar-
keðjanna Iceland og Booker og
dróst salan saman hjá þeim báð-
um, að því er fram kemur í Times
Online.
Samkvæmt Financial Times
dróst sala hjá Iceland minna sam-
an síðustu fimm vikurnar fram að
3. janúar en síðustu þrettán vik-
urnar fyrir jól, eða 2,1% á móti
3,6%. Þetta er þakkað endurskipu-
lagningu og auknu kynningar-
starfi, en þrátt fyrir það hafi fram-
legð haldist.
Sami árangur náðist ekki hjá
Booker, þar var þrettán vikna sölu-
samdrátturinn 2,8% og jókst í 3,5%
á fimm vikna tímabilnu yfir jólin.
Á heildina litið hjá Big Food
samstæðunni dróst salan heldur
minna saman á fimm vikna tíma-
bilinu til 27. desember en á þrettán
vikna tímabilnu fyrir jól eða um
2,8% á móti 2,9%.
Í Times Online segir að Big
Food telji uppörvandi að árangur
hafi náðst þrátt fyrir erfiðar að-
stæður.
Sala Big Food
dregst saman