Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 1
Oft sjónræn skemmtun Gagnrýni um söngleikinn Sól og Mána Listir 14 Sökk dýpra og dýpra Játning Eiðs Smára um spila- fíkn vekur athygli Íþróttir 12 BRETLAND ætti ekki að taka þátt í hernaðaríhlutun í Írak án þess að fyrir því lægi ótvíræð heimild Sameinuðu þjóðanna. Þetta fullyrti ráð- herra í brezku ríkisstjórninni í gær. Clare Short, ráðherra þróunaraðstoðarmála í ríkis- stjórn Tony Blairs, sagði í ávarpi í Lundúnum að Bret- landi bæri skylda til að hindra að Bandaríkin færu ein út í stríð gegn Írak. „Hlutverk Bretlands á þessum sögulegu og viðsjár- verðu tímum er að reyna að halda Bandaríkjunum við far- veg Sameinuðu þjóðanna; að efla völd SÞ og víkja ekki frá SÞ-leiðinni,“ sagði Short. Í hópi ráðamanna utan Bandaríkjanna hefur Blair verið dyggastur í stuðningi við herskáa stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta gagnvart Írak. En margir áhrifamenn í brezka Verka- mannaflokknum eru ekki alls kostar sáttir við fylgispekt forsætisráðherrans við stefnu Bush. Niðurstöður skoðana- könnunar meðal héraðsfor- ystumanna flokksins vítt og breitt um Bretland, sem birt- ar voru í gær, sýna svo ekki verður um villzt að grasrótin í flokknum er andsnúin stríði við Írak án ótvíræðs sam- þykkis SÞ. Meirihluti Breta á móti Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir ITV-sjónvarpsstöð- ina brezku og verður birt þar í dag, mánudag, telur meiri- hluti Breta að Saddam Huss- ein Íraksforseti sé ekki svo hættulegur að það réttlæti að farið sé út í stríð. Þrjátíu af hundraði svar- enda í könnuninni, sem við- horfskannanafyrirtækið You- Gov gerði, telja að aðalhvatinn að áhuga bandarískra og brezkra stjórnvalda á íhlutun í Írak sé viljinn til að stýra nýt- ingu olíulinda við Persaflóa. Bretar haldi aftur af Bandaríkjamönnum Brezkur ráð- herra segir hern- að í Írak ekki koma til greina án heimildar SÞ Lundúnum. AP. SEBASTIAN Clover, fimmtán ára Englendingur, tryggði sér í gær sess í metabókum með því að verða yngsti maðurinn til að sigla einsamall yfir Atlantshafið. Hér veifar hann er hann sigldi seglskútu sinni, Reflection, sigri hrósandi inn á Ensku höfn á Antigua-eyju í hádeginu í gær. Faðir hans, Ian Clover, sagði að „hreint brjálæði“ hefði rekið þá feðga til að fara í kappsiglingu hvor á sinni skútunni yfir Atlantshaf. Þeir hófu siglinguna á Kanaríeyjum þann 19. desember. AP Yngstur yfir Atlantshaf HÓPUR franskra meist- arakokka, rithöfunda og fjölmiðlastjarna hyggst á næstunni senda Jóhann- esi Páli II páfa formlega bæn um að matgræðgi verði fjarlægð af listanum yfir dauðasyndirnar sjö, eftir því sem franska blað- ið Le Journal du Dim- anche greindi frá í gær. Félagar í Samtökum um matgræðgis-málið, þ.á m. meistarakokkarnir Paul Bocuse og Alain Ducasse, viðurkenna að kjarni málsins felist í skilningi orðsins „gourm- andise“, sem í hugum flests frönskumælandi fólks hefur breytzt úr „ofáti“ í að „kunna að njóta góðs matar“. Matgræðgi verði ekki dauðasynd París. AFP. Mynddiskalistinn fyrir fyrstu viku ársins Fólk 32 Austin Powers á toppnum STOFNAÐ 1913 11. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Samfylkingarinnar veitti Össuri Skarphéðinssyni, formanni flokksins, sl. mánu- dag umboð til að ræða við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur um hvernig nýta mætti krafta hennar. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingar- innar, segir að þingflokkurinn hafi verið einhuga um að bjóða ætti Ingibjörgu Sólrúnu að verða forsætisráð- herraefni og talsmaður flokksins. Engin formleg sam- þykkt hafi verið gerð í málinu, enda ekki þörf á því á vettvangi þingflokksins þar sem ákvörðunin hafi verið tekin á vettvangi flokksins í samráði við þingmenn og aðra trúnaðarmenn, en gengið hafi verið úr skugga um að allir væru sáttir við þetta boð. Ingibjörg Sólrún og Össur boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem til- kynnt var að Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Þetta er óháð því hvort hún nær kjöri sem alþingismaður. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, mun leiða hugsanlegar stjórnarmyndunarviðræður og einbeita sér að innra starfi flokksins en Ingibjörg Sólrún verður fulltrúi flokksins í helstu kappræðum kosningabaráttunnar. Össur segist hafa beðið Ingibjörgu Sólrúnu að taka að sér þetta hlutverk 4. janúar sl. eftir að hafa kannað viðhorf þingmanna Samfylkingarinnar, líklegra þing- manna að loknum kosningum og trúnaðarmanna víðs vegar um landið. Ingibjörg Sólrún hafi ekki léð máls á hugmyndinni í fyrstu en fallist á þetta í upphafi síðustu viku. Morgunblaðið/Þorkell Þingflokkurinn ein- huga um Ingibjörgu  Af fullum/4 Bryndís Hlöðversdóttir formaður þingflokks Samfylkingar Jón gefur lítið fyrir opinberar tölur um að atvinnuleysi sé á bilinu 2–3%. „Ég er með alls konar fólk á skrá hérna, háskólamenntað fólk, margir eru úr tölvugeiranum, hér eru bók- arar, fjármálastjórar og fleira reynt fólk. Verkamenn fáum við ekki á skrá hérna og ófaglært starfsfólk veitinga- staða, stórmarkaða og stórverslana sjáum við ekki. Það fólk fer gjarnan úr einum stórmarkaði í annan, því mikil hreyfing er á fólki í þessum geira.“ Jón segir að hann hafi, frá því að hann stofnaði Ráðningarþjónustuna árið 1995, fellt nöfn fólks út úr tölvu- grunni eftir fjóra mánuði, enda hafi reglan verið sú að þá hafi það verið komið með vinnu. „Þessari reglu get ég ekki fylgt lengur. Við könnuðum nú í vikubyrjun hve margir af þeim, sem skráðu sig hjá okkur í janúar og febrúar á síðasta ári, væru komnir með vinnu. Flestir þeirra sem við höfðum samband við voru enn at- vinnulausir.“ Fólk í starfi þorir ekki að skipta Jón segir að sú breyting hafi einnig orðið á hópi umsækjenda, að þar sé nú eingöngu fólk sem hafi ekki að neinum störfum að hverfa, en fólk sem hafi e.t.v. áhuga á að skipta um starf haldi að sér höndum. „Óánægja með starf er ekki nóg til að hrekja fólk út í óvissuna á vinnumarkaði. Það þorir hreinlega ekki að skipta. Núna fáum við yfir eitt þúsund heimsóknir á heimasíðu okkar á dag og 30 manns skrá sig atvinnulausa hjá okkur á degi hverjum. Talan er því þegar komin í 300 í janúar, en í meðalári ættu 2–300 manns að skrá sig á heilum mánuði.“ 300 sóttu um á tíu dögum Framkvæmdastjóri Ráðningarþjón- ustunnar telur atvinnuleysi 5–6% „VIÐ höfum fengið um 300 umsækjendur um störf á skrá hjá okkur á tíu fyrstu dögum ársins. Á sama tíma berast fáar beiðnir frá fyr- irtækjum um starfsfólk, eða þrisvar sinnum færri beiðnir en í meðal- ári. Ég held að raunverulegt atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu sé nærri því að vera 5–6%,“ segir Jón Baldvinsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar ehf. GERT er ráð fyrir kólnandi veðri um land allt í vikunni eftir langvarandi hlýindi það sem af er vetri. Á fimmtudag gerir Veðurstofan ráð fyrir snjókomu um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands verður hæg suðvest- læg átt og skúrir eða él á vestan- verðu landinu á morgun, en létt- skýjað austan til. Hiti verður víða 0 til 5 stig, en vægt frost norðaustan- lands. Búist er við svipuðu veðri næstu daga. Nánast ekkert hefur snjóað á landinu það sem af er vetri og hlýindi hafa verið dögum saman. Snjókoma um land allt á fimmtudag ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.