Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 23 uðmundur frændi okkar er fallinn frá, langt um aldur fram. Guðmundur var ekki bara frændi, hann lét sér annt um sína nánustu og munum við það frá okkar bernsku að þegar Guðmundur kom heim af sjón- um hafði hann oft meðferðis góðgæti GUÐMUNDUR JÚNÍ PROPPÉ ✝ Guðmundur JúníProppé fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 21. júlí 1948. Hann lést sunnudag- inn 5. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Proppé og Gunnar Proppé. Systkini hans eru Elísabet og Anton. Guðmundur giftist Sigurveigu Guð- mundsdóttir. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Guð- rún Finnborg, maki Eyþór Bene- diktsson; Kjartan Óskar, maki Rebekka Gylfadóttir; Eva Rós, maki Jens Jensson, eiga þau einn son; og Íris Dögg, maki Unnsteinn Ingólfsson, Íris á einn son. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. handa okkur systrun- um. Þegar Guðmundur var í Svíþjóð komu oft litlir pakkar þegar hann kom heim í frí. Guðmundur flutti til Reykjavíkur í byrjun níunda áratugarins og þá urðu tengslin meiri en þegar hann bjó á Þingeyri þar sem hann fæddist og bjó framan af. Guðmundur var allt- af tilbúinn til að hjálpa og vera öllum innan handar þegar maður bað um hjálp. Guðmundur þótti góð- ur starfskraftur og fór mjög gott orð af honum hvar sem hann starfaði, var alltaf ósérhlífinn og kom verki sínu vel frá. Eftir að við eignuðumst okkar börn reyndist Guðmundur þeim vel og spurði mikið og þótti þeim vænt um frænda sinn. Guðrúnu, Kjartani, Evu og Írisi sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi guð styðja ykkur og styrkja. Einnig viljum við senda þeim Elísabetu og Antoni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hafdís og Sigrún Aðalsteins- dætur og fjölskyldur ✝ Jón StefánHannesson var fæddur í Reykjavík 8. janúar 1936. Hann lést í hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi að- faranótt 6. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hannes Jónas Jóns- son, f. 27. maí 1892, d. 1971 verslunar- maður í Reykjavík og s.k. hans Ólöf Guðrún Stefánsdótt- ir, f. 12. maí 1900, d. 1986. Systkini Jóns voru Svein- björn, f. 30. nóv. 1921, d. 21. jan. 1998, Stefán, f. 22. apríl 1923, Pétur, f. 5. maí 1924, Sesselja, f. 6. júlí 1925, Ólafur, f. 7. nóv. 1926, Andrea Kristín, f. Helgu Friðriksdóttur, f. 2. júlí 1960. Þau eiga þrjú börn: Örnu Þóreyju, Friðrik og Droplaugu, og tvö barnabörn: Arnór Snæ og Benedikt Gunnar. 2) Hannes Jón- as, f. 16. júlí 1959, kvæntur Auði Gunnarsdóttur, f. 8. okt. 1961. Þau eiga tvö börn: Rósu Þórunni og Jón Stefán. 3) Kristjana Þur- íður, f. 16.mars 1961, gift Stefáni Ásgeirssyni, f. 12. júní 1955. Þau eiga tvær dætur: Hönnu Jónu og Unni Ósk og eitt barnabarn: Pet- rúnellu Aðalheiði. 4) Andrea Kristín f. 7. júlí 1966, gift Jóhann- esi Inga Kolbeinssyni, f. 24. sept. 1969. Þau eiga þrjú börn: Þuríði, Jónínu Jófríði og Högna Stein. Jón ólst upp á heimili foreldra sinna í Reykjavík fram um tví- tugt, en fluttist þá til Hafnar- fjarðar og var búsettur þar til ársins 2000 er þau hjón fluttust í Kópavog. Hann starfaði sem byggingarmeistari í Reykjavík mestan hluta starfsævinnar. Útför Jóns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 9.sept.1928, Björgvin, f. 20. júní 1930, Jó- hann, f. 20. júní 1930, Sigurður Ágúst Hannes, f. 17. ág. 1937, og Þorbjörg Rósa, f. 12. feb. 1939. Hálfsystir þeirra, samfeðra, er Málfríð- ur, f. 2. ág. 1920. Hinn 14. apríl 1960 kvæntist Jón eftirlif- andi eiginkonu sinni Droplaugu Bene- diktsdóttur, f. 17. okt. 1937. Foreldrar hennar voru Bene- dikt Guðnason, f. 18. maí 1908, d. 15. okt. 1996, og Þuríður Guð- jónsdóttir, f. 19. mars 1908, d. 2. júlí 1991. Börn þeirra Jóns og Droplaugar eru: 1) Benedikt Þór, f. 2. apr. 1957, kvæntur Fanneyju Látinn er mágur minn og vel- gjörðamaður, Jón Hannesson byggingameistari, aðeins tæpra 67 ára að aldri. Jón kom inn á heimilið í Ljósaklifi í Hafnarfirði árið 1956 er þau Droplaug systir mín og hann voru að draga sig saman. Þá hafði hann nýlega hafið nám sitt í húsa- smíði, en ég unglingur að árum. Hann sýndi okkur öllum á heimilinu þá þegar fádæma góðvild og hjálp- semi á sinn hljóðláta og hógværa hátt. Hann kom sem nýr kraftur inn í fjölskylduna og tók mjög til hendinni, lagfærði og snyrti um- hverfi hússins og m.a. áttum við mjög gott samstarf við lagfæringu vegar að húsinu er við ruddum nið- ur klettum með sleggju, meitla og járnkarl að vopni. Við það var Jón hamhleypa. Þá fyrst varð almenni- lega bílfært í hlað. Hann byggði og við húsið er fjölskylda hans stækk- aði og bjuggu þau hjón þar fyrstu árin. Við er heima vorum nutum svo góðs af er ungu hjónin stækkuðu við sig og fluttu að heiman. Minnist ég þess með þakklæti hve mikið hann lagði upp úr því að snyrtilegt væri umhverfis Ljósaklif er ég lauk stúdentsprófi 1961. Ég tel alltaf að þar hafi Jón verið að veita mér við- urkenningu sína. Vor hvert á skóla- árunum þegar ég hvarf að heiman til sumarvinnu spurði hann mig hvort mér væri ekki fjár vant. Þarna bar hann hag minn fyrir brjósti fram að fyrstu útborgun svo sem jafnan endranær. Þetta brást ekki, en festist í minni ungs manns. Jón mun hafa verið liðtækur knattspyrnumaður á unglingsárum sínum með KR, en lagði knatt- spyrnuna ekki fyrir sig eins og bróðir hans, er var landsliðsmaður. Á þessum árum tóku þau að ferðast mikið saman foreldrar mín- ir og ungu hjónin með börn sín. Lítt ferðaðist undirritaður með þeim, sennilega ekki mjög fjölskyldu- vænn unglingur. Ekki voru ferðirn- ar alltaf langar enda farkostir ekki sem síðar varð. Jafnan var Jón við stjórnvölinn og nutu þau öll þessara ferða vel og minntust með ánægju. Margt henti þau skemmtilegt og verður hér að koma sagan, sem Jón sá einna fyrstur spaugilegu hliðina á. Þá voru þau í lautarferð uppi við Kaldársel og voru á gömlum herbíl, sem lengi þjónaði Ljósaklifs- fjölskyldunni. Þau höfðu komið sér fyrir úti í náttúrunni og nutu veð- urblíðu og nestis þegar hvellsprakk á kyrrstæðum bílnum. Engin ánægjuorð munu þá hafa hrotið af vörum, en mikil varð gleðin þegar í ljós kom að það var varadekkið á palli bílsins sem hafði sprungið og þótti Jóni þarna bíllinn trúr eigend- um sínum og sýna vel kosti sína. Eitthvað í þessum dúr mun hafa hent marga í dekkjahallæri eftir- stríðsáranna. Annir ævistarfsins voru þá þegar teknar við með hæðum sínum og lægðum, húsbyggingar og fleira. Jón starfaði hjá ýmsum bygginga- meisturum í Reykjavík og við margar byggingar og má þar nefna Háskólabíó og Tónabíó og háhýsi við Austurbrún. Hann var meðal hinna fjölmörgu íslensku iðnaðar- manna er fóru til starfa hjá Kock- ums-skipasmíðastöðinni í Svíþjóð árið 1969 og gátu sér gott orð. Seinna hóf hann sjálfur verktöku og lengstan samfelldan starfsferil vann hann á vegum Vatnsveitu Reykjavíkur eða hátt í þrjátíu ár. Byggði hann nánast öll mannvirki Vatnsveitunnar í Heiðmörk allt fram til 1995. Þau eru eðli málsins samkæmt ekki háreist, en fróðir menn tjá mér að þau séu ótrúlega mikil að vöxtum. Sú bygging sem flestir geta augum litið er Gvend- arbrunnahúsið, sem blasir við frá Suðurlandsveginum. Alltaf finnst undirrituðum, sem fæddur er og uppalinn á hrauni, hnullungahleðsl- urnar við anddyri þess vera firna merkilegar. Þar fékk náttúrulegur mosi og lyng að halda sér. Þær munu handaverk Jóns og hans manna. Auk þess hafði hann flokk um skeið, er sá um lagnir fyrir Vatnsveituna. Á hans vegum voru einnig um eitthvert árabil sumar- vinnuflokkar ungmenna, sem Vatnsveitan hélt úti. Og hjá Vatns- veitunni lauk hann ævistarfinu fyr- ir fáum árum er veikindi steðjuðu að. Er efni jukust fór Jón að leyfa sér ýmis hliðarspor, ef svo mætti segja þótt ekki væru þau stór í sniðum. Hann tók m.a. þátt í útgerð um skamma hríð. Það var fyrir daga kvótans. Veiðiskap í ám og vötnum sótti hann einnig og gott ef hann tók ekki þátt í laxeldisævin- týrinu á sínum tíma. Einnig komu álaveiðar við sögu hans. Hann eign- aðist hlut í einni náttúrufegurstu jörð landsins, Hvalnesi í Lóni. Þangað buðu þau hjón okkur og öðrum ættingjum og vinum að koma og dvelja með sér og verð ég að segja að það voru dýrðlegir dag- ar, sem ekki síst börn okkar nutu þótt komin væru úr frumbernsku. Sjálfur reyndi ég mikið, með góðri aðstoð Jóns, að staðfesta frumsögu Íslands með því að leita fleiri róm- verjapeninga í Hvaldal, en hafði að sjálfsögðu ekki erindi sem erfiði! – Einnig tóku þau hjón að ferðast á sólarstrendur svo sem alsiða varð og eftir miklar annir í starfi brugðu þau sér oft til Glasgow frá amstri dagsins. Starfsfélögum sínum og mörgum mönnum er hjá honum unnu sýndi Jón mikla umhyggju, einkum ef þeir voru einstæðingar eða höfðu á einhvern hátt orðið undir í lífinu. Átti hann margar ferðir í frítíma sínum að líta til með þeim. Hann átti og til að koma fólki á óvart með því að banka upp á og færa því gjöf, blóm eða aðra hluti. Fyrir þessu hefi ég fullvissu og ekki aðeins af eigin raun. Er ég hóf eigin atvinnu- rekstur var það hann sem dreif allt áfram er að húsnæði laut og inn- réttingum og kom ei gjald fyrir. Seint munu mér gleymast viðbrögð þau, er hann sýndi, þegar ég lenti í lítilsháttar útistöðum við iðnaðar- menn við eigið hús. Fór ég þá til þeirra hjóna, sem jafnan tóku mér sem foreldrar, og rakti raunir mín- ar. Þá var Jón fljótur að skilja að þetta var einungis hugarangur yf- irspennts húsbyggjanda. Það verð- ur ávallt leyndarmál hvernig hann brást við, en glaður og áhyggjulaus ók húsbyggjandinn heimleiðis og úr öllu rættist fljótt og vel. Jón var mikill fjölskyldumaður, þótt alla jafna sæi maður hann ekki með barn á höndum, og héldu þau hjón frábærar veislur sem margir minnast. Hann var fjölskyldu sinni góður og bar hag hennar mjög fyrir brjósti svo og annarra í stórfjöl- skyldunni. Margir stigu sín fyrstu skref í atvinnulífinu undir hans verndarvæng. Hann fylgdist vel með börnunum í uppvextinum og ekki bara sínum eigin. Jón kom úr barnmargri fjölskyldu og efa ég ekki að það fólk og þeirra afkom- endur hafa svipaða sögu að segja og ég. Ég undraðist það oft hve þessi önnum kafni maður var duglegur að sækja afmæli og aðra tímamóta- viðburði í fjölskyldu sinni. Býr mér í hug að hann hafi ekki aðeins talið það skyldu sína heldur hafi hann haft af því nokkurt gaman, þar sem hann sat hægur og hljóðlátur en viðræðugóður, þótt spurt gæti hann snögglega svo mönnum vafðist tunga um tönn. Þó var langt í frá að Jón væri skaplaus maður og efa ég ekki að um hann hafi nætt í hrak- viðrum verktökunnar sem aðra. En frá slíku kann ég ekki að segja. Foreldrum mínum var hann sem besti sonur, einkum er elli kerling og sjúkdómar sóttu að, og gerði þeim kleift að njóta samvista við sína nánustu á hátíðarstundum. Eftir að móðir mín varð bundin hjólastól lagði hann á sig ómælt erf- iði við að flytja hana milli húsa og létta henni lífið á marga lund. Einn- ig átti pabbi gamli margar góðar stundir með þeim heima og í Hval- nesi síðustu æviár sín. Verður þetta aldrei fullþakkað. Hér kveð ég og fjölskylda mín hógværan öðling og færum fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Hvíli hann í friði. Gunnar Benediktsson. Jón frændi er dáinn, og fram í hugann streyma ótal minningar um ljúfan dreng. Við Jón vorum bræðrasynir, en það var þó ekki fyrr en komið var fram á miðja ævi, að náin kynni tók- ust með okkur, enda með búsetu fjarri hvor öðrum fram til þess tíma. Það þurfti ekki að umgangast Jón lengi til þess að átta sig á, að þar fór traustur maður og heillynd- ur, enda hreifst ég fjótt af mann- kostum frænda míns. Jón vann lengst ævi sinnar sem trésmíðameistari hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og fórst það starf vel úr hendi, enda fagmaður ágætur, áreiðanlegur og vel liðinn meðal starfsmanna sinna. Greiðvikinn var hann með ein- dæmum, enda stór sá hópur, sem minnist hans með þakklæti á þess- ari stundu, og þar í flokki er ég sjálfur. Fjölskyldan var Jóni afar mikils virði og hélt hann fast um sína nán- ustu, sem og vini sína, og alltaf í viðbragðsstöðu til þess að aðstoða, ef með þyrfti. En hann stóð ekki einn, því við hlið sér hafði hann eiginkonu sína, Droplaugu, hjartahlýja og jákvæða manneskju, sem bjó honum ekki að- eins indælt heimili, heldur aðstoð- aði hann jafnframt við atvinnu- reksturinn. Ég minnist ánægjulegrar úti- legu, sem við hjónin fórum í með Jóni og Droplaugu, því það var þá, sem ég áttaði mig á því hvað þau hjón bættu hvort annað. Ég vil að leiðarlokum kveðja frænda minn, Jón, og þakka honum þann hlýhug, vináttu og hjálpfýsi, sem hann sýndi mér og mínum á genginni ævi. Droplaugu og börnum vottum við Kristín innilega hluttekningu. Kolbeinn. Elsku tengdapabbi. Með þér er fallinn frá elskaður, dáður, fórnfús og heiðarlegur maður. Þú byggðir upp og hlúðir vel að fjölskyldu og vinum svo eftir því var tekið. Ég vil þakka þér fyrir öll 25 árin sem ég fékk að deila með þér og hafðu ævarandi þökk fyrir. Ég sendi þér vísu sem mér áskotnaðist á nám- skeiði um Alzheimersjúkdóminn: Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfðir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Tove Findal Bengtsson – þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Hvíl þú í friði. Ástarkveðja Þín tengdadóttir Fanney. Nú þegar góður vinur heimilis okkar kveður koma margar minn- ingar upp í hugann, allt frá þeim tíma fyrir 35 árum þegar Droplaug, Jón og börnin þeirra fjögur fluttu í nýbyggt hús sitt beint á móti okkar húsi. Öll þessi ár höfum við fylgst að, börnin leikið sér saman og fjöl- skyldurnar verið saman á mörgum hátíðis- og gleðistundum og líka ef eitthvað mótdrægt kom upp. Jón var mjög rólegur og traustur maður sem lét lítið á sér bera og það sem okkur fannst einkenna hann mest var hve greiðvikinn og barngóður hann var. Við minnumst þess hvað tilbúinn hann var að lána þeim verkfæri og gefa þeim efni í kofabyggingar og annað sem þau voru að brasa og stulturnar sem hann smíðaði handa þeim gleymast ekki eða að hann leyfði þeim að keyra jeppann sinn. Þetta eru allt mikil ævintýri í minningunni. Ætíð var sú vissa að hann vildi okkur öllum allt það besta og Vali, sem var mikið á hans heimili, þótti einstaklega vænt um hann og leit á hann sem sinn sérstaka vin. Við kveðjum góðan mann sem var lánsamur í lífi sínu, átti góða konu og börn sem þótti mjög vænt hann og hugsuðu vel um hann í veikindum síðustu ára. Blessuð veri minning hans. Fjölskyldan Álfaskeiði 83. JÓN STEFÁN HANNESSON Móðir okkar, MARÍA NJÁLSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, er látin. Útför hennar verður auglýst síðar. Guðný Þórðardóttir, Pétur Örn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.