Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 25 ✝ Jóhann EyjólfurKristjánsson fæddist í Hafnar- firði 30. júlí 1926. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut hinn 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Eyjólfsson frá Sviðholti, f. 9. sept. 1892, d. 4. júlí 1981, og Pálmey Magnúsdóttir frá Hnjóti, f. 29. júní 1893, d. 5. mars 1967. Systkini Jó- hanns eru Ottó Ragnar Einars- son, f. 31. júlí 1918, d. 27. nóv. 1949, Magnús Kristjánsson, f. 5. nóv. 1927, Sigríður Kristjáns- dóttir, f. 30. des. 1928, og Ágúst Kristjánsson, f. 15. sept. 1931. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Hulda Klein Kristjánsson, f. 29. ágúst 1923. Börn þeirra eru sex: Sophus Valdimar, f. 18. mars 1948, maki Áslaug Ingólfs- dóttir, Sophus á tvö börn. Ottó Ragnar, f. 1. ág. 1950, hann á þrjú börn. Elín Margrét, f. 13. apríl 1952, sambýliskona Berg- rún Sigurðardóttir, Elín á þrjú börn. Brynja, f. 22. jan. 1954, maki Rúnar Gíslason, þau eign- uðust fjögur börn, eitt þeirra er látið. Pálmey, f. 15. maí 1959, maki Niels Krogh Ander- sen, þau eiga þrjú börn. Hjördís, f. 4. feb. 1963, hún á tvö börn. Auk þessara 17 barnabarna átti Jóhann sjö barna- barnabörn. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sín- um í Miðengi í Garðahverfi og lauk landsprófi frá Flensborgarskóla. Árið 1948 fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann nam kjötiðn hjá Jóhannesi C. Klein við Baldursgötu. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Huldu. Þau gengu í hjónaband árið 1949 og hófu búskap við Miklubraut í Reykjavík. Jóhann og Hulda stofnuðu eina af fyrstu matvöruverslun- um í Kópavogi, Borgarbúðina (Jóabúð) árið 1957 og fluttust í kjölfarið í Kópavog þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. Jóhann helgaði alla sína starfsævi versl- unarrekstrinum allt þar til hann settist í helgan stein árið 1999. Útför Jóhanns fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það var á laugardagsmorgni í að- draganda jóla fyrir hartnær þrjátíu árum að ég kom í Borgarbúðina í Kópavogi í fyrsta sinn. Búðin var full af fólki, annríki mikið og kaup- maðurinn hafði í mörg horn að líta. Sumarið áður hafði ég fellt hug til dóttur hans á erlendri grund og var nú kominn í heimsókn. Við tókumst í hendur, sögðum fáein orð hvor við annan, hann horfði örstutt rannsak- andi augnaráði á mig og var síðan þotinn til að sinna næsta viðskipta- vini. Ég stóð eftir og reyndi að telja mér trú um að hann væri ánægður með það sem hann sá. Þannig voru mín fyrstu kynni af tengdaföður mínum, Jóhanni Kristjánssyni, sem í dag verður lagður til hinstu hvíld- ar. Jóhann ólst upp í fimm systkina hópi í Miðengi á Álftanesi á tímum heimskreppu og styrjaldar. Í upp- vextinum kynntist hann hinni hörðu lífsbaráttu sem einkenndi kjör al- þýðufólks á þeim tíma. Að lokinni skólgöngu í Flensborgarskóla lærði hann kjötiðn hjá Jóhannesi C. Klein, kaupmanni í Reykjavík, síðar tengdaföður sínum. Þáttaskil urðu í lífi Jóhanns og fjölskyldu hans er hann hóf rekstur Borgarbúðarinnar upp úr miðjum sjötta áratugnum. Kópavogur var þá að breytast úr sveit í bæ og mikil uppbygging í gangi. Það átti fyrir Jóhanni og Huldu konu hans að liggja að verða þátttakendur í því ævintýri. Borgarbúðina ráku þau af höfðingsskap um fjögurra áratuga skeið er þau létu af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að þau höfðu rek- ið verslunina í nokkur ár fluttu þau í Kópavoginn og hafa búið í Skóla- gerðinu alla tíð síðan. Jóhann var afar vinnusamur mað- ur, fylgdist með þjóðfélagsmálum af áhuga, hlustaði mikið á útvarp og las þegar tími gafst til. Hann var mjög sjálfstæður persónuleiki, fast- heldinn á það sem vel hafði reynst og stundum talsvert íhaldssamur. Hann var dagfarsprúður, glettinn ef hann vildi það við hafa og viðræðu- góður. En ekki var hann allra og kaus að byggja vináttu á traustum grunni. Þannig reyndi ég tengda- föður minn og fann fljótlega að í honum hafði ég eignast góðan vin og bakhjarl í lífinu. Fjölskyldumaður var hann að eðl- isfari og lét sér annt um sína nán- ustu. Hin síðari ár voru Jóhanni erfið fyrir sakir heilsubrests. Hann kvartaði ekki, það var ekki hans stíll. En vissulega höfðu þau Hulda unnið til þægilegra ævikvölds að löngum og ströngum starfsdegi loknum. Ég kveð Jóhann með söknuði og þakklæti fyrir allt það góða og já- kvæða sem hann skilur eftir sig. Blessuð sé minning hans. Rúnar Gíslason. Elsku pabbi. Það er gott að þú skulir vera búinn að fá hvíldina eftir veikindin sem á þig hafa herjað. Ég var heppinn að hafa eignast þig sem föður því að þú kenndir mér svo margt og reyndist mér ætíð svo vel. Þú kenndir mér allt sem viðkom verslunarrekstri og þar varst þú svo sannarlega á heimavelli en verslun- arstörf stundaðir þú af miklum myndarskap í heil 55 ár. Hjá Jo- hannesi C. Klein tengaföður þínum varst þú í 13 ár og þar lærðir þú kjötiðn, svo fluttir þú þig um set og fórst í Kópavoginn og varst þar með eigin rekstur í 42 ár í Borgarbúðinni og voru þeir margir sem söknuðu þess mikið þegar þú lést af störfum. Vinnustundirnar hjá þér í gegnum árin voru ófáar og fannst mörgum nóg um en þetta var þitt hjartans mál og þitt aðal áhugamál og mamma var þér ævinlega til halds og trausts þó að fjölskyldan væri stór og um margt að hugsa. Hin seinni ár byggðuð þið ykkur bústað í sveitinni og áttuð þar góðar stund- ir en yfirleitt eirðir þú ekki lengi þar því þú varst með hugann við búðina. Ég átti því láni að fagna að fá að starfa með þér meira og minna alla mína tíð og í búðinni þinni var ég svo heppinn að kynnast konunni minni. Í veikindum þínum kom hógværð þín mjög berlega í ljós en þú vildir ekkert vera að hringja á bjöllurnar þó verkirnir væru slæmir því að hjúkrunarkonurnar hefðu örugg- lega nóg annað að gera Elsku pabbi, þú skilur eftir þig stórt skarð í hjarta mínu en ég er þó þakklátur fyrir að hafa getað stutt þig af krafti í þínum veikindum. Guð geymi þig. Þinn Sophus og Áslaug. Nú þegar afi er horfinn, þá sitja eftir minningarnar. Minningar um duglegan mann og góðan afa. Mínar helstu minningar tengjast afa í búðinni. Afabúð kallaði ég hana alltaf, enda var afi alltaf þar. Þetta var einn af föstu punktunum í tilver- unni. Sem krakki kom ég í búðina og afi jafnvel gaukaði einhverju að manni. Sem unglingur fékk ég sum- arvinnu hjá afa og kynntist afa sem vinnuveitanda, duglegur, nákvæmur og sanngjarn. Og seinna þegar ég var komin með fjölskyldu kom ég stundum í búðina til að versla þótt ég byggi vestur í bæ. Kjötfarsið hans afa var nefnilega best! En mér eru líka minnisstæðar aðrar stundir heima við og í sum- arbústaðnum. Afi var alvörugefinn og rólegur maður en það var stutt í glettnina og stríðinn var hann líka. Mér er minnisstætt þegar hann var einu sinni beðinn um að kasta kart- öflum yfir á hinn enda matarborðs- ins. Þótt beiðnin væri ekki bókstaf- lega meint, þá komu kartöflurnar fljúgandi! Afi var veikur undir það síðasta og þótt sárt sé að kveðja í síðasta sinn þá er huggun í því að nú þjáist hann ekki lengur. Því dauðans þökk ei viknar við, þó vinir hylji grátna brá, hún á hinn djúpa undrafrið, sem engin stuna rjúfa má. Því skal hver við sín örlög una, en ástvin horfinn þakka og muna. (Hulda.) Minning afa mun lifa með okkur. Hulda. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur, á síðustu nótt Íslands- dvalar minnar kvaddir þú þennan heim og lagðir af stað í ferðina miklu. Þú varst nú aldrei jafn mikill ferðalangur og ég en ég vona samt að þú sért nú kominn þangað sem veikindi og sársauki ná ekki í þig. Ég hef ekki séð þig oft síðustu ár- in en ég veit að þau hafa verið þér erfið, veikindin einkenndu hið dag- lega líf og þú gast ekki notið ævi- kvöldsins eins og þú hefðir viljað. Þar sem ég hef dvalið lengi erlendis þá ert þú ekki veikur maður í huga mínum heldur frískur, vinnur í afa- búð og stingur að mér einhverju smáræði þegar við hittumst. Ein af þeim minningum sem stinga upp kollinum, er þegar ég fékk að fara með þér á aðfangadag í kirkjugarðinn að vitja leiðis bróður þíns. Það hryggir mig að hugsa til þess að það skuli vera leiðið þitt sem ég vitja í næsta skiptið sem ég verð á Íslandi. Ástarkveðjur, afi minn. Berglind. Afi minn í Skólagerði er farinn. Ég á mikið af minningum um hann og þá allra helst úr Borgarbúðinni eða Afabúð eins og við kölluðum hana alltaf. Sumar af betri minn- ingum mínum frá þeim tíma sem ég var með afa eru þó jólaminningar. Um hver jól fór ég alltaf með afa í kirkjugarðinn til þess að setja ljós á leiðin hjá langömmum og langöfum mínum. Þetta voru alltaf bestu stundirnar um jólin. Næstu jól ætla ég að halda þessari hefð við, en þá fer ég til þess að heimsækja hann afa minn. Takk fyrir allt, elsku afi. Finna. Flestar minningar okkar um afa tengjast búðinni hans eða afabúð eins og við kölluðum hana. Afi var kaupmaður af lífi og sál og við vor- um mjög stolt af honum. Allir þekktu Jóa í Jóabúð og við sögðum öllum vinum okkar frá afa í afabúð. Toppurinn var þegar hann kom með heilu kassana af ís handa okkur heim í Skólagerðið. Einn sérstak- lega minnisstæður dagur var þegar Jóhanna varð sex ára og afi 60 ára, þá hélt Jóhanna því fram að árið eft- ir yrði hún sjö ára og afi 70. Sam- kvæmt þessum gáfulegu útreikning- um lést afi rúmlega 220 ára gamall og það telst nú bara nokkuð gott. Okkur þykir leitt að komast ekki í jarðarförina. Við eigum öll eftir að minnast góðu stundanna með afa og sakna hans mikið. Hermann, Björk og Jóhanna Rúnarsbörn. Þegar við hugsum um afa kemur minningin um þétt handtak og hlýj- an koss á kinnina upp í hugann. Afi okkar var einn besti maður sem við höfum kynnst og hann lifir að eilífu í hjarta okkar og allra þeirra sem þykir vænt um hann. Við viljum minnast hans með þessari litlu vísu: Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Unnur og Sandra. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir ástvinum sínum en það huggar mann þó örlítið ef maður veit að þeim líður betur. Hann Jóhann afi okkar er nú horfinn á braut eftir veikindi og við vitum að hann er hvíldinni feginn. Elsku afi, takk fyrir að vera svona góður maður eins og þú varst. Alltaf varst þú boðinn og búinn að aðstoða okkur ef þú mögulega gast og þökkum við kærlega fyrir það. Okkur systkinin langar til að kveðja þig með þessu fallega ljóði: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku afi, Guð blessi þig. Sigfríður og Jóhann. Elsku afi. Okkur afabörnin í Dan- mörku langar til að minnast þín með þessum fáu orðum. Bestu minning- arnar frá Íslandsheimsóknum okkar tengjast dvölinni í Skólagerðinu hjá ykkur ömmu og ferðunum austur í sumarbústaðinn. Sérstaklega mun- um við eftir hversu vel þú tókst allt- af á móti okkur þegar við heimsótt- um þig í búðina og ekki brást að þú laumaðir að okkur smá nammi. Við eigum svo margar góðar minningar um þig sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar. Takk fyrir allt. Jóhann, Mónika, Jakob, Heidi, Vera og Lísa. JÓHANN E. KRISTJÁNSSON ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Knattspyrnudeild Stjörnunnar Þjálfara vantar til starfa við þjálfun yngri drengja- flokka hjá knattspyrnudeild Stjörnunnar. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 821 1940, rosa@umfstjarnan.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi Til leigu í Ármúlanum snyrtilegt skrifstofuher- bergi. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sam- eign. Góður staður. Upplýsingar gefur Þór í síma 553 8640 eða 899 3760. KENNSLA Tilboð janúarmánaðar Skráning í síma 562-6212 alla virka daga kl. 10 - 22 www.tolvuskoli.net Tölvuskólinn Sóltúni TIL SÖLU Hluti af búslóð til sölu Antik húsgögn Uppl. í síma 557 5000 eða 691 3736. ÞJÓNUSTA Fagflísar ehf. geta bætt við sig verkefnum í flísalögn- um, múrverki og viðgerðum. Einungis faglærðir menn. S. 846 7341/847 7609. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA AIKIDO - ný námskeið að hefjast Unglinga- og fullorðinshópar — Faxafeni 8. Uppl. í s. 822 1824 og 897 4675. Mán.-mið. 18.00-19.15, lau. 11.00-12.15. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19  1831138  ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.