Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 15 Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 AÐ flokka tónleika Andromedu- hópsins undir „heimsmúsík“ er að- eins neyðarúrræði, því jafnvel sá breiði merkimiði hrekkur engan veg- inn til að afmarka tónafurðir fjór- menninganna. Þótt margt væri að vísu þjóðlagakennt eða djassleitt og sterklega mótað af snarstefjuðum spuna, þá var tónlistin á hinn bóginn iðulega það mikið skrifuð og skipu- lögð að vestræn nóteruð listmúsík frá fyrri hluta síðustu aldar kom upp í hugann. Fyrsta atriði hópsins – „New Digs“ eftir Larrabee og „Hunky Dory“ eftir Harlan – spannaði hressi- lega blöndu af bandarískum fern- ingsdansi, Balkanþjóðlögum og blús- djassi. Næstu fjögur lögin voru eftir Harlan. „October“ var hægsúrreal- ískur kabarettvals í anda Ninos Rota. „Slipstream/Barber Shop“, lengsta númer kvöldsins, byrjaði á seiðandi írskum gikki í 9/8 (3-3-3) er leiddi fljótt í grísku niðurskiptinguna 3-2- 2-2 og teygði sig yfir heilar 17 mín- útur með viðkomu í m.a. fimmskipt- um búlgörskum kópenitsutakti og nútíma djassgítareinleik. Hið dreym- andi „Coach“ var hins vegar stutt en ómótstæðilega heillandi keltnesk ballaða í rólegri 6/8 gikkhrynjandi. „Ratchenitsa for Robby“ (Larrabee) leiftraði af fimri sjöskiptri búlgarskri brúðkaupsveizlufótmennt. Hæglátt „Memoir“ Harlans hófst á íhugulum gítarinngangi við enduróm af ís- lenzka þjóðlaginu Krummi svaf í klettagjá, áður en hin hljóðfærin tíndust smám saman inn hvert af öðru undir hrynhætti sem mest af öllu líktist angurværri milonga frá Buenos Aires. Fyrri hluta lauk á bráðskemmtilegu „Jigsaw“ eftir sama höfund þar sem púslað var saman einleiksinnsköflum í frjáls- legu en vel útfærðu rondóformi inn á milli dunandi hópriffa í 10/8 og 7/8; allt knúð markvissri framvindu og lýtalaust þéttum samleik. Af fjórum atriðum eftir hlé var huglægast en um leið hlutlausast hið fyrsta, „Homage 1 & 2 – Rondea- oughx“ [sic] e. Harlan, þar sem kenndi áhrifa frá Bartók og Sjostak- ovitsj. „Norwegian Slip“ (Larrabee) brá hrynbúi úr gikkheimi yfir í lipran djassvals og lenti allra númera þokkafyllst í niðurlagi á ískurháu plingi. „Waltz–Adagio–Tarantella“, útsetning Harlans á hljómskálaverki eftir hinn lýðsæla bandaríska John Corigliano (f. 1938; að sumra vitund arftaka Bernsteins), var ýmist grá- glettin eða blæðandi melódísk og eins og flest á undan afburðavel flutt. Lokaatriði hópsins, Balkanskir dans- ar, hófst á hæglátt kjökrandi smala- fiðlu Ímu Þallar í þrakneskri morg- unlokku, en brátt var allt komið á svo fulla ferð að annað hefur ekki heyrzt síðan Rammislagur Bósa sögu feykti koppum og kirnum, nema kannski í brúðkaupsveizlu Villa kokks og Dóm- hildar. Það kallaði á aukalag, sem var hylling nikkarans til Astors heitins Piazzolla, blóðheitur tango nuevo. Óhætt er að segja að gustað hafi af þessari músíseringu. Ólíkt margri evrópskri heimstónlist og nútíma- djassi dróst hún sjaldan á langinn í hlustun og sagði oft venjulegum tón- leikagesti meira en gengur og gerist. Ekki aðeins vegna óvenjumikillar fjölbreytni, heldur einnig vel úthugs- aðrar dispositionis, eins og barokk- tónfræðingar myndu orða það – markvissrar skipulagningar sem fór skræpóttu stílblöndunum afskaplega vel. Eftir aðeins tveggja ára feril hef- ur Andromeda greinilega rambað á frjóan óskastein sem ætti að bjóða upp á ótal framhaldsmöguleika. Rambað á óskastein Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimstónlist í afburðagóðum flutningi, segir í umsögn um tónleika Andromedu. TÓNLIST Ýmir Verk eftir Harlan, Larrabee og Corigliano; balkönsk þjóðlagatónlist. Tónlistarhóp- urinn Andromeda (Evan Harlan harm- onikka, Íma Þöll Jónsdóttir fiðla, Adam Larrabee gítar/mandólín & Andrew Blickenderfer kontrabassi). Laugardag- inn 11. janúar kl. 20. HEIMSMÚSÍKTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.