Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 29 DAGBÓK VESTUR tekur upp spilin sín, skoðar þau lauslega en sér fátt merkilegt og leggur þau frá sér til að hræra í kaffibollanum. Hann er rétt búinn að taka fyrsta sopann þegar sögnum er lokið og við blasir að spila út gegn sex hjörtum. Settu þig í hans spor: Vestur ♠ D1095 ♥ -- ♦ K1085 ♣D10973 Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 6 hjörtu ! Pass Pass Pass Suður er ekkert að tví- nóna við hlutina. En það er hans mál. Þitt er að spila út. Satt best að segja er ekki á miklu að byggja. Og þó. Sagnhafi virðist ekki státa af neinum afgerandi hliðar- lit, svo sennilega er hann með langt hjarta og dreifan styrk til hliðar. Ekkert virð- ist liggja á að fría slag fyrir vörnina og meginhugsunin ætti að vera sú að komast klakklaust út úr spilinu. Og þá er laufið best, þar sem lengdin er mest, því ef sagn- hafi er einhvers staðar stutt- ur fyrir þá er það í laufi: Norður ♠ G64 ♥ D843 ♦ 9642 ♣K2 Vestur Austur ♠ D1095 ♠ 832 ♥ -- ♥ K107 ♦ K1085 ♦ DG3 ♣D1093 ♣G854 Suður ♠ ÁK7 ♥ ÁG9652 ♦ Á7 ♣Á6 Útspil í tígli sleppur, en ef þú valdir spaðann er senni- legt að þér svelgist á kaffinu. Sagnhafi fær á gos- ann og spilar hjartadrottn- ingu. Hann getur svo notað innkomuna á laufkóng til að svína aftur fyrir hjartatíuna og gefur aðeins einn slag á tígul. Spilið kom upp í þriðju umferð Reykjavíkurmótsins og slemma var sögð á þrem- ur borðum. Einn sagnhafi fékk út spaða og vann slemmuna, en hinir tveir voru ekki eins heppnir og fóru tvo niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel að þér um margt og kannt að nýta það til hins ýtrasta. Þolinmæði er ekki þín sterka hlið. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu víðsýni þegar þú ræð- ir hjartans mál fólks. Þú myndir ekki sjálfur vilja láta afgreiða sannfæringu þína sem dellu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur tekið ákvörðun sem hreyfir við vinum þínum og ættingjum. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hugsaðu þig vandlega um áður en þú segir af eða á um tilboð sem þér berast. Ekki er allt gull sem glóir og þú græðir á því að skoða hlutina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er góður eiginleiki að geta snúið hinum margvís- legustu aðstæðum sér í hag. Láttu því einskis ófreistað til að ná settu marki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að taka þátt í sam- eiginlegum kostnaði og verð- ur að gæta þess að láta smá- munasemina ekki ná tökum á þér. Hugsaðu málið vand- lega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Settu það í forgang að verða öðrum að liði því það gefur sjálfum þér mest. Ekki þarf alltaf að vera ástæða til þess að maður láti gott af sér leiða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Stundum fara málin á annan veg en maður ætlaði en vertu ekkert að velta þér upp úr því og taktu bara þann pól í hæðina að ekki er allt á þínu valdi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikn- inginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Hafðu þetta í huga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að söðla um og finna orku þinni heppilegasta far- veginn, að öðrum kosti áttu á hættu að vinna allt fyrir gíg. Drífðu í þessu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki reka á reiðanum, heldur taktu málin í þínar hendur og framkvæmdu þau. Þeir sem grípa tækifærin verða ofan á, hinir sitja eftir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að vera vandlátari í vali á samstarfsmönnum. Þeir eru ekki traustastir sem tala mest, en af minnstri þekkingu. Varastu slíka. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ákveðið efni hefur lengi blundað með þér og nú er rétti tíminn til að festa það á blað fyrir sjálfan þig og svo aðra ef þú kýst að deila því með þeim. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT VORHVÖT Þú, vorgyðja! svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til Ísalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmbláum heiðum; ég sé hvar í skýjum þú brunar á braut, ó ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut. Og kveð þar fyr gumum í gróandi dal við gullskæra hörpunnar strengi um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða’ yfir vengi; þá vaxa meiðir þar vísir er nú, – svo verður, ef þjóðin er sjálfri sér trú. – – – Steingrímur Thorsteinsson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Bc5 4. O-O Rge7 5. Rxe5 Rxe5 6. d4 Bd6 7. dxe5 Bxe5 8. Dh5 Rg6 9. f4 c6 10. Bc4 Bxb2 Staðan kom upp í skákmóti sem hald- ið var í Slóvakíu 1996 og hafði Serg- ei Movsesjan hvítt gegn Arthur Kog- an. 11. Bxf7+! Kxf7 12. Bxb2 Db6+ 13. Kh1 Dxb2 14. f5 Dxa1 15. fxg6+ Ke7 16. c3! Dxa2 17. gxh7! Dc4 18. Dg5+ Ke8 19. Rd2 Dxc3 20. e5 Dd3 20... Hxh7 21. Re4 og hvítur vinnur. Þrátt fyrir liðs- muninn reyndist sókn hvíts svörtum ofviða. 21. Hf5! d5 22. Dxg7 Bxf5 23. Dxh8+ Ke7 24. Df6+ Kd7 25. Df7+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 25... Kd8 26. h8=D#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 7.572 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Katrín Júníana Lárusdóttir, Lilja María Einarsdóttir og Halla Marta Árna- dóttir. Hlutavelta Ljósmynd/Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. maí sl. í Laugarnes- kirkju þau Eva Úlla Hilmarsdóttir og Jón Erlendsson. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, þriðjudag- inn 14. janúar, er fimmtugur Gunnar Trausti Guðbjörns- son, Brekkubyggð 36, Garðabæ. Hann og eigin- kona hans, Halldóra Jónas- dóttir, taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu kl. 17–20 á afmælisdaginn.      MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Bankastræti 11 sími 551 3930 Útsala 20-50% afsláttur www.gimli.is - www.mbl.is/gimli FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Sveinbjörn Halldórsson sölustjóri - sími 693 2916 Seljandi góður! Nú fer í hönd líflegasti tími ársins á fasteignamarkaðinum. Höfum fjölda kaupenda að öllum stærðum og gerðum eigna. Hafðu samband - það kostar ekkert Með kveðju, Sveinbjörn Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð Námskeið á vegum Upledger stofnunarinnar á Íslandi fyrir árið 2003 er eftirfarandi: - Kynningarnámskeið á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verður haldið 17. til 18. janúar í Lionshúsinu, Sóltúni 20, Reykjavík. - Kynningarnámskeið á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verður haldið á Akureyri í febrúar. - Námskeiðið CSTI verður haldið 1. til 4. mars. - Námskeiðið CSTII verður haldið 23. til 26. maí. - Námskeiðið Energy Intergration verður haldið 17. til 20. maí. - Námskeiðið SERI verður haldið 18. til 21. október. Upplýsingar og skráningar í síma 566 7803, Erla, og í síma 864 1694, Birgir. Nánari upplýsingar má sjá á www.craniosacral.is/næsta námskeið. Kynningarnámskeiðin eru góður undirbúningur fyrir CSTI og Energy Intergration námskeiðin. býður Örnu Friðriksdóttur sjúkraþjálfara velkomna til starfa. Tímapantanir í síma 567 7455. Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna verður haldið laugardaginn 25. janúar 2003 Þingið verður haldið á Hótel Sögu (Sunnusal) og hefst með aðalfundi Varðar - Fulltrúaráðsins og lýkur um kvöldið með þorrablóti í Valhöll. Nánari tilhögun dagskrár auglýst síðar. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.