Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk STABILO SWING áherslupenni Verð 70 kt/stk Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum NOVUS B 425 4ra gata, gatar 25 síður. Verð 2.925 kr TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Ljósritunarglærur, 100 stk í pakka. Verð 1.599 kr/pk Bleksprautu 50 stk í pakka 2.990 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk GEORGE Ryan, fráfar- andi ríkisstjóri í Illinois í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að breyta refs- ingu allra þeirra 167 manna, sem í ríkinu bíða þess að dauðadómi yfir þeim verði fullnægt, í lífstíðarfangelsi. Sagði Ryan er hann tilkynnti þessa ákvörðun sína á laugardag, að dauða- dómar, eins og að þeim hefur verið staðið í rík- inu, væru „geðþótta- og handahófskenndir, og því ósiðlegir.“ Fullvíst þykir að þessi ákvörðun ríkisstjórans, sem á sér engin fordæmi, muni hafa mikil áhrif á umræðuna um dauðarefsingar í Bandaríkjunum. Saksóknarar, til- vonandi arftaki Ryans í embætti rík- isstjóra og aðstandendur fórnar- lamba nokkurra hinna dauðadæmdu mótmæltu ákvörðun ríkisstjórans harðlega. Fyrir þremur árum lét Ryan gera hlé á fullnægingu dauðarefsinga í ríkinu unz hann hefði látið gera út- tekt á sanngirni refsingakerfisins. Hann sagði að sér hefði fundizt að hann ætti ekki annarra kosta völ en að breyta öllum dauðadómunum í lífstíðardóma eftir að færðar voru sönnur á nokkur tilvik, þar sem sak- lausir menn voru dæmdir til dauða. „Mistakapúkinn ríðum húsum í refs- ingakerfi okkar – mis- tök við að færa sönnur á hver sé sekur og mistök við að ákveða hverjir hinna sak- felldu verðskuldi að láta lífið. Af þessum ástæðum hef ég í dag ákveðið að breyta refsidómunum yfir öllum dauðadeildar- föngum,“ sagði ríkis- stjórinn í ávarpi við Northwestern-há- skóla í Chicago. Ryan, sem lætur af embætti í dag, mánudag, sagðist í bréfi til að- standenda myrtra hafa samúð með þeim, en sér hefði fundizt að hann yrði að gera þetta. „Ég er ekki tilbú- inn að taka þá áhættu að við líflátum mann sem gæti verið saklaus,“ skrif- aði Ryan. Þessi rök þykir saksóknurum ekki upp á marga fiska. „Mikill meirihluti þeirra sem sótt hafa um mildun dauðadóms hefur ekki einu sinni reynt að þræta fyrir sekt sína,“ sagði Kevin Lyons, saksóknari Peoria- sýslu. Frá því dauðarefsingar voru aftur teknar upp í Illinois árið 1977 hafa yfirvöld í ríkinu hreinsað 17 dauða- dæmda menn af þeim sökum sem þeir voru dæmdir fyrir. Það eru fleiri en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna fyrir utan Flórída. Ásakanir um lögregluofbeldi Fjórir fyrrverandi dauðadeildar- fangar, sem voru hreinsaðir af sök í síðustu viku, fullyrtu hver fyrir sig að lögreglan hefði þvingað þá, jafn- vel pyntað, til að játa á sig brot sem þeir frömdu ekki. Óháður saksóknari er að rannsaka hvort lögregluforing- inn sem var yfir hópi óstýrilátra lög- reglumanna sem grunaðir eru um að hafa pyntað þessa fjóra blökkumenn og tugi aðra á tímabilinu 1972 til 1986, skuli leiddur fyrir rétt. The Washington Post hældi rík- isstjóranum fráfarandi í gær. Bera bæri virðingu fyrir því áræði Ryans „að horfast í augu við það hve illilega réttarkerfi ríkis hans hefur brugð- izt.“ Dauðadeild Illinois tæmd Fráfarandi ríkisstjóri segir dauðarefsingar ósiðlegar George Ryan Chicago. AP, AFP. Reuters Aaron Patterson (t.v.) og Leroy Orange, fyrrverandi dauðadeildarfangar, heilsast í Northwestern-háskóla í Chicago í gær, áður en þeir hlýddu þar á ræðu George Ryan, fráfarandi ríkisstjóra. FLAK Fokker F-28-skrúfuþotu perúska flugfélagsins TANS í Amazon-skóginum, fannst loks á laugardag, tveimur dögum eft- ir að hún fórst. Voru 46 manns innanborðs og komst enginn þeirra lífs af. Flugvélin var í að- flugi að borginni Chachapoyas, sem er í fjalllendi og um rúma 600 km norður af höfuðborginni Lima, er hún fórst á fimmtudag. Björgunarsveitir komust ekki á vettvang í bili vegna veðurs. Galtieri látinn LEOPOLDO Galtieri, fyrrver- andi hershöfðingi og stjórnar- herra í Argentínu, lézt í gær á hersjúkrahúsi í Buenos Aires. Kvað bana- mein hans hafa verið krabbamein; hann var 76 ára að aldri. Galtieri var einn leiðtoga hershöfð- ingjastjórn- arinnar, sem fór með völdin í Arg- entínu á árunum 1976–1983, á tímum „Skítuga stríðsins“ svo- kallaða. Hann var forseti Arg- entínu 1981–1982 og það var hann sem gaf út skipunina um innrás Argentínuhers í Falk- landseyjar. Þar með hófst stríð við Breta um yfirráð yfir eyjun- um, sem lyktaði eftir tíu vikna átök með algerum ósigri Arg- entínumanna. Galtieri var hand- tekinn í júlí 2002 vegna meintrar aðildar að mannránum og morð- um á 20 vinstrisinnuðum skæru- liðum árið 1980. Hann sat eftir það í stofufangelsi. Maurice Gibb allur MAURICE Gibb, sem lék á bassa og söng í diskóhljómsveit- inni Bee Gees, lézt í gær, 53 ára að aldri. Hann fékk hjartaáfall er verið var að gera á honum neyðarupp- skurð vegna botnlanga- kasts á sjúkrahúsi í Miami á Flórída á fimmtudag. Ásamt bræðrum sínum Robin og Barry varð Gibb ein skærasta stjarna diskótímabilsins á áttunda ára- tugnum, þótt tónlist þeirra bræðra – sem fæddust brezkir en hófu frægðarferilinn í Ástral- íu – nyti vinsælda langt fram yfir það. Plötur Bee Gees hafa selzt í yfir 110 milljónum eintaka og er hljómsveitin þar með í hópi þeirra fimm söluhæstu í sögunni. STUTT Flak fundið Maurice Gibb Leopoldo F. Galtieri SEM konsertpíanista finnst Banda- ríkjamanninum Barrett Wissman að færustu hljóðfæraleikarar ættu að eiga þess kost að leika á beztu hljóðfærin sem völ er á. Sem kaupsýslumaður og fjár- festir gerir hann sér grein fyrir að oft hefur mesta hæfileikafólkið ekki efni á því að komast yfir eitt af þessum sjaldgæfu og dýru grip- um. Fyrir um sex árum stofnaði Wissman félag sem kaupir dýr, klassísk hljóðfæri – sem mörg voru smíðuð af löngu gengnum meist- urum – í þeim tilgangi einum að lána þau því fólki sem beztu tökin kann á því að töfra tóna út úr þeim. „Þetta er fólkið sem stendur fremst í sinni stétt og það þarf að hafa til umráða hljóðfæri sem kost- ar allt að því á bilinu eina til fjórar milljónir dollara [andvirði um 80 til 320 milljóna ísl.kr.],“ segir Wissman í samtali við AP- fréttastofuna. Eiginkona hans er sellóleikarinn Nina Kotova. Aðrir auðugir velgjörðarmenn hafa séð tónlistarmönnum fyrir hljóðfærum, en að sögn Wissmans gera þeir það oft með ómarkviss- um hætti. „Ég ákvað að koma ein- hverju í gang sem yrði færum hljóðfæraleikurum kerfisbundið að liði,“ segir Wissman. Hann hefur keypt yfir tíu af- burðahljóðfæri, mestmegnis fiðlur og selló. Hann gefur ekki upp verðgildi hvers og eins hljóðfæris, en segir það rokka á bilinu sem svarar um átta milljónum ísl. kr. til hundruða milljóna. Christopher Adkins, fyrsti selló- leikari í sinfóníuhljómsveit Dallas, er einn þeirra sem hafa notið þess að hafa hljóðfæri í láni frá Crem- ona-félagi Wissmans. Það selló var smíðað í Róm árið 1714. Það felst viss áhætta í því að lána slíka dýrgripi. „Vegna söfn- unargildis þessara hluta – sem ekki er hægt að endursmíða nýja – hefur verð þeirra rokið upp úr öllu valdi,“ segir Wissman um hljóðfæri á borð við fiðlur Stradivariusar og Guarneris, sem ráku sín hljóðfæra- smíðaverkstæði í Cremona á Ítalíu á 17. og 18. öld. Ein Stradivarius- arfiðla í eigu Cremona-félagsins, smíðuð 1714 og metin á um 300 milljónir króna, hvarf fyrir skemmstu, er hún var í höndum sér- hæfðs hljóðfærasala í New York sem hafði ver- ið falið að hjálpa til við hugsanlega sölu á gripn- um. Hljóðfærasalinn, Christophe Landon, tjáði lögreglu að hann hefði skilið fiðluna eftir í einkaherbergi með hugs- anlegum viðskiptavini og tók ekki eftir því fyrr en tveimur dögum síðar að dýrgripurinn var horf- inn. Greiddar voru 1,9 milljónir dollara, 154 milljónir króna, í tryggingabætur fyrir fiðl- una, en málaferli standa enn yfir vegna málsins. Mikill öryggisviðbúnaður er því í kring um hljóðfærin frá Cremona- félagi Wissmans, sem eru í reglu- legri notkun. Fiðlueinleikarinn Kurt Nikkanen, sem býr í New York, setur það þó ekki fyrir sig. Hann spilar reglulega bæði á Grulli-fiðlu frá 1890, en heldur þó meira upp á aðra og eldri fiðlu úr safni Wissmans. „Ég hef ekki fund- ið neina fiðlu sem jafnast á við Guarneri-fiðluna „mína“,“ segir Nikkanen. „Hljómurinn sem maður hefur í eyranu þegar maður spilar á hana; nú get ég ekki hugsað mér að vera án hans.“ Lánar dýrustu hljóðfæri heims Dallas. AP. AP Fiðluleikarinn Kurt Nikkanen með Grulli- fiðlu, smíðaða árið 1890. Hana er hann með í láni frá Cremona, félagi kaupsýslumannsins og píanistans Barretts Wissmans. FULLTRÚAR tveggja fylkinga upp- reisnarmanna á Fílabeinsströnd voru í gærkvöld væntanlegir til Lomé, höf- uðborgar grannríkisins Tógó, til að staðfesta vopnahlé í átökunum sem staðið hafa í landinu í 16 vikur. „Ef það á að komast á friður í þessu landi verðum við að undirrita þetta skjal,“ sagði Felix Doh, foringi annars uppreisnarhópsins sem látið hefur að sér kveða í vesturhluta þess- arar fyrrverandi frönsku nýlendu. Vonazt er til að vopnin þegi á meðan á friðarviðræðum stendur, sem eiga að hefjast í París um miðja vikuna og fyrirhugað er að fulltrúar allra þriggja uppreisnarhópanna í landinu auk ríkisstjórnar Laurents Gbagbo forseta sæki. Von um vopnahlé Abidjan, Bouake. AFP, AP. Fílabeinsströnd RÁÐHERRAR OPEC-olíufram- leiðsluríkjanna samþykktu á fundi í höfuðstöðvum samtakanna í Vínar- borg í gær að auka framleiðsluvið- miðið um 6,5%. Var þetta ákveðið í því skyni að mæta þeim samdrætti sem orðið hefur á framboði á olíu á heimsmarkaði vegna allsherjarverk- fallsins í Venesúela. Forseti OPEC, Abdullah bin Hamad Al Attiyah, sagði framleiðsluaukninguna, um 1,5 milljónir fata á dag, taka gildi 1. febrúar nk. Olíufram- boð aukið Vínarborg. AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.