Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 11
BRÝNT er að oftar sé upplýst um
flugatvik og frávik í flugi en gert er í
dag og að komið verði upp eins konar
trúnaðarbundnu tilkynningakerfi
þar sem flugmenn og aðrir geta
greint frá atburðum í vissu þess að
þeir verði ekki sóttir til saka. Þetta
kom m.a. fram í máli Einars Ósk-
arssonar, deildarstjóra flugöryggis-
deildar Flugfélagsins Atlanta, á
fundi um flugöryggismál nýverið.
Einar greindi á fundinum frá
starfi Íslandsdeildar flugöryggis-
samtakanna Flight Safety Founda-
tion og sagði síðan frá öryggisstjórn-
unarkerfi sem tekið hefur verið upp
hjá Atlanta. Einnig ræddi hann um
flugöryggi út frá eigin brjósti.
Í máli sínu benti Einar á að sam-
kvæmt skilgreiningu laga og reglu-
gerða væri þrenns konar tilkynn-
ingaskylda í starfi flugmanna: Slys,
flugatvik og flugumferðaratvik en í
síðari tilvikunum er átt við atvik þar
sem legið hefur verið við slysi. Hann
sagði flugrekendur geta sett innri
reglur um frekari tilkynningaskyldu
og sagði dæmi vera um slíkt hjá ís-
lenskum flugrekendum. Hann sagði
ekki síður mikilvægt að menn upp-
lýstu um atvik, jafnvel lítilfjörleg
frávik í flugi, þar sem þau gætu verið
undanfari slyss. Nefndi hann tölur
um að fyrir hvert slys væru þrjú til
fimm alvarleg flugatvik og sjö til tíu
síður alvarleg. Sagði hann þetta að-
eins toppinn á ísjakanum því auk
þessara atburða væru nokkur
hundruð atvik sem ekki væri upplýst
um. „Við viljum og þurfum að læra af
öðru en slysum,“ sagði Einar og
minnti á að víðtæk upplýsingaskylda
væri ekki síður mikilvæg í einkaflugi
en atvinnuflugi. Einar sagði það
skyldu Flugmálastjórnar að taka að
sér skráningu hvers kyns atvika og
miðla upplýsingum um þau. Tryggja
þyrfti að mönnum yrði ekki refsað
þótt þeir upplýstu um frávik og at-
burði. Slíkar upplýsingar væru verð-
mætar og hægt væri að sjá hvort ein-
hver sérstök tilhneiging kæmi fram
eftir því sem fróðleikur safnaðist í
upplýsingabankann.
Næsti lendi ekki í gildrunni
Sagði hann að flugmenn og flug-
málayfirvöld ættu að taka höndum
saman um þetta verkefni og benti á
að kerfi sem þetta væri fyrir hendi í
Danmörku. „Það verða mistök í flugi
og menn ganga í gildrur og við þurf-
um að tryggja að næsti maður lendi
ekki í sömu gildrunni. Það gerist
ekki nema með öflugu upplýsinga-
kerfi.“
Deildarstjóri flugöryggisdeildar Atlanta á fundi
Brýnt að upplýsa
oftar um flugatvik
AÐGERÐIR til að koma fjölveiði-
skipinu Guðrúnu Gísladóttur KE-15,
sem sökk við strendur Norður-Nor-
egs í sumar, upp af hafsbotni hafa
tafist nokkuð, þar sem kafarar, sem
munu sjá um alla vinnu neðansjávar,
eru enn ekki komnir á björgunar-
stað. Upphaflega stóð til að Guðrún
Gísladóttir yrði komin til hafnar í
Lófóten fyrir jól.
Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem er í
forsvari fyrir aðgerðirnar, segir að
kafararnir séu nú á leiðinni til
Lófóten, en ákveðið hafi verið að
þeir færu í annað verk í millitíðinni
þar sem veðurútlit fyrir N-Noreg
hafi verið slæmt. Lægðirnar, sem
búið var að spá að færu yfir N-Nor-
eg, fóru sunnar yfir en áætlað var,
einmitt þar sem kafararnir voru að
störfum. Þeir luku verkefninu þar,
viðgerð á neðansjávarkapal, því ekki
fyrr en í gær.
Ásgeir Logi segir að um þessar
mundir sé veðrið í Lófóten ágætt.
„Maður er svolítið svekktur að geta
ekki notað þessa daga sem eru
svona góðir, en vonar að nú verði
betra að eiga við þetta þar sem sól
er farin að hækka á lofti og daginn
tekið að lengja. Við vonum að veðrið
verði gott svo við getum drifið í
þessu,“ segir hann.
Allt undirbúið
Ásgeir Logi á von á því að aðgerð-
irnar hefjist af fullum krafti í næstu
viku og segir að hægt verði að
ganga rösklega til verks eftir að kaf-
ararnir mæti á svæðið, þar sem Ís-
lendingarnir sem vinni að björgun-
araðgerðunum hafi undirbúið allt
sem að þeim snýr síðustu vikur.
Hann segir að kostnaður vegna
björgunaraðgerðanna hafi ekki auk-
ist mikið vegna tafanna, þar sem
köfunin sjálf vegi þyngst í öllum
kostnaði.
Björgun Guðrúnar Gísladóttur KE-15
Veðrið setur strik
í reikninginn
VIÐTÖKUR almennings við sjónmælingum
sjóntækjafræðinga hafa verið góðar að þeirra
sögn og hefur talsvert verið að gera hjá þeim
síðustu daga við að veita þessa þjónustu. Félag
augnlækna ályktaði á fundi sínum í gærkvöld
að það væri stjórnvalda að grípa í taumana til
að sjá til þess að lögum er varða sjónmælingar
sé framfylgt. Landlæknir hefur boðað fulltrúa
beggja aðila á fund vegna málsins næstkom-
andi föstudag.
Þrátt fyrir að lög kveði á um að augnlæknar
hafi einir réttindi til að gera sjónmælingar fyrir
gleraugnakaup hafa sjóntækjafræðingar boðið
upp á slíka þjónustu frá síðastliðnum mánu-
degi. Að sögn Kristins Kristinssonar, sjón-
tækjafræðings sem á sæti í stjórn Félags ís-
lenskra sjóntækjafræðinga, hafa viðtökur
almennings við sjónmælingum þeirra verið
góðar því talsvert hafi verið að gera hjá sjón-
tækjafræðingum í gær og fyrradag við sjón-
mælingar. „Fólk hefur alltaf verið að furða sig
á því hvers vegna við framkvæmum ekki þessar
mælingar enda fer það mikið til útlanda og veit
hvernig þetta er, t.d. í nágrannalöndunum.“
Gjaldið 1.500–3.000 krónur
Hann segir allan gang á því hversu hátt gjald
sjóntækjafræðingar hafa tekið fyrir þjón-
ustuna enda sé það ekki samræmt þeirra á
milli. „Ég hef heyrt tölur frá 1.500 og upp í
3.000 krónur og allt þar á milli. Það er algengt
að við séum að taka 2.500–3.000 fyrir linsumát-
un og ég á von á því að þetta verði aðeins ódýr-
ara.“
Kristinn er ekki viss um að það, að sjón-
tækjafræðingar fari að bjóða upp á sjónmæl-
ingar, komi til með að þýða auknar tekjur í
þeirra hönd. „Þetta getur þýtt aukin útgjöld og
jafnvel að við þurfum að bæta við fólki í vinnu
því sjóntækjafræðingurinn verður meira upp-
tekinn. Í dag felst okkar vinna meira í því að
slípa gleraugu og selja viðskiptavinunum vör-
una. Í staðinn fyrir að eyða frá 15 mínútum og
upp í hálftíma í hvern kúnna nú, þá eigum við
kannski eftir að eyða klukkutíma í sama kúnna
eftir þetta. Þess vegna veit ég ekki hvort þetta
muni endilega þýða meiri pening fyrir okkur.“
Að sögn Úrsúlu Englert, formanns Félags
íslenskra sjóntækjafræðinga, hafa yfirvöld
ekki gripið til aðgerða til að spyrna við því að
sjóntækjafræðingar veiti þessa þjónustu.
„Ekki enn sem komið er,“ segir hún. „Land-
læknir hefur boðað til fundar á föstudag með
sjóntækjafræðingum og auglæknum og þangað
til verður örugglega ekkert gert.“
Í gærkvöld fundaði Félag augnlækna vegna
málsins og að sögn Elínborgar Guðmundsdótt-
ur, formanns félagsins, er afstaða þeirra
óbreytt að því leyti að þeir vilja standa vörð um
núverandi kerfi. „Ályktun fundarins er í meg-
indráttum sú að það sé stjórnvalda að sjá til
þess að lögunum sé framfylgt og við treystum
því að heilbrigðisyfirvöld grípi í taumana. Við
munum svo sjá hvað næstu dagar bera í skauti
sér,“ segir hún.
Segja heilbrigðisyfirvalda að grípa
til aðgerða en ekki augnlækna
Að hennar sögn var það mat fundarins að það
væri ekki augnlækna að grípa til aðgerða vegna
málsins heldur heilbrigðisyfirvalda. „Það er
þannig með öll lög að lögbrot á aldrei að líða,
sama hversu ósammála menn geta verið um
það hvort þau séu sanngjörn eða ósanngjörn.
Og það er eitthvað sem ég held að þurfi að
ganga í núna, að sjá til þess að lögum sé fram-
fylgt.“
Hún segir þetta ekki spurningu um afkomu
augnlækna. „Það er reyndar svolítið misjafnt
hvað sjónmælingar eru stór hluti af praksís
augnlækna en ég held að þetta leiði ekki til þess
að það verði svo mikið minna að gera hjá þeim.
Þannig að þetta er í raun og veru ekki spurning
um afkomu heldur finnst okkur lýðheilsa vega
þyngra og að við verðum að standa vörð um
hana.“
Landlæknir boð-
ar deiluaðila á
fund á föstudag
Sjóntækjafræðingar segja viðbrögð almennings við tilboði sínu um sjónmælingar góðar
GRÝLA gamla hefði verið ánægð með þessi klakakerti
sem eru kennd við hana. En víða þar sem berg er mjög
sprungið og vatn nær að dropa niður geta myndast
gríðarlega stór grýlukerti eins og inn í þessum opna
helli sem er í Flúðanefi rétt austan við Vík í Mýrdal.
Þegar sólin var orðin nógu lágt á lofti við sólsetur, náði
hún að tendra ljós á þessum köldu kertum og glæða
þau lífi .
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sólin gefur klakanum líf
Fagradal. Morgunblaðið.
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
þar sem fallist var á beiðni Íslenska
vatnsfélagsins um áframhaldandi
greiðslustöðvun. Fram kemur í úr-
skurði héraðsdóms að eignir Íslenska
vatnsfélagsins eru metnar 68,9 millj-
ónir króna en samanlögð fjárhæð á
kröfuhafalista er 89,5 milljónir króna.
Plastiðjan ehf. á Selfossi, einn lán-
ardrottna fyrirtækisins, krafðist þess
að heimild til áframhaldandi greiðslu-
stöðvunar yrði felld úr gildi og féllst
Hæstiréttur á kröfuna á þeim for-
sendum að slíkir brestir væru á mála-
tilbúnaði Íslenska vatnsfélagsins að
óhjákvæmilegt væri að hafna beiðni
þess um áframhaldandi greiðslu-
stöðvun.
Hæstiréttur segir, að af þeim gögn-
um sem Íslenska vatnsfélagið lagði
fyrir héraðsdóm, yrði ekki ráðið sem
skyldi hvað valdið hafi fjárhagsörðug-
leikum félagsins. Í þessum gögnum
fyndust heldur ekki upplýsingar um
fjárhag félagsins nema að takmörk-
uðu leyti. Væri því ekki fullnægt þeim
kröfum, sem gera yrði til upplýsinga
af hendi skuldara samkvæmt lögum
um gjaldþrotaskipti o.fl. Fram kemur
að forsvarsmenn Íslenska vatns-
félagsins byggðu ósk um greiðslu-
stöðvun á því að nauðsynlegt væri að
fá til liðs við félagið nýja hluthafa, sem
leggi félaginu til fjármagn til að
tryggja áframhaldandi rekstur þess.
Viðræður hafi farið fram við breska
aðila í matvælaframleiðslu sem hafi
áhuga á að gerast hluthafar. Neyt-
endakönnun á neyslu drykkjarvatns á
Lundúnasvæðinu hafi sannfært þá
um markaðsmöguleika framleiðslu-
vöru fyrirtækisins. Ákveðinn hafi ver-
ið fundur strax eftir áramót. Megi
ætla að saman geti gengið með aðilum
en um fjársterkan aðila sé að ræða í
Bretlandi sem hluthafa í Íslenska
vatnsfélaginu sé persónulega kunn-
ugur.
Íslenska vatnsfélagið framleiðir
ekki undir sínu eigin vörumerki held-
ur selur vatn í nafni annarra fyrir-
tækja, m.a. í samstarfi við dönsku lág-
vöruverslunarkeðjuna Netto. Plast-
iðjan byggði á því að ljóst mætti vera
að félagið væri með öllu bjargarlaust
og raunverulega gjaldþrota. Allir
kröfuhafar muni tapa verulega dag
hvern sem seinkun verði á því að fyr-
irtækið verði lýst gjaldþrota.
Greiðslustöðvun Ís-
lenska vatnsfélags-
ins ekki framlengd