Morgunblaðið - 05.02.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 05.02.2003, Síða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGUR ríkisins við kúa- bændur gildir til ágústloka árið 2005 en hins vegar renna samningar um opinbera verðlagningu á heildsölu- stigi út rúmlega ári fyrr eða í lok júni árið 2004. Sem kunnugt er hefur samkeppnisráð beint þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að heildsöluverð- lagning á búvöru verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en um mitt ár 2004. Kúabændur þrýsta á um að und- irbúningsvinna vegna nýs samnings verði hafin sem fyrst þannig að menn verði tilbúnir til þess að hefja eiginlega stefnumörkun og samn- ingavinnu strax að loknum kosning- um. Ályktun þessa efnis var m.a. samþykkt á aðalfundi Félags kúa- bænda á Suðurlandi fyrir skömmu. Nokkuð ljóst þykir að ekki verði teknar stefnumarkandi ákvarðanir fyrir kosningar í vor en kúabændur telja engu að síður mikilvægt að hefja samningsundirbúning fyrir kosningarnar þannig að menn geti mætt með uppbrettar ermar á hausti komanda. Við upphaf samn- ingagerðar árið 1997 var haft ákveð- ið samstarf við aðila vinnumarkaðar- ins og var skipaður sérstakur starfshópur til þess að meta stöðuna. Enginn slíkur starfshópur mun hafa verið skipaður nú þótt bændur telji það vera orðið tímabært. Segja núverandi kerfi virka vel Kúabændur telja almennt að nú- verandi samningur hafi gefist vel og það skipulag sem verið hafi í mjólk- urframleiðslu síðastliðinn áratug hafi skilað afar góðum árangri. Framleitt sé það sem markaðurinn þarf á hverjum tíma og ekki umfram það; öfugt við t.d. í kindakjötsfram- leiðslu sé birgðasöfnun ekki vanda- mál og þá hafi einnig náðst fram töluverð hagræðing í greininni. Stuðningur við mjólkurfram- leiðslu hér á landi er algerlega markaðstengdur, þ.e. beinn fram- leiðslutengdur stuðningur sem er mjög gagnsær og einfaldur, öfugt við það sem tíðkast víða annars stað- ar. Þrátt fyrir þetta er margt sem bendir til þess að erfitt kunni að vera að framlengja samninga við kúa- bændur algerlega í óbreyttri mynd. Hvers vegna? Jú, þótt stuðning- urinn sé einfaldur og gagnsær telst hann um leið vera markaðstruflandi og flest bendir til þess að ein megin- niðurstaðan í næstu samningalotu Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) verði sú að draga þurfi veru- lega úr markaðstruflandi stuðningi. Niðurstaða WTO ekki ljós fyrr en í fyrsta lagi árið 2005 Ekki er gert ráð fyrir að samn- ingalotu Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO) verði lokið fyrr en í fyrsta lagi árið 2005 og því þarf væntanlega að ganga frá nýjum samningi án þess að samningsnið- urstöður WTO liggi fyrir og það mun væntanlega gera alla samningsvinnu erfiðari en ella enda alþjóðasamn- ingar af þessu tagi sá grunnur sem reisa þarf innlenda samninga á. Þótt draga eigi úr markaðstrufl- andi stuðningi táknar það ekki endi- lega að menn neyðist til þess að skera stuðning stórlega niður en vilji menn halda í hann verða þeir vænt- anlega að finna honum annað form. Þetta hefur Evrópusambandið t.d. verið að gera í æ ríkari mæli. Það má því gera því skóna að niðurstaða al- þjóðasamninga muni þrengja mjög möguleika stjórn- valda hér á landi til þess að halda stuðningi við mjólkurframleiðslu í óbreyttu formi. Það er auðvitað ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður en það virðist vissulega vera hætta á að menn geti þurft, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, að fórna tiltölulega einföldu og gagn- sæju stuðningskerfi á altari annars og kannski ómarkvissara og flókn- ara kerfis. Nýr búvörusamningur ekki gerður fyrir kosningar Viðræður eru að hefjast um gerð nýs bú- vörusamnings við kúabændur. Það er mat Arnórs Gísla Ólafssonar að erfitt geti orðið að framlengja eldri samning óbreyttan vegna nýrrar samningalotu WTO. arnorg@mbl.is „BEINI framleiðslutengdi stuðningurinn eins og í mjólk- urframleiðslu er lang- markvissasta notkun peninga til þess að lækka verð til neytenda,“ segir Þórólfur Sveinsson, formaður Lands- sambands kúabænda. „Þannig að við erum ekki hressir með að þurfa ef til vill að skipta yfir í annað form þar sem ábati neytenda verður allur óljósari. Ég er alveg sannfærður um það að hið góða samstarf sem við höfum átt við aðila vinnumarkaðar- ins þann áratug sem liðinn er frá kerfisbreytingunni er að nokkru leyti því að þakka að stuðningurinn við mjólk- urframleiðslu er nær alger- lega gagnsær. Það liggur al- veg fyrir að hver einasta króna sem varið er til þessa málaflokks kemur neytendum til góða í lækkuðu vöruverði. Þetta er einfaldasta og gagn- sæjasta stuðningskerfi við landbúnaðinn í Evrópu,“ segir Þórólfur Sveinsson. Kerfi sem hefur virkað Þórólfur Sveinsson JAFNRÉTTISNEFND Framsókn- arflokks í samvinnu við Lands- samband framsóknarkvenna (LFK) stóð á mánudag fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu með yfirskriftinni: Hleypa konur körlum inn? Fyrr- nefndir aðilar vildu með ráðstefn- unni benda á mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar settu sér jafnrétt- isáætlanir og að mikilvægt sé að nýta hugmyndafræði samþættingar í flokksstarfi. Á ráðstefnunni var einnig fjallað um möguleika karla til þess að sinna fjölskyldu og heim- ilisstörfum og samþættingu fjöl- skyldulífs og atvinnulífs. Una María Óskarsdóttir, uppeld- is- og menntunarfræðingur og for- maður LFK, sagði athyglisvert að opna umræðu um það hvernig konur þurfa að geta hliðrað til á heimili til þess að hleypa körlunum inn á stjórnvölinn þar. „Við konur erum oft að passa upp á að hlutirnir séu gerðir „rétt“ og þess vegna hleypa margar okkar körlum ekki inn. Auð- vitað er skynsamlegt fyrir hvern og einn að læra af þeim sem kann, en við konur þurfum samt sem áður að passa okkur á því að gagnrýna karl- ana okkar ekki of mikið fyrir það að þeir geri hlutina e.t.v. eitthvað öðru- vísi en við. Markmiðið er að verkið verði unnið og síðast en ekki síst að börnin finni virkilega að bæði pabbi og mamma hrósi þeim og elski þau eins og þau eru. Það er ekkert óeðli- legt að konur vilji að karlar taki meiri þátt í uppeldi barnanna og heimilisstörfunum. Það er mikilvægt fyrir börnin að pabbarnir ali þau líka upp því þeir eru mikilvægar fyr- irmyndir og auðvitað er það líka mikilvægt fyrir aukið jafnrétti. Með aukinni þátttöku karla í uppeldi barna og heimilisstörfum fá konur þar að auki kærkominn tíma til dæmis til þess að sinna stjórn- málum,“ segir Una María. Hún bendir ennfremur á að lög um fæð- ingarorlof karla hafa mjög jákvæð áhrif á þessi mál. Með þeim gefst feðrum gott tækifæri til þess að kynnast börnunum sínum strax í frumbernsku og það gæti aukið líkur á að tengsl feðra og barna verði sterkari en menn þekkja í dag. Það er börnum alveg eins mikilvægt að eiga föður að fyrirmynd og móður og því skiptir einnig miklu að viðhorf al- mennings og atvinnurekenda verði í ríkari mæli þannig að það sé t.d. sjálfsagt mál að feður séu heima þegar börnin verða veik. Reka sig á glerþak Ingólfur V. Gíslason hélt tölu um hvernig valdastöðunni er háttað á heimili og eftirfarandi er brot úr henni: „Í stuttu máli vil ég því halda því fram að karlar á heimili sínu reki sig á svipað glerþak og konur á vinnumarkaði telja sig hafa orðið varar við. Það er allt í lagi að hleypa körlunum á stig millistjórnunar og „hæfilegrar“ ábyrgðar. Þeir eru ágætir í að þvo upp, þurrka af og elda þar sem ekki er veruleg hætta á að hlutirnir verði öðruvísi en þeir eiga að vera. En þegar kemur hins vegar að því sem skiptir einhverju verulegu máli, fötunum og börn- unum þá er ástæðulaust að hleypa þeim eitthvað af stað. Þá axlar kon- an ábyrgðina og tekur ákvarð- anirnar. Þær óttast að ef þær ekki skipuleggja innkaupin, þrifin, fjöl- skylduheimsóknirnar, þvottinn og annað í heimilislífinu þá verði það ekki gert. Meðvitað eða ómeðvitað vilja margar konur hafa miðlæga stöðu í fjölskyldum, stöðu sem sú sem hefur alla þræðina í hendi sér. Og sérstaklega á þetta við um börn- in.“ Steinunn Hjartardóttir flutti síð- an erindi um samþættingu atvinnu- lífs og heimilislífs og þar kemur fram að samþættingin hefur beinst meira að konum en samkvæmt Unu ætti hún í raun að beinast meira að körlum. Á ráðstefnunni var einnig rætt um stefnu flokksins í jafnréttismálum. „Framsóknarflokkurinn hefur unnið mjög lengi að jafnréttismálum og bjó til jafnréttisáætlun fyrstur flokka, árið 1996. Á tímabili var flokkurinn með þrjá kvenráðherra. Það eru konur í fyrsta sæti í helm- ingi kjördæmanna fyrir næstu kosn- ingar, konur eru með 47% hlut í fyrstu fjórum sætunum á móti 53% hlut karla. Þetta hefur enginn leikið eftir okkur og við erum auðvitað mjög stolt af því,“ segir Una María. Fjallað um möguleika karla til að sinna fjölskyldunni Morgunblaðið/Árni SæbergIngólfur V. Gíslason flytur erindi sitt. Una María Óskarsdóttir fylgist með. MARGRÉT Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður fagnar fyrirhuguðum vísindaleiðangri hollenskra prófess- ora og nemenda til landsins og áhuga þeirra á íslenskum torfbyggingum. Hún segir mikilvægt að leiðangurinn verði í fullu samráði við Þjóðminja- safnið þar sem til standi að rannsaka m.a. friðlýstar byggingar í umsjá safnsins. Vonast hún til þess að nið- urstöðurnar nýtist Þjóðminjasafninu í framhaldinu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær áformar hópur eðlis- fræðisprófessora og nemenda þeirra við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi að koma til Íslands næsta haust til að rannsaka torfbæi og -kirkjur. Áform eru uppi um að skoða Byggðasafnið á Skógum, Ár- bæjarsafn, bænhúsið á Núpsstað og Hofskirkju í Öræfum. Hyggst hóp- urinn einkum mæla endurómun, lýs- ingu og rakastig í byggingunum og hefur m.a. notið aðstoðar fyrirtæk- isins Philips við undirbúning farar- innar. Margrét segir það ánægjulegt að fram eigi að fara mælingar á bæn- húsinu á Núpsstað og í Hofskirkju í Öræfum. Hún segist einnig ætla að vekja athygli Hollendinganna á bæn- um Keldum á Rangárvöllum. „Ef rannsóknirnar bæta þekkingu okkar á þessum minjum er ekkert annað en gott um það að segja. Tækninni við þessar rannsóknir hef- ur fleygt fram á síðustu árum og raunvísindi eru meira að koma inn í rannsóknir á fornleifum og minjum almennt,“ segir Margrét. Einstakir bæir á heimsvísu Þjóðminjavörður segir að lands- menn geri sér ekki alltaf grein fyrir því hve mikilvægar minjar íslensku torfbæirnir séu í alþjóðlegu sam- hengi. Margrét segir það hafa m.a. komið fram í máli erlendra sérfræð- inga sem starfa við heimsminjaskrá UNESCO að íslensku torfbæirnir séu einstakir á heimsvísu. Þjóðminjavörður Vonandi nýtast nið- urstöðurn- ar okkur SAMÞYKKT var á sjóðfélagafundi Lífeyrissjóðs lækna 30. janúar sl. að lækka áunnin lífeyrisréttindi sjóð- félaga um 9% frá og með 1. febrúar 2003. Þetta er í fyrsta sinn í sögu sjóðs- ins sem réttindi eru skert en þau hafa hins vegar þrisvar verið aukin frá 1997 um alls rúmlega 60%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lífeyrissjóðnum. Eftir þessar breytingar sýnir tryggingafræðileg úttekt að heildar- skuldbindingar eru 4% umfram eignir sjóðsins. Raunávöxtun hefur verið neikvæð síðustu þrjú ár Raunávöxtun sjóðsins hefur verið neikvæð síðustu þrjú árin, árið 2002 um -3,94% samkvæmt bráðabirgða- uppgjöri. Erlendar eignir sjóðsins rýrnuðu mikið á árinu vegna verð- lækkana á hlutabréfamörkuðum og hækkunar gengis íslensku krónunn- ar. Lækkun á erlendum eignum varð því 37%. Hins vegar skiluðu innlend- ar eignir sjóðsins í skuldabréfum 10,7% og hlutabréf 17,6% nafnávöxt- un. Meðalraunávöxtun sjóðsins síð- ustu 5 árin er 2,4% og meðalraun- ávöxtun síðustu 10 ára er 5,4%. Lífeyrissjóður lækna Ákveðið að skerða áunnin rétt- indi um 9% ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.