Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ríkja) lýstu yfir stuðningi við af-
stöðu Bandaríkjamanna. Var Blair
þeirra á meðal en yfirlýsingunni var
m.a. beint gegn Þjóðverjum og
Frökkum sem eru andsnúnir stríði í
Írak.
Powell mun tala
í 90 mínútur
Á sama tíma og Chirac og Blair
funduðu ræddust þeir George W.
Bush, Bandaríkjaforseti, og Vladím-
ír Pútín, forseti Rússlands, við í
síma. Urðu leiðtogarnir tveir sam-
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, sagði í gær að hann myndi
ákveða „þegar það væri tímabært“
hvort Frakkar beittu neitunarvaldi í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
gegn ályktun, sem fæli í sér beina
heimild til árásar á Írak.
Chirac átti í gær fund með Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
og gerði Blair þar árangurslitla til-
raun til að fá Chirac til að fylkja liði
með Bandaríkjunum og Bretlandi,
sem áskilja sér réttinn til að beita
hervaldi afvopnist Írakar ekki nú
þegar.
Chirac og Blair sögðust eftir
fundinn sammála um nauðsyn þess
að afvopna Írak og að lausnina á
Íraksdeilunni þyrfti að finna á vett-
vangi SÞ. Þeir voru hins vegar ekki
sammála um hvernig fara ætti að
þessu. „Stríð er alltaf versti kost-
urinn,“ sagði Chirac. „Við [Frakkar]
teljum að enn sé margt hægt að
gera til að tryggja að afvopnun eigi
sér stað með friðsamlegum hætti.“
Aðspurður um það hversu langan
tíma hann vildi að vopnaeftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna fengju
til að ljúka verki sínu í Írak sagði
hann það ekki sitt að ákveða –
vopnaeftirlitsmenn yrðu sjálfir að
ráða því. Chirac sagði hins vegar
muninn á afstöðu hans og Blairs
ekki eins mikinn og menn vildu vera
láta og báðir lögðu þeir áherslu á að
mikill vinskapur væri milli þeirra og
þjóðanna tveggja.
Reyndu leiðtogarnir þar með að
bera klæði á vopnin en klofningur
er kominn upp í Evrópusambandinu
vegna afstöðunnar til hernaðarárás-
ar á Írak. Varð klofningurinn ljós í
síðustu viku þegar leiðtogar átta
ESB-ríkja (eða væntanlegra ESB-
mála um að vinna saman að úrlausn
Íraksmálsins á vettvangi SÞ.
Áður höfðu Rússar lýst því yfir að
þeir myndu „grandskoða“ þau gögn,
sem Bandaríkjamenn ætla að leggja
fram í öryggisráðinu í dag sem
sannanir fyrir því að Írakar þver-
skallist við að standa við skuldbind-
ingar sínar varðandi afvopnun.
Bandarískir embættismenn sögðu í
gær að Colin Powell utanríkisráð-
herra sem mun kynna gögnin,
myndi flytja níutíu mínútna langa
ræðu á fundi öryggisráðsins, en m.a.
er hann sagður ætla að sýna myndir
af færanlegum rannsóknarstofum,
þar sem lífefnavopn eru framleidd.
Mótmælaganga í Mosul
Meira en 50.000 Írakar komu
saman í borginni Mosul í Norður-
Írak til að sýna stuðning sinn við
Saddam Hussein, forseta landsins, í
verki og mótmæla hótunum Banda-
ríkjastjórnar. Sumir héldu Kal-
ashnikov-rifflum hátt á lofti og
hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjun-
um.
Blair tókst ekki að tala
Chirac á sitt band
Le Touquet í Frakklandi, Moskvu, Washington, Mosul. AP, AFP.
APTony Blair gantast við Jacques Chirac við komuna til Le Touquet í Norður-Frakklandi í gær.
MARGIR Ísraelar reyna nú að
tryggja sér tvöfalt ríkisfang, að því
er virðist til að geta átt kost á því að
flytja á brott frá fyrirheitna landinu.
Bendir þetta til að margir beri í
brjósti efasemdir um framtíðartilvist
Ísraelsríkis, en í meira en tvö ár hafa
palestínskir öfgamenn staðið fyrir
sjálfsmorðsárásum gegn ísraelskum
borgurum, á meðan Ísraelsher hefur
svarað með hernaði á heimastjórn-
arsvæðum Palestínumanna.
Biðraðir hafa ítrekað myndast í
sendiráðum Evrópuríkja, s.s. Pól-
lands, Þýskalands, Tékklands og
Ungverjalands, en margir íbúar Ísr-
aels geta rakið ættir sínar til þessara
landa. Fólkið er ekki að sækja um
vegabréfin sökum þess að því liggi á
að komast á brott frá Ísrael – en
augljóst er að margir telja skyn-
samlegt að baktryggja sig með þess-
um hætti, ef allt færi nú úr bönd-
unum í Mið-Austurlöndum.
„Þetta er til marks um að margir
trúi ekki í raun og veru á að þetta
land eigi framtíð fyrir sér,“ segir
ísraelski rithöfundurinn Tom Segev.
Ekki eru til nákvæmar tölur um þró-
unina, en greina má hvert stefnir:
Meira en 2.300 Ísraelar sóttu um
þýskt ríkisfang árið 2002, helmingi
fleiri en árið áður. Hjá sendiráði Pól-
lands í Tel Aviv fást þær upplýsingar
að stundum komi upp undir 400
manns á dag til að sækja um pólskt
vegabréf, en slíkar óskir voru nánast
óþekktar fyrir nokkrum árum.
ESB-aðild skiptir máli
Raunar spilar hér inn í líka að
Austur-Evrópulönd eins og Pólland
– þaðan sem margir gyðingar í Ísr-
ael rekja ættir sínar – ganga senn í
Evrópusambandið og því tryggir
pólskt vegabréf mönnum réttinn til
að vinna og sækja nám hvar sem er á
meginlandinu. Að eiga kost á þess-
um réttindum, á sama tíma og
hundruð manna falla í Ísrael og efna-
hagur landsins er á niðurleið, er
býsna eftirsóknarvert í huga
margra; ekki síst ungs fólks, sem
ekki deilir að öllu leyti reynsluheimi
þeirra gyðinga sem flúðu Evrópu
eftir 1945.
Gil Regev, sem nýlega missti at-
vinnuna, segir að Ísraelar hafi um
áratugaskeið fært ýmsar fórnir til að
geta lifað í eigin landi. Á bakvið þær
fórnir hafi búið trúin á að allt myndi
batna þegar fram liðu stundir. Sú trú
sé hins vegar ekki eins sterk og áður
og því sé fólk að leita leiða til að bak-
tryggja sig.
Raunar er ekki ýkja langt síðan
það taldist nánast guðlast, að tala
um að yfirgefa Ísrael eða sækja um
ríkisfang annars staðar. Zíonismi
var sterkur meðal gyðinga – þ.e. trú-
in á Ísraelsríki – en tryggð við þá
stefnu hefur dvínað. Oz Almog, fé-
lagsfræðingur við Haifa-háskóla,
hefur einmitt skrifað nýlega bók um
þetta efni, en hann telur hættu
steðja að Ísraelsríki þó ekki nema
nokkur þúsund vel menntaðra Ísr-
aela flytji brott. „Meirihluti Ísraela
þarf ekki að flytja á brott til að þetta
ríki heyri sögunni til,“ segir hann.
„Það þarf ekki nema örlítinn hluta
þeirra hæfustu, þeirra sem búa yfir
forystuhæfileikum.“
Erfið ákvörðun
Segja sumir að sú örvænting sem
nú einkenni ísraelskt samfélag jafn-
ist á við mikla ólgutíð 1967, árið sem
sex daga stríðið var háð. Er nú rætt
opinskátt um sjálfa tilvist Ísr-
aelsríkis í fjölmiðlum og í samtölum
menntamanna og stjórnmálafor-
ingja. Í einum sjónvarpsþætti lýsti
fólk, sem lifði af helförina í síðari
heimsstyrjöldinni, hneykslun sinni á
því að fólk skuli nú vilja sækja um
vegabréf útgefin af löndum sem eitt
sinn sviptu gyðinga ríkisfangi í
hrönnum.
Margir þeirra, sem sótt hafa um
pólskt vegabréf, viðurkenna að
ákvörðunin hafi verið erfið. Þannig
segir Moshe, 45 ára gamall maður,
t.d. að hann hefði varla sótt um
pólskt ríkisfang ef foreldrar hans
væru enn á lífi, því það hefði líklega
orðið til þess að rifja upp fyrir þeim
það gyðingahatur, sem þau máttu á
sínum tíma þola í Póllandi.
Ísraelar vilja
baktryggja sig
Reuters
Ótti við að Ísrael dragist inn í hugs-
anlegt stríð við Írak lýsir sér einnig í
dreifingu gasgríma, hér í Jerúsalem.
Tel Aviv. AP.
’ Þetta er til marksum að margir trúi
ekki í raun og veru á
að þetta land eigi
framtíð fyrir sér. ‘
ANNAR dagur
réttarhalda yfir
Morgan Tsvangirai,
helsta leiðtoga
stjórnarandstöð-
unnar í Zimbabwe,
og tveim samherj-
um hans sem sakað-
ir eru um landráð
var í gær. Mönn-
unum er gert að sök
að hafa ætlað að láta myrða forseta
landsins, hinn umdeilda Robert Mug-
abe.
Lögreglumenn beittu kylfum við
húsakynni réttarins á mánudag er
réttarhöldin hófust til að meina stuðn-
ingsmönnum Tsvangirai og erlendum
sendifulltrúum aðgang. Blaðamaður
var handtekinn við dómshúsið en ein-
vörðungu völdum fréttamönnum rík-
isfjölmiðla var leyft að vera í salnum.
Meðal þeirra sem lögreglan stjakaði
ómjúklega við og hindraði að kæmust
inn var fulltrúi breska sendiráðsins,
Sophie Honey. Í gær var enn mikið
lögreglulið við húsið en engum var
meinað að fara inn í réttarsalinn.
Verði sakborningar fundnir sekir
geta þeir hlotið dauðadóm. Meðal
réttargagna er myndbandsupptaka
sem sagt er að sýni Tsvangirai á fund-
um í London og Montreal í desember
2001 þar sem rætt sé um að myrða
Mugabe. Var það fyrrverandi leyni-
þjónustumaður frá Ísrael, Ari Ben
Menashe, en nú forstjóri ráðgjafar-
fyrirtækis með aðalstöðvar í Kanada,
sem afhenti lögreglu myndbandið.
Fullyrti hann að Tsvangirai hefði beð-
ið sig um að myrða forsetann.
Myndbandið er afar óskýrt en verj-
endur Tsvangirai segja ein ummæli
skýr. Þar heyrist hann segja: „Það
hefur aldrei verið rætt um að drepa
Mugabe heldur höfum við rætt um
kosningarnar, það sem gerist eftir
kosningarnar.“ Rétturinn fékk aðeins
að sjá um 30 af alls 270 mínútna löngu
myndbandinu. Verjendur Tsvangirai
segja að það hafi verið mikið klippt til
að reyna að varpa á hann sök.
Tsvangirai fyrir
rétt í Zimbabwe
Harare. AFP.
Morgan
Tsvangirai
GÖRAN Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, er í tygjum við forstjóra
áfengisverslunar sænska ríkisins,
Systembolaget,
að sögn sænska
dagblaðsins Ex-
pressen. Blaðið
birti myndir af
þeim saman á
skemmtigöngu
og forsætisráð-
herrann neitaði
því ekki að þau
ættu í ástarsam-
bandi.
Persson fékk lögskilnað fyrir
tæpum mánuði eftir átta ára
hjónaband. Í byrjun ársins komst á
kreik orðrómur um að hann væri í
tygjum við Anitu Steen, forstjóra
áfengisverslunarinnar, en þau
neituðu því bæði.
Þau sáust hins vegar saman á
sýningu í Stokkhólmi á fimmtu-
dagskvöld og á sunnudag leyfðu
þau ljósmyndara Expressen að
taka myndir af þeim á skemmti-
göngu í grennd við Stokkhólm.
Bæði virtust þau geisla af ham-
ingju.
Persson sagði blaðamanni Ex-
pressen að þau hefðu eytt helginni
saman í bústað forsætisráð-
herrans. „Við áttum saman stór-
kostlega helgi,“ sagði hann og
reyndi ekki að neita því að þau
ættu í ástarsambandi. „Það er
samgangur á milli okkar og
ánægjulegt að geta verið saman
hérna á þessum stað.“
Anita Steen, sem er 53 ára og
ári yngri en forsætisráðherrann,
hefur verið forstjóri áfengisversl-
unarinnar frá 1999 og vann lengi
með Persson í fjármálaráðuneyt-
inu á níunda áratugnum. Hún er
einnig fráskilin og á tvö börn.
Göran Persson
í tygjum við
forstjóra
Systembolaget
Stokkhólmi. AFP, AP.
Göran Persson
ur til þeirrar Júgóslavíu, sem
sameinuð var undir forystu Josips
Broz Títós eftir síðari heimsstyrj-
öld og varð að einu mesta velmeg-
unarríkinu í hópi kommúnista-
ríkja Evrópu. Saga Júgóslavíu
hófst þó 1. desember 1918, í lok
fyrri heimsstyrjaldar, þá sem kon-
ungsríki Serba, Króata og Slóv-
ena. Nafni ríkisins var árið 1929
breytt í Júgóslavíu – sem merkir
eiginlega land Suður-Slava.
SÖGU sambandsríkisins Júgó-
slavíu í 84 ár lauk í gær er sam-
bandsþing Serbíu og Svartfjalla-
land leysti það upp. Við tekur
lauslegt ríkjasamband sem ber
einfaldlega heitið Serbía og Svart-
fjallaland.
Fáir harma brotthvarf sam-
bandsríkisins, sem tók við af
gömlu Júgóslavíu er hún liðaðist í
sundur árið 1992, en fleiri líta með
ljúfsárar tilfinningar í brjósti aft-
Sögu Júgóslavíu lokið
Belgrad. AFP.