Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 17

Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 17 ÍBÚAR Venesúela sneru aftur til vinnu í gær eftir tveggja mánaða allsherjarverkfall sem stjórnarand- staðan í landinu skipulagði til að þvinga fram afsögn Hugos Chavez forseta. Verkfallið fjaraði út án þess að Chavez segði af sér en stjórn- arandstæðingar fullyrða að aðgerð- irnar hafi engu að síður skilað ár- angri en m.a. segja þeir að skoðanakönnun, sem gerð var á þeirra vegum, sýni að almenningur vilji sjá á bak Chavez. Óttinn við gjaldþrot allra helstu fyrirtækja landsins og skortur á nauðsynjavörum varð til þess að stjórnarandstaðan batt enda á verkfallið, sem hófst 2. desem- ber sl. Aðeins verkamenn í olíuiðnaði lands- ins eru áfram í verkfalli en engu að síður tókst að framleiða um 1,2 milljón olíufata í gær, en þegar verkfallið stóð sem hæst fór fram- leiðsla niður í 250 þúsund föt. Ven- esúela er fimmta mesta olíuútflutn- ingsríki heims og áður en verkfallið hófst voru framleiddar um 2,8 millj- ónir olíufata á dag. Hefur verkfallið kostað ríkissjóð olíuútflutnings- tekjur upp á milljarða dollara. „Valdaræningjar og fasistar“ Á sunnudag stóðu stjórnarand- stæðingar fyrir skoðanakönnun, eins konar óformlegum kosningum, þar sem fólk var beðið að skrifa undir ályktun þess efnis að kjör- tímabil forsetans verði stytt, en Chavez er kjörinn til ársins 2006. Fullyrti Carlos Ortega, einn leið- toga stjórnarandstöðunnar, að 3,7 milljónir manna hefðu tekið þátt í könnuninni og sagði hann að þessi mikli fjöldi markaði „algjöran sig- ur“ fyrir þá, sem vilja að Chavez víki. Chavez kallaði andstæðinga sína hins vegar „valdaræningja, fasista og hryðjuverkamenn“ og hét því að þeir sem stóðu fyrir verkfallinu myndu greiða fyrir þann skaða, sem þeir hefðu valdið. „Þeim verður að refsa,“ sagði hann. „Þeir verða að fara í fangelsi.“ Venesúelabúar aftur til vinnu Caracas. AFP, AP. Allsherjarverkfalli lauk án þess að Chavez forseti léti í minni pokann Hugo Chavez SVONEFNDUR Nizza-sátt- máli Evrópusambandsins (ESB), nýjasta uppfærsla stofnsáttmála sambandsins sem samþykktur var á leiðtoga- fundi þess í frönsku Rívíeru- borginni Nizza (Nice) í lok árs 2000, gekk loks í gildi nú um mánaða- mótin. Megin- markmiðið með þeim breytingum á stofnanakerfi og fyrirkomu- lagi ákvarð- anatöku ESB sem felast í sátt- málanum er að búa sambandið þannig úr garði að það geti tek- ið þau tíu ríki inn í sínar raðir sem samið hafa um aðild frá og með 1. maí 2004. Það var staðfestingarferli sáttmálans sem tafði fyrir gild- istökunni; hann þarf að hljóta lögformlega fullgildingu í öllum aðildarríkjunum fimmtán og Írar felldu fullgildinguna fyrir sitt leyti í þjóðaratkvæða- greiðslu í júní 2001. Þeir sam- þykktu hann svo í annarri þjóð- aratkvæðagreiðslu sem haldin var í október sl. Írsk stjórnvöld lögðu inn fullgildingarskjal sitt í desember, en í sáttmálanum er kveðið á um að hann gangi í gildi fyrsta dag annars mánað- arins frá því síðasta fullgilding- arskjalið er komið í hús. Meðal helztu breytinganna sem Nizza-sáttmálinn kveður á um er að meðlimum fram- kvæmdastjórnar ESB fjölgar upp í 25 er aðildarríkin eru orð- in 25, þ.e. einn framkvæmda- stjórnarfulltrúi á hvert aðildar- ríki, óháð stærð; áður höfðu stóru aðildarríkin (Þýzkaland, Frakkland, Bretland, Ítalía og Spánn) tvo fulltrúa hvert. Þá hefur atkvæðagreiðslukerfið í ráðherraráði sambandsins ver- ið stokkað upp og málaflokkum fækkar þar sem aðildarríkin geta beitt neitunarvaldi. Í stuttu máli miða þessar breyt- ingar að því að tryggja að sam- bandið geti starfað áfram og tekið ákvarðanir með skilvirk- um hætti, þótt aðildarríkjunum fjölgi upp í 25, 27 eða fleiri. Ígildi stjórnarskrár En eins og Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar- innar, benti á í ræðu í tilefni af gildistöku Nizza-sáttmálans eru þessar breytingar þó að- eins áfangi á lengri för. Hin svokallaða Ráðstefna um fram- tíð Evrópu, sem hefur nú starf- að í tæpt ár með þátttöku full- trúa frá öllum núverandi og tilvonandi aðildarríkjum, er eins konar stjórnlagaþing ESB og hefur það hlutverk að yfir- fara öll stjórnlög sambandsins og gera tillögur að framtíðar- fyrirkomulagi þess, í framhaldi af Nizza-sáttmálanum. Ráðstefnunni, sem Valery Giscard d’Estaing fyrrverandi Frakklandsforseti stýrir, er ætlað að leggja á sumri kom- anda fram uppkast að endur- skoðuðum og einfölduðum stofnsáttmála sambandsins, og er að því stefnt að sá texti verði ígildi stjórnarskrár sem dugað geti ESB sem grundvallar- plagg um skipulag þess og starfshætti næstu áratugina. Nizza- sátt- málinn í gildi Brussel. AFP. Romano Prodi                     ! ! " #$                  " "    "    "     !   # %     !                !      "          #&                    #               "      !      '"        # (  )'"   !  ! *   ! $   +  ,- # +    ./# *   .0#  1           #.2)003.4)00                                    ! "                !    # $%      &'   $(  '   )  ''  $(  '      $*        $%   & $+        $,            $-     $*  !       $%   $.      '                !"  5   6 *   ! )-.027-4   8# # /,#000#3           9         "      '       +                       ! "! "  #" $ %

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.