Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 18
Hluti stjórn-
klefa Kólumb-
íu fundinn
ENN er verið að rannsaka hvað
valdið hafi því að bandaríska geim-
ferjan Kólumbía fórst með sjö
manna áhöfn sl. laugardag, nokkr-
um mínútum fyrir áætlaða lend-
ingu. Grunurinn beinist einkum að
því að harður kvoðubútur sem lenti
á vinstri væng ferjunnar rúmri mín-
útu eftir flugtak hafi skemmt ferj-
una, ekki síst hlífðarflísar úr ker-
amikefni sem eiga að verja hana
fyrir núningshita í gufuhvolfinu og
eru neðan á farkostinum.
Á myndbandi, sem tekið var af
ferjunni er hún birtist á himninum
yfir Kaliforníu, virðist sem litlir
hlutir falli af henni þegar hún kem-
ur inn í gufuhvolfið. Gæti þetta bent
til þess að Kólumbía hafi þegar ver-
ið lent í vanda áður en hún sprakk
yfir Dallas í Texas. Er því lögð mikil
áhersla á að reyna að finna brak
sem gæti hafa fallið til jarðar í sam-
bandsríkjunum Nýju-Mexíkó og
Arizona en þegar hefur fundist brak
á nokkur hundruð stöðum í Texas
og í Louisiana. Fannst meðal ann-
ars fremsti hluti eða nef stjórnklef-
ans við Hempill í Texas.
Geimferjurnar þrjár sem eftir
eru, Atlantis, Discovery og Endeav-
our, verða ekki notaðar meðan
rannsókn fer fram á slysinu. Þrír
geimfarar eru nú í alþjóðlegu geim-
stöðinni Alfa sem geimferjurnar
bandarísku hafa m.a. þjónað. Rúss-
nesk, ómönnuð birgðaflaug af Pro-
gress 10-gerð lagði að stöðinni í gær
og voru flutt með henni eldsneyti og
matvæli handa áhöfninni. Flauginni
var skotið frá geimrannsóknastöð
Rússa í Bajkonur í Kasakstan.
Minnisblað NASA
Nokkrum dögum áður en Kól-
umbía fórst var samið minnisblað
hjá bandarísku geimvísindastofnun-
inni, NASA, þar sem sagði að
„hættan á miklum skemmdum á
flísunum“ vegna áðurnefnds kvoðu-
búts væri fyrir hendi, að sögn sjón-
varpsstöðvarinnar CNN. Minnis-
blaðið var ritað á tólfta degi
geimferðarinnar sem tók 16 daga,
höfundur þess var Don L. Mc-
Cormack, embættismaður hjá
NASA. Þar var bent á að eitthvað
hafi lent á vængnum, líklega harður
bútur úr einangrunarkvoðu á elds-
neytisgeymi. Greining á atvikinu
sýndi að margar flísar hefðu senni-
lega dottið af fleti sem væri um
20x75 sentimetrar að stærð.
Búturinn sem lenti á ferjunni er
talinn hafa verið um 50x40 sm að
stærð og um 15 sm að þykkt, líklega
rúmlega eitt kílogramm að þyngd.
Tekið var fram að högg af slíku
tagi ætti ekki að valda neinum
vanda en þess má geta að alls eru
um 24.000 hlífðarflísar á ferjunni.
„Hitamælingar benda til þess að ef
til vill hafi orðið staðbundnar
skemmdir á búnaðinum en ekki hafi
nokkurs staðar komið brunagat og
ekki heldur að öryggi í flugi ætti að
vera ógnað,“ sagði í minnisblaðinu.
Álagið á hlífðarflísarnar utan á
álbúknum þegar ferjan er í gufu-
hvolfinu í flugtaki en einkum í lend-
ingu er geysimikið og hefur oft
komið fyrir að nokkrar hafi
skemmst eða dottið af. Menn töldu
því að flísavörnin á Kólumbíu væri
almennt í lagi þrátt fyrir kvoðubút-
inn.
Kvoðubútar áður lent
á vængjum geimferja
„Við könnuðum tvenns konar at-
burðarás sem gæti haft mjög slæm-
ar afleiðingar. Annars vegar að
losnað hefði flís við aðaldyrnar eða
margar flísar á sama fletinum,“
sagði Ron Dittemore, yfirmaður
geimferjuáætlunar NASA. Hann
sagði að vitað væri að kvoðubútar
úr eldsneytisgeymi hefðu áður lent
á vængjum geimferju.
The New York Times hafði eftir
Dittemore í gær að þótt áður hefði
verið komist að þeirri niðurstöðu að
kvoðubúturinn hefði haft sáralítil
áhrif á ferjuna væri nú búið að end-
urskoða þá niðurstöðu frá grunni.
„Við viljum komast að því hvort við
komumst að rangri niðurstöðu,“
sagði Dittemore og bætti við að
kannað yrði hvort gert hefði verið
of lítið úr áhrifum kvoðunnar.
Á myndum af flugtakinu virðist
sem búturinn sé mjög ljós á litinn
en einangrunarkvoðan er hins veg-
ar appelsínugul. Hefur þetta valdið
því að sumir telja að um klakamola
hafi verið að ræða eða kvoðubút
sem þakinn hafi verið ís. Búturinn
hefur sennilega verið á um 2000 km
hraða þegar hann lenti á vængnum.
Jake Garn, sem er geimfari og
tók þátt í ferð árið 1985, segir að
svipað atvik hafi hent þá. „Við viss-
um ekki neitt um þetta fyrr en eftir
að við vorum lentir,“ sagði hann í
samtali við CNN. „Það var gat á
stærð við mannsfót neðan á hægri
vængum.“
Leitaði til vinstri
Tölvugögn sýna að hiti hækkaði
og óvænt vindmótstaða myndaðist
er olli því að Kólumbía leitaði til
vinstri en allt gæti þetta vel stafað
af skemmdum á flísunum. Einnig
hækkaði hitinn nokkuð í hylki utan
um lendingarhjól en viðkvæmur
tækjabúnaður er einnig í hylkinu.
AP
Rússnesk birgðaflaug af gerðinni Progress 10 (efst t.v.) leggur að alþjóðlegu geimstöðinni Alfa í gær með elds-
neyti og mat handa þrem geimförum, tveim bandarískum og einum rússneskum. Efst t.h. sést í jörðina.
Kannað verður hvort gert hafi verið
of lítið úr áhrifum kvoðubúts er lenti
á væng geimferjunnar í flugtaki
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
YFIRVÖLD í Melbourne í Ástralíu
reyndu í gær sem mest þau máttu
að átta sig á því hvernig mannlaus
rafmagnslest gat ræst sig af sjálfu
sér og ekið fimmtán kílómetra leið
um þessa næststærstu borg lands-
ins, áður en hún lenti í árekstri við
aðra lest, með þeim afleiðingum að
ellefu slösuðust lítillega.
Lestin ók um tólf lestarstöðvar á
allt að 100 km hraða áður en hún
ók á aðra lest, sem var kyrrstæð
við lestarstöð í Melbourne. Sagði
Peter Batchelor, yfirmaður lest-
armála í Virginíu-ríki, að stjórn-
endur lestanna hefðu árangurslaust
reynt að beina lestinni að lest-
arpalli, þar sem ekkert fólk var á
ferli.
Sjónarvottur sagðist hafa verið
staddur við Broadmeadows-
lestarstöðina þegar lestin hóf ferða-
lag sitt. Sagði hann að lestin hefði
skyndilega ekið af stað. Reyndi
stjórnandi lestarinnar að hlaupa
hana uppi, til að taka við stjórn
mannlausrar lestarinnar, en hann
hafði ekki erindi sem erfiði.
Fram kom hjá Batchelor að
hugsanlega hefði skammhlaup átt
sér stað, sem olli því að lestin ræsti
sig og ók af stað. Hann útilokaði
hins vegar ekki að um mannleg
mistök hefði verið að ræða.
Reuters
Mannlaus lest í
ótrúlegu ferðalagi
Melbourne. AP.
JAPANSKA fyrirtækið Mitsubishi
hefur þróað vélmenni á hjólum
sem það segir að verði heim-
ilisvinur, húsvörður og heim-
ilishjúkrunarkona framtíð-
arinnar.
Vélmennið er metri á hæð og í
kúlulaga og munnlausu höfðinu
eru stafrænar myndavélar. Það
getur talað og lært að þekkja
raddir og andlit og fylgst með
hreyfingum.
Að sögn Mitsubishi getur vél-
mennið hentað öldruðu fólki eða
sjúklingum. Það er enn á til-
raunastigi en líklegt er að það
verði selt á milljón jena, andvirði
655.000 króna.
Vélmennið, sem keyrir á Linux-
hugbúnaði, getur tengst við Netið
og sent myndir með tölvupósti
eða í farsíma. Ennfremur getur
það sent tölvupóst ef það heyrir
mikinn hávaða eða verður vart
við eitthvað óvenjulegt á heim-
ilinu.
Vélmennið getur spurt spurn-
inga eins og: „Þú kemur seint
heim, hvað varstu að gera?“ Það
getur einnig munað aukaverkanir
lyfja.
Vélmennið er knúið með raf-
hlöðu, sem endist í tvær klukku-
stundir, en það veit hvenær hún
tæmist og hleður hana sjálft.
Japanir hafa lengi verið heill-
aðir af vélmennatækni. Nokkur
fyrirtæki hafa þróað vélmenni,
þeirra á meðal afþreyingar- og
rafeindatæknifyrirtækið Sony,
farsímafyrirtækið NTT DoCoMo
og bílafyrirtækið Honda.
AP
Hönnuðurinn Toshiyuki Kita sýnir
nýtt vélmenni Mitsubishi á blaða-
mannafundi í Tókýó í gær.
Heimilisvinur fram-
tíðarinnar kynntur
Tókýó. AP.
DANSKA vísindaráðuneytið og
stúdentagarðarnir í Kaupmanna-
höfn deila nú um hver eigi að bera
tjónið af bruna í elsta stúdentagarði
Danmerkur, Regensen í miðborg
Kaupmannahafnar, um miðjan jan-
úar, að sögn danska dagblaðsins
Politiken. Tjónið nam þremur millj-
ónum danskra króna, andvirði 33
milljóna íslenskra, og húsið var
ótryggt.
Vísindaráðuneytið segir að sjálfs-
ábyrgð ríkisins nái ekki til Regensen
þar sem stúdentagarðarnir séu
sjálfseignarstofnun. Það ráðleggur
því görðunum að kaupa strax bruna-
tryggingu.
Eva Smith, lagaprófessor við
Kaupmannahafnarháskóla, neitar
þessu. „Ráðuneytið er ótrúlega
ósvífið þegar það heldur því fram að
sjálfsábyrgð ríkisins nái ekki til Reg-
ensen. Þetta stendur í bréfi frá 1984
og ég skil ekki hvers vegna ráðu-
neytið neitar þessu,“ segir hún.
Formaður fjármálanefndar
danska þingsins, Kristian Thulesen
Dahl, hefur beðið vísindaráðherrann
Helge Sander um að gera grein fyrir
tryggingamálum Regensen. Dahl
segir að nefndin muni síðan taka af-
stöðu til þess hvort ríkið eigi að gefa
stúdentagörðunum þrjár milljónir
danskra króna eða segja þeim að
verða sér úti um fé til viðgerðanna.
Rúmlega hundrað stúdentum var
bjargað út úr Regensen 16. janúar
þegar eldur kom upp í þaki hússins
sem var reist árið 1623. Margir ís-
lenskir námsmenn bjuggu á Regen-
sen, eða Garði, þegar Ísland heyrði
undir Danakonung.
Garður reyndist ótryggður