Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 19

Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 19 ÚTSALA!! Stórhöfða 21, við Gullinbrú 545 5500, netfang. flis@flis.is 15% Mosaic 20% Versace 30% og 40% aðrar flísar www.flis.is FORVARNADEILD Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur í hyggju að kanna eldvarnir í óleyfi- legu íbúðarhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Til greina kemur að beita húseigendur dagsektum eða rýma og loka húsnæði þar sem aðbúnaður er mjög slæmur. Tveir starfsmenn forvarnadeild- arinnar vörðu 4–5 vikum fyrir síð- ustu jól til að kortleggja um 150 byggingar sem fyrirhugað er að skoða fljótlega. Að sögn Bjarna Kjartanssonar, framkvæmdastjóra forvarnadeildar Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins, eru umræddar byggingar af ýmsum toga, allt frá því að vera ósamþykktar íbúðir yfir í að vera fyrrum atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru skelfilegar og fólk hefur jafnvel búið á millilofti fyrir ofan verkstæði. Bjarni segir að í slíkum tilvikum hafi útlendingar oft- ast átt í hlut en sem betur fer sé sjaldgæft að fólk búi í jafnslæmum vistarverum. „Þessir íbúðarhættir hafa verið að aukast mjög á síðustu árum og við teljum okkur ekki stætt á öðru en að taka á þessu,“ segir Bjarni. Við vinnu sína hafa starfsmenn forvarnadeildar aflað sér upplýsinga frá heilbrigðiseftirliti og byggingar- fulltrúum sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu um ólöglegt íbúðar- húsnæði. „Síðan var bara keyrt um hverfi og reynt að kortleggja hvar voru blóm í glugga og gardínur,“ segir hann. Hann segir að á þeim tíma sem unnið hafi verið að því að kort- leggja svæðið hafi nokkur hús bæst í hópinn. „Við erum búnir að afla okkur ljósrita af öllum byggingarnefndar- teikningum þessara húsa og afla okkur gagna og undirbúa okkur undir sjálfa vinnuna við að skoða þetta allt saman með skýrslugerð og bréfum, kröfugerðum o.fl.“ Hann segir það nýmæli af hálfu slökkviliðsins að nú sé markvisst farið í að skoða byggingar af þessu tagi auk þess sem ráðgert sé að grípa til aðgerða. „Ef hús er með það sem við telj- um vera umtalsverða ágalla á eld- vörnum og óleyfilegt til íbúðar mun- um við hiklaust beita eiganda dagsektum með samþykki viðkom- andi sveitarfélags. Ef við teljum að- stæður mjög slæmar lokum við.“ Leigjendum send viðvörun Bjarni segir að ef þeir telji að loka beri húsi verði eiganda send viðvör- un þar að lútandi og öllum leigj- endum líka. Ákvörðun um lokun er tekin af slökkviliðsstjóra en í þeim tilvikum verður aðgerðum frestað í þrjá mánuði meðan fólki er gefinn kostur á að leita sér að öðru hús- næði. Bjarni segir ekki alveg ráðið hve- nær hafist verður handa við skoð- unina en það verði mjög fljótlega. Verkefnið hefur verið kynnt stjórn slökkviliðsins þar sem sæti eiga borgarstjóri og bæjarstjórar við- komandi sveitarfélaga. Skipa á sam- ráðsnefnd í tengslum við verkefnið þar sem að líkindum munu eiga sæti byggingarfulltrúar sveitarfélaganna og fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti. Bjarni segir að í þeim tilvikum þar sem ekki verði gerð krafa um að viðkomandi húsi sé lokað en samt skorti á aðbúnað verði farin sú leið að beita dagsektum. Þeim verði hins vegar ekki beitt fyrr en eftir að eig- anda hefur verið gefinn kostur á að bæta úr sínum málum. Það gæti t.d. þýtt að hann þyrfti að bæta við flóttaleið, t.d. hringstiga utan á hús. Bjarni bendir á að leyfi bygging- arfulltrúa þurfi fyrir slíkum breyt- ingum og mjög líklega leyfi skipulag ekki slíkar breytingar á viðkomandi húsnæði, einkum í iðnaðarhverfum. „Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að byrja að skoða þegar við vorum að fara út í þetta og viss- um ekki að við myndum óafvitandi hrista tréð dálítið duglega án þess að vita hvað myndi detta út úr því.“ Ekki farið í þetta með látum Bjarni segir það sitt mat að marg- ir búi á þennan hátt vegna efnaleys- is. Í slíku húsnæði búi líka gjarnan útlent farandverkafólk sem hafi ekki efni á eða aðgang að leigumarkaðn- um og ekki möguleika á lánum. Þá sé innan um fólk sem einfaldlega vilji búa í rúmgóðu atvinnuhúsnæði. Hann bendir á að atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafi um nokkra hríð verið óseljanlegt og ill- leigjanlegt í mörgum tilvikum sem þá sé gjarnan leigt út sem íbúðar- húsnæði í trássi við lög. Bjarni undirstrikar að lagt sé upp með að hægt verði að leysa farsæl- lega flest þau mál sem upp kunna að koma í skoðuninni og í samráði við sveitarfélögin. „Við ætlum alls ekki að fara í þetta með neinum látum.“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ætlar að kanna eldvarnir í óleyfilegu íbúðarhúsnæði í samtals 150 byggingum Kemur til greina að rýma vistarverur  !   "     #" ! $   %   ! #                      &' () & ** + *  ,  -  #!! !     $ -!   "   Höfuðborgarsvæðið TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra segir það skjóta skökku við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrver- andi borgarstjóri, hafi látið í það skína í fjölmiðlum að borgaryfirvöld hafi haft frumkvæði að hugmyndum um byggingu nýs framhaldsskóla í Suð- ur-Mjódd og stækkun og endurbætur á öðrum skólum. Látið hafi verið að því liggja í umfjölluninni að mennta- málaráðuneytið hafi ekki sinnt mál- efnum framhaldsskóla í Reykjavík sem skyldi á undanförnum árum. „Fyrst er til að nefna að á undan- förnum árum hefur gengið mjög illa að ná samkomulagi við Reykjavíkur- borg um stefnumörkun vegna hús- næðismála framhaldsskólanna í borg- inni. Það má rekja það til tregðu Reykjavíkurborgar að viðurkenna lagaskilyrði um 40% framlag sveitar- félaga til stofnframkvæmda,“ segir hann. Á síðastliðnu ári voru nokkrir fund- ir haldnir með borgarstjóra að frum- kvæði menntamálaráðuneytisins um húsnæðismál framhaldsskólanna í Reykjavík. Tómas Ingi segir að í framhaldi af þessum fundum hafi ráðuneytið lagt fram tillögu um miðj- an desember síðastliðinn þar sem settar voru fram hugmyndir um for- gangsröðun framkvæmda í borginni. Í þessum tillögum komi m.a. fram að fjölgun nemenda í framhaldsskólum í borginn þýði í raun að nú þegar þurfi að leggja drög að byggingu nýs fram- haldsskóla. Þrír valkostir Ráðherra segir að bent hafi verið á þrjá möguleika varðandi staðsetn- ingu, Suður-Mjódd, Hlíðarfót og við Ánanaust. Athygli ráðuneytisins hafi síðan beinst að Mjóddinni. Hann nefnir að þótt sveitarfélögin hafi alla jafnan sjálf átt frumkvæði að því að leita samstarfs sín á milli um fram- haldsskólana hafi ráðuneytið átt við- ræður í janúar sl. við Kópavogsbæ um hugsanlega þátttöku þeirra í nýjum framhaldsskóla. Í tillögum ráðuneytisins er enn fremur bent á að auka þurfi kennslu- rými og áhersla lögð á að ná sam- komulagi um löngu tímabærar fram- kvæmdir við framhaldsskóla í Reykjavík. Ráðherra segir að það sé ekki fyrr en á allra síðustu vikum sem borgarstjóri hafi sýnt málinu áhuga og sýnt jákvæð viðbrögð við tillögun- um. „Þessi breyting á afstöðu borgar- innar til framhaldsskólanna er mjög jákvæð og ég er mjög ánægður með hana,“ segir hann. Hann segist munu boða til fundar með nýjum borgarstjóra á allra næstu dögum um byggingu nýs fram- haldsskóla í borginni. Þá þurfi borg- aryfirvöld og ráðuneytið að ná sam- komulagi um húsnæðismál fram- haldsskólanna í borginni í víðara samhengi, meðal annars um for- gangsröðun verkefna. Tillaga um húsnæðismál afgreidd í borgarráði Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu um húsnæðismál fram- haldsskólanna í Reykjavík sem gerir m.a. ráð fyrir að teknar verði upp við- ræður við menntamálaráðuneytið og Kópavogsbæ um byggingu nýs fram- haldsskóla í Suður-Mjódd. Þá var samþykkt að óska eftir því við menntamálaráðuneytið að skipa vinnuhóp fulltrúa ríkis og borgar um húsnæðismál annarra framhaldsskóla í borginni. Menntamálaráðherra um ummæli fyrrverandi borgarstjóra um framhaldsskólana Fundað með borgarstjóra að frumkvæði ráðuneytisins Reykjavík NOKKUÐ er um það á hverju ári að borgaryfirvöld bæti minniháttar tjón á bílum sem hljótast af völdum þess að ekki hefur nægjanlega vel verið gengið frá götum þar sem fram- kvæmdir hafa átt sér stað. Í fyrra bárust um 110 tilkynningar til tryggingafélags borgarinnar vegna tjóna á bílum sem metin voru af tryggingafélaginu, þar af fengu 40 greiddar bætur fyrir samtals 1,9 milljónir króna. Sigurður Skarphéðinsson, gatna- málastjóri, segir að bíleigendum beri að snúa sér til lögreglu komi slík mál upp. Lögreglan sendir skýrslu um málið til Gatnamálastofu sem kemur henni áfram ásamt skýringum til tryggingafélags borgarinnar, sem síðan tekur afstöðu um hvort tjónið sé bótaskylt. Algengast er að tilkynnt sé um hjólbarða sem hafa eyðilagst eða felgur sem hafa beyglast. Sigurður segir að borgin bæti tjón- ið hafi þeim verið tilkynnt um fram- kvæmdir á viðkomandi svæði eða ef sannanlega hafi verið talin hætta á slysum. Í vel flestum tilvikum grafa borgarstarfsmenn eða fyrirtæki á hennar vegum skurði í götur bæjar- ins, að sögn Sigurðar. Í þeim tilvikum þar sem annar aðili fær leyfi til fram- kvæmda ber honum hins vegar að til- kynna verklok til Gatnamálastofu. Algengast er að sett sé möl í yf- irborðið eða viðgerðarefni sem má nota í frosti þar til hægt er að mal- bika. Í fyrra bárust um 110 tjónatilkynn- ingar, þar af voru nokkrar vegna tjóna af völdum öskubíla. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar, tæknifræðings hjá Gatnamálastofu, ræðst fjöldi tjóna oftast af því hvern- ig viðrar til malbiksframkvæmda. Þannig hafi árið í fyrra verið mun skaplegra en árið 2001 þegar vetur var kaldur og litlar malbiksfram- kvæmdir að vetri. Í fyrra hafi hins vegar verið malbikað allan desem- bermánuð og hluta janúar á þessu ári. Morgunblaðið/Sverrir Einhverjir kannast sjálfsagt við þessa misfellu við Suðurgötu 8. Viti menn ekki af henni fær bíllinn á sig harðan hnykk þegar honum er ekið yfir hana. 110 tilkynningar bárust í fyrra vegna minniháttar tjóna á ökutækjum Ónýtir hjólbarðar og beyglaðar felgur Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.