Morgunblaðið - 05.02.2003, Page 22
LANDIÐ
22 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KOMMABLÓT var haldið í Nes-
kaupstað sl. helgi en það er Alþýðu-
bandalagið í Neskaupstað sem
stendur fyrir blótinu líkt og und-
anfarin 37 ár. Þrátt fyrir litla starf-
semi Alþýðubandalagsins á lands-
vísu lætur Alþýðubandalagið í
Neskaupstað ekki deigan síga
Að vanda voru það fóstbræðurnir
Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri
og Smári Geirsson, formaður bæj-
arráðs, sem sömdu annál ársins að
mestu. En sér til aðstoðar við flutn-
ing hans höfðu þeir Ágúst Ármann
Þorláksson, Guðmund Gíslason,
Helgu Steinson, Jón Björn Há-
konarson og tuskuhundinn Kizu.
Annállinn var fluttur ýmist í formi
söngva eða upplestrar og er óhætt
að segja að hann hafi vakið mikla
kátínu gesta.
Enginn er óhultur þegar nýliðið
þorrablótsár er rifjað upp og meðal
annarra var gert stólpagrín að nýja
lögregluvarðstjóranum og fíkni-
efnaleitarhundi hans. Laxeldi í
Mjóafirði og laxaslátrun í Neskaup-
stað var aðhlátursefni. Einnig bar á
góma barátta bláu handarinnar við
Bubba kóng, forstjóra Síldarvinnsl-
unnar. Einna mesta lukku vakti
túlkun skemmtikrafta á Neista-
flugshátíðinni sl. sumar þar sem
Valgeir Guðjónsson stjórnaði
brekkusöng. En annálshöfundar
voru líka duglegir að gera grín að
sjálfum sér. Þeir grínuðust t.d. með
úrslit sveitarstjórnarkosninga sl.
vor þegar vinstrimenn í Neskaup-
stað töpuðu meirihluta eftir rúm-
lega hálfrar aldrar setu á valdastóli
og sungu í kór: Fallnir með fjóra af
níu í fyrsta sinn í 50 ár.“ Þá var
ekki hægt að fjalla um nýyfirstaðið
blótsár án þess að minnast á skin og
skúrir í álmálum, fyrst kjaftshöggið
frá Hydro og svo bjargvættinn Al-
coa.
Aðsókn á blótið var ágæt, en þó
ekki eins góð og undanfarin ár.
Vel lukkað
kommablót
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Meðal gesta var Einar Már Sigurðarson þingmaður og fjölskylda hans.
Neskaupstaður
FRAMKVÆMDUM við viðbygg-
ingu Heimilisiðnaðarsafnsins á
Blönduósi er lokið. Verktakinn Jón
Eiríksson ásamt samstarfsmönnum
sínum afhenti Elínu Sigurðardóttur,
formanni stjórnar Heimilisiðnaðar-
safnsins, lyklana að húsinu sl föstu-
dag, degi fyrr en áætluð verklok.
Fyrstu skóflustunguna að húsinu tók
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja-
vörður í október 2001.
Viðbyggingin er 348 fermetrar að
stærð. Elín Sigurðardóttir var afar
ánægð með viðbygginguna og sagði
hún húsið vandað í alla staði og gekk
bygging þess mjög vel. Áætlaður
byggingakostnaður um 40 milljónir
króna fór tæplega 6 milljónir króna
fram úr áætlun. Elín sagði að við-
byggingin yrði formlega vígð í maí.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
var opnað á 100 ára afmæli Blöndu-
óss árið 1976 en árið 1993 var heim-
ilisiðnaðarsafnið gert að sjálfseign-
arstofnun sem að standa nær öll
sveitarfélög í A-Húnavatnssýslu
ásamt sambandi austur-húnvetnskra
kvenna (SAHK) en áður hafði SAHK
alfarið séð um rekstur og stjórn
safnsins. Heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi er afar sérstakt og á eng-
an sinn líka á Íslandi. Arkitekt við-
byggingar Heimilisiðaðarsafnsins á
Blönduósi er Guðrún Jónsdóttir.
Byggt við
heimilisiðn-
aðarsafnið
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Jón Eiríksson afhendir Elínu Sig-
urðardóttur lykla að byggingunni.
Blönduós
að vinna að framgangi hugmynda
um heilsutengda ferðaþjónustu á
Húsavík í samstarfi við aðra að-
ila.
Með stofnun félagsins Heilsu-
laug á Húsavíkurhöfða er stigið
það skref að koma þessu verkefni
samvinnu við Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga. Gunnar segir tilgang
félagsins m.a. þann, að vera sam-
eiginlegur vettvangur þeirra sem
hafa áhuga á að stunda heilsuböð
ásamt því að vinna að bættri að-
stöðu til slíkrar ástundunar, og
ALLT frá árinu 1992 hefur hópur
fólks á Húsavík notað vatn, sem
kemur upp úr borholu á Húsavík-
urhöfða, til baða. Þetta vatn er
sérstakt að efnisinnihaldi og má
með einföldum hætti líkja við
heitan sjó, reynslan sýnir að
þetta salta vatn hefur t.d. góð
áhrif á húðvandamál. Í raun eru
á svæðinu nokkrar borholur sem
hafa mismunandi seltustig. Bað-
karið sjálft sem notað hefur verið
er gamalt ostakar sem fékkst í
Mjólkursamlaginu á sínum tíma
og það ásamt lágmarks búnings-
aðstöðu hefur verið látið duga til
dagsins í dag.
Fyrir skömmu var haldinn í
Hvalamiðstöðinni á Húsavík
stofnfundur félags áhugafólks um
heilsuböð og heilsutengda ferða-
þjónustu á Húsavík og hlaut það
nafnið Heilsulaugin á Húsavík-
urhöfða. Gunnar Jóhannesson at-
vinnuráðgjafi hjá Atvinnuþróun-
arfélagi Þingeyinga var
frummælandi á fundinum ásamt
þeim Friðfinni Hermannssyni
framkvæmdastjóra Heilbrigð-
isstofnunar Þingeyinga og Jóni
Ásberg Salómonssyni sem er einn
af upphafsmönnum náttúrubaðs-
ins á Húsavíkurhöfða. Gunnar er
jafnframt stjórnandi verkefnis
um heilsutengda ferðaþjónustu í
Þingeyjarsýslum sem unnið hefur
verið að undanfarna mánuði í
í ákveðinn farveg. Félagið mun
t.d. hafa forgöngu um að ræða
hvernig þetta sérstaka vatn verð-
ur nýtt í framtíðinni. Í stjórn fé-
lagsins voru kosin þau Jón Ás-
berg Salómonsson, Gunnar
Bóasson og Bryndís Torfadóttir.
Vatnið í pott í sundlauginni?
Góðar umræður urðu á stofn-
fundinum og þar var m.a. rætt
um bætta aðstöðu á Húsavík-
urhöfðanum sjálfum, auk mögu-
leika á að leiða vatnið niður í
pott í Sundlauginni. Sveinn Rún-
ar Arason forstöðumaður Sund-
laugar Húsavíkur mætti á fund-
inn og sýndi fundarmönnum
teikningar af framtíðarskipulagi
laugarinnar en þar er gert ráð
fyrir pottum og laugum með
heilsuvatninu af höfðanum.
Það mun reyndar ekkert nýtt
að Húsvíkingar hafi áhuga á nátt-
úruböðum. Áður en sundlaugin á
Húsavík var byggð voru misheit-
ar laugar notaðar til baða eða
sundiðkunar. Hluti þeirri upplif-
unar að fara í ostakarið á Húsa-
víkurhöfða er kannski einmitt
hve frumstæðar aðstæður eru
fyrir hendi og má segja að það sé
í anda náttúrubaða. Þá er á höfð-
anum gott útsýni yfir Skjálf-
andaflóa sem getur verið glæsi-
legt á fallegum sumarkvöldum og
þykir ekki síðra að vetrarlagi því
engin eru götuljósin sem trufla
stjörnurnar og eða norðurljósin.
Heilsulaugin á Húsavíkurhöfða
Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þessa aðstöðu á Húsavíkurhöfða hafa menn notað til baða frá 1992.
MEÐAL þeirra furðutóla sem lög-
reglan í Ólafsfirði hefur gert upptæk
á undanförnum árum er þessi sveðja
með þeim myndarlegri. Jón Árni
Konráðsson, lögregluvarðstjóri,
heldur hér um gripinn en myndin er
tekin á skrifstofu sýslumannsins í
Ólafsfirði.
Myndarleg
sveðja
Ólafsfjörður
Á AÐALFUNDI Ungmennafélags-
ins Heklu í Rangárþingi ytra á dög-
unum var útnefndur íþróttamaður
ársins 2002. Það var Árni Arason
sem með ástundun og árangri þótti
hafa skarað fram úr í frjálsum
íþróttum og hlaut hann forláta bikar
því til staðfestingar. Fjöldi annarra
viðurkenninga var veittur, bæði í
körfubolta og frjálsíþróttagreinum.
Kom fram í máli formanns Umf.
Heklu, Önnu Maríu Kristjánsdóttur,
að starfið hefði gengið vel á síðast-
liðnu ári, ekki síst í frjálsíþrótta-
greinum, en félagsmenn hafa verið
sigursælir á innan- og utanhússmót-
um Rangæinga. Sagði Anna María
að hópurinn, með þjálfarann Berg-
lindi Pedersen í fararbroddi, stefndi
að æfinga- og keppnisferð til út-
landa, jafnvel á komandi sumri.
Auk frjálsra íþrótta stendur Umf.
Hekla fyrir körfuboltaæfingum og
júdó og er góð þátttaka í öllum grein-
um. Leikjanámskeið var haldið síð-
astliðið sumar við góðar undirtektir.
Kom fram á fundinum nú sú hug-
mynd að stefna að enn öflugra og
fjölbreyttara starfi fyrir tólf ára og
yngri næsta sumar en athugun þess
máls er á frumstigi.
Íþróttamaður ársins
hjá Umf. Heklu
Hella
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Árni Arason, íþróttamaður ársins
2002 hjá Ungmennafélaginu Heklu
í Rangárþingi ytra.
ATVINNURÁÐGJÖF Vestur-
lands boðaði íbúa Snæfellsness til
fundar á Hótel Framnesi í Grund-
arfirði 28. janúar sl. Á fundinum
fór Ólafur Sveinsson, forstöðumað-
ur stofnunarinnar, yfir þau mál
sem unnið hefði verið að á svæðinu
sem heyrir undir Atvinnuráðgjöf-
ina eða frá Hvalfirði í suðri að Gils-
firði í norðri. Kom fram í máli Ólafs
að nýjustu verkefnin á Snæfells-
nesi sem Atvinnuráðgjöfin komi að
sé m.a. stofnun Sögumiðstöðvar í
Grundarfirði og verkefnisins
Tæknibærinn Grundarfjörður sem
og Heilsueflingar Stykkishólms
ehf. undir nafninu Temple Spa.
Dr. Grétar Þór Eyþórsson,
framkvæmdastjóri Rannsóknar-
stofnunar Háskólans á Akureyri,
var sérstakur gestur fundarins og
fjallaði um niðurstöðu rannsóknar-
vinnu um stoðgreinar sjávarútvegs
með tilliti til kjarnasvæða. Kom
þar fram að Snæfellsnes er þar sett
á bekk með svæðum eins og Aust-
fjörðum og Vestmannaeyjum.
Ennfremur kynnti hann niður-
stöðu rannsóknar á sameiningu
nokkurra sveitarfélaga. Fjölmenni
var á fundinum eða yfir 30 manns
og sköpuðust nokkrar umræður í
lok fundar einkum voru þar á ferð
mismunandi túlkanir á niðurstöð-
um úr rannsókninni um samein-
ingu sveitarfélaganna.
Fjölmenni á fundi um
byggða- og atvinnumál
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Fylgst með af áhuga á fundinum.
Grundarfjörður