Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 23
Sagnfræðingafélag Íslands Árleg-
ur bókafundur verður haldinn í hús-
næði Sögufélags í Fischersundi kl. 20.
Fjallað verður um
þrjár nýútkomnar
bækur. Kristján
Sveinsson sagn-
fræðingur ræðir
um bók Helga
Skúla Kjart-
anssonar, Ísland á
20. öld, Guð-
mundur Hálfdan-
arson prófessor
tekur fyrir fyrra bindi Ævisögu Jóns
Sigurðssonar eftir Guðjón Frið-
riksson, og Erla Hulda Halldórsdóttir
sagnfræðingur fjallar um rit Þór-
unnar Valdimarsdóttur, Horfinn
heimur. Árið 1900 í nærmynd. Höf-
undarnir verða á staðnum þar sem
þeir munu svara fyrirspurnum og
taka þátt í umræðum. Fundinum stýr-
ir Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur.
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Þýska heimildamyndin Black Box
BRD frá 2000 verður sýnd kl. 20.30.
Myndin tekur 100 mín. í flutningi og
er textuð á ensku. Leikstjóri er
Andres Veiel.
Í þessar heimildamynd, sem er þýsk
saga nýliðinna ára, er fléttað saman
lífshlaup tveggja manna sem báðir
verða fórnarlömb sannfæringa sinna.
Annar þeirra, Alfred Herrhausen, var
stjórnarformaður hjá Deutsche Bank.
Hann var myrtur af hryðjuverka-
samtökunum Rauðu herdeildunum
(RAF) 1989. Hinn, Wolfgang Grams,
var í forystuliði RAF. Hann lét lífið
1993 (við kringumstæður sem ekki
hafa verið skýrðar að fullu enn þann
dag í dag) þegar sérsveit lögreglunnar
hugðist handtaka hann. Hér er stuðst
við vitnisburð fjölda manns, sem
þekkti þá Grams og Herrhausen, til
að draga upp mynd af mönnunum á
bak við hugmyndafræði þá er þeir að-
hylltust.
Kaffi Prestó, Hlíðarsmára 15
Myndlistarsýning Birgis Rafns Frið-
rikssonar, Án samhengis – allt að
klámi, er framlengd til 14. febrúar.
Skartgripaverslun Mariellu, Skóla-
vörðustíg 12 Mynd eftir Jón Axel
Björnsson verður á myndveggnum til
5. mars. Jón Axel er fæddur 1956.
Hann stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1975–1979 og
Myndlistaskóla Reykjavíkur 1995–
2000.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Jón Sigurðsson
UNDIR yfirskriftinni Bergmál til-
finninga hófust fyrri af tvennum há-
degistónleikum í tónleikaröð Ís-
lenzku óperunnar þetta vor undir
nafninu Hádegisgestir um miðjan
dag í gær við allgóða aðsókn. Í stað
söngtexta í tónleikaskrá var ágripum
varpað upp á myndarlegt tjald, og
fór það vel.
Viðfangsefnin voru óperuaríur frá
um 1740 til 1900 og hófust á O Jove in
pity úr „Semele“ Händels. Næst
söng Kristín Come scoglio úr „Così
fan tutte“ og Io son l’umile ancella úr
„Adriana Lecouvreur“ (Celea).
Kirkjutónlistin kom við sögu í In-
flammatus úr Stabat mater Rossinis.
Puccini var tvíreifaður með Mi
chiamano Mimi úr „La Bohème“ og
Signore ascolta úr „Turandot“. Loks
var Voi lo sapete úr „Cavalleria
Rusticana“ Mascagnis og pólónesu-
aría Elenu úr „I vespri Siciliani“ eftir
Verdi, Merce dilette amiche.
Þeim stöllum tókst í mörgu vel
upp. Hevesi var fylgin og sveigjanleg
í píanómeðleik. Kristín sýndi hér
vaxandi tök á dramatískum viðfangs-
efnum; að vísu framan af með ugg-
vænlega lausum fókus og einhæfri
raddbeitingu. Þó lagaðist þéttleikinn
töluvert í seinni hluta. Túlkunin varð
um leið fjölþættari, með hápunktum
í La Bohème og Turandot.
TÓNLIST
Íslenzka óperan
Óperuaríur frá Händel til Cilea. Kristín R.
Sigurðardóttir sópran og Antonía Hevesi
píanó. Þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12:15.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Lýrísk dramatík
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/ÞorkellAntonía Hevesi og Kristín R. Sigurðardóttir.
verk fyrir, aðallega olíumálverk, og
margar af skissunum sem við fáum
núna eru greinilega undirbúnings-
myndir fyrir myndir sem við eigum.
Það er mjög gaman að sjá hvaða
leið Þorvaldur fer inn í verkin.
Hann gerir í sumum tilfellum ótal-
margar skissur að einu olíuverki.
Prófar sig áfram með hreyfinguna
og reynir að ná spennunni og kraft-
inum,“ segir Auður.
Hún segir mikla breidd í verk-
unum og þau varpi mikilvægu ljósi
á vinnuaðferðir Þorvalds og feril
verka hans. „Hann byrjar að mála
sem unglingur, kaupfélags-
stjórasonurinn á Blönduósi, og þá
LISTASAFN Háskóla Íslands fékk í
gær að gjöf úr dánarbúi Sverris
Sigurðssonar 894 myndir eftir Þor-
vald Skúlason listmálara. Flest
verkanna eru smámyndir, þau
stærstu 60 x 40 sm að stærð. Um er
að ræða skissur að stærri verkum,
en einnig sjálfstæð verk, teikn-
ingar, vatnslitamyndir, gvass-
myndir, klippimyndir, grafík-
myndir og teiknibækur lista-
mannsins.
Þorvaldur Skúlason var fæddur
árið 1906 og spanna verkin allan
feril hans, elstu verkin eru gerð á
Blönduósi árið 1923 þegar Þorvald-
ur var 17 ára, yngstu verkin eru
gerð rúmum 60 árum síðar eða árið
1984, sama ár og Þorvaldur lést. Þá
er í gjöf Sverris til safnsins einnig
stórt olíumálverk eftir Georg
Guðna Hauksson myndlistarmann.
Sverrir Sigurðsson var fæddur
árið 1909 og lést í mars á síðasta
ári. Hann var um áratugaskeið
meðal stærstu listaverkasafnara
landsins, einkum lagði hann sig eft-
ir að safna verkum eftir Þorvald
Skúlason og abstraktkynslóðina
svokölluðu, en þeir Þorvaldur og
Sverrir voru miklir vinir. Árið 1980
lagði hann ásamt Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur konu sinni stofninn að
Listasafni Háskóla Íslands með 140
listaverka gjöf úr einkasafni þeirra
hjóna. Á síðari árum hefur Sverrir
gefið háskólasafninu um eitt hundr-
að verk til viðbótar auk þess að
stofna styrktarsjóð við Listasafn
háskólans til eflingar rannsóknum
á íslenskri myndlist og forvörslu.
Með þessari síðustu stórgjöf sinni
hefur Sverrir því gefið Listasafni
Háskóla Íslands samtals á annað
þúsund verk.
Mikill vegsauki
Að sögn Auðar Ólafsdóttur, for-
stöðumanns Listasafns Háskóla Ís-
lands, er þessi gjöf mikill vegsauki
fyrir safnið. Listasafn Háskóla Ís-
lands er stærsta safn landsins af
verkum eftir Þorvald en meir en
helmingur verka safnsins er eftir
hann. „Við áttum á þriðja hundrað
er landslag áberandi, einkum
Húnaflói. Á þeim tíma sér maður að
hann hefur meðal annars verið að
kópíera Rembrandt og Rafael
portrett. Þannig að hann hefur
greinilega komist í einhverjar lista-
verkabækur.“
Auður kveðst að litlu leyti vera
farin að rannsaka gjöfina nú en þó
hafi hún veitt því athygli að Þor-
valdur skrifi víða aftan á verk og í
skissubækur sínar. „Þarna eru til
dæmis athugasemdir um Sept-
embersýninguna, sem ég veit ekki
hvort hafa nokkurs staðar komið
fram, og síðan eru þetta bara at-
hugasemdir um listina og lífið al-
mennt. Það er mikill fengur í
þessu.“ Að sögn Auðar eru verkin
ómetanleg heimild fyrir þá sem
leggja stund á rannsóknir í ís-
lenskri listasögu. „Hin verðmæta
gjöf Sverris styrkir enn frekar
rannsóknarhlutverk Listasafns Há-
skóla Íslands og það er vonandi að
við getum sett einhvern á garðinn.
Það er að vísu búið að skrifa eitt
grundvallarrit um Þorvald, sem
Björn Th. Björnsson gerði, og síðan
sýningarskrá þar sem fjallað er síð-
ustu tíu árin í list hans og ég skrif-
aði textann í. En það er greinilega
óhemju efni eftir til að rannsaka,“
segir Auður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vilhjálmur Lúðvíksson, Áslaug Sverrisdóttir, dóttir Sverris Sigurðssonar listaverkasafnara, Gunnar Harðarson
prófessor, Ingibjörg Hilmarsdóttir, barnabarn Sverris, Páll Skúlason háskólarektor, Auður Ólafsdóttir, for-
stöðumaður Listasafns HÍ, og Margrét S. Björnsdóttir virða fyrir sér hluta gjafarinnar við afhendingu í gær.
Listasafni HÍ gefin um 900
verk eftir Þorvald Skúlason
Gyðjuljóð og
-sögur er sjöunda
ljóðabók Tryggva
V. Líndal. Í frétta-
tilkynningu segir
m.a.: „Í þessari
sjöundu ljóðabók
sinni heldur skáld-
ið áfram að þróa
sum af fyrri við-
fangsefnum sínum; svo sem um ást-
ina og um tilvistarangist skáldsins.“
Útgefandi er Valtýr. Bókin er 59
bls., prentuð í Gutenberg. Verð:
1.000 kr.
Ljóð
Þú getur grennst
og breytt um lífs-
stíl er eftir Ás-
mund Stefánsson
og Guðmund
Björnsson lækni. Í
fréttatilkynningu
segir að Ásmund-
ur hafi verið úr-
kula vonar um að
hann gæti lést þegar hann komst í
kynni við megrunaraðferð sem olli því
að þyngd hans fór úr 120 kílóum í 80.
Aðferðin er kynnt og segir Ásmund-
ur sögu sína og Guðmundur útskýrir
hvað býr að baki aðferðinni, m.a.
hvað ber að varast á grundvelli lækn-
isfræðinnar. Margrét Þóra Þorláks-
dóttir valdi uppskriftirnar í bókinni.
Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin
er 124 bls, prentuð í Odda. Kápu
hannaði Anna Cynthia Leplar. Verð:
3.990 kr.
Lífsstíll