Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STOFNFJÁREIGENDUM sem ég hef rætt við finnst mörgum spurningum ósvarað varðandi kaup SPRON á Frjálsa fjárfestingar- bankanum af Kaupþingi. Kaupin fóru fram á síðasta degi 3ja ársfjórð- ungs þannig að hagnaður af sölunni kom fram í 9 mánaða uppgjöri Kaup- þings en nánast allur hagnaður Kaupþings á 3ja ársfjórðungi var vegna þessarar sölu. Ljóst er að þessi viðskipti og söluhagnaður sem af þeim varð, um 1.500 m.kr., hefur líklega komið sér vel fyrir Kaupþing. Á þessum tíma var Kaupþing að undirbúa yfirtökutilboð í JP Nord- iska þar sem eigendum sænska bankans voru boðin hlutabréf í Kaupþingi í skiptum fyrir hlutabréf í JP Nordiska. Þessi mikli hagnaður mun sennilega hafa ráðið miklu um ákvörðun Svíanna um að taka tilboði Kaupþings. Þessi viðskipti voru sérlega vand- meðfarin fyrir þessi fyrirtæki því sparisjóðsstjóri SPRON (kaupand- inn) er einnig stjórnarformaður Kaupþings (seljandinn) m.ö.o. aðilar voru beggja vegna samningaborðs- ins. Nú hefur komið í ljós að stjórn SPRON lét ekki framkvæma verð- mat af óháðum aðila á Frjálsa fjár- festingarbankanum áður en við- skiptin fóru fram svo að hagsmunir SPRON yrðu ekki fyrir borð bornir. Eftir að viðskiptin voru frágengin létu hinir svokölluðu fimmmenning- ar Deloitte & Touche vinna fyrir sig verðmat því þeir álitu kaupverð Frjálsa fjárfestingarbankans alltof hátt. Niðurstaða verðmatsins var að SPRON hafi greitt 900–1.400 m.kr. of mikið fyrir bankann. Í yfirlýsingu stjórnar SPRON dags. 15. janúar sl. sem birtist í Morgunblaðinu reynir stjórnin að snúa út úr mati D&T og gera vinnubrögð við matið tortryggi- leg. Einnig hefur stjórn SPRON fengið KPMG til að gagnrýna verð- mat D&T en sú gagnrýni KPMG var á misskilningi byggð eins og síðar kom fram í yfirlýsingu frá D&T. Af hverju var ekki óháður aðili fenginn til að meta Frjálsa fjárfestingar- bankann áður en hann var keyptur? Sennilega af því að verðmatið hefði ekki skapað eins mikinn söluhagnað fyrir Kaupþing. Mér virðist sem stjórn SPRON hafi ekki verið að hugsa um hagsmuni stofnfjáreig- enda eða SPRON þegar þeir keyptu Frjálsa fjárfestingarbankann. Hér ráða aðrir hagsmunir ferðinni. Stofnfjáreigendur krefjast mats á Frjálsa fjárfestingarbankanum. Í því sambandi skiptir litlu hver hagn- aður Frjálsa fjárfestingarbankans var á árinu 2002. Hagnaður eins árs gefur mjög takmarkaðar upplýsing- ar um verðmæti fyrirtækis þó að Guðmundur Hauksson haldi öðru fram í Morgunblaðinu 30. janúar sl. Ef hagnaður eins árs endurspeglaði verðmæti fyrirtækis þá ætti t.d. Baugur að vera a.m.k. 2–3 sinnum verðmætari en hann er í dag vegna mikils hagnaðar á árinu 2002. Það dettur þó engum heilvita manni í hug að verðleggja Baug á þann hátt. Stjórn SPRON hefur sagt að hún ætli að leysa mál stofnfjáreigenda sem vilja selja stofnfjárbréf sín á sem hæstu verði en það hefur hún ekki enn gert. Þvert á móti hafa for- ráðamenn SPRON farið þess á leit við Alþingi að lögum verði breytt til koma í veg fyrir að stofnfjáreigendur geti selt bréf sín á yfirverði. Í nýjum lögum um banka og sparisjóði sem samþykkt voru sl. áramót var lögum breytt á þann veg að viðskipti með stofnfjárbréf eru mun erfiðari en áð- ur. Í ljósi þessa þykir mér stjórn SPRON ekki trúverðug þegar hún segist ætla að leita leiða til að stofn- fjáreigendur geti selt bréf sín á yf- irverði. Sem betur fer er ekki öll nótt úti því Pétur Blöndal, einn fimm- menninganna, segist vita af leið fyrir stofnfjáreigendur til að ná fram því verðmæti sem stofnfjáreigendur óskuðu eftir sl. sumar. Ekkert heyr- ist hins vegar frá stjórn SPRON og því virðist sem hún hafi hvorki getu né vilja til að leysa þetta mál. Stofnfjáreigend- ur krefjast mats Eftir Odd Ingimarsson Höfundur er stofnfjáreigandi í SPRON. „Mér finnst stjórn SPRON ekki trúverðug.“ KVÖLDGESTUR Jónasar Jónas- sonar útvarpsmanns föstudag fyrir viku var Smári Geirsson bæjar- fulltrúi þar sem hann sagði farir sín- ar ekki sléttar af aðkasti andstæð- inga sinna og nefndi sérstaklega konu sem hefði ráðist að honum á Austurvelli. Í kjölfarið kom hann í aðra fjölmiðla, t.d. á DV og Rás 2, þar sem sögurnar gerðu ekki annað en stigmagnast dag frá degi. Í viðtalinu hjá Jónasi sagðist Smári oft hafa orðið fyrir aðkasti vegna baráttu sinnar fyrir álveri í Fjarðabyggð en aðkast getur verið fylgifiskur þess að rekast í málum, hvað svo sem um það er að segja. Í fyrstu ætlaði Smári ekki að ræða það frekar en lét svo mana sig út í það með því að Jónas segir: „Láttu það koma, Smári, láttu það koma, leyfðu okkur að heyra hvað fólk seg- ir.“ Þá brast stíflan og Smári stundi því upp að einu sinni hefði hann ver- ið að labba yfir Austurvöll og þar hefði staðið hópur fólks sem hefði hrópað að honum ókvæðisorðum, og þar hefði verið kona sem hefði veist að honum svo hann hélt að hún mundi láta hendur skipta. Ég vil taka það fram að þessi kona er á níræðisaldri. Hún steig skrefinu nær og sagði: Svei þér. Þá sagði Smári: Er ekki til siðs að sýna vegfarendum kurteisi? Þá sagði sú gamla aftur: Svei þér. Og önnur kona bætti við: Ég er frá Austur- landi, ég vil ekki láta skemma Aust- urland. Ég get ekki svarið fyrir að önnur orð hafi verið látin falla, en ég heyrði þau ekki. Ekki er loku fyrir það skotið að þetta hafi verið ein- hvern annan dag. Ég er ekki alla daga á Austurvelli einsog Smári Geirsson. Ég vil leiðrétta þetta í nafni þess- arar gömlu konu og allra kerlinga á Íslandi sem hafa alltaf séð um sína. Eins er gott að minnast þess að stundum þegar sagt er við mann: Láttu það koma, getur verið jafn- gott að segja: Fari það og veri. Fólk var gagnrýnt fyrir að púa í ráðhúsinu á dögunum, á Íslandi má bara púa á knattspyrnuvellinum. En nú er spurning hvort ekki megi láta það heyrast ef hæfir, þetta íslenska svei. Eitt íslenskt svei Eftir Elísabetu Jökulsdóttur Höfundur er rithöfundur. „Á Íslandi má bara púa á knatt- spyrnuvell- inum.“ Í GREIN sem Jónas Bjarnason (JB) efnaverkfræðingur skrifaði í Mbl. 17.1. sl. vænir hann okkur undirritaða um að fara rangt með vísindalegar niðurstöður þar sem við vitnum í grein eftir kanadíska fiskifræðinginn R.A. Myers o.fl. frá 1996. Í svargrein okkar í Mbl. hinn 23.1. sl. vitnum við orðrétt í grein sem Myers o.fl. birtu árið 1996 þar sem skýrt kemur fram sú niðurstaða að með vaxandi stærð hrygningarstofns séu auknar líkur á vaxandi nýliðun. Með skrifum okkar töldum við okkur hafa sýnt fram á, að þær alvarlegu ásakanir sem JB hélt fram „að starfsfólk hennar (Hafró, innsk. undirrit.) fari rangt með og álíti að betra sé að veifa röngu tré en engu“ væru úr lausu loft gripnar og þar með ómerkar. Lítill hrygningarstofn – léleg nýliðun JB ítrekar þessar ásakanir í svargrein sinni í Mbl. 1.2. sl. og vitnar nú í aðra grein sem Myers o.fl. birtu árið 1996 og ber titilinn „Hypothesis for decline of cod in the North Atlantic“. Aðalefni þess- arar greinar er ekki samband hrygningarstofns og nýliðunar, heldur hvort breytingar á um- hverfisskilyrðum eða ofveiði séu líklegri skýringin á hruni þorsk- stofna í N-Atlantshafi en ofveiði. Jónas vitnar í samantekt („ab- stract“) greinarinnar og les úr henni að niðurstaða Myers sé, að ekkert samband sé á milli hrygn- ingarstofns og nýliðunar. JB virð- ist ekki hafa lesið greinina sjálfa og misskilur og/eða rangtúlkar því samantektina. JB vitnar augljóslega í eftirfar- andi setningu í samantektinni: „The year of the lowest observed biomass of spawners did not cor- respond to low juvenile survival for the chohorts that should have contributed to the stock in that year,“ og hann þýðir setninguna þannig: „Ár minnstu lífmassa hrygningarstofna samsvöruðu ekki lítilli nýliðun viðkomandi ár- ganga.“ Þetta er röng þýðing hjá JB og um leið rangtúlkun á meg- inniðurstöðum. Hefði JB lesið alla greinina hefði honum mátt vera ljóst að hér eru höfundar að segja að þegar hrygningarstofn er lítill er það ekki vegna mikilla nátt- úrulegra affalla ungfisks („low juvenile survival“) áður en hann kemur inn í hrygningarstofninn, heldur að hnignun eða hrun þorsk- stofna í N-Atlantshafi megi eink- um rekja til ofveiði en ekki til óhagstæðra umhverfisskilyrða. JB lætur ekki hér staðar numið, held- ur vitnar í aðra setningu í sam- antekt greinarinnar og rangþýðir og mistúlkar hana einnig. Þar er sagt, að þegar hrygningarstofn þorsks var lítill við Kanada hefði stofninn átt að geta gefið af sér nægjanlega nýliðun til að viðhalda stofninum og því ekki átt að hrynja ef ekki hefði verið um of- veiði að ræða. Þetta skilur JB þannig að lítill hrygningarstofn gefi af sér góða nýliðun sem að sjálfsögðu er allt annað mál. Jónas bendir réttilega á að „öllu skipti að ræða þorsk við Ísland“ en hefur engu að síður mistúlkað niðurstöð- ur erlendra vísindamanna og heimfært yfir á íslenska þorsk- stofninn. Á undanförnum áratugum hefur ítrekað verið deilt á þá grundvall- arforsendu í ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunarinnar að gera ráð fyrir jákvæðu samband á milli stærðar hrygningarstofns og ný- liðunar þorsks. Fyrir um tveimur áratugum benti Hafrannsókna- stofnunin á, að eina leiðin til að fá úr þessu deilumáli skorið væri að ofveiða hrygningarstofninn, en varaði jafnframt við slíkri nýting- arstefnu. Því miður var þetta ekki tekið nógu alvarlega og hrygning- arstofninn hefur verið í sögulegu lágmarki undanfarna tvo áratugi með þeim afleiðingum að nýliðun hefur verið í lágmarki og þar með afrakstur úr stofninum. Úr deilu- málinu hefur verið skorið: Sam- bandið á milli stærðar hrygning- arstofns og nýliðunar er nú tölfræðilega marktækt. En þetta hefur reynst íslensku þjóðinni dýr tilraun. Erfðaeiginleikar fiskistofna Undir millifyrirsögninni „Út úr skápnum“ gefur JB í skyn, með skætingartóni, að undirritaðir hafi nú loksins áttað sig á því, að veið- ar geti haft áhrif á erfðaeiginleika þorskstofnsins og þá líklega vegna umfjöllunar JB. Of langt mál væri að rekja eða leiðrétta allar þær rangfærslur og þversagnir sem fram hafa komið í skrifum JB um þetta málefni hér. Áhrif veiða á erfðaeiginleika fiskistofna hafa verið til umfjöll- unar innan fiskifræðinnar áratug- um saman. M.a. má nefna að innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins hefur lengi verið starfandi vinnunefnd um þetta málefni og á ársfundi ráðsins sl. haust var sérstakur þemafundur um málefnið. Á Haf- rannsóknastofnuninni er starfandi hópur sérfræðinga undir stjórn Önnu K. Daníelsdóttur sem vinnur að erfðafræðirannsóknum. Hópur þessi er vel búinn tækjum og sér- fræðiþekkingu sem fremstu há- skólar á þessu sviði sækjast eftir. Guðrún Marteinsdóttir er verkefn- isstjóri af Íslands hálfu í fjölþjóð- legu rannsóknaverkefni, sem fjallar um erfðabreytileika fiski- stofna og möguleika á að taka tillit til erfðaeiginleika við stjórn fisk- veiða. Meginniðurstaða þeirra sem fjallað hafa um þessi málefni er, að áhrifaríkasta leiðin til að draga úr hugsanlegum neikvæðum áhrifum veiða á erfðafræðilega eiginleika er að halda heildarsókn í lágmarki. Erfðafræðilegar rannsóknir styðja því mikilvægi þess að draga úr sókn í íslenska þorskstofninn. Með hliðsjón af framansögðu viljum við beina þeim tilmælum til JB að hann vandi betur til verka sinna, einkum þegar um er að ræða jafn mikilvæg og viðkvæm málefni og í þessu tilviki, þ.e. ástand þorskstofnsins og grund- vallarforsendur í stjórn veiðanna. Um háskann að rang- þýða og rangtúlka Eftir Björn Ævar Steinarsson og Ólaf Karvel Pálsson „Erfðafræðilegar rann- sóknir styðja mikilvægi þess að draga úr sókn í íslenska þorskstofn- inn.“ Höfundar eru fiskifræðingar á Hafrannsóknastofnuninni. AÐ gefnu tilefni langar mig til að gera athugasemd við nýlega auglýs- ingu Landsbanka Íslands, þar sem mælt er með sparnaði. Það er allra gjalda vert og aldrei of oft kveðin sú vísa, en með auglýsingunni fylgir mynd af móður þar sem hún er að klippa son sinn sjálf. Hún er að spara. Þetta er falleg mynd og vel not- hæf en hún á bara ekki við í þessari auglýsingu. Undirrituð sem er hár- greiðslumeistari fær ekki betur séð en að vegið sé gróflega að starfs- heiðri heillar stéttar. Það hefur nú aldrei þótt eftirsóknarvert að vera heimaklipptur eins og sagt var og þá oftar en ekki leit viðkomandi út eins og pottlok hefði verið sett á höfuðið og klippt eftir en þessi mynd er aðeins nútímalegri því þar er klippt eftir grænmetis-skolskál. Finnst mér einkennilegt ef þeir hjá Landsbankanum sjá þetta sem sparnaðarleið og nú á dögum einelt- is þar sem börn geta varla mætt í skóla eða íþróttir nema vera klædd í sérstökum merkjum er ég ansi hrædd um að það fengi einhver að heyra það ef hann (hún) mætti með gömlu pottloksklippinguna eftir mömmu í skólann. Ef þeir hjá Landsbankanum hefðu viljað benda sínum skjólstæðingum á sparnaðar- leið, sem ekki tengist bankanum beint, hefðu þeir getað gefið Jó- hannesi í Bónus þessa auglýsingu fría með slagorðinu Bónus býður betur, því þar er hægt að spara hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Að lokum vil ég benda þeim hjá Landsbankanum eða auglýsinga- stofu þeirri sem þeir skipta við á að halda sig innan ramma þess í myndavali sem auglýsingin á við um. Vinna hárgreiðslufólks hefur auglýst sig sjálf. Eyddu í sparnað Eftir Önnu S. Sigurjónsdóttur „Undirrituð sem er hár- greiðslu- meistari fær ekki betur séð en að vegið sé gróf- lega að starfsheiðri heillar stéttar.“ Höfundur er hárgreiðslumeistari og nemi við KHÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.