Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 35
Ágúst afi minn var
mjög glæsilegur og
góður maður. Ég hef
heyrt margar sögur af
honum þegar hann var
yngri og þá sérstaklega hversu
stríðinn hann var. Síðan fékk ég
einnig að kynnast því sjálfur á
þessum árum sem ég þekkti afa.
Það var hægt að tala við hann um
allt, hann vissi einfaldlega alltaf
eitthvað um alla hluti, hvort sem
það voru heimsmálin, íþróttir eða
pólitík. Við vorum auðvitað ekki
alltaf sammála í öllu, eins og hvaða
lið væri best í ensku deildinni. Þeg-
ar við vorum að horfa á leiki saman,
þá var hann ekki lengi að láta mig
vita, ef mínum mönnum gekk illa,
bara til að stríða mér.
Afi var alltaf hress og brosandi,
hann gat alltaf komið manni til að
hlæja. Ég mun alltaf minnast hans í
stólnum sínum með pípuna, breiða
brosið og gefa „komment“ á ömmu
ÁGÚST
SVERRISSON
✝ Ágúst Sverrissonfæddist á Seyðis-
firði hinn 13. ágúst
1931. Hann lést á
heimili sínu á Mel-
haga 17 í Reykjavík
sunnudaginn 19. jan-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 31.
janúar.
sem sat ekki langt frá
honum. Samveru-
stundum okkar afa
fjölgaði á síðustu árum
og er ég því mjög
þakklátur fyrir að hafa
haft tækifæri til að
kynnast honum jafn
vel og ég gerði. Þessar
stundir munu lifa lengi
í minningunni. Takk
fyrir allt saman, elsku
afi, við sjáumst seinna.
Davíð Ingi
Daníelsson.
Fallinn er frá einn úr hópi tæp-
lega 90 nemenda sem útskrifuðust
frá verzlunardeild Verzlunarskóla
Íslands vorið 1953. Hópurinn kallar
sig VÍ-53 og úr þessum árgangi eru
nú fallnir frá liðlega tuttugu fé-
lagar. Ágúst var einn þeirra sem
settust í nýja C-deild 2. bekkjar
haustið 1950 þegar nýnemahópur-
inn var stækkaður. Í þessa deild
söfnuðust nemendur úr ýmsum
landshlutum og kom Ágúst alla leið
frá Seyðisfirði. Fljótlega mynduð-
ust nokkuð sterk tengsl milli okkar
utanbæjarnemendanna í C-deild-
inni m.a. vegna þess að við vorum
eina deild 2. bekkjar sem var í skól-
anum eftir hádegi. Ágúst var hress
og kátur félagi, skorinyrtur og gat
látið í sér heyra, ef þess þurfti með.
Margs er að minnast frá þessum
ljúfu og glöðu skólaárum og þá ekki
síst þess hve samheldinn bekkjar-
árgangurinn var. Fá munu þess
dæmi að einn árgangur hafi hist ár-
lega í 50 ár, en nú í vor heldur
VÍ-53 einmitt upp á 50 ára útskrift-
arafmæli bekkjarins. Ágústs er
sárt saknað í hópnum nú þegar
undirbúningur þessara tímamóta
er að hefjast. Þótt samverustund-
unum hafi fækkað fyrir utan hina
árlegu fundi okkar hefur góður
kunningsskapur ætíð haldist innan
hópsins.
Hér verður ekki rakin ætt eða
lífsferill Ágústs, okkar ágæta
skólafélaga, en fyrir hönd árshátíð-
arnefndar VÍ-53 og annarra skóla-
félaga votta ég Huldu, eiginkonu
hans, og allri fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð. Megi Ágúst Sverr-
isson hvíla í friði.
Árni H. Bjarnason.
Skarphéðinn Guð-
mundsson hafði góða
nærveru, enda traust-
ur, gegnheill og
fölskvalaus í öllum sín-
um störfum og sam-
skiptum við fólk. Hann naut af þess-
um sökum virðingar og vinsælda
samferðarmanna. Ekki skemmdi
það heldur fyrir, að hann var lund-
léttur, ætíð stutt í bjart brosið og
kímin tilsvör; var því hrókur alls
fagnaðar á góðum og glöðum stund-
um.
En Skarphéðinn Guðmundsson
var jafnframt fastur fyrir, þegar við
átti, enda hann langt í frá skoð-
analaus um menn, en ekki síður
málefni. Hann hafði nefnilegar fast-
mótaðar skoðanir um þjóðfélagsmál
og grundvallargildi í þeim efnum;
var jafnaðarmaður í húð og hár og
lagði Alþýðuflokknum mikið lið um
áratugaskeið í baráttunni fyrir jöfn-
uði og réttlæti; bættum lífskjörum
fyrir hinn almenna mann. Eftir
hans starfskröftum var óskað til
trúnaðarstarfa á vettvangi Alþýðu-
flokksins; fyrri árin á Siglufirði en á
síðustu áratugum í Hafnarfirði.
Það var á vettvangi stjórnmál-
anna innan Alþýðuflokksins og í
störfum fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem
ég kynntist Skarphéðni Guðmunds-
syni. Við áttum þar margháttað
samstarf, hvort heldur verkefnin
lutu að innri málum Alþýðuflokks-
ins í Hafnarfirði eða á landsvísu,
ellegar störfum sem sneru að hags-
munum bæjarfélagsins. Skarphéð-
inn var oft á framboðslista flokksins
í bæjarstjórnarkosningum og í
stjórnum á vettvangi Alþýðuflokks-
ins og gegndi störfum í ýmsum ráð-
um og nefndum innan bæjarkerf-
isins. Hann var eftirsóttur til
þessara verka enda ráðhollur, fjöl-
fróður og glöggur að greina auka-
atriði frá aðalatriðum; á meginatriði
máls.
SKARPHÉÐINN
GUÐMUNDSSON
✝ SkarphéðinnGuðmundsson
fæddist á Siglufirði
7. apríl 1930. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 20. jan-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Seljakirkju 30.
janúar.
Nú er hann horfinn
til annarrar strandar
eftir alvarleg veikindi
um árabil. Það er með
sárum söknuði að ég
kveð góðan drengskap-
armann með þökkum
fyrir samvinnu og vin-
áttu í gegnum tíðina,
ekki síst á vettvangi
okkar jafnaðarmanna í
Hafnarfirði. Veit ég
vel, að ég mæli fyrir
munn okkar allra Al-
þýðuflokksmanna,
jafnaðarmanna í Hafn-
arfirði fyrr og síðar
þegar honum eru þökkuð samfylgd-
in og verkin góðu.
Eftirlifandi eiginkonu Skarphéð-
ins, Esther Önnu Jóhannsdóttur,
börnum og allri hans stóru og sam-
heldnu fjölskyldu, sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
geymi ykkur og styrki á erfiðri
kveðjustund.
Blessuð sé minning Skarphéðins
Guðmundsssonar.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Nú fallinn er frá afi minn Skarp-
héðinn Guðmundsson. Sárt var að
fylgjast með baráttu þinni við erf-
iðan sjúkdóm, sem að lokum hafði
yfirhöndina eftir 10 ár. Aðdáunar-
vert var að fylgjast með því hvernig
þú og amma tókust á við hinar
miklu breytingar í kjölfar veikind-
anna, allt heimilisbókhaldið og allt
sem þú sást um afi færðist yfir á
ömmu, þar á meðal bíllinn. En
amma hentist í bílprófið 67 ára
gömul og stóðst það með glans, erf-
itt að toppa það, frábært hjá þér,
amma.
Ömmu og afa var gott heim að
sækja og var yfirleitt einhver annar
í heimsókn þegar ég kíkti inn. Í
góðu veðri á sumrin var gaman að
heimsækja gömlu hjónin í Bröttu-
kinnina, þá var oft margt um mann-
inn. Við frændurnir að sveifla okkur
á þvottagrindinni, prílandi uppi á
bílskúr, alltaf að eins og afi. Ef
hann var ekki að bóna bílinn, þá var
hann ber að ofan úti í garði með
sláttuvélina, að klippa runnana,
bera á pallinn, nú eða bara að leika
við okkur barnabörnin.
Afi var mikill afreksmaður í
íþróttum og fór það ekki fram hjá
neinum sem sótti þau gömlu heim.
Bikarar, peningar og viðurkenning-
arskildir sem fylltu heilt herbergi.
Afreksmaður var hann einnig í at-
vinnulífinu. Hinar ýmsu nefndir og
stjórastörf vöfðust ekki fyrir hon-
um, því klár var hann á mörgum
sviðum.
Skíðaíþróttin heillaði afa þó mest,
enda átti hann Íslandsmet í skíða-
stökki ár erftir ár og afrekaði að
keppa á Ólympíuleikum fyrir Ís-
lands hönd.
Aldrei mun ég gleyma skíðaferð-
unum upp í Bláfjöll á rauða Lada
Sport-jeppanum þínum og svo á
sumrin þegar kerran var komin aft-
an í með allan útilegubúnaðinn. Afi
var mikill útivistarmaður og mikill
orkubolti og átti maður í miklum
erfiðleikum með að halda í við kall-
inn í öllum gönguferðunum og leikj-
unum sem farið var í í útilegum,
þvílík var orkan. Er ég horfi til
baka sælla minninga, standa upp úr
allar útilegurnar austur á Flúðum
sem fjölskyldan fór í, og þegar ég
fór með þér og bankanum í göngu
inn Kaldársel og upp á Helgafell.
Þá sigraði ég þig fyrst, var á undan
á toppinn og fékk þig til að blása vel
úr nös. enda varst þú að verða sex-
tugur og ég bara unglingur. En er
líða tók á veikindin og þú varst far-
inn að slappast mikið, sá maður þó
að stutt var í kímnina og gaman var
að sjá borsið færast yfir andlit þitt
eftir einhvern brandarann sem þaut
hjá.
Betri afa er ekki hægt að hugsa
sér og mikið hefði verið gaman ef
Gréta konan mín og Hólmfríður
Erla dóttir mín hefðu haft færi á að
kynnast þér fyrir veikindin, í fullu
fjöri, en það gerðist víst ekki. Hólm-
fríður Erla mun ekki muna eftir
þér, en dýrmætar eru mér mynd-
irnar sem ég tók af ykkur saman
rétt fyrir jólin síðustu, þú að smella
kossi á hana og hún sofandi værum
blundi. Þær myndir varðveiti ég vel.
En elsku afi, hvort sem þú ert
uppi í skýjabólstrunum, rennandi
þér á skíðum eða að fást við önnur
verkefni, þá mun dóttir mín kynnast
langafa sínum í gegnum mig og
mína fjölskyldu, því margar eru til
sögurnar og myndirnar í gegnum
árin.
Jæja, afi minn, takk fyrir allt
saman sem þú hefur gert fyrir okk-
ur og bið ég góðan guð að styrkja
ömmu og okkar stóru fjölskyldu á
þessum erfiðu tímum.
Davíð Sigurðsson og
fjölskylda.
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓLAFUR BJARNASON
múrarameistari,
Holtagerði 72,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 7. febrúar kl. 15.00.
Fríða Margrét Guðjónsdóttir,
Ágústa Ólafsdóttir, Einar Sveinbjörnsson,
Valgarð Guðni Ólafsson, Sólveig Steinsson,
Jónína Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Rúnar Þorvaldsson,
Óli Guðjón Ólafsson, Lilja Rós Sigurðardóttir,
Birna Ólafsdóttir, Örn Þór Arnarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HJÖRTUR MARINÓSSON,
Strandaseli 8,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 31. janúar,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstu-
daginn 7. febrúar kl. 15.00.
Auður S. Skarphéðinsdóttir,
Sigmar Valur Hjartarson, Dóra Guðrún Þórarinsdóttir,
Indíana Sigrún Hjartardóttir,
Lára Sigrún Helgadóttir, Böðvar Eggertsson,
Elín Helgadóttir, Ásþór Guðmundsson
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI INGVAR JÓNSSON,
Miðvangi 75,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju fimmtu-
daginn 6. febrúar kl. 13:30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar-
stofnanir.
Margrét Fjeldsted,
Daníel Gíslason, Steinunn Jónasdóttir,
Snorri Gíslason, Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir,
Jónas Orri Daníelsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUÐNI HALLDÓRSSON
fv. heilbrigðisfulltrúi,
Kirkjubraut 52,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu-
daginn 7. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness.
Lilja Guðrún Pétursdóttir,
Halldór Gísli Guðnason,
Guðmundur Smári Guðnason, Kristín Guðjónsdóttir,
Eufemía Berglind Guðnadóttir, Kjartan Björnsson,
Júlíus Víðir Guðnason Fanney Björnsdóttir
og barnabörn.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
VIGFÚS K. GUNNARSSON
löggiltur endurskoðandi,
Sóltúni 5,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 7. febrúar kl. 13.30.
Anna L. Gunnarsdóttir,
Óskar H. Gunnarsson, Unnur Agnarsdóttir,
Gunnhildur Óskarsdóttir, Arnór Þórir Sigfússon,
Agnar Óskarsson, Margrét Ásgeirsdóttir.