Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ     !  " #  $"!  " %&     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KRISTINN Pétursson skrifar í Morgunblaðið 19. jan. sl. áskorun til andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar um að þeir skuli strax sætta sig við að hafa tapað baráttunni. Þar kallar hann þá sem ekki styðja Kárahnjúkavirkjun „minni- hlutahóp um öfgafulla „friðun“ há- lendisins“. Samkvæmt heimildum af heimasíðu Landsvirkjunnar er þessi „minnihlutahópur“ u.þ.b. þriðjungur landsmanna. Kristinn setur í greininni fram kenningar sínar um hversu „græn“ virkjunin geti orðið, sé litið rétt á málið. Hann vísar m.a. til þess hve rakastig muni hækka umhverfis Hálslón sem hljóti, að hans mati, að stórbæta gróðurfar. Það vita allir að Kárahnjúkavirkj- un mun valda gífurlegum náttúru- spjöllum. Meira að segja Valgerður Sverrisdóttir hefur aðspurð marg- ítrekað það. Ég eyddi þó nokkrum tíma á heimasíðu Landsvirkjunar í leit að upplýsingum um hugsanleg jákvæð áhrif framkvæmdanna á umhverfið og fann ekkert nema upptalningar á neikvæðum áhrifum. T.d. hve mikið varp- og/eða beitar- lönd hinna ýmsu fuglategunda munu skerðast, hversu mikið gróð- urfar á vatnasviði Jökulsár á Dal mun raskast, hversu mikið ólíf- vænna Lagarfljót mun verða, hve mikill munur á vatnsborði lónsins verður milli árstíða og fjöldi annarra atriða sem hafa verið tíunduð, ekki síst af stjórnvöldum og Landsvirkj- un. Ef einhver ætti að kynna jákvæð umhverfisáhrif þessarra fram- kvæmda væri það Landsvirkjun. En það hefur ekkert verið reynt. Ég spyr því hver er tilgangur Kristins með þessum skrifum ef ekki að kasta ryki í augu fólks og reyna að dreifa athyglinni frá því sem á raunveru- lega eftir að gerast. Nei, hvorki arftaki Amazon-regn- skóganna né hundasúruakrar Vinstri grænna munu vaxa umhverf- is Hálslón né mun Landsvirkjun hefja stórfellda vatnsúðun yfir há- lendi Íslands enda í hróplegri mót- sögn við hugmyndina um vatnsfalls- virkjanir sem byggist á því að safna vatni saman í lónum en ekki dreifa því um hálendið um leið. Það er álíka gáfulegt og tilburðir Bakkabræðra við að bera sólarljósið inn í húfunum sínum. Annað atriði sem Kristinn nefnir er ferðaþjónusta. Það er gaman að keyra um og skoða stórkostleg mannvirki út um bílrúðu á 90 km hraða. En ferðamenn koma ekki til Íslands til þess að keyra umhverfis manngerð stöðuvötn á malbikuðum vegum. Það er ofgnótt til af því um allan heim. Þeir koma til að upplifa eitthvað sem ekki fæst annars staðar hvort sem það er tengt náttúrunni eða menningunni. Íslendingar eru svo lítil þjóð að þeir verða aldrei frægir fyrir mannvirki sín umfram sína ósnortnu náttúru svo framar- lega að hún fái að vera til. Á að framleiða ál á Íslandi? Segjum svo að draumar hinna „framsýnu“ rætist og farið verði að framleiða ál á Reyðarfirði, álverin í Straumsvík og í Hvalfirði stækkuð, eitt sett í Eyjafjörð og annað á Vest- firði. Gósenland álbræðslunnar, Ís- land, verður farið að nýtast þokka- lega. Þá verður stór hluti tekna þjóðarinnar „margfeldisáhrifin“ af öllu þessu, því beinn hagnaður verð- ur allur fluttur út eða fer í afborg- anir, enda ekkert eignarhald innlent hvað viðkemur Alcoa-verksmiðjun- um a.m.k. Nú þegar erum við undir pólitísku oki Bandaríkjanna. Stjórn- völd okkar hafa t.d. stutt Banda- ríkjastjórn í heimsyfirráðastefnu sinni. Brátt verðum við bundin í báða skó. Við verðum líka efnahags- lega háð hernaðarbrölti Bandaríkja- manna, þar sem m.a. eftirspurnin eftir hergögnum verður það sem fæðir og klæðir börnin okkar. Þá þýðir lítið að standa á Lækjartorgi og hrópa: „Ekki í okkar nafni!“ Þetta er það Ísland sem álvitarnir láta sig dreyma um fyrir ókomnar kynslóðir. Sagt er að tilfinningarnar ráði miklu í þessari deilu. Ég er sam- mála. Fátt ber meiri vott um það en makalausar yfirlýsingar margra fylgismanna stóriðjustefnunnar, fullar af andúð, virðingarleysi og vanþekkingu, í garð samborgara sinna sem eru á öðru máli en þeir sjálfir. En maðurinn er tilfinningavera. Um það er ekki deilt. SIGURÐUR HALLDÓRSSON, tónlistarmaður, Laufásvegi 4, Reykjavík. Um grænar virkjanir Frá Sigurði Halldórssyni MIG langar að spyrja Valgerði hvaða ávinning ég hafi af verðandi Kárahnjúkavirkjun og álveri þar sem hún fullyrðir að verkefnið sé ávinningur fyrir alla landsmenn. Þá meina ég bara langtímaáhrif því skammtímaáhrif afsaka engan veg- inn slíkar framkvæmdir. Rökin þurfa að vera sterk svo hún geti sannfært mig um rétt ráðamanna til að taka slíkar ákvarðanir fyrir okkur almenning og komandi kynslóðir, því að mínu mati setur slík framkvæmd okkur þrjátíu ár aftur í tímann og hver þarf að svara til saka ef illa fer? Þá langar mig einnig að vita hvort það sé rétt að landið sem fer undir þessar framkvæmdir sé ókeypis. Óska ég eftir svari opinberlega. MARÍN ÁSMUNDSDÓTTIR, Víðivangi 18, 220 Hafnarfirði. Fyrirspurn til Val- gerðar Sverrisdóttur Frá Marín Ásmundsdóttur nema

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.