Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss og Goðafoss
koma og fara í dag.
Arnarfell kemur í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Skrif-
stofa s. 551 4349, opin
miðvikud. kl. 14–17.
Flóamarkaður, fataút-
hlutun og fatamót-
taka, s. 552 5277
Mannamót
Aflagrandi 40. Opið
hús verður fimmtud.
6. feb. Húsið opnað kl.
19.30, félagvist kl. 20,
kaffiveitingar. Allir
aldurshópar velkomn-
ir.
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa,
kl. 13–16.30 opin
smíða- og handa-
vinnustofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgr., kl. 9–12
glerlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðg., kl. 10–10.30
Búnaðarbankinn, kl.
13–16.30 bridge/vist,
kl. 13–16 glerlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9
hárgr., kl. 10 leikfimi,
kl. 14.30 bankaþjón-
usta, kl. 14.40 ferð í
Bónus.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9 silkimálun, kl. 13–16
körfugerð, kl. 10–13
opin verslunin, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl.
13.30 bankaþjónusta.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
postulínsmálun, kl.
13–16.30 módelteikn-
ing, kl. 9–14 hárgr., kl.
9–16.30 fótaaðg.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á
staðnum, kl. 10 hárgr.,
kl. 10–12 verslunin op-
in, kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 13.30
enska, byrjendur.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími
í Gjábakka í dag kl.
15–16. Skrifstofan í
Gullsmára 9 opin í dag
kl 16.30–18.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Línudans-
kennsla kl. 19.15. S.
588 2111.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Tréútskurður kl. 9
myndlist kl 10–14,
línudans kl. 11 pílu-
kast, kl. 13 glerlist kl.
13, kl. 13.30 kóræfing
kl 16.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur op-
inn, postulínsámskeið
verða á mánud. kl. 9–
12 og þriðjud. 14–17,
skráning hafin. S.
575 7720.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum Selið,
Vallarbraut 4, Njarð-
vík. Í dag 14 fé-
lagsvist.
Gjábakki, Fannborg
8. Handavinnustofan
opin, kl. 9.30 boccia og
glerlist, kl. 10.50 leik-
fimi, kl. 13 glerlist, kl.
15. 15 söngur, kl. 16
hringdansar, kl. 17.
bobb. Kl. 20 mynda-
kvöld frá síðastliðnu
sumri.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55
stólaleikfimi, kl. 10
ganga, kl. 13–16
handavinnustofan op-
in.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, búta-
saumur, útskurður,
hárgr. og fótaaðg., kl.
11 banki, kl. 13
bridge.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9 föndur, kl. 9 og kl.
10 jóga, kl. 14 dans,
kl. 15 frjáls dans, kl.
15 teiknun og málun.
Fótaaðg. og hárgr.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–12 tréskurður,
kl. 10–11 sam-
verustund, kl. 13–
13.30 banki, kl. 14 fé-
lagsvist. Messa á
morgun kl. 10.30.
Vesturgata 7. Kl.
8.25–10.30 sund, kl.
9.15–16 myndmennt,
kl. 12.15-14.30 versl-
unarferð, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl.
13–16 tréskurður.
Helgistund á morgun
kl. 10.30
Vitatorg. Kl. 8. 45
smíði, kl. 9 hárgr., kl.
10 fótaaðg., bókband
og bútasaumur, kl. 13
handmennt, kl. 13.30
bókband, kl. 12.30
verslunarferð.
Rangæingar – Skaft-
fellingar. Spilavist í
kvöld í Skaftfell-
ingabúð, Laugavegi
178, kl. 20.
Vinahjálp, brids spil-
að á Hótel Sögu í dag
kl. 13.30.
Kvenfélagið Hrönn.
Aðalfundurinn verður
haldinn fimmtud. 6.
feb. í sal flugvirkja-
félagsins Borgartúni
22 og hefst kl 20.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Reykjavík að-
alfundurinn verður
fimmtud. 6. feb. í safn-
aðarheimilinu Lauf-
ásvegi 13, kl. 20.
Hana-nú Kópavogi
Fundur í Bókmennta-
klúbbi í kvöld kl. 20.
Verið er að lesa ljóð
eftir Ingibjörgu Har-
aldsdóttur.
Í dag er miðvikudagur 5. febr-
úar, 36. dagur ársins 2003. Agötu-
messa. Orð dagsins: Látið því
ekki hið góða sem þér eigið verða
fyrir lasti.
(Róm. 14, 16.)
Krossgáta
LÁRÉTT
1 ergileg, 8 gengur, 9 lé-
laga rúmið, 10 sefa, 11
súta, 13 lélegar, 15 ís-
breiða, 18 jarðvöðull, 21
málmur, 22 rándýri, 23
þjálfun, 24 skrök.
LÓÐRÉTT
2 fjáðar, 3 braka, 4 lét sér
lynda, 5 styrkir, 6 sjávar-
gróður, 7 fyrr, 12 leyfi,
14 fisks, 15 hæðar, 16 Ís-
lands, 17 stíf, 18 borði, 19
sér ekki, 20 smáalda.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 prísa, 4 goggs, 7 efuðu, 8 felga, 9 ról, 11 tuða,
13 kula, 14 flæða, 15 þjál, 17 ljúf, 20 þil, 22 arfar, 23 or-
sök, 24 karta, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 prent, 2 íburð, 3 alur, 4 gafl, 5 guldu, 6 skata,
10 ótæti, 12 afl, 13 kal, 15 þjark, 16 álfur, 18 jaska, 19
fokka, 20 þróa, 21 lost.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
VINUR Víkverja þurfti á dögunumað láta lagfæra puttann á sér.
Hann hafði fyrir næstum tveimur
áratugum meitt sig í fingrinum með
því að festa giftingarhringinn á háu
handriði og hanga þannig um stund.
En nú var baugfingurinn semsagt
orðinn svo boginn og krepptur að vin-
urinn komst ekki einu sinni í hanska.
Hann dreif sig til úrvals læknis sem
kippti þessu í lag hið snarasta með lít-
illi skurðaðgerð á stofunni hjá sér.
Vinur Víkverja hélt að hann þyrfti að
borga smámuni fyrir þessa einu og
hálfu klukkustund hjá lækninum
enda sagðist hann hafa búist við að
Tryggingastofnun myndi bera kostn-
aðinn. Vinurinn sem er reyndar mjög
passasamur með budduna sína svo
ekki sé nú meira sagt tók semsagt
andköf þegar læknirinn rukkaði hann
um 17.000 krónur og sagði að það
væri aðeins hluti kostnaðarins, trygg-
ingarnar borguðu afganginn. Vin-
urinn ákvað að reyna að vera jákvæð-
ur og hugsaði með sér að nú væri
hann þó kominn með afsláttarkort
fyrir fjölskylduna. Hann dreif sig í
Tryggingastofnun og sótti um kortið.
Þegar hann komst svo að því að af-
sláttarkortið gilti fyrir hann einan en
ekki fyrir konuna hans og börnin líka
þá var honum öllum lokið. Fjögurra
manna fjölskylda getur því lent í því
að borga á fimmta tug þúsunda áður
en allir eru komnir með afsláttarkort.
NÚ ER að koma fiðringur í Vík-verja og hann eins og svo margir
aðrir er farinn að velta fyrir sér sum-
arfríinu. Þetta er samt svolítið flókið
því hann er nefnilega haldinn mikilli
flughræðslu og flugferðin má ekki
vera of löng og helst verður hann að
þekkja einhvern í áhöfninni. Víkverji
er semsagt fullviss um að hver ferð
sem hann fer sé hans síðasta. Hann
ritar bréf og setur í eldfast hólf þar
sem hann kveður sína nánustu sem
ekki eru með honum í för. Nokkrum
sinnum hefur hann skráð sig á flug-
hræðslunámskeið en alltaf fundið sér
afsakanir þegar komið er að mætingu
því hann veit að í lokin er farið í flug-
ferð og hann sér ekki tilganginn í því
að fljúga til útlanda til einskis.
En einu sinni til tvisvar á ári legg-
ur hann á sig að fara til útlanda með
fjölskyldunni. Nokkrum dögum áður
en kemur að ferðinni fer að bera á
einkennum, svefninn verður mar-
traðarkenndur og hann sér bara fyrir
sér endalokin um borð, hann fer að
svitna í lófum og velta því fyrir sér
hvort hann eigi að taka svefnpillu fyr-
ir ferðina eða fá sér neðan í því.
Þegar um borð er komið, sest hann
dauðadæmdur í sætið sitt, kreistir
aftur augun, grípur heljartaki í sinn
heittelskaða og fer með Faðir vorið í
gríð og erg. Von bráðar er hann kom-
inn í loftið og þá fer honum strax að
líða betur. Hann þakkar sínum sæla
fyrir að hafa ekki látið flughræðsluna
stoppa sig í að ferðast með fjölskyld-
unni og finnur ekki fyrir einkennum
aftur fyrr en líður að heimferð.
Morgunblaðið/Sverrir
Sérkennilegir
viðskiptahættir!
Í NÓVEMBER sl. sendi
VÍS út blað til viðskiptavina
sinna sem í voru þessar setn-
ingar: „Frábær tilboð til ör-
yggis“ og „Tryggðu öryggi
fjölskyldunnar“. Þar voru
ýmis tilboð, t.d. „Viðskipta-
vinum VÍS býðst nú Purga
T-sjónvarpsslökkvitæki. Frí
uppsetning er innifalin.“
Var nú ákveðið að kaupa
eitt slíkt tæki til að tryggja
öryggi fjölskyldunnar enn
betur.
Þetta er síðan tekið út af
Visareikningi okkar en ekk-
ert bólar á tækinu. Eftir
ítrekaðar hringingar í VÍS
og fleiri milliliði á vegum
VÍS er okkur tjáð að tækið
hafi verið sent vestur í
kringum 8. janúar, en þar
sem svo fáir pöntuðu tæki
fengjum við ekki okkar fyrr
en búið væri að selja fleiri
þar sem ætti að setja þetta
upp í einum pakka.
Við getum sem sagt ekki
„tryggt öryggi fjölskyld-
unnar“ nema fleirum hugn-
ist að gera slíkt hið sama.
Í dag, 31. janúar, er stað-
an sú að við höfum farið
fram á endurgreiðslu. Þetta
finnst okkur óeðlilegir og
ósiðlegir viðskiptahættir.
Er það ekki skýlaus rétt-
ur þess sem kaupir vöru og
borgar fyrir að fá hana –
hvort sem hún selst í litlu
upplagi eða stóru?
Guðný Pálsdóttir,
Patreksfirði.
Konur í kjafti karla
JÓNÍNA Benediktsdóttir
hefur verið afar áberandi í
íslenzku þjóðlífi vegna
heilsuræktarstöðva sem
hún hefur haft forgöngu um
að stofna. Hún stefndi hátt
eins og margur en varð að
láta í minni pokann af ýms-
um ástæðum. Aðrir njóta nú
góðs af frumkvöðulsstarfi
hennar.
Jónína hefur verið
óhrædd við að veita opinská
viðtöl um persónu sína og
það sem hún hefur verið að
aðhafast í það og það skiptið
auk þess að lýsa yfir hvað
hún ætlaði sér í framtíðinni.
Auðvitað var hún bæði
umtöluð og öfunduð. „Sjáið
þið bara Jónínu. Hún ætlar
sér ekkert lítið. Bara eiga
allar heilsuræktarstöðvar í
landinu,“ sagði fólk. „Hún
fer ábyggilega á hausinn
með allt saman,“ og Gróa á
Leiti var ánægð.
En Jónína er ekki af baki
dottin. Hún kom nýlega í
viðtal við Ingva Hrafn í Út-
varpi Sögu og lýsti því yfir
að hjá sér væri engin upp-
gjöf. Hún væri einfaldlega
byrjuð upp á nýtt.
Eitt af því sem okkur
konum er oft boðið þegar við
kvörtum um verki og and-
lega vanlíðan er að taka inn
nokkrar gleðitöflur. Skyldu
karlmenn fá sömu með-
höndlun? Jónínu var líka
boðin slík meðferð. En nei,
engin geðlyf fyrir hana.
Jónína ætlar að halda er-
indi á Grandhóteli hinn 10.
febrúar kl. 18, sem heitir
„Konur í kjafti karla“. Það
verður gaman að hlusta og
ekki síður forvitnilegt að sjá
hvað margir karlar hafa
hugrekki til þess að mæta á
staðinn.
Við konur höldum með
valkyrjum. Bravó Jónína.
Erna V. Ingólfsdóttir,
Krummahólum 10, R.
Dýrahald
Perla er týnd
PERLA, sem er þriggja ára
smávaxin tík, fór frá heimili
sínu í Fossvogi sl. laugar-
dag. Hún er ljós á lit (hvít).
Ef einhver veit um ferðir
hennar, hún er sennilega í
Kópavogi, þá vinsamlega
hafið samband í síma
895 6307.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Björgvin G. Sigurðsson,þingmannsefni Sam-
fylkingarinnar, skrifar
grein í Morgunblaðið á
laugardaginn. Þar segir
hann meðal annars:
„Markmiðið er að Ísland
verði tilraunastofa við
þróun lýðræðisins og
fánaberi framþróunar lýð-
ræðislegra stjórnarhátta,
þar sem hinn almenni
borgari kemur í sem mest-
um mæli að meginákvörð-
unum samfélagsins.“
Það er óhætt að segja aðýmislegt hafi gengið á
í tilraunastofu Samfylk-
ingarinnar. Núverandi
forsætisráðherraefni
flokksins, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, beitti sér
fyrir því á síðasta kjör-
tímabili að haldin yrði al-
menn atkvæðagreiðsla um
Reykjavíkurflugvöll, sem
var góð byrjun. Forysta
Samfylkingarinnar hefur
sett fram margar góðar
hugmyndir um beint lýð-
ræði. Hins vegar má
spyrja hvort henni hafi
gengið eins vel að efla lýð-
ræðið í eigin ranni.
Eftir ákvörðun Ingi-bjargar Sólrúnar um
að snúa sér að landsmál-
unum (sem var ekki tekin í
samráði við kjósendur,
sem hún hafði lofað að
verða áfram borgarstjóri)
lokaði formaður Samfylk-
ingarinnar sig af og til-
kynnti síðar fjölmiðlum að
nýtt forsætisráðherraefni
hefði fæðst; Ingibjörg Sól-
rún. Hún væri jafnframt
talsmaður flokksins í
kosningum og leiðtogi.
Þessi sami formaður lagði
á sínum tíma mikla
áherslu á að almennir
flokksmenn hefðu allt um
það að segja hver yrði for-
maður og talsmaður
flokksins, í beinni póst-
kosningu. Það skipti litlu
máli þegar á reyndi.
Ekki treystu þingmennSamfylkingarinnar,
framkvæmdastjórn eða
nokkur önnur stofnun sér
til að samþykkja þennan
gjörning með formlegum
hætti – hvað þá að flokks-
menn fengju eitthvað um
það að segja.
„Samfylkingin leggur
líka áherslu á lýðræði í
flokksstarfinu þar sem að-
koma flokksmanna á að
vera sem greiðust að mót-
un stefnu með gagnvirku
sambandi félagsmanna og
flokksins,“ sagði Bryndís
Hlöðversdóttir, þingmað-
ur, á heimasíðu sinni 27.
nóvember 2001.
Er þetta gagnvirka
samband bara í aðra átt-
ina? A.m.k. hefur lítið orð-
ið úr hugmynd formanns-
ins, sem hann setti fram í
ræðu á stofnfundi Sam-
fylkingarinnar árið 2000:
„Ég hef í hyggju að nota
það [Netið] til að ráðfæra
mig reglulega við flokks-
menn, til dæmis með því
að settar verði upp spurn-
ingar á Netinu og óskað
eftir svörum við þeim.“
Hugmyndir samfylking-armanna um lýðræð-
ið eru góðar, en hætt er
við að kjósendur hætti að
hlusta ef tilraunirnar skila
ekki betri niðurstöðum í
flokksstarfinu sjálfu.
STAKSTEINAR
Fánaberi lýðræðislegra
stjórnarhátta
Dagatal – Gabríel
FUNDIST hefur pappakassi og í honum var m.a.
fatnaður, sæng og svefnpoki. Í kassanum var einnig
dagatal, heimagert, með þessari mynd, merkt Gabr-
íel 1BEB. Þeir sem kannast við að hafa týnt kass-
anum hafi samband í síma 562 5521 eða 697 5665.