Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 45
FÓLK
TIM Shaw, framkvæmdastjóri
hjá enska knattspyrnufélaginu Wat-
ford, sagði á heimasíðu félagsins í
gær að það væri algjör fjarstæða að
félagið væri að lána tvo leikmenn,
Lloyd Doyley og Gary Fisken, til
Leifturs/Dalvíkur. „Ég var algjör-
lega dolfallinn þegar ég heyrði
þessar sögur. Þetta er alrangt og
okkur þætti fróðlegt að vita hver
kemur slíku af stað,“ sagði Shaw.
ÚTLIT er fyrir að Alessandro
Del Piero, knattspyrnumaðurinn
snjalli hjá Juventus á Ítalíu, verði
frá keppni næstu tvo mánuðina. Del
Piero meiddist á læri í leik liðsins
við Atalanta um helgina. Hann
missir þá af mörgum mikilvægum
leikjum, meðal annars báðum við-
ureignum Juventus við Manchester
United í meistaradeild Evrópu.
SÆNSKI landsliðsmaðurinn
Fredrik Ljungberg lék sinn fyrsta
leik síðan 21. desember er hann lék
með varaliði Arsenal gegn Chelsea
á mánudagskvöldið, 1:1. „Ég er
ánæður með að vera kominn á ferð-
ina á ný og vona að ég geti sýnt
eins góðan lokasprett nú og í fyrra,
þegar við unnum tvöfalt, bæði deild
og bikar,“ sagði Ljungberg.
ÞAÐ stefnir allt í að fleiri áhorf-
endur komi til með að sjá Indriða
Sigurðsson, Gylfa Einarsson, Rík-
harð Daðason og Davíð Viðarsson
leika með Lilleström í Noregi en sl.
keppnistímabil. Nú þegar mánuður
er þar til nýtt keppnistímabil hefst í
Noregi hafa 1.490 keypt sér árs-
miða á heimaleiki liðsins, en árs-
miðahafar í fyrra voru 1.690.
NORSKU liðin eru byrjuð að
undirbúa sig á fullum krafti fyrir
keppnistímabilið og eru þeir félagar
í Lilleström, ásamt Loga Ólafssyni,
einum af þjálfurum liðsins, á Mar-
bella á Spáni við æfingar fram að
helgi. Þeir fara síðan aftur til Spán-
ar 22. febrúar og verða við æfingar
og keppni til 8. mars á La Manga.
TEITUR Þórðarson, þjálfari Lyn,
sem Jóhann B. Guðmundsson og
Helgi Sigurðsson leika með, verða
einnig á ferðinni á Spáni og leika
þar æfingaleik við CSKA Moskva.
EINN leikmaður Lyn hefur átt í
miklum erfiðleikum með æfingar
með liðinu að undanförnu. Það er
markvörðurinn Al Al-Habsi frá Om-
an, en munurinn hitastiginu þar og
í Ósló er yfir 30 gráður, en kalt hef-
ur verið í veðri í Noregi að und-
anförnu. Al-Habsi er ekki vanur
snjó.
Það var mjög gaman að þjálfa
strákana í Keflavík sem voru mjög
kappsfullir og skemmtilegir. Það var
mikið áfall fyrir okkur það ár að
missa af Íslandsmeistaratitlinum til
Valsmanna eftir tvo spennandi úr-
slitaleiki á Laugardalsvellinum.
Við höfðum ekki heppnina með
okkur. Í fyrri leiknum var bikarinn
kominn út á borð á hlaupabrautinni
við gömlu stúkuna er staðan var 2:1
fyrir okkur í framlengingu. Þegar 58
sekúndur voru til leiksloka náðu
Valsmenn að jafna – nýr leikur!
Valsmenn höfðu einnig heppnina
með sér í seinni leiknum sem þeir
unnu 2:1. Sigurður Dagsson varði
vítaspyrnu okkar stuttu fyrir leiks-
lok en Sigurður fór á kostum í báð-
um leikjunum gegn okkur.
Eins og ég sagði var Keflavíkur-
liðið skipað afar metnaðarfullum,
baráttuglöðum og skemmtilegum
strákum. Já, hópurinn var lifandi og
hress í öllu sem hann tók fyrir – inn-
an sem utan vallar. Tveir meðlimir
hinnar vinsælu hljómsveitar Hljóma
voru með okkur, Karl Hermannsson
og Rúnar Júlíusson, sem hefði orðið
enn betri knattspyrnumaður, en
hljómlistamaður ef hann hefði lagt
alla sína krafta í knattspyrnuna.“
Þegar Reynir kom heim frá
Þýskalandi 1960 tók hann við þjálfun
1. deildarliðs Fram og unnu Fram-
arar þá það afrek að stöðva þriggja
ára sigurgöngu KR, sem hafði ekki
tapað fyrir íslensku liði frá því um
haustið 1957 – leikið 16 leiki í röð án
taps er skellurinn kom, 3:2.
Reynir kom þá með nýja leikað-
ferð (frá Þýskalandi), sem ruglaði
KR-inga í ríminu. „Ég tefldi fram
tveimur miðherjum í staðinn fyrir
einn. Þetta kom Herði Felixsyni,
hinum sterka miðverði KR, úr jafn-
vægi. Við vorum með tveggja stiga
forskot á Skagamenn fyrir fjóra síð-
ustu leikina á Íslandsmótinu en náð-
um aðeins einu stigi úr fjórum síð-
ustu leikjum mótsins og misstum
þar með af meistarabaráttunni sem
Skagamenn fögnuðu sigri í. Sama ár
tókum við þátt í fyrsta bikarúrslita-
leiknum og urðum að játa okkur
sigraða fyrir KR-ingum á Melavell-
inum.
Við lékum mjög skemmtilega
knattspyrnu þetta sumar – knöttur-
inn gekk hratt og vel á milli manna,
en herslumuninn vantaði, þrek og
hörku,“ sagði Reynir.
„Við viljum ekkert varnarlið“
Þegar ég var að fara að ljúka
spjallinu við Reyni kom einn leikur
upp í huga minn sem Reynir mun
heldur ekki gleyma. Það er leikur
sem flestir vilja þó gleyma – leikur
sem fór fram á Idrætsparken í
Kaupmannahöfn 23. ágúst 1967.
Reynir stjórnaði þá íslenska lands-
liðinu í knattspyrnu sem tapaði fyrir
Dönum, 14:2.
„Það er og verður aldrei hægt að
afsaka svona stórar tölur. Miklar
breytingar voru á knattspyrnunni á
þessum árum – hraðinn fór að
aukast og léttleikinn var í fyrirrúmi,
eins og Hollendingar voru þekktir
fyrir, með Johann Cruyff fremstan í
flokki. Stöðubreytingar voru miklar
inni á vellinum – menn sóttu ákaft
og snöggt fram völlinn.
Styrkur Íslendinga á þessum ár-
um var vel skipulagður varnarleik-
ur, en þannig leikur fór greinilega
allt í einu í taugarnar á stjórnar-
mönnum Knattspyrnusambands Ís-
lands – þeir fyrirskipuðu að sent
yrði lið til Danmerkur sem væri létt-
leikandi og þá var litið til leikmanna
23 ára landsliðsins, sem hafði staðið
sig vel í leik gegn Norðmönnum,
sem vannst með þremur mörkum
gegn engu og einnig í leik gegn Sví-
um, sem tapaðist,“ sagði Reynir.
Landsliðsnefnd KSÍ tók þá
ákvörðun að tefla að mestu fram
leikmönnum úr ungmennaliðinu í
Kaupmannahöfn, sem hafði litla
reynslu. Þegar aldursforseti byrjun-
arliðsins, sem var 30 ára, var tekinn
frá – var meðalaldur leikmanna ekki
nema 21,4 ár. Landsleikjafjöldi leik-
manna var að meðaltali 2,8 leikir.
Eftir á að hyggja – var hægt að bú-
ast við stórátökum gegn sterku
landsliði Dana, sem lagði síðan
Norðmenn með fimm marka mun og
Finna með tíu mörkum?
„Nei, en það voru gerðar miklar
væntingar til ungu strákanna okkar.
Þegar á hólminn var komið kom í
ljós að strákana skorti reynslu til að
eiga við reynslumikla Dani. Við
fengum á okkur sex mörk í fyrri
hálfleik og það var skammast út í að
ég hafi ekki skipað strákunum öll-
um; farið í vörn! Í hálfleik ræddi ég
við mína menn og spurði: Hvað
mynduð þið gera til að bæta leik
okkar? Þeir svöruðu strax – að best
væri að fara aftar á völlinn, þétta
vörnina og vera vel á verði. Þeir
voru ekki tilbúnir í stöðunni, frekar
en ég, að raða okkur upp við eigin
vítateig til að reyna að byggja upp
varnarmúr.
Þegar við komum inn á eftir hálf-
leikinn var leikur okkar annar og
betri. Þegar fimmtán mínútur voru
eftir af leiknum var staðan 9:2. Við
höfðum skorað tvö mörk gegn þrem-
ur mörkum Dana í seinni hálfleik.
En eftir það kom áfallið, flóðgátt
opnaðist og Danir skoruðu fimm síð-
ustu mörk leiksins.
Þegar ég sá myndbandsupptöku
frá leiknum á dögunum gerði ég mér
grein fyrir því hvað leikurinn var
erfiður fyrir okkur. Strákarnir voru
það uppgefnir að þeir gátu ekki
komið knettinum frá markinu á
lokasprettinum – fóru heldur ekki á
móti leikmönnum danska liðsins er
þeir komu inn á vítateig okkar. Slys-
in í þessum leik komu hvert á fætur
öðru – það fyrsta kom fyrir leikinn,
þegar einn okkar manna spyrnti
knettinum á eftir einum af okkar
besta leikmanni – í höfuð hans,
þannig að hann rotaðist og gat ekki
leikið.
Það er ekki hægt að afsaka þetta
stóra tap. Ég mun þó ekki gleyma
hvað gerðist fyrir leikinn – þá urðu
sviptingar um leikmenn og leik-
skipulag. Stjórnarmenn Knatt-
spyrnusambandsins kröfðust þess
að farið yrði til Danmerkur með létt-
leikandi unga leikmenn og óskað var
eftir sóknarknattspyrnu, ekkert
annað.
Dönsku blöðin voru sammála eftir
leikinn að það sem hafi ráðið úrslit-
um var hvað hraðinn var miklu meiri
hjá leikmönnum Dana – sem létu
knöttinn ganga snöggt og markvisst
á milli sín. Íslendingar áttu ekkert
svar,“ sagði Reynir.
Hefði Reynir farið með sömu leik-
menn til Danmerkur ef hann hefði
einn fengið að ráða ferðinni, eins og
landsliðsþjálfarar gera í dag?
„Nei, ég hefði valið sterkt varn-
arlið til að leika á Idrætsparken.“
Langt helgarfrí
fram undan
Hvað tekur nú við hjá Reyni, eftir
30 ára starf í menntamálaráðuneyt-
inu þar sem hann hefur starfað með
þrettán ráðherrum? „Hjá mér er
það þannig, eins og hjá svo mörgum
öðrum, að maður hefur miklu meira
að gera en áður. Þeir sem hafa verið
í félagsstarfi eins og ég til fjölda ára
vita að þeir hafa að vissu leyti van-
rækt fólkið sitt. Ef maður er þjálfari
eða í félagsmálum kallar það starf á
mikil fundarhöld sem eru yfirleitt á
kvöldin og um helgar – á hefðbundn-
um frítíma fjölskyldunnar.
Á næstu vikum mun ég fara að
taka til í herbergjum heima hjá mér.
Þá á ég eftir að njóta þess að ég á
fjögur barnabörn sem ég mun hugsa
betur um. Já, ég þarf að fara að setja
upp þjálfaraskóla og sinna þeim.
Þá á ég sumarhús við Þingvalla-
vatn sem þarf að dytta að.
Nú, þá kemur alltaf upp að égþarf
að ljúka einhverjum verkum sem
maður hefur tekið að sér.
Ég er til dæmis í forsvari fyrir
starfshópum sem eru að setja saman
reglur um öryggi í íþróttamann-
virkjum. Það starf tekur nokkurn
tíma. Það er ljóst að ég mun hafa
margt fyrir stafni á næstunni,“ sagði
Reynir, sem segist hafa búið sig vel
undir það að nú allt í einu verða allir
dagar ársins sunnudagar hjá honum.
„Já, það er langt kærkomið helgarfrí
fram undan hjá mér,“ segir Reynir
G. Karlsson og hlær.
heimsmeisturum Þjóðverja 1954
Morgunblaðið/RAX
„Ég hef upplifað hvað íþróttir og æskulýðsstarf hafa mikið að
segja á fámennum stöðum, þar sem oft er um fimmtíu ára ald-
ursmunur á þeim sem eigast við.“
SVANFRÍÐUR Guðjónsdóttir,
eiginkona Reynis G. Karlssonar,
var kjörin í stjórn Knattspyrnu-
sambands Íslands á ársþingi
sambandsins á Hótel Loftleiðum
1984 og var þá talið að hún
væri fyrsta konan í heiminum
til að taka sæti í stjórn knatt-
spyrnusambands. Svanfríður
var mjög áhugasöm um fram-
gang kvennaknattspyrnu hér á
landi.
Reynir, sem hefur átt sæti í
aðalstjórn Fram, verið formað-
ur handknattleiksdeildar Fram
og formaður Breiðabliks, hefur
einnig starfað fyrir KSÍ. Hann
hefur átt sæti í tækninefnd sam-
bandsins, verið landsliðsþjálfari
og varaendurskoðandi sam-
bandsins í 35 ár.
Börn þeirra hjóna hafa einnig
haft mikinn áhuga á knatt-
spyrnu. Ásta María, sem lék
með Breiðabliki á árum áður,
var einnig landsliðskona í knatt-
spyrnu. Guðjón Karl hefur verið
leikmaður með Breiðabliki, Ísa-
firði og Fylki. Þá hefur hann
einnig þjálfað knattspyrnulið.
Fyrsta konan í stjórn KSÍ
sos@mbl.is
FRAKKINN Thierry Henry, Arsenal, og Brasilíu-
maðurinn Ronaldo, Real Madrid, eru miðherjar í
Evrópuúrvalsliðinu 2002, sem Knattspyrnu-
samband Evrópu hefur tilkynnt, en UEFA stóð fyrir
atkvæðagreiðslu um liðið og tóku hátt í milljón
manns þátt í atkvæðagreiðslunni inn á heimsíðu
UEFA.
Henry fékk 20% atkvæða, Ronaldo 16%. Síðan
kom Ruud van Nistelrooy, Man. Utd. með 15% at-
kvæða – komst ekki í liðið.
Þrír leikmenn frá Real Madrid eru í liðinu, 4-4-2.
Frakkinn Zinedine Zidane, sem var eins og Henry í
liðinu í fyrra, fékk 44% atkvæða í stöðu á miðjunni
og Brasilíumaðurinn Roberto Carlos 54% sem
vinstri bakvörður.
Annars er liðið þannig skipað:
Rüstü Recber (Fenerbahce/Tyrklandi) – Carlos
Puyol (Barcelona/Spáni), Alessandro Nesta (AC
Milan/Ítalíu), Cristian Chivu (Ajax/Rúmeníu), Ro-
berto Carlos (Real Madrid/Brasilíu) – Clarence See-
dorf (AC Milan/Hollandi), Michael Ballack (Bayern
München/Þýskalandi), Zinedine Zidane (Real Madr-
id/Frakklandi), Damien Duff (Blackburn/Írlandi) –
Thierry Henry (Arsenal/Frakklandi), Ronaldo
(Real Madrid/Brasilíu).
Þjálfari var valinn Senol Günes, landsliðsþjálfari
Tyrklands. Ronaldo og Zidane eru í Evrópuliðinu.
Þrír frá Real Madrid
í Evrópuúrvali
í l i
í li