Morgunblaðið - 05.02.2003, Síða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 47
FÓLK
ÍR-INGAR unnu sinn fyrsta körfu-
knattleikssigur í Njarðvík í 20 ár,
þegar þeir lögðu Njarðvíkinga á
mánudagskvöldið, 97:95. Síðasti sig-
urleikur ÍR var 4. febrúar 1983,
78:60. Kolbeinn Kristinsson skoraði
þá 25 stig fyrir ÍR og Pétur Guð-
mundsson 24. Valur Ingimundarson
setti 24 stig fyrir Njarðvík en Valur
var ennþá á ferðinni í fyrrakvöld og
skoraði þá 13 stig fyrir Skallagrím í
Grindavík.
VOLKER Zerbe, handknattleiks-
maðurinn hávaxni sem leikur með
Lemgo, er hættur við að hætta með
þýska landsliðinu. Zerbe, sem hefur
hætt tvisvar á síðustu árum og byrj-
að aftur, hafði hugsað sér að gefa
ekki aftur kost á sér eftir HM í
Portúgal. Í samtali við Neue West-
fälischen í gær kvaðst Zerbe hins-
vegar vera tilbúinn til að leika áfram
því spennandi verkefni væru fram-
undan, EM í Slóveníu og Ólympíu-
leikarnir í Aþenu.
ARSENAL hefur lánað Wimble-
don þýska varnarmanninn Moritz
Volz, fyrirliða unglingaliðs Þýska-
lands, í fimm vikur. Hann hefur að-
eins leikið einn leik með Arsenal í
vetur – deildabikarleik gegn Sund-
erland.
STEINAR Tenden, norski knatt-
spyrnumaðurinn sem hefur verið til
reynslu hjá KA að undanförnu, leik-
ur að öllu óbreyttu með liðinu í úr-
valsdeildinni í sumar. Tenden hefur
handsalað samning við KA-menn og
er væntanlegur til landsins á ný í
apríl. Hann kemur frá 3. deildarlið-
inu Stryn og hefur skorað fyrir það
88 mörk í 81 leik.
BJÖRN Þorleifur Þorleifsson var
sigurvegari í sínum flokki á móti í
Taekwondo í Colorado í Bandaríkj-
unum laugardaginn 1. febrúar –
vann allar þrjár viðureignir sínar.
BRIAN Kerr, nýráðinn landsliðs-
þjálfari Írlands, mun hitta Roy
Keane að máli í Manchester, til að
ræða við hann um landsliðsmál. Eins
og menn muna sendi Mick
McCarthy, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari, Keane, fyrirliða liðsins,
heim frá HM sl. sumar.
ALAN Smit, sóknarleikmaður,
skrifaði í gær undir nýjan samning
við Leeds sem gildir til ársloka 2006.
Samningurinn tryggir honum 40.000
pund í vukulaun, eða sem svarar til
um 5,2 millj. króna.
JAMES Beattie, markahrókur,
hefur gert nýjan samning við South-
ampton sem gildir til ársins 2006.
Beattie hefur verið sérlega mark-
heppninn á leiktíðinni og skoraði 16
mörk. Southampton vildi því fyrir
alla muni gera nýjan samning við
hann til þess að freista þess að halda
honum innan raða félagsins, en vitað
var að nokkur félög hafa rennt til
hans hýru auga.
BERTI Vogts, landsliðsþjálfari
Skotlands, hefur kallað á tvo 22
ára leikmenn, Jamie Smith, Celtic,
og Bob Malcolm, Glasgow Rang-
ers, í landsliðshóp sinn fyrir leik
gegn Írum á Hampden Park 12.
febrúar. Það verður upphit-
unarleikur fyrir orrustu gegn Ís-
lendingum í Evrópukeppninni á
Hampden Park 29. mars.
Vogts er mjög ánægður með
hraða Smith og segir að hann
þurfi á fljótum leikmönnum á miðj-
unni að halda. Landsliðshópur
Skotlands er þannig skipaður að
markverðir eru Robert Douglas
(Celtic), Paul Gallacher (Dundee
United) og Neil Sullivan (Totten-
ham).
Varnarmenn: Graham Alexand-
er (Preston), Russell Anderson
(Aberdeen), Steven Caldwell (New-
castle), Christian Dailly (West
Ham), Robert Malcolm (Rangers),
Dominic Matteo (Leeds), Steven
Pressley (Heart) og Maurice Ross
(Rangers).
Miðjumenn: Colin Cameron
(Wolves), Scot Gemmill (Everton),
Jackie McNamara (Celtic), Paul
Devlin (Birmingham), Barry
Ferguson (Rangers), Paul Lambert
(Celtic), Gary Naysmith (Everton)
og Jamie Smith (Celtic).
Sóknarmenn: Stephen Crawford,
(Dunfermline), Scott Dobie (WBA),
Don Hutchison (West Ham), Kevin
Kyle (Sunderland), Neil McCann
(Rangers), Kenny Miller (Wolves)
og Steven Thompson (Rangers).
Skotar hita upp fyrir
orrustu við Ísland
MARGT bendir til þess að þýski
handknattleiksmaðurinn Stefan
Kretzschmar leiki ekki meira
með Magdeburg á þessari leiktíð,
en hann fingurbrotnaði í undan-
úrslitaleik Þjóðverja og Frakka á
heimsmeistaramótinu í hand-
knattleik í Portúgal á sunnudag-
inn. Reynist það raunin er það
mikið áfall fyrir Magdeburg og
Alfreð Gíslason, þjálfara liðsins,
en auk þess leika Ólafur Stef-
ánsson og Sigfús Sigurðsson
landsliðsmenn með liðinu. Það er
í öðru til þriðja sæti í þýsku 1.
deildinni og er í harðri baráttu
við Lemgo og Flensburg um
þýska meistaratitilinn. Þá er
Magdeburg komið í 8 liða úrslit
meistaradeildar Evrópu í hand-
knattleik þar sem það hefur
meistaratign að verja.
Kretzschmar úr leik?
ÍSLAND mætir Svíþjóð í vin-
áttulandsleik 21 árs landsliða
kvenna í Egilshöllinni 15. mars.
Þetta verður fyrsti landsleikurinn
innanhúss hér á landi og að sjálf-
sögðu hefur aldrei áður verið
háður landsleikur á heimavelli
svona snemma á árinu. Leikurinn
er liður í undirbúningi landsliðs-
ins fyrir Norðurlandamótið í
sumar. Ekki er ljóst hver stjórnar
íslenska liðinu í leiknum þar sem
ekki hefur verið ráðinn landsliðs-
þjálfari fyrir A- og 21 árs lands-
liðin í stað Jörundar Áka Sveins-
sonar sem hættir störfum í
þessum mánuði.
Lands-
leikur í
Egilshöll
Guðríður sagði að heimavöllurinnmyndi líklega gera útslagið í
viðureign ÍBV og Stjörnunnar. „Það
verður örugglega troðfullt hús í Eyj-
um því þar eru jafnan langflestu og
bestu áhorfendurnir í kvennahand-
boltanum. Það er frábært að spila í
Eyjum því þar er alvöru umgjörð í
kringum leikina. Ef ÍBV spilar af
fullri getu er það besta liðið á landinu
en spurning er hvernig það nær sam-
an hverju sinni. Alla Gorkorian hefur
átt við meiðsli að stríða en það á þó
ekki að koma að sök því breiddin er
mikil og leikmenn eins og Ana Perez
og Birgit Engl sitja yfirleitt á vara-
mannabekknum þegar liðið er í sókn.
Ef Vigdís Sigurðardóttir er í stuði í
markinu getur hún verið svakaleg.
Stjarnan þarf toppleik til að sigra í
Eyjum og þar getur markvarslan hjá
Jelenu Jovanovic ráðið úrslitum.
Hún er hálft liðið þegar því er að
skipta. En Stjörnuliðið er sterkt,
Jóna Margrét Ragnarsdóttir er
besta vinstrihandarskyttan hér í
dag, Amela Hegic hefur ekki náð sér
á strik vinstra megin en á meira inni,
Elísabet Gunnarsdóttir er öflug á
línunni og Hind Hannesdóttir hefur
verið sérstaklega sterk gegn sínum
gömlu félögum í ÍBV í vetur. Á góð-
um degi á Stjarnan sigurmöguleika í
Eyjum, það er engin spurning.“
Staðan í deildinni
skiptir ekki máli
Guðríður sagði að Haukar væru
með sterkara lið en FH, staða lið-
anna í deildinni segði allt um það, en
slíkt skipti ekki alltaf máli þegar
Hafnarfjarðarliðin ættust við.
„Það verða oft hnífjafnir leikir
þeirra á milli, eins og einmitt hefur
verið í vetur þar sem Haukar hafa
unnið naumlega, með einu og tveim-
ur mörkum. FH er að koma upp með
þrælgott lið sem býr yfir meira
sjálfstrausti en áður. Dröfn Sæ-
mundsdóttir hefur leikið geysilega
vel í skyttustöðunni vinstra megin og
er einn besti leikmaður deildarinnar.
Sigrún Gilsdóttir er sterk á línunni,
Björk Ægisdóttir er að koma upp á
ný á hægri vængnum og Harpa Víf-
ilsdóttir er mjög efnileg. FH-liðið
vantar sterkan miðjumann og
Jolanta Slapikiene þarf að sýna
meiri stöðugleika í markinu.
Haukastúlkurnar búa yfir gífur-
legri reynslu og óbilandi sjálfstrausti
sem fleytir þeim langt. Þær þekkja
þetta allt frá undanförnum árum.
Þeirra lið er firnasterkt og valinn
maður í hverri stöðu. Hanna G. Stef-
ánsdóttir er besti leikmaður deild-
arinnar um þessar mundir, Inga
Fríða Tryggvadóttir er sterk á lín-
unni, Brynja Steinsen er komin aftur
í hornið og Tinna Halldórsdóttir er
mjög vaxandi leikmaður. Svo eru
Haukarnir með Hörpu Melsted sem
ber uppi liðið og tengir það saman
með sínu mikla Haukahjarta, út-
geislun og metnaði. Ég hallast því að
sigri Hauka í þessari viðureign sem
samt verður örugglega spennandi,“
sagði Guðríður Guðjónsdóttir.
Aðeins eitt mark skilur að ÍBV og
Stjörnuna í þremur leikjum liðanna í
vetur. Þau hafa gert tvisvar jafntefli,
28:28 í Eyjum og 20:20 í Garðabæ um
síðustu helgi þar sem ÍBV jafnaði
undir lokin á ævintýralegan hátt.
ÍBV náði síðan að vinna, 24:23, í
Garðabæ.
FH og Haukar hafa mæst tvívegis
í 1. deildinni í vetur. Haukar unnu
26:24 á Ásvöllum og 28:27 í Kapla-
krika.
Morgunblaðið/Sverrir
Birgit Engl, austurríska landsliðskonan í liði ÍBV, í dauðafæri í leiknum gegn Stjörnunni á laug-
ardaginn. Ingibjörg Jónsdóttir úr ÍBV og Kristín Steinarsdóttir úr Stjörnunni fylgjast með. Liðin
mætast aftur í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvöld.
Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, veltir fyrir sér bikarrimmum
ÍBV og Haukar lík-
legri í hörkuleikjum
UNDANÚRSLITIN í bikarkeppni kvenna fara fram í kvöld og ef
marka má fyrri viðureignir liðanna sem þar mætast er útlit fyrir
hörkuspennandi leiki. ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Vestmanna-
eyjum kl. 19.30 og hálftíma síðar hefst Hafnarfjarðarslagur FH og
Hauka í Kaplakrika. Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að hún ætti von á jöfnum leikjum en
spáir því að ÍBV og Haukar sigri og mætist í bikarúrslitunum.