Morgunblaðið - 05.02.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 05.02.2003, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 49 menn því allir starf- andi listamenn eru velkomnir með verk sín, sér að kostn- aðarlausu. Fjölmargir lögðu leið sína í Opna galleríið til að skoða þau fjöl- breyttu verk, er til sýnis voru. Þeir sem misstu af sýning- unni í þetta sinnið verða að bíða í mánuð til viðbótar en þá mun galleríið áreiðanlega láta á sér kræla á ný. FASTAGESTIR í miðbænum ættu að vera farnir að kannast við Opna galleríið en það er haldið mánaðarlega á löngum laug- ardegi þegar verslanir eru opnar lengur. Opna galleríið var haldið síð- asta laugardag. Að venju var tómt verslunarhúsnæði tekið traustataki og lagt undir mynd- list eina eftirmiðdagsstund en sýningin fór fram í fyrrverandi húsnæði Mótors, við Laugaveg 55. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir unga og upprennandi lista- Morgunblaðið/Jim Smart Markús Þór Andrésson að störfum í Opna galleríinu. Galopið gallerí Jón Sæmundur var með verk á sýningunni. Fjölbreytt mánaðarleg listasýning Hundaspæjarinn (K-9: PI) Gamanmynd Bandaríkin, 2002. Sam myndbönd VHS. (91 mín) Öllum leyfð. Leikstjórn: Richard J. Lewis. Aðalhlutverk: James Belushi, Gary Basarabo og Kevin Durand. NÆR hálfur annar áratugur er liðinn frá því að James Belushi rannsakaði glæpamál með aðstoð lögregluhundsins snarpa Jerry Lee í myndinni K-9. Var þar á ferðinni slarkfær afþreyingarmynd sem beint var að áhorfendum í yngri kantinum, að vísu ekki ýkja eftirminnileg enda kom hún og hvarf án þess að valda miklum usla hjá kvikmyndaáhugamönnum. Kunna því sumir að undrast að framhalds- mynd skjóti upp kollinum þetta löngu seinna og vandasamt er í raun að finna skýringu á þessu uppátæki aðra en þá að í ljósi ný- fenginna sjónvarpsvinsælda Bel- ushis hafa kannski einhverjir hald- ið að hægt væri að kreista nokkrar krónur til viðbótar úr gamalli hug- mynd. Eins og í fyrri myndinni flækjast Belushi og vinur hans, loðni ferfætlingurinn Jerry, inn í umfangsmikið glæpamál sem reyndar er sett inn í söguna forms- ins vegna og eiginlega til mála- mynda; þungamiðja hennar og af- þreyingargildi liggur í samspili manns og hunds, ekki hinum lang- þreyttu glæpaklisjum sem skreyta fléttuna, og tekst aðstandendum þar sæmilega upp, a.m.k. gagnvart áhorfendum sem eru í skapi fyrir þá breiðu og augljósu húmorsteg- und sem hér ræður ríkjum. Fyrir þá sem vilja myndir með dálitlu kjöti á beinunum er hins vegar best að leita annað. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Þetta er hundalíf Aldrei aftur (Never Again) Gaman/drama Bandaríkin, 2001. Góðar stundir VHS. (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Eric Schaeffer. Aðalhlutverk: Jill Clayburgh og Jeffrey Tambor. ÞEIR sem búa til rómantískar gamanmyndir beina sjaldnast sjón- um að fólki sem komið er mikið yfir fertugt. Það gerir Eric Schaffer hins vegar í hinni ágætu kvikmynd Never Again, sem fjallar á næman og lif- andi hátt um kynni tveggja einstak- linga, félagsráðgjafans Grace Minor og áhugadjasstón- listarmannsins Christophers. Grace og Christo- pher eiga bæði mis- heppnuð hjóna- bönd að baki, uppkomin börn og eru leitandi í tilvist sinni. Þegar kynni takast með þeim tekur lífið hins veg- ar nýja stefnu hjá þeim báðum. Þetta er haganlega skrifuð kvikmynd, sem byggir upp sterkt samband á milli aðalpersónanna, og fara leikararnir Jill Clayburgh og Jeffrey Tambor ágætlega með hlutverk þeirra. Til- raunin til að búa til hnút á fléttuna undir lokin í anda rómantískra gam- anmynda reynist þó óþarflega fyr- irsjáanleg.  Heiða Jóhannsdóttir Enn um ástina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.